Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 40
■■■■ { ljósanótt 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10 Það er ömurlegt að missa af spennandi dagskrá Ljósanætur af því að maður þarf að fara heim í þurr föt eða að borða. Græj- um alla fjölskylduna þannig að allir geti verið úti allan daginn án þess að væsi um nokkurn. Klár í allt Verkið Lýsing bergsins eftir Stein- þór Jónsson var fyrst tendrað hinn 2. september árið 2000, á fyrstu Ljósanóttinni í Reykjanesbæ. Við sama tækifæri færði listamaður- inn Reykjanesbæ verkið formlega til eignar og umsjár. Kveikt er á ljósunum fyrsta laugardaginn í september og slökkt á þeim þann 21. júní ár hvert. Eins og kaldur klettaveggurinn lýsist upp á verkið að minna íbúa Reykjanesbæjar á jákvæðni, framsýni og bjartsýni til bæjarins og þeirra sjálfra. Á stóra sviðinu við Hafnargötu hefst glæsileg dagskrá klukkan 20.15 á laugardag. Meðal atriða má nefna trommukvartettinn Ringo, Sálina hans Jóns míns og tilkynn- ingu úrslita í keppninni um Ljósa- næturlagið 2006. Að lokinni dag- skrá á sviðinu verða blys tendruð af bátum úti á Keflavík, varðskipið Ægir sendir hátíðargestum kveðju og rúsínan í pylsuendanum er svo glæsileg flugeldasýning. Strætó sér um að koma Ljósa- næturgestum til síns heima. Á fimmtudagskvöldinu eru beinar ferðir út í hverfin frá 88 húsinu frá kl. 23.00 meðan öllum verður komið heim eftir tónleikana. Vagn- ar ganga svo á klukkutíma fresti, fimmtán mínútum fyrir heila tím- ann frá Olís Básnum og á heila tímanum frá Akurskóla. Áætlunin gerir ráð fyrir fyrstu ferð frá Akur- skóla kl. 12.00 og síðustu ferð að Akurskóla kl. 23.45. Bláa lónið hf. ætlar að taka þátt í mjög svo glæsilegri dagskrá Ljósa- nætur með því að bjóða 2 fyrir 1 í Bláa lónið dagana 31. ágúst-15. september. Tilboðið mun gilda með framvísun auglýsingarinnar sem birtist í Víkurfréttum fimmtudaginn 31. ágúst. Allir fermingarárgangar ætla að hittast á Hafnargötunni kl. 13.00 og ganga svo saman niður að stóra sviði. Árgangarnir hitt- ast á sama tíma á mismunandi stöðum; árgangur ´62 hittist við Hafnargötu 62, árgangur ´53 við Hafnargötu 53 o.s.frv. Eftir 15- 20 mínútna spjall og samveru verður skrúðganga niður Hafnar- götuna þar sem árgangur ´90 leiðir eldri árganga niður að aðalsviði Ljósanætur með lúðrablæstri og skemmtilegum uppákomum. Öll börn eru velkomin með foreldrum sínum. Eitt og annað um Ljósanótt Það þarf nú varla að taka það fram að það er allra veðra von á Íslandi. Sniðugt að taka regnhlífina með, bara til vonar og vara. Nammi namm, gott kakó, te eða kaffi á hitabrúsa væri vel þegið þegar líða fer á daginn. Góð samloka er hentugur biti sem hægt er að borða á tónleikum, röltinu eða meðan horft er á flugeldasýninguna. Hvernig væri að fjölskyldan eða vinahópurinn hittist á fyrir- fram ákveðnum tíma í smá pikknikk? Munið eftir teppinu. Börnin hafa gaman af fánaveifum og vindrellum. Dustum rykið af 17. júní leik- föngunum og fögnum Ljósanótt. Blankskór eru ekki málið fyrir þá sem ætla að vera úti heilan dag. Hvort er betra að vera kalt eða hlýtt á tánum? ATLASTAÐAFISKUR ehf. Atlastaðafiskur er ungt en framsækið fyrirtæki í Reykjanesbæ sem sérhæfir sig í vinnslu og verkun á hágæða sjávarfangi. Fyrirtækið selur sjávarfang til bestu veitingahúsa landsins, eins og Lækjarbrekku, Tapas barinn, Kaffi Óperu, Perluna, Einar Ben, Hressingarskálann, Argentínu Steikhús, Hótel Sögu, Sjávarkjallarann, Galileó, Thorvaldsen Bar, Matarlyst-Atlanta, Ruby Tuesday, SGK-Veitingar Ísafirði, Strikið Akureyri og Kaffi Karólínu Akureyri. Einnig er hægt að fá vöruflokkana sem nefndir eru hér fyrir neðan í Samkaup-Úrval og flestar tegundir af humri í Bónus. Heill humar Skelbrotinn humar Skelflettur humar Hvítlaukshumar Sjávarréttagrillbakka Fiskréttir Rækjur Risarækjur Brauðaðar rækjur Brauðaðir fiskifingur Hörpuskel Grænskel Skötusel Sverðfisk Túnfisk Humarsúpugrunn Sjávarréttasúpugrunn Fiskisósur Fyrirtækið býður breiða línu vöruflokka og má þ.á.m. nefna: Fitjabraut 26e • 260 Njarðvík • www.atlastadir.is atlastadir@atlastadir.is • Símar 421 5252 & 863 4530 Komdu í h eimsókn á Ljósanó tt! Komdu í h eimsókn í básinn okk ar á Ljósa nótt. Við bjóðu m upp á g rillaðann humar og humars úpu, ásam t ísköldu Co ca-Cola.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.