Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN 23. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T T I L K Y N N I N G K A U P H A L L A R I N N A R U M V I Ð R Æ Ð U R V I Ð O M X Í byrjun ágústmánaðar sendi Kauphöll Íslands frá sér tilkynn- ingu um að Kauphöllin og OMX, sem á og rekur kauphallirnar í Stokkhólmi, Helsinki, Kaup- mannahöfn og Eystrasalts- ríkjunum, hafi hafið viðræður um nánara samstarf. „Viðræðurnar eru á frumstigi. Kauphöllin og OMX eiga nú þegar með sér samstarf um ýmsa þætti við- skiptaumhverfis kauphallanna“ segir þar og tekið er fram að viðræðurnar nú snúist um hvernig kaup- hallirnar gætu aukið sam- starfið til hagsbóta fyrir skráð félög, markaðs- aðila og fjárfesta. Í viðskiptalífinu hækka sífellt þær raddir sem telja krónuna einn helsta þröskuldinn í vegi þess að erlendir fjárfestar sýni íslensk- um fyrirtækjum áhuga. Stór íslensk fyrirtæki sem hafa bæði tekjur og skuldir í erlendri mynt horfa nú til þess að skrá hlutabréf sín í evrum, eða jafnvel bandaríkjadölum og tengja það viðræðum sem Kauphöll Íslands á við um samstarf, eða jafnvel sameiningu við OMX-kauphöllina, en það er samstarfs- vettvangur kauphalla á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkja. Þórður Friðjónsson segir Kauphöll Íslands gjarnan vilja vera „fjöl- myntarkauphöll“ og segist bíða þess að fyr- irtæki fari fram á það. Tæknilegar hindranir virðast þó vera í vegi þess að hægt sé að fara þá leið, sér í lagi að lokauppgjör hvers viðskiptadags kauphallar þarf að fara fram í landi gjaldmiðilsins sem notaður er í við- skiptum með hlutabréfin. Hér fer lokaupp- gjör í gegnum reikninga Seðlabanka Íslands og í evrulöndum sér Seðlabanki Evrópu um uppgjörið. Í lok síðustu viku ræddi Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, smæð Kauphallarinnar og evruskráningu hluta- bréfa á hluthafafundi í fyrirtæki sínu. Hann skorar á Kauphöll Íslands og OMX-kauphöll- ina að ljúka yfirstandandi viðræðum sínum með fullum samruna. Verði af honum íhugar fyrirtækið að breyta skráningu hlutabréfa sinna úr krónum í evrur, en hann segir liggja beinast við að fyrirtæki sem fara vilji þessa leið taki upp evruna, enda yrði óhentugt að vera með mjög marga gjaldmiðla í gangi í Kauphöllinni. „Þarna eru félög á borð við Actavis, Bakkavör, Marel og Össur og senni- lega bankarnir líka, sem eru með verulegan hluta tekna sinna í erlendri mynt,“ segir Árni Oddur. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, telur einnig að sameining Kauphallarinnar og OMX sé nauðsynleg. „Ef ekki verður af henni hleypur bara þróunin frá íslenska hlutabréfa- markaðnum,“ segir hann og kveðst einnig líta á skráningu hlutabréfa fyrirtækis síns sem rökrétt skref. „Við verðum vör við mikinn áhuga fjárfesta á Össurarbréfum, enda er tæpur helmingur bréfa fyrirtækisins í hönd- um erlendra fjárfesta,“ segir hann, en telur að krónan fæli erlenda fjárfesta frá. Halldór Kristmannsson, forstöðumaður innri og ytri samskipta Actavis, segir að þar á bæ hafi menn mikinn áhuga á skráningu bréfa félagsins í annarri mynt en krónunni, en áréttar að eigi að ýta undir erlendar fjár- festingar þurfi að koma til fleiri breytingar í starfi Kauphallarinnar. „Við höfum aðeins rætt þetta við Kauphöllina, en eins og ég skil þetta strandar ekki á Kauphöllinni heldur fremur á sjálfri Verðbréfaskráningunni og þá hvernig fram fer upp- gjör milli króna og evra. Þetta skilst mér að sé ekki búið að leysa. En þetta myndi vissu- lega einfalda málið,“ segir hann og segir félagið finna fyrir miklum áhuga hjá erlend- um fjárfestum, en sérkenni markaðarins hér og krónan virðist vera þeim töluverð- ur þröskuldur. „Óvissa í kring um krónuna hefur áhrif og svo þurfa erlendir aðilar alla jafna að fara í gegnum íslenska banka til að eiga viðskipti í Kauphöllinni hér, eða smærri óþekktari banka í útlöndum.“ Hann segist hafa unnið að því um skeið að fá til liðs fleiri kauphallaraðila og telur líklegt að stór alþjóðlegur banki bætist í hópinn á næstu misserum. „Ég nefni hann kannski ekki strax, en við erum í samstarfi við hann og hann mun jafnframt taka upp greiningu á Actavis, sem væri þá í fyrsta skipti sem erlendur banki gerði það. Enn hefur ekkert íslenskt fyrirtæki fengið erlenda greiningaraðila og það held ég að menn þurfi að sjá hér. Til þess að laða að erlenda fjárfesta þarf markaður- inn að fá ákveðinn gæðastimpil úti og það fæst þegar erlendir greiningaraðilar fara að meta fyrirtækin og stærri fjárfestingar- sjóðir koma inn í þessi félög.“ Halldór segir samruna Kauphallarinnar og OMX ágætan út af fyrir sig þótt það myndi kannski ekki breyta svo miklu fyrir Actavis, þar sem helstu markaðir félagsins væru í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Við höfum ekki verið að markaðssetja okkur sérstaklega gagnvart fjárfestum á Norðurlöndunum, en evran gæti verið mjög jákvætt skref.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, bendir á að Kauphöllin hafi í byrjun mán- a ð a r i n s sent Fyrirtæki hugleiða að kasta krónunni Stór fyrirtæki vilja fá að skrá hlutabréf sín í erlendri mynt og telja að þar með yrði rutt úr vegi einni af þeim hindrunum sem erlendir fjárfestar horfa til. Einnig er hvatt til sameiningar Kauphallar Íslands og OMX-kauphallarinnar. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér vangaveltur um krónuna í viðskiptalífinu og víðar. Í haust verða mál gjaldmiðilsins einnig rædd á ársfundi Alþýðusambands Íslands, þar sem menn hafa velt fyrir sér launagreiðslum í evrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.