Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 18
 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Banaslys í umferðinni 1985 24 14 20H ei ld ar la un 24 1991 1997 2004 FRÉTTASKÝRING SVANBORG SIGMARSDÓTTIR svanborg@frettabladid.is Mikið hefur verið fjallað um Orkustofnun undanfarið í tengslum við skýrslu Gríms Björns- sonar um áhyggjur hans vegna virkjanafram- kvæmda við Kárahnjúka. Orkustofnun starfar undir iðnaðarráðuneytinu samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun. Hver eru verkefni Orkustofnunar? Orkustofnun á að vera ríkisstjórn til ráðuneytis um orkumál og auðlindamál og gera umsagnir þess efnis. Stofnunin stendur fyrir rannsóknum á orkubúskap þjóðarinnar, orkulindum landsins og hafsbotnsins. Þá er ríkisstjórninni ráðlagt um skynsamlega og hagkvæmna nýtingu þessara orkulinda og almenningur upplýstur um hana. Orkustofnun vinnur að langtíma áætlanagerð um orkubúskap þjóðarinnar og stuðlar að samvinnu þeirra sem stunda orkurannsóknir og samræmir rannsóknarverkefni. Orkustofnun gegnir líka eftirlitshlutverki og fylgist með leyfis- höfum sem hafa leyfi til rannsókna og nýtingar auðlinda og reksturs orkuvera. Jafnframt annast stofnunin umsýslu Orkusjóðs. Hvernig er stofnunin uppbyggð? Orkumálastjóri er framkvæmdastjóri Orkustofn- unar. Á skrifstofu hans starfa aðstoðarorku- málastjóri, kynningar- og vefstjóri og lögfræð- ingur. Megineiningar Orkustofnunar eru þrjár, orkumálasvið, vatnamælingasvið og Jarðhita- skóli Sameinuðu þjóðanna. Orkumálasvið fer með stjórnsýslu í orkumálum og aflar þekkingar á orkulindum. Vatnamælingasvið fylgist með vatnafari og vatnsbúskap. Jarðhitaskólinn veitir ungum sérfræðingum sérstaka þjálfun í rann- sóknum og nýtingu á jarðhita. Hvenær hófst starfsemi Orkustofnunar? Ný orkulög tóku gildi 1. júlí 1967. Embætti raforkumálastjóra var lagt niður og tók Orku- stofnun við starfsemi þess. Jakob Gíslason, áður raforkumálastjóri, var skipaður orkumálastjóri. Orkusjóður tók jafnframt við öllum eigum Raforkusjóðs og Jarðhitasjóðs. FBL GREINING: ORKUSTOFNUN Ríkisstjórn til ráðgjafar um orku Foreldrafélag ættleiddra barna er nýtt félag með það markmið að standa vörð um hagsmuni kjörforeldra og ættleiddra barna þeirra að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur, formanns félagsins. „Við höfum ekki milligöngu um ættleiðingu heldur er félagið fyrst og fremst hugsað sem bakhjarl fyrir kjörforeldra og þeirra börn.“ Af hverju að stofna foreldrafélag? „Það er búið að vera lengi í umræð- unni að stofna svona félag. Þegar ætt- leiðingarferlinu lýkur er það hlutverk foreldrafélagsins að stuðla að fræðslu og vera í góðu sambandi við fagaðila. Mörg af þeim börnum sem koma til landsins gegnum ættleiðingar erlendis hafa verið vannærð og vanrækt fyrstu mánuði eða ár ævi sinnar. Það þarf að hjálpa kjörforeldrum að takast á við þessar aðstæður. Einnig þarf að gæta að því hvernig tekið er á móti þessum börnum í leikskólum og grunnskól- um.“ Hvaða kröfur þurfa foreldrar að uppfylla til að mega ættleiða? „Til að ættleiða þarf að fá samþykki frá barnavernd um að viðkomandi sé hæft foreldri. Einnig þarf að fá mat frá félagsmálaráðuneyti og dómsmála- ráðuneyti. Samkvæmt reglugerð mega foreldrar ekki vera orðnir 45 ára en það fer þó eftir því hvar fólk er í ættleiðingarferl- inu. Það dettur ekki út á 45. afmælis- daginn.“ SPURT & SVARAÐ ÆTTLEIÐINGAR Bakhjarl fyrir kjörforeldra SIGRÍÐUR INGVARSDÓTTIR Formaður Foreldrafélags ættleiddra barna. Heimild: Hagstofa Íslands Rúm sjötíu prósent stuðn- ingsmanna Framsóknar- flokksins vilja áframhald- andi meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Aðeins minna hlutfall stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokks, eða rúm 60 prósent, vill að samstarfið haldi áfram. Mikill meirihluti kjósenda Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks vill að núverandi stjórnar- samstarf haldi áfram eftir næstu kosningar, þó svo að stuðningsfólk Framsóknarflokks virðist aðeins spenntara fyrir þeim valkosti en stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks. Þetta kemur fram ef rýnt er aðeins betur í könnun Fréttablaðsins sem birt var í gær, þar sem spurt var; Eftir næstu kosningar, hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi næstu ríkisstjórn? 61,0 prósent aðspurðra tóku afstöðu til spurningarinnar. Aðrir kjósendur eru mun dreifðari í skoðunum sínum á næstu stjórn. Meirihluti þeirra sem segjast myndu kjósa Sam- fylkingu eða Vinstri græn vilja þó samstarf þessara tveggja flokka, ýmist tveggja flokka ríkisstjórn eða þriggja flokka stjórn með Frjálslynda flokknum. Ef litið er til þeirra kjósenda sem taka afstöðu til þess hvernig stjórnarsamstarf þeir vilja eftir kosningar, nefna nær allir stjórn- arsamstarf sem í væri sá flokkur sem viðkomandi myndi kjósa. Undantekning frá þessu eru kjós- endur Frjálslynda flokksins, en rúm 44 prósent þeirra vilja Frjáls- lynda flokkinn í ríkisstjórn. Þó verður að hafa í huga að þeir voru fáir sem sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Framsóknarfólk vill áfram- haldandi ríkisstjórn Rúm 17 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn voru óákveð- in um hvers konar ríkisstjórn þau vildu eftir næstu kosningar. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu vildu langflestir, eða 72,1 prósent, áfram- haldandi sam- starf við Sjálf- stæðis- flokk- inn. Sumir framsóknar- menn hafa viljað kenna stjórnar- samstarfinu við Sjálfstæðisflokk- inn við slöku gengi flokksins í skoðanakönnunum. Samkvæmt þessari könnun líta þó langflestir framsóknarmenn á Sjálfstæðis- flokkinn sem besta kostinn í ríkis- stjórnarsamstarfi. 9,3 prósent vildu sjá stjórnarandstöðuna; Framsóknarflokk, Samfylkingu og Vinstri græn saman í ríkis- stjórn. 16,3 prósent vildu eitthvert annað stjórnarmynstur; þar af vildu langflestir samstarf Fram- sóknarflokks og Samfylkingar. 2,3 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn vildu hafa flokkinn í stjórnarandstöðu en kusu þess í stað ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Fjórðungur vill samstarf til vinstri Tæp 18 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn voru óviss um hvers konar stjórnarsamstarf þau vildu eftir kosningar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 62,3 prósent vilja áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk sem er aðeins minna hlutfall en meðal framsókn- arfólks. Rúm 25 prósent vildu samstarf við vinstri flokka, þarf af vildu 14,5 prósent stjórn Sjálf- stæðis- flokks og Sam- fylking- ar, en 10,7 prósent vildu samstarf við Vinstri græn. Innan við eitt prósent vildi samstarf núverandi stjórnarand- stöðuflokka og sama hlutfall vildi sjá stjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna. 11,3 prósent vildu annars konar stjórnarsamstarf. Þar af vildu flestir að Sjálfstæðisflokkurinn yrði einn í meirihluta. Meirihluti vill flokkinn í stjórnar- andstöðu Tíu prósent kjósenda Frjálslynda flokksins vissu ekki hvernig stjórn þau vildu helst. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 33,3 pró- sent vilja samstarf núverandi stjórnarandstöðuflokka og 11,1 prósent vildi einhvers konar sam- starf Frjáls- lynda flokks- ins við einn af hinum flokkun- um. Aðrir þeir sem sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn vildu ekki að flokkurinn ætti aðild að ríkisstjórn eftir næstu kosningar. 22,2 prósent vildu áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Sama hlutfall vildi ríkisstjórn Framsóknar- flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá sagðist 11,1 prósent vilja sjá Sjálfstæðisflokk og Sam- fylkingu saman í stjórn eftir næstu kosningar. Meirihluti vill stjórn með Vinstri grænum Tæpt 21 prósent kjósenda Samfylkingar hafði ekki gert upp hug sinn hvað varðar næstu ríkisstjórn. Meðal þeirra sem tóku afstöðu voru nokkuð skiptar skoðanir. Meiri- hluti stuðn- ingsfólks Sam- fylking- arinn, rúm 62 prósent, vill þó einhvers konar sam- starf með Vinstri græn- um. Af þeim sögðust tæp 27 pró- sent vilja tveggja flokka ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Tæp 26 prósent vildu svo einnig hafa Frjálslynda flokkinn með í stjórn. Þá vildu rúm níu prósent samstarf við Framsóknarflokk og Vinstri græna. 