Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 20

Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 20
 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 „Geir H. Haarde telur niðurstöðu landsfundar framsóknarmanna til þess fallna að þétta og bæta ríkis- stjórnarsamstarfið.“ Þegar Geir mælti þessi orð í samtali við Fréttablaðið á föstudaginn var stóð hann báðum fótum yfir þeim sprungusveimi sem liggur undir öllum stíflustæðum við Kára- hnjúka og reynt hefur verið að undanförnu að þétta með ýmsum ráðum, svo sem að troða í þær hef- ilspónum, steypuglundri og stein- ull og guð má vita hverju öðru en litháískum hrossaskít. Má segja að hann hafi valið sér táknrænan stað fyrir stórpólitíska yfirlýsingu um framtíð stjórnarsamstarfsins fram að næstu kosningum og framyfir þær. Þungu fargi er líka létt af Mogganum í leiðara á mánudag- inn undir yfirskriftinni Stórpólit- íkin. Þar segir að stjórnarand- stöðuflokkarnir hafi að undanförnu haft miklar væntingar um að þáttaskil yrðu í næstu þingkosn- ingum, sem byggðust á áframhald- andi fylgishruni Framsóknar- flokksins. Að skoðun leiðarahöfundar fólust þessar væntingar í því að hver stjórnar- andstöðuflokkanna vonaðist eftir að verða í þeirri stöðu að geta leyst Framsókn af hólmi sem hækja íhaldsins. „Augljóst hefur verið“, segir hann, „að einhver hluti Samfylk- ingarinnar hefur haft áhuga á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hugmyndum um samstarf við Sjálfstæðisflokk hefur aukist fylgi innan vinstri grænna og Frjáls- lyndi flokkurinn sýndi að loknum borgarstjórnarkosningum aug- ljósan áhuga á samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn í borgarstjórn og þess vegna ekki ástæða til að ætla annað en að það sama gæti komið upp að loknum þingkosningum.“ Það er þannig skoðun leiðara- höfundar að Sjálfstæðisflokkur- inn sé einhvers konar pólitísk eilífðarvél, sem ævinlega muni fara með stjórn landsins. Hlut- verk annarra stjórnmálaflokka er það eitt að þreyja á bekknum og bíða þess að formaður Sjálfstæð- isflokksins bjóði þeim upp í dans og í öllum flokkunum séu sterk öfl sem bíði þess arna með ærinni óþreyju. En „hið ótrúlega hefur gerst“, segir Moggi, „að Framsóknar- flokknum tókst á flokksþingi sínu fyrir helgi að styrkja stöðu sína mjög.“ Því sýnist „nokkuð ljóst, að stjórnarflokkarnir geti búizt við nokkuð góðum úrslitum í þing- kosningunum, ef ekkert óvænt kemur upp“. Og hann heldur áfram: „Sú staðreynd ein út af fyrir sig mun draga máttinn úr stjórnarand- stöðuflokkunum. Um leið og þeir sjá að brautin verður ekki jafn- bein og greið til valda og þeir hafa kannski talið sér trú um undan- farnar vikur verður baráttukraft- urinn minni.“ En er nú víst að þessi drauma- staða Moggans gangi eftir? Ekki er að efa að sú greining Moggans sé rétt að í öllum stjórnarand- stöðuflokkunum sé að finna ein- hver öfl, sem eru svo lítilþæg, að telja baráttu flokka sinna snúast um það eitt að fá að deila völdum með Sjálfstæðisflokknum. En nú er ljóst að sú leið er lokuð. Eftir flokksþing Framsóknarflokksins ætti að liggja í augum uppi að núverandi stjórnarflokkar ætla að halda áfram samstarfi sínu eftir kosningar og hinn venjulega blekkingaleik í aðdraganda þeirra um að þeir „gangi óbundnir til kosninga“. Í stað þess að sú staða verði til „að draga máttinn úr stjórnarand- stöðuflokkunum“ ætti þeim að vera ljóst, að þeir eiga ekki annars úrkosta en að þjappa sér saman og lýsa yfir fyrirfram að þeir gangi til kosninga með það fyrir augum að leysa núverandi stjórnarflokka, báða, af hólmi fái þeir til þess styrk meirihluta kjósenda. Það mundi auka tiltrú þeirra ef þeir gætu sýnt ákveðna samstöðu í málflutningi á þingi í vetur og sýnt kjósendum fram á að þeir séu ekki eingöngu samstiga um að vera á móti, heldur geti með jákvæðum og uppbyggilegum hætti staðið saman að stjórn lands- ins. Vilmundi heitnum Gylfasyni var það brennandi kappsmál að kjósendur gætu kosið stjórn lands- ins beinni kosningu. Í því augna- miði lagði hann fram ákveðnar hugmyndir um stjórnarskrár- breytingar og algeran aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafar- valds. Stjórnarskrárbreytingar eru þungar í vöfum og taka langan tíma, þótt samstaða náist um þær. Nú eru hins vegar komnar upp þær sögulegu aðstæður, að í fyrsta sinn í 60 ára sögu lýðveldisins er hægt að gefa kjósendum kost á því að kjósa sér ríkisstjórn, án nokk- urra breytinga á stjórnskipan landsins. Vilja þeir áframhaldandi stjórnarsetu núverandi samvöxnu tvíburaflokka eftir samfleyttan 12 og 16 ára valdaferil, eða fá þeir færi á að fela samhentri stjórnar- andstöðu völdin með málefnalegu umboði til næsta kjörtímabils? Leiðarahöfundur Mogga, telur að kjósendur muni „ekki þora að taka þá áhættu að fela öðrum flokkum landsstjórnina“. Það er sögulegt tækifæri núverandi stjórnarand- stöðu að láta á það reyna. Annars snúast kosningarnar um harla lítið eða ekki neitt, að venju. Stjórnarsamstarfið: Þétt og bætt? Alkunna er að síðustu viku lauk með því að framsóknarmenn kusu viðskipta- og iðnaðarráðherrann til flokksforystu. Hans fyrsta verk var að blása út af flokksfundarborðinu allar umræður um Evrópusambandið og evruna. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan fyrrverandi viðskiptaráð- herra gerði tilraun til þess að fleyta evruumræðunni. Það reyndist einum um of óþægur ljár í þúfu. Flokkseiningin kallaði einfaldlega á að allt slíkt tal yrði látið kyrrt liggja. Þverstæðan við þessa sáttagjörð Framsóknarflokksins birtist á síðum þessa blaðs sama dag og hún var kunngerð. Þar kom fram að forystumenn tveggja stærstu og öflugustu íslensku hugvitsfyrir- tækjanna sem haslað hafa sér völl á alþjóðamarkaði íhuga alvarlega að skrá hlutabréf þeirra í erlendri mynt. Fyrirtækin Marel og Össur eru í raun og veru eitthvað það mark- verðasta sem sprottið hefur upp í atvinnulífsflóru Íslands síðustu áratugi. Það er því ástæða til þess að leggja við hlustir þegar for- ystumenn þessara fyrirtækja fjalla um starfsumhverfi þeirra. Þessi tvö þýðingarmiklu fyrirtæki knýja nú á um sameiningu Kauphallarinnar við OMX kauphöllina til þess að auðvelda skrán- ingu hlutabréfa í erlendri mynt. Það er mat forstjóra Össurar að þróunin muni fara hjá garði íslenska hlutabréfamarkaðarins verði þessi möguleiki ekki opnaður. Fyrsta dag þessarar viku birti Morgunblaðið svo viðtal við Guð- mund Magnússon hagfræðiprófessor, fyrrum rektor og um skeið fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bankaráði Seðlabankans. Hans dómur um krónuna er að hún sé eins konar Svarti Pétur sem enginn vilji hafa á hendi. Prófessorinn telur krónuna hindra erlenda fjárfestingu. Skilaboð hans til stjórnmálamanna eru skýr: „að fjarlægja gengisáhættuna ef þeir vilja ekki í raun að nokkrir aðilar eignist landið allt“. Hér er engin tæpitunga notuð. Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins upplýsir síðan hér í blaðinu í dag að þar á bæ hafi menn íhugað hvort eðlilegt væri að gefa launamönnum kost á að fá laun að hluta til greidd í evrum eða að því marki sem þeir tækju hugsanlega lán í þeirri mynt til hús- næðiskaupa. Þetta er athyglisverð hugmynd. Hún gæti ef til vill tryggt launa- fólki í ríkari mæli efnahagslegan stöðugleika og lægri vexti en verð- tryggða krónuhagkerfið hefur nokkru sinni gert. Ekkert er óeðlilegt við að umræða af þessu tagi blómstri á vett- vangi atvinnulífsins, hjá launafólki og í fræðasamfélaginu en utan raða stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru getur það beinlínis verið æskilegt. Kjósendahópur allra stjórnmálaflokka er tviskiptur um þessi efni. Umræða á þeim vettvangi er því augljóslega til þess fallin að leiða af sér ágreining, jafnvel innan Samfylkingarinnar. Það er því fullkomlega skiljanlegt að forystumenn stjórnmála- flokka reyni að halda umræðum um Evrópusambandið og evruna á lágum nótum eða algjörlega utan við vébönd þeirra. Ný forysta Framsóknarflokksins verður ekki gagnrýnd fyrir það. Aðalatriðið er að stjórnmálaflokkarnir beiti ekki afli sínu og áhrifum til þess að hindra að þessi umræða fari fram í samfélaginu. Miklu skiptir að þar fái menn frjálst að reyna gildi röksemda sinna. Einnig er eðlilegt að bæði fyrirtæki og launþegar fái að gera til- raunir með notkun evru þar sem það getur átt við. Stjórnmálaflokk- arnir taka síðan við umræðunni þegar hún hefur þroskast og jafnvel nokkur þróun átt sér stað með notkun evru. Fylling þess tíma þarf hins vegar ekki að vera langt undan. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Krónan og evran: Utanflokkaumræða Í DAG STÓRPÓLITÍK MOGGANS ÓLAFUR HANNI- BALSSON Hlutverk annarra stjórnmála- flokka er það eitt að þreyja á bekknum og bíða þess að formaður Sjálfstæðisflokksins bjóði þeim upp í dans ... Einar til Árvakurs? Eitthvað gengur Árvakri, útgáfufélagi Moggans, erfiðlega að finna nýjan fram- kvæmdastjóra, en nærri hálft ár er frá því að Hallgrímur Geirsson óskaði eftir að láta af störfum. Nú heyrist því fleygt að Einar Sigurðsson, fjölmiðlafulltrúi Flugleiða um langt árabil, taki við stöðu Hallgríms áður en langt um líður. En það er von að Mogga- menn vandi valið því hefð er fyrir því að framkvæmdastjórar Árvakurs séu þaulsetnir í embætti; fram til dagsins í dag hafa aðeins þrír menn gegnt stöðunni frá því Árvakur var stofnaður 1923, Sigfús Jónsson, Haraldur Sveinsson og Hallgrímur Geirsson. Hefði átt að smala betur Í kjöri til formanns Framsókn- arflokksins á dögunum vakti athygli að ekki skyldu allir þingfulltrúar á flokksþinginu greiða atkvæði. Alls átti 841 rétt til setu á þinginu og maður skyldi ætla miðað við hvað var í húfi að frambjóðendur sæju til þess að öll atkvæði skiluðu sér í hús. Samt vantaði um 85 atkvæði upp á að allir væru með en þess má til gamans geta að atkvæðamunurinn á þeim Jóni Sig- urðssyni og Siv Friðleifsdóttur var 81 atkvæði þegar upp var staðið. Dulin skilaboð? Siv Friðleifsdóttir er ötull bloggari eins og mörgum er kunnugt um. Forvitnilegt er að skoða dagbók- arfærslu Sivjar frá því á sunnudag, daginn eftir flokksþingið þar sem hún tapaði fyrir Jóni Sigurðssyni í kjöri til formanns. Í umræddri færslu minnist hún ekkert á flokksþingið en vísar hins vegar í frétt á vef Rúv um þingið. Sú frétt ber yfirskriftina: Flokks- þing Framsóknar: Þing hinna glötuðu tækifæra? Í fréttinni er aðaláherslan lögð á viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem lýsir sérstökum áhyggj- um sínum af örlögum þeirra Sivjar og Jónínu á flokksþinginu. Í sama fréttatíma Rúv var líka önnur frétt frá flokksþinginu; viðtal við Vilhjálm Hjálm- arsson frá Brekku, en Siv lætur ógert að vísa til þess að bloggsíðu sinni. ssal@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.