Fréttablaðið - 23.08.2006, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 23. ágúst 2006 3
Keppa í Suður-Afríku í byrjun
desember ásamt kylfingum frá
39 öðrum löndum.
BMW Golf Cup International fór
fram fyrir skemmstu í fjórða sinn
hér á landi. Sigurvegarar mótsins
halda í desemberbyrjun til Suður-
Afríku, ásamt sigurvegurum frá
39 öðrum löndum, þar sem úrslita-
mót mótaraðarinnar fer að þessu
sinni fram.
Alls tóku um 200 áhugakylfing-
ar þátt hérlendis og reyndust hlut-
skörpust þau Hansína Þorkels-
dóttir úr GKG, Annel Jón
Þorkelsson úr GSG og Jóhann
Guðmundsson úr GÖ.
Það verður þó ekki Hansína
heldur Ingunn Einarsdóttir, sem
varð í öðru sæti, sem heldur utan á
lokamótið og er ástæðan sú að
Hansína var í sigurliði síðasta árs.
„Samkvæmt reglunum verða að
líða að minnsta kosti þrjú úrslita-
mót á milli þátttöku, eins og títt er
um stór áhugamannamót,“ segir
Karl Óskarsson, sölustjóri hjá
B&L. „Það vill síðan þannig til, að
í fyrra var Hansína í sömu sporum
og Ingunn er nú. Hulda Birna
Baldursdóttir, sigurvegari ársins
2005, hafði sigrað árinu þar áður
og þær Hansína þurftu því að hafa
„verðlaunaskipti“. Á móti kemur
að ferðavinningur með Icelandair
var fyrir 2. sæti, þannig að Hans-
ína fór ekki tómhent af mótinu.“
Íslendingar á BMW
World Final
Fulltrúar Íslands á BMW Golf Cub Inter-
national World Final, Jóhann Guðmunds-
son, sigurvegari í B flokki karla, og Ingunn
Einarsdóttir, sem varð í 2. sæti í kvenna-
flokki.
Umferðarstofa stefnir á að
heimsækja menntaskóla í
haust til að ræða umferðarslys
og fá til liðs við sig fórnarlömb
alvarlegra slysa til að miðla af
reynslu sinni.
„Við stefnum á að fá bæði fórnar-
lömb og sökudólga umferðar-
slysa, ef svo má að orðum kom-
ast, til að fara með okkur í skólana
til að uppfræða nemendur um það
gífurlega tjón sem umferðarslys
geta valdið,“ segir Einar Magnús
Magnússon, upplýsingafulltrúi
hjá Umferðarstofu.
Einar segir ekki mikið rætt um
þá sem slasast alvarlega í umferð-
arslysum á Íslandi í fjölmiðlum,
heldur snúist umræðan miklu
fremur um banaslys í umferð-
inni.
Einar vonast til þess að átakið
í haust bæti úr því og ýti af stað
ítarlegri umfjöllun um alvarleg
meiðsl. „Þótt auglýsingar beri
alltaf ákveðinn árangur er öðru-
vísi að tala beint við þá sem hafa
upplifað slys af eigin raun og telj-
um við að þessi nálgun eigi eftir
að hafa áhrif.“
Þess má geta að tilfellum
alvarlegra slasaðra í umferðinni
hefur fækkað á undanförnum
árum á Íslandi. Árið 2005 slösuð-
ust 129 manns alvarlega í umferð-
inni, 145 árið 2003 og 164 árið
2002.
Á fyrstu sex mánuðum þessa
árs slösuðust 56 manns, miðað við
54 manns á sama tíma í fyrra. 14
manns á aldursbilinu 13-20 ára
eru í hópi hinna slösuðu, en ald-
ursdreifing er nokkuð jöfn. Af
þessum 56 eru karlar í meirihluta
eða 37 talsins.
Hæst er hlutfall ökumanna í
hópi hinna slösuðu, eða 35 manns
af 56. Næst koma farþegar sem
eru fimmtán talsins. Loks eru
fimm vegfarendur og einn hjól-
reiðamaður. roald@frettabladid.is
Fórnarlömb fræða um
tjón umferðarslysa
Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi hjá Umferðarstofu, vonast til að átak fækki tilfellum alvarlegra umferðarslysa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Splash og
Sport í París
SUZUKI FRUMSÝNIR TVO BÍLA Á
BÍLASÝNINGU Í SEPTEMBER.
Fyrir þá sem eru á ferðinni í París
í næsta mánuði gæti verið rétt
að kíkja á bílasýninguna sem þar
verður.
Meðal þess sem sýnt verður á sýn-
ingunni er nýr Suzuki sem fram til
þessa hefur verið kallaður „Splash-
verkefnið“. Lítið er vitað um bílinn
annað en að hann er byggður á
Swift-grunni, rúmar 5 manns og
að undir vélarhlífinni er 4 strokka
1200 mótor.
Að öðru leyti er hægt að vísa í
meðfylgjandi teikningu og velta því
fyrir sér hvort Swift hafi einhvern-
tíma hitt Audi Q7 á förnum vegi,
kannski fyrir níu mánuðum síðan
eða svo.
Af öðrum áformum Suzuki fyrir
sýninguna má nefna frumsýningu
Evrópuútgáfu Swift Sport. Ef hún
verður búin sömu 133 hestafla
1600 VVT vélinni og Japansútgáfan,
sem kom út fyrir ári síðan, ætti
salan ekki að vera lengi að taka
við sér.
Pínu Suzuki Swift og pínu Audi Q7?
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Daewoo lyftarar
Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557
Gæði á góðu verði