21,3 prósent horfðu til hægri og vildu samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn. Þá vildu rúm tíu prósent eitthvert annað ríkis- stjórnarmynstur, þar af flestir tveggja flokka stjórn með Fram- sóknarflokknum.Tæpt prósent vildi að núverandi ríkisstjórn héldi áfram og 5,6 prósent vildu samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Líta til Samfylkingar 16,3 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Vinstri græn eiga sér ekki óska- ríkisstjórn. En af þeim sem tóku afstöðu vill mikill meirihluti, tæp 80 prósent, einhvers konar sam- starf við Samfylkingu. Þar af vilja tæp 46 prósent að mynduð verði tveggja flokka stjórn með Samfylk- ingu. Þá segjast tæp 29 pró- sent einnig vilja hafa Frjáls- lynda flokkinn í sam- starfinu. Rúm fimm prósent vilja frekar að Framsóknarflokkurinn myndi stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingu en Frjálslyndir. 13 prósent vilja hins vegar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Tæp átta prósent vilja annars konar sam- starf. Óákveðnir kjósendur Mikill meirihluti þeirra sem ekki hafa ákveðið hvaða flokk þeir myndu kjósa hefur ekki ákveð- ið hvers konar ríkis- stjórn hann vill, eða rúmt 71 prósent. Af þeim sem hafa tekið afstöðu til ríkisstjórnar vilja 26,7 prósent áframhaldandi sam- starf núverandi ríkisstjórnar- flokka. 18,9 prósent vilja fremur stjórnarsamband núverandi stjórnarandstöðuflokka. 14,4 pró- sent segjast vilja sjá stjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar. Rúm ellefu prósent vilja ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og sama hlutfall vill sam- starf Samfylkingar og Vinstri grænna. Tíu prósent vilja þriggja flokka stjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna, og tæp átta prósent vilja svo ein- hvers konar öðruvísi stjórn. Kjósendur stjórnarflokkanna vilja áframhaldandi samstarf B D F S V aðra flokka kjósaekki óákveðnir 72,1% 2,3% 9,3% 16,3% B D F S V aðra flokka kjósaekki óákveðnir 62,3% 0,6% 10,7% 11,3% 14,5% 0,6% B D F S V aðra flokka kjósaekki óákveðnir 22,2% 33,3% 22,2% 11,1% 11,1% B D F S V aðra flokka kjósaekki óákveðnir 21,4% 26,9% 9,3% 5,6% B D F S V aðra flokka kjósaekki óákveðnir 13,0% 28,6% 45,5% 7,8% 5,2% ? B D F S V aðra flokka kjósaekki óákveðnir 18,9% 26,7% 7,8% 14,4% 11,1% Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 29. október. Netverð á mann. Tallinn í haust frá kr. 19.990 Tryggðu þér einstaka borgarferð Terra Nova býður helgarferðir í október í beinu flugi til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu. Tallinn er í dag afar vinsæll áfangastaður í borgarferðum, enda býður borgin einstakt mannlíf, menningu og skemmtun. Þú velur um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Tallinn og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Terra Nova. Verð kr. 36.734 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 15. okt. í 3 nætur á Hotel L´Ermitage með morgunmat. Beint flug 15. okt. 18. okt. 22. okt. 26. okt. 29. okt. 2. nóv. Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum í sumar. Terra Nova býður nú sumarauka á þessum einstaka stað á frábæru tilboði sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþrey- ingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Súpersól til Búlgaríu í september frá kr. 29.990. Netverð á m nn, m.v. 2 í herbergi í viku 21. september. Brottfarir 7. og 14. september kosta kr. 10.000 aukalega. Aukavika kr. 10.000. Kr. 29.990 HVAÐA STJÓRNMÁLAFLOKKAR VILT ÞÚ AÐ MYNDI NÆSTU RÍKIS- STJÓRN? D+B D+V B+S+V F+S+V D+S S+V Annað 10,0% 11,1% 10,2% 0,9% 25,9% AÐRIR AÐRIR AÐRIR AÐRIR AÐRIR AÐRIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.