Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 20
 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Þessar stundir er deilt um birtingu tvenns konar opinberra skjala. Annars vegar er um að ræða skýrslu sérfræðings um virkjun við Kárahnjúka. Hins vegar er um að ræða skjöl er lúta að rannsókn mála hjá lögreglu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar í tengslum við símahleranir. Fyrrverandi iðnaðarráðherra hefur haldið því fram að umrædd skýrsla varðandi Kárahnjúka hafi ekki átt erindi til Alþingis. Ástæðan sé sú að hún hafi verið tæknileg og snert fjár- hagsmálefni virkjunarinnar. Þessar röksemdir eru ekki haldbærar. Alþingi situr ekki hjá við mat á fjárhagslegum og tæknilegum upplýsingum. Allra síst á það við þegar löggjafarsamkoman tekur ákvörðun um stærstu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar. Hitt er svo annað mál að ráðherrann hafði engar beinar lagaskyldur um birtingarfrumkvæði í þessu efni og verður aukheldur ekki sakaður um að hafa hindrað að kjörnir fulltrúar almennings kæmust á snoðir um efni skýrslunnar. Það má til að mynda ráða af því einu að skýrslan var afhent Landsvirkjun. Í stjórn hennar sitja lýðræðislega kjörnir fulltrúar löggjafarsamkomunnar. Það er því sleggjudómur þegar einn af samflokksþingmönnum ráðherrans ræðir um brottvikningu hans af þessum sökum. Þó að líta beri á það sem mistök að skýrslan var ekki birt opinber- lega fyrr gefur það ekki tilefni til þeirra ummæla sem sam- flokksþingmaðurinn viðhafði. Líklegt er að rætur þeirra liggi í öðrum ágreiningsefnum. Landsvirkjun hefur mætt þeim sjónarmiðum sem fram koma í umræddri skýrslu með röksemdum annarra sérfræðinga og breytingum á hönnun virkjunarinnar. Skýrslan sýnist því ekki gefa tilefni til að stöðva framkvæmdir við svo búið. Annað álitaefni sem lýtur að opinberum skjölum á rætur að rekja til óska lögmanns um að fá skjöl sem tengjast símahlerunum lögreglu frá fyrri tíð. Slík gögn höfðu áður verið afhent sagnfræðingi til skoðunar og úrvinnslu. Lög um skjöl af þessu tagi geta gefið tilefni til mismunandi túlkunar. En kjarni málsins er sá að gögn um lögreglurannsóknir frá þessum tíma hafa verið afhent. Ekki hefur komið fram að stjórnvöld líti svo á að sú afhending gagna til sagnfræðings stangist á við lög eða að hún hafi verið mistök. Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar þar að lútandi. Á meðan stjórnvöld kveða ekki á um annað verður því að líta svo á að þau hafi talið afhendingu skjalanna til sagnfræðingsins lögmæta. Á grundvelli jafnræðisreglu hljóta sömu lagalegu sjónarmið að eiga við þegar lögfræðingur fer fram á að fá sömu skjöl eða skjöl sama eðlis. Það stenst ekki að láta eina reglu gilda um sagnfræðinga að þessu leyti en aðra um lögfræðinga. Enn fremur telst það ekki gilt sjónarmið fyrir synjun um aðgang að skjölum að nefnd vinni að því að skoða með hvaða hætti eigi að birta þau. Enginn hefur haldið því fram að leynd eigi að hvíla yfir þessum skjölum. Þvert á móti hafa ráðherrar fært skynsamleg rök fyrir birtingu slíkra gagna og rannsóknum á þeirri sögu sem þau geyma. Hér er um að ræða tvö ólík atvik varðandi birtingu skjala. Í hvorugu tilviki er það stefna að halda skjölum leyndum. Dráttur á birtingu sýnist þar af leiðandi ekki þjóna neinum skynsamlegum tilgangi. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Birting opinberra skjala: Óskynsamlegar tafir Nú er fólkið sem sér um heimilis- bókhaldið okkar, þjóðarinnar, að skila af sér. Þá á ég við ríkisreikn- ing. Fyrr í mánuðnum birti Ríkis- endurskoðun skýrslu sína um árs- reikninginn og gerði ýmsar athugasemdir. Kannski kom ein- hverjum spánskt fyrir sjónir að ríkisendurskoðun vill ekki hafa það að stofnanir noti ekki fjár- heimildir sínar. Getur það ekki verið af hinu góða að ríkisstofnan- ir eyði ekki öllu sem þeim er skammtað? Það er svolítið ,,tricky“ þetta með að nota ekki allar fjár- heimildir. Á ríkisstofnunum er það gjarnan svo að síðustu vikur árs- ins keppist fólk við að eyða, þ.e.a.s. ef það á einhvern afgang, til þess að fjárheimildir verði ekki skorn- ar niður næsta ár. Auðvitað á þetta ekki að vera þannig, þeir sem skila afgangi eiga auðvitað ekki að gjalda fyrir það á næsta ári að hafa farið ,,vel með“ eins og sagt var í gamla daga. Reyndar skildi ég athugsemdir Ríkisendurskoðunar þannig að ríkisstofnanir mættu ekki safna ónotuðum fjárheimild- um í sarp til að nota við hentugt tækifæri. Slíkar athugasemdir eiga fullan rétt á sér því það er ekki á hendi einstakra stofnana að ákveða meiriháttar fjárútlát umfram venjulegan rekstur. Sam- þykki ráðherrar slíkar eilífðar- heimildir er það ekki annað en merki um að þeir vilji tryggja sér völd og áhrif umfram kjörtímabil sitt. Það var náttúrlega það sem for- sætisráðherrann fyrrverandi og seðlabankastjórinn núverandi gerði þegar hann skipti ágóðanum af sölu Símans á milli samráðherr- anna, undarlegt hvað þau létu hann bjóða sér og við, þjóðin, þurftum í framhaldinu að þola, ekki bara þá heldur allan tíman sem hann trónaði á toppnum. Stundum verður inngangurinn að því sem kona ætlar að segja mjög langur. Þessi er til dæmis um það. Ætlunin var að segja frá því að við fjármálaráðherrann erum sammála. Ég geri svo sem ekki ráð fyrir að það skipti hann nokkru máli, en henni mér, mið- aldra frú í Reykjavík, fannst það harla merkilegt. Við, fjármálaráð- herrann og ég, erum sem sagt sammála um að stimpilgjald er vitlaust gjald og tímaskekkja. Hann, fjármálaráðherrann, ætlar hins vegar ekkert að gera í mál- inu, þó hann hafi alla burði og vald til þess. Þess vegna eru allar líkur á að hann greiði atkvæði gegn því á Alþingi að stimpilgjaldið verði fellt niður, en líklegt er að Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri muni enn eina ferðina leggja slíka tillögu fyrir Alþingi í vetur. Ég hlýt að viðurkenna að ég furða mig mjög á því hvernig ráð- herra getur, þó ekki væri nema sjálfsímyndarinnar vegna, lýst sig algjörlega ósammála einhverju sem er á hans ábyrgð en um leið sagt að hann ætli ekki að lyfta litla fingri til að breyta slíku ástandi. Einu sinni var það talið erfiðasta embætti ríkistjórnarinnar að fara með ríkisfjármálin, vegna þess að endar náðu aldrei saman og allt var í hönk. En það er af sem áður var. Á síðasta ári var 113 milljarða afgangur af rekstri ríkissjóðs − athugið milljarða en ekki milljóna. Af því má rekja 56 milljarða til sölu Símans en annað eins kemur frá hinum reglulegu gjöldum sem á okkur eru lögð. Hlutur ríkissjóