Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 32
MARKAÐURINN 23. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Vika Frá áramótum
Actavis 1% 30%
Alfesca 4% 9%
Atlantic Petroleum 0% 29%
Atorka Group 3% -7%
Avion Group 4% -26%
Bakkavör 2% 2%
Dagsbrún -7% -16%
FL Group 14% -9%
Glitnir 6% 9%
KB banki 11% 5%
Landsbankinn 9% -8%
Marel -1% 24%
Mosaic Fashions 1% -9%
Straumur -1% -1%
Össur 4% 4%
Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
Stjórn Marels hefur fengið heim-
ild til að hækka hlutafé félagsins
vegna kaupa á Scanvægt. Einnig
fær hún heimild til að selja sex-
tíu milljónir hluta til hluthafa og
annarra fjárfesta, þar af helming
til fagfjárfesta eins og lífeyris-
sjóða og erlendra aðila.
Árni Oddur Þórðarson,
stjórnarformaður Marels, segir
að það sé mikilvægt að breikka
og stækka hluthafahópinn og
horfir í því sambandi einkum
til íslenskra lífeyrissjóða sem
hefur vantað í hluthafahóp
Marels. „Það væri mjög gott að
fá þá inn í hluthafahóp Marels.
Þeir hafa styrk og kraft til enn
meiri verkefna.“
Árni Oddur nefnir einnig
að mikill áhugi sé fyrir því að
bjóða erlendum fagfjárestum
að hlutabréf í félaginu.
Lífeyrissjóðir eiga í dag um
3-4 prósent í Marel en ef áætlun
stjórnenda gengur eftir myndi
hlutdeild sjóðanna fara í um
það bil tíu prósent. - eþa
VILJA FÁ FAGFJÁRFESTA Árni Oddur
Þórðarson stjórnarformaður og for-
stjórinn Hörður Arnarson spjalla saman
fyrir hluthafafund. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vilja fá lífeyrissjóði
í hóp eigenda
Úrvalsvísitala Kaup-
hallarinnar hækkaði
um tæp sjö prósent
síðastliðna viku og
stendur í rúmum
5.800 stigum. Bréf ell-
efu félaga af fimmt-
án hafa hækkað.
Vísitalan hefur ekki
verið hærri síðan
snemma í júní á þessu
ári og hefur nú hækkað um tæp
fjögur prósent frá áramótum.
Segja má að bankarnir hafi
leitt hækkanirnar, enda vega þeir
þungt í úrvalsvísitölunni; bréf
í KB banka og Landsbankanum
hafa hækkað um tólf prósent en
bréf í Glitni um rúm sjö. Bréf í
FL Group hafa þó
hækkað allra mest,
um rétt tæp þrett-
án prósent. Þá hafa
bréf í Flögu hækkað
um tæp ellefu pró-
sent.
Bréf þriggja
félaga lækkuðu und-
anfarna viku; rúm-
lega fimm prósenta
lækkun hefur orðið á bréfum
Dagsbrúnar, Straumur-Burðarás
hefur lækkað um 0,6 prósent og
Actavis um 0,2 prósent.
Bréf héldu áfram að hækka
í Kauphöllinni í gær og hafði
úrvalsvísitalan hækkað um tæpt
prósent um hádegisbilið. -jsk
Hlutabréfamarkaður
tekur við sér
Bankarnir leiða hækkanir undanfarinnar viku í
Kauphöllinni. FL Group hækkar félaga mest.
KÁTT Í KAUPHÖLLINNI Úrvals-
vísitala Kauphallarinnar hefur
hækkað um tæp sjö prósent
undanfarna viku.
Norðmaðurinn Finn Thaulow
tekur innan skamms við stjórnar-
formennsku í sænska lággjalda-
flugfélaginu FlyMe af Björn
Olegård, sem mun sitja áfram í
stjórn, að því gefnu að hluthafar
samþykki þessa tilnefningu.
Thaulow er gamall jaxl úr flug-
heiminum en hann starfaði um
þrjátíu ára skeið hjá SAS Group.
Í lok þessa mánaðar mun
stjórn FlyMe óska eftir því að
hún fái heimild til að selja nýtt
hlutafé fyrir tæpa þrettán millj-
arða króna til þess að standa
straum af yfirtökum. - eþa
Reynslubolti
í brú FlyMe
Afkoma Kauphallar Íslands á fyrri
helmingi ársins var tæplega níu
sinnum betri en rekstraráætlan-
ir í upphafi árs gerðu ráð fyrir.
Hagnaður Kauphallarinnar nam
alls 173 milljónum króna en stjórn-
endur bjuggust við um tuttugu
milljóna króna hagnaði.
Kauphöllin er í eigu Eignar-
haldsfélagsins Verðbréfaþings
sem er í eigu banka, Seðlabankans
og fleiri aðila.
Frávikið skýrist af meiri veltu
skráðra verðbréfa, auk þess sem
hreinar fjármunatekjur voru meiri
en reiknað var með. - eþa
Nífalt betri
en áætlað var
Jón Skaftason
skrifar
Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um
sextíu og fimm prósent á átta mánuðum. Veltan
nam tæpum 2,2 milljörðum króna vikuna 11. til 17.
júní en var rúmlega 6,1 milljarður vikuna 9. til 15.
desember 2005.
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um
1,7 prósent í júlí síðastliðnum samkvæmt tölum
frá Fasteignamati ríkisins. Verð á sérbýli hefur
hækkað mest.
Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur grein-
ingardeildar Landsbankans, segir þessa þróun ekki
koma á óvart. Fram séu komin fyrstu skýru merkin
um verðlækkanir á fasteignamarkaði. „Við eigum
von á því að þessi þróun haldi áfram. Það verða
nokkrar lækkanir, þótt ekkert hrun sé í spilunum.“
Hann segist eiga von á samdrætti bæði eftir-
spurnar og framboðs sem valdi því að smám saman
dofnar yfir markaðnum. „Kaupsamningum hefur
fækkað snarpt að undanförnu. Bæði er minna fram-
boð af notuðu húsnæði auk þess sem eftirspurn er
minni. Ég á jafnvel von á því að framboð nýbygg-
inga dragist saman í kjölfarið.“
Á vef greiningardeildar Glitnis kemur fram
að mikill þrýstingur sé til lækkunar íbúðaverðs
um þessar mundir. Vaxtahækkanir, meiri fjár-
magnskostnaður auk minni kaupmáttar neytenda
hafi dregið úr eftirspurn á íbúðamarkaði. Þá hafi
framboð á nýbyggingum aukist talsvert á sama
tíma. Greiningardeild Glitnis reiknar með fimm til
tíu prósenta lækkun á nafnverði íbúðaverðs næstu
tvö árin.
Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður
Húseigendafélagsins, segir sína tilfinningu að verð
á leiguhúsnæði hafi hækkað um tuttugu til þrjátíu
prósent síðan í vor. Hann segir eftirspurn eftir
leiguhúsnæði jafnframt hafa aukist og að erfiðara
sé fyrir leigjendur að finna húsnæði en áður. „Þetta
er ekki lengur leigjendamarkaður. Verðið hefur
hækkað talsvert eftir að aðgangur að fjármagni til
húsnæðiskaupa varð erfiðari.“
Sigurður telur þó mikilvægt að leigjendur taki
ekki mark á tröllasögum sem ganga um verð á
leiguhúsnæði. „Fjölmiðlar eiga það til að blása upp
undantekningartilvik um gríðarháa leigu. Þannig
verða til tröllasögur sem valda jafnvel verðhækk-
unum á endanum.“
Skýr merki um
lækkun íbúðaverðs
Fyrstu merki um verðlækkanir á fasteignamarkaði eru
komin fram. Eftirspurn hefur aukist eftir leiguhúsnæði.
Leiga hefur hækkað um fjórðung frá því í vor.
101 SKUGGAHVERFI Fasteignaverð lækkaði um 1,7 prósent í júlí.
Sérfræðingur segir fyrstu skýru merkin um verðlækkanir á fasteigna-
markaði komin fram.
Töluverðar sveiflur hafa verið
á tryggingaálagi á fimm ára
skuldabréf viðskiptabankanna
(CDS) undanfarna daga eftir að
það lækkaði nokkuð hratt í byrj-
un mánaðarins og má ráða að
þær hækkanir sem hafa orðið
á hlutabréfamarkaði á liðnum
dögum skýrist ekki af þróun
tryggingaálags.
Jóhann Ottó Wathne, sérfræð-
ingur í alþjóðlegri fjármögnun
hjá Glitni banka, segir að það
hafi heldur hækkað ef eitthvað
er. Tryggingaálagið er nú um 55
punktar fyrir skuldabréf Glitnis,
65 fyrir Landsbanka og um 71
fyrir KB banka.
Jóhann segir að það sé erfitt
að spá um framhaldið en auðvit-
að voni menn að álagið gefi eftir,
enda hefur það verið notað sem
viðmið við útgáfu nýrra skulda-
bréfa bankanna. „Þetta er tölu-
vert hærra álag en á sama tíma
í fyrra og hefur það hækkað um
þrjátíu til fimmtíu punkta, mis-
munandi eftir bönkum.“ - eþa
Sveiflur eru á trygg-
ingaálagi skuldabréfa