Fréttablaðið - 23.08.2006, Side 15

Fréttablaðið - 23.08.2006, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 23. ágúst 2006 15 Sjálfskiptur Beinskiptur Verð á Isuzu D-MAX Crew Cab 2.590.000 kr. 2.490.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 7 4 5 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 Isuzu hefur fyrir löngu sannað öryggi og endingu á íslenskum vegum. Nú kynnum við nýjan og stórglæsilegan Isuzu D-MAX pallbíl. Hann er þjáll og lipur í akstri, en jafnframt rammbyggður og traustur félagi og á alveg ótrúlega góðu verði. Isuzu D-MAX hefur fengið alveg nýtt útlit og er staðalbúnaður eins og hann gerist bestur, þar má nefna loftkælingu, ABS hemlakerfi, álfelgur o.fl. Isuzu er með 3.0 lítra dísilvél með túrbínu og millikæli og skilar 130 hestöflum. Isuzu D-MAX er farkostur fjölskyldunnar, vinsæll vinnufélagi og verðið ráða allir við! PALLBÍLL Á POTTÞÉTTU VERÐI! Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7942 KORTAÚTGÁFA Landmælingar hætta útgáfu korta um áramótin og verð- ur kortaútgáfa boðin út um næstu áramót. Landmælingar munu því ekki gefa út kort af öllu landinu í kvarðanum 1:50.000 en það eru þau kort sem björgunarsveitir og göngufólk notast við á ferðum sínum. Kort í þessum kvarða hafa verið gefin út af hluta landsins og eru þau byggð á hálfrar aldar gömlum kortum sem Bandaríkja- her gerði af landinu. Gunnar H. Kristjánsson, sölu- stjóri Landmælinga, segir kort í þessum kvarða hafa verið gerð og séu til í stafrænum gagnagrunni stofnunarinnar. Þau séu meðal annars aðgengileg fyrir staðsetn- ingartæki. Vegna þess að ákveðið hefur verið að Landmælingar muni hætta útgáfu korta er ekki ljóst hvort kort í þessum kvarða verða gefin út eða ekki. Ekki til kort af öllu Íslandi: Útgáfa landakorta verður boðin út ÍSLAND KORTLAGT Ekki hafa verið gefin út kort af Íslandi í kvarðanum 1:50000 á þeim hluta landsins sem er grænlitaður á myndinni. Myndin misprentaðist í gær og er því prentuð hér á nýjan leik. STJÓRNMÁL Geir H. Haarde forsæt- isráðherra er í opinberri heim- sókn í Eistlandi í tilefni þess að fimmtán ár eru síðan Eistland endurheimti sjálfstæði sitt. Ísland varð fyrst ríkja til að taka upp stjórnmálasamband við Eistland og verður skjöldur til minningar um stuðning Íslands afhjúpaður á Íslandstorgi í höfuðborginni Tall- inn. Í heimsókninni hittir Geir eist- neskan starfsbróður sinn, forseta landsins, utanríkisráðherra, for- seta þingsins og borgarstjóra Tall- inn. Þá heimsækir hann fyrirtæki sem tengjast viðskiptum við Ísland. - bþs Geir H. Haarde í Eistlandi: Hittir helstu ráðamenn GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra er í opinberri heimsókn í Eistlandi. CHICAGO, AP Starfsmenn útlend- ingastofnunar Bandaríkjanna ætla ekki að ráðast inn í kirkjuna sem skýlir Elviru Arellano og syni hennar, Saul. Mæðginin hafa dvalið í kirkj- unni síðan á þriðjudaginn í síðustu viku, en þá stóð til að vísa Elviru úr landi. Sonur hennar er banda- rískur ríkisborgari og hefði mátt vera eftir, en án móður sinnar. Elvira segist ekki geta hugsað sér að fara með hann með sér, því í Mexíkó séu ekki viðlíka tækifæri fyrir hann og í Bandaríkjunum. Innflytjendayfirvöld eru þó ekki af baki dottin, þau munu ætla að bíða betra tækifæris. Elvira mun því sitja sem fastast í kirkj- unni enn um sinn. - kóþ Innflytjendayfirvöld hika: Kirkjan er griðastaður ELVIRA ARELLANO Vann áfangasigur í bar- áttu sinni, en dvelur enn í kirkjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP YFIRLÝSING Vegna fréttar um ólög- mæta notkun lista um mætingar sem birtist í Fréttablaðinu í gær skal tekið fram að Samfés er ekki beinn aðili að umræddu máli. Í yfirlýsingu frá Samfés kemur fram að Samféshátíðin sé vinsæl meðal unglinga og því sé miða- fjöldi takmarkaður. Samfés úthlut- ar miðum til félagsmiðstöðva en þeim er síðan úthlutað til nemenda án afskipta Samfés. Í starfsemi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á að ná til þeirra sem ekki finna sig í skólakerfinu og því samræmast útilokanir úr starfi félagsmið- stöðva ekki þeirri hugmyndafræði sem þær vinna eftir. - hs Samfés ekki aðili að málinu: Samfés útilok- ar engan

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.