Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 74
 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR38 FÓTBOLTI Baldur Sigurðsson, leik- maður Landsbankadeildarliðs Keflavíkur, er nánast sjálfvalinn leikmaður 14. umferðar deildar- innar en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Keflavíkur á Íslandsmeisturum FH á sunnudag. Þetta var aðeins annað tap FH í sumar en Keflavík náði með sigrinum að saxa á forskot meistaranna niður í átta stig en FH-ingar verða engu að síður að teljast líklegir sigurvegarar á mótinu í sumar þegar fjórar umferðir eru eftir. „Það var auðvitað mjög gaman að því að vinna FH og ekki síður að skora þessi mörk,“ sagði Baldur við Fréttablaðið. Hann segir sum- arið hafa verið gott, sérstaklega eftir að liðið hafði náð að hrista af sér slenið eftir fyrstu umferðirn- ar. „Eftir að við komumst á skrið hefur gengið mjög vel hjá okkur. Það var einnig ævintýri að taka þátt í Evrópukeppninni og erum við núna að berjast fyrir því að tryggja okkur þátttökurétt í henni aftur. Það er skemmtileg viðbót við sumarið og gaman að fara út og reyna sig gegn sterkari liðum.“ Keflavík hefur ekki tapað í deildinni síðan það mætti Fylki þann 12. júní síðastliðinn og er því ósigrað í sjö leikj- um í röð. „Það hefur eitthvað smollið hjá okkur,“ segir Baldur aðspurður um hið góða gengi liðs- ins. „Vörnin hefur verið sterk og miðjan góð. Svo hefur mikil sam- keppni ríkt á milli framherjanna um stöður í byrjunarliðinu og keppast þeir við að nota sitt tæki- færi vel og skora. Það er hið besta mál og á meðan samkeppni er um stöður í liðinu er gengið gott.“ Tapið gegn Fylki var þriðja tap liðsins í röð á þeim tíma og segir Baldur að þjálfari liðsins, Kristján Guðmundsson, hafi aldrei misst trúna á sínum mönn- um þrátt fyrir að á móti blési. „Hann vissi alltaf hvað í okkur bjó og það var bara spurn- ing um hvenær þetta myndi hrökkva í gang hjá okkur. Það hlaut að koma að því,“ sagði Baldur. Hann hefur ekki farið varhluta af þeirri miklu útrás íslenskra knattspyrnu- manna og verið orðaður við atvinnumennskuna. Hann segist þó minnst vita um það sjálfur. „Ég veit að hinir og þessir hafa verið að fylgjast með leikjunum en ég hef ekki heyrt nein nöfn. Þetta kemur þá bara í ljós ef eitthvað gerist.“ Baldur segir að Keflvíkingar hafi farið í leikinn gegn FH fullir sjálfstraust. „Við ætluðum allan tímann að vinna þennan leik. Við vissum að þeir voru í vandræðum í bakvarðastöðunum og ákváðum að keyra því stíft upp báða kantana. Það tók þó sinn tíma að skora og þegar það gerðist svöruðu þeir strax fyrir sig. En við náðum að skora svo annað mark undir lok leiksins og var það afar ljúft.“ Keflavík er enn með í bikar- keppninni og mætir Víkingum í næstu umferð. En skyldi Baldur hafa einhverja trú á því að FH gefi það mikið eftir á lokasprettinum að Keflavík eigi möguleika á að hrifsa af þeim titilinn? „Maður hefur nú alltaf trú á því þó svo að líkurnar séu mjög litlar,“ segir hann í léttum dúr. „En þetta er bara spurning um að við vinn- um og þeir tapi. Við verðum bara að hugsa um okkur og vona að þeir hugsi um eitthvað annað en sjálfa sig.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is BALDUR SIGURÐSSON Keflvíkingar fögnuðu sigrinum á FH vel og innilega. Hér er hann fyrir miðri mynd. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS Vona að FH misstígi sig enn frekar Baldur Sigurðsson er leikmaður 14. umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skor- aði bæði mörk Keflavíkur í 2-1 sigri á Íslandsmeisturum FH og hefur verið öflugur með liðinu í allt sumar. LEIKMAÐUR UMFERÐARINN AR LIÐ UMFERÐARINNAR Sævar Þór Gíslason (2) Daði Lárusson (2) Haukur Ingi Guðnason 4-4-3 Hólmar Örn Rúnarsson (2) Ingi Rafn Ingibergsson Milos Glogovac (3) Bjarni Guðjónsson (5) Sigurbjörn Hreiðarsson Baldur Sigurðsson (3) Björgólfur Takefusa (3) Bjarni Hólm Aðalsteinsson VISA-bikar kvenna: VALUR-STJARNAN 2-1 0-1 Björk Gunnarsdóttir (40.), 1-1 Katrín Jónsdóttir (65.), 2-1 Rakel Logadóttir (80.). BREIÐABLIK-FJÖLNIR 2-0 1-0 Erna Björk Sigurðardóttir (25.), 2-0 Edda Garð- arsdóttir, víti (87.). Meistaradeild Evrópu: MACCABI HAIFA-LIVERPOOL 1-1 0-1 Peter Crouch (54.), 1-1 Colautti (63.) Liverpool fer áfram, 3-2, samanlagt. OSASUNA-HSV 1-1 1-0 Cuellar (6.), 1-1 DeJong (74.). HSV fer áfram, 1-1, samanlagt. RAUÐA STJARNAN-AC MILAN 1-2 0-1 Filippo Inzaghi (29.), 0-2 Clarence Seedorf (79.), 1-2 Dokic (80.) AC Milan fór áfram, 1-3, samanlagt. BENFICA-AUSTRIA VÍN 3-0 1-0 Costa 821.), 2-0 Gomes (45.), 3-0 Petit (57.) Benfica fór áfram, 4-1, samanlagt. Enska úrvalsdeildin: WATFORD-WEST HAM 1-1 1-0 Marlon King (63.), 1-1 Bobby Zamora (64.). TOTTENHAM-SHEFFIELD UNITED 2-0 1-0 Dimitar Berbatov (7.), 2-0 J. Jenas (17.). ÚRSLIT GÆRDAGSINS HANDBOLTI Í gær var dregið í Evr- ópukeppni bikarhafa og félags- liða. Bikarmeistarar Stjörnunnar drógust gegn króatíska liðinu Agram Medvescak frá Zagreb. Haukar, sem keppa í Evrópu- keppni félagsliða, drógust á sama tíma gegn tapliðinu í viðureign HCM Constanta frá Rúmeníu og ítalska liðsins Conversano en þau mætast í forkeppni Meistaradeild- arinnar. Bæði íslensku liðin eiga útileik- inn fyrst en hann verður spilaður 30. september eða 1. október og heimaleikurinn er viku síðar. - hbg Evrópukeppnin í handbolta: Stjarnan fer til Króatíu FÓTBOLTI Breiðablik komst í gær í úrslit VISA-bikarkeppni kvenna þegar liðið sigraði Fjölni, 2-0. Fyr- irfram var búist við nokkuð auð- veldum sigri Blika en annað kom á daginn. Erna B. Sigurðardóttir kom Breiðablik yfir með marki eftir hornspyrnu á 25. mínútu en síðara markið kom ekki fyrr en á 87. mínútu þegar Edda Garðars- dóttir skoraði úr vítaspyrnu. Loka- tölur 2-0 en Fjölnisstúlkur geta borið höfuðið hátt eftir frammi- stöðu liðsins í gær. „Fjölnir er með mjög gott lið og þær áttu alveg skilið að fara í úrslitaleikinn eins og við í dag,“ sagði markvörður Breiðabliks, Þóra B. Helgadóttir. „Þetta var bara mjög erfiður leikur gegn góðu liði. Þetta Fjöln- islið sýndi mikla baráttu og fínt spil á köflum í dag,“ sagði Guð- mundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks. Aðspurður um úrslitaleikinn gegn Val sagðist Guðmundur eiga von á frábærum knattspyrnuleik og hvatti alla áhugamenn um knattspyrnu að mæta á leikinn. „Við sjálf ætluðum okkur meiri hluti á Íslandsmótinu í sumar en bikarinn er eftir og hann ætlum við að taka,“ bætti Guðmundur við. Eitt er þó ljóst að Breiðabliks- stúlkur þurfa að spila mun betur í úrslitaleiknum ef þær ætla sér að vinna hann. - dsd Blikar í vanda með Fjölni: Baráttuglaðar Fjölnisstelpur BARÁTTA Þær Greta Mjöll Samúelsdóttir Bliki og Guðný Jónsdóttir Fjölniskona berj- ast hér um knöttinn.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Landsliðsframherjinn Marel Jóhann Baldvinsson flaug til Noregs í gær um leið og Breiða- blik og Molde komust að sam- komulagi um kaupverð á fram- herjanum. Marel mun gangast undir læknisskoðun í dag og gangi hún að óskum mun hann skrifa undir tveggja og hálfs árs samn- ing við norska úrvalsdeildarfélag- ið. „Þetta verður spennandi. Þeim er kunnugt um að ég geng ekki fullkomlega heill til skógar og get aðeins æft einu sinni á dag. Þeir vilja skoða hnéð á mér betur og ég veit í raun ekki hvernig þetta mun fara og hvað þeir sætta sig við. Það kemur allt í ljós eftir skoðun- ina en ég er með báða fætur á jörð- inni þangað til,“ sagði Marel við Fréttablaðið í gær. - hbg Blikar og Molde semja: Marel kominn til Noregs MAREL JÓHANN Er markahæstur í Lands- bankadeildinni en gæti hafa leikið sínn síðasta leik fyrir félagið.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Það verða Valur og Breiðablik sem mætast í úrslitum VISA-bikars kvenna í ár. Valur lagði Stjörnuna, 2-1, á Valbjarnar- velli og á sama tíma vann Breiða- blik sigur á Fjölni, 2-0. Aðstæður á Valbjarnarvelli í gær voru vægast bágbornar – hellirigning og nokkur vindur. Ekki beint áhorfendavænt veður og því mátti telja áhorfendur leiksins á fingrum annarrar hand- ar þegar flautað var til leiks. Stjörnustúlkur fóru sér í engu óðslega í upphafi leiks, lágu til baka, leyfðu Val að sækja og ein- beittu sér að því að verjast vel. Sú ráðagerð gekk ágætlega því Vals- stúlkur voru í nokkrum vandræð- um með að opna vel skipulagða vörn Stjörnunnar. Á sama tíma náði Stjarnan nokkrum ágætum skyndisóknum sem þær hefðu getað nýtt betur. Lítið var um opin færi en þau fáu sem komu voru Valsstúlkna en Sandra Sigurðar- dóttir varði ávallt vel í Stjörnu- markinu. Markalaust var í leikhléi en Stjörnustúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn með látum og Björk Gunnarsdóttir kom gestunum yfir með laglegu marki eftir stungu- sendingu. Valsstúlkur spýttu í lófana eftir markið og uppskáru jöfnunar- mark á 65. mínútu þegar fyrirlið- inn, Katrín Jónsdóttir, lyfti boltan- um laglega yfir Söndru og í markið. Valsstúlkur héldu áfram að pressa að marki Stjörnunnar og þær náðu loksins að komast yfir tíu mínútum fyrir leikslok þegar Rakel Logadóttir lyfti boltanum laglega yfir Söndru á ný en Sandra, sem átti stórleik, gat lítið gert við mörkunum. Yfir þetta áfall komust dauð- þreyttar Stjörnustúlkur ekki og eftirleikurinn því nokkuð auðveld- ur fyrir Valsstúlkur sem fögnuðu sanngjörnum sigri sem þær þurftu þó að hafa mikið fyrir. - hbg Valur kominn í úrslit VISA-bikars kvenna eftir erfiðan sigur á Stjörnunni, 2-1: Stjarnan veitti Val verðuga keppni ÖLL SUND LOKUÐ Valsstúlkan Pála Marie Einarsdóttir leitar hér fyrir sér án árangurs en Valur var lengi í vandræðum með að brjóta niður sterka Stjörnuvörn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Ensku bikarmeistararnir í Liverpool komust í gær í riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ísraelska liðið Maccabi Haifa í seinni leik liðanna sem fram fór í Kænugarði í gær. Fyrri leikur lið- anna endaði með 2-1 sigri Liver- pool og samanlögð úrslit úr leikj- unum tveimur því 3-2. Þrátt fyrir að Liverpool hefði ráðið ferðinni í fyrri hálfleik var staðan jöfn í hálfleik, 0-0. Liverpool náði forystunni á 54. mínútu þegar Peter Crouch skall- aði boltann í netið eftir góðan und- irbúning frá Jermaine Pennant. Adam var þó ekki lengi í paradís því 9. mínútum síðar jafnaði Roberto Colautti metin fyrir Maccabi Haifa þegar hann fylgdi vel eftir skoti frá Xavier Ander- son sem Jose Reina, markvörður Liverpool, náði ekki að halda. Reina kom hins vegar Liverpool til bjargar stuttu síðar þegar hann varði glæsilega skot frá Roberto Colautti sem stefndi beint í netið. „Þetta var erfiður leikur, þeir sýndu og sönnuðu að þeir eru með gott lið. Þetta var kannski ekki fal- legur sigur en við erum komnir áfram,“ sagði markaskorari Liver- pool í leiknum, Peter Crouch. Crouch mun fá samkeppni frá Dirk Kuyt um sætið í liðinu í vetur en hann segist njóta þess að spila með Mark Gonzalez og Jermaine Pennant á köntunum. „Það er gott fyrir leikmann eins og mig að hafa tvo góða vængmenn, ég þarf bara að koma mér inn í vítateiginn. Það er alltaf samkeppni hjá stórum liðum og vonandi þrífst ég bara á því,“ var haft eftir Peter Crouch. - dsd Liverpool slapp með skrekkinn gegn Maccabi Haifa í forkeppni Meistaradeildar Evrópu: Liverpool komst naumlega áfram í riðlakeppnina PETER CROUCH Fagnar markinu mikilvæga. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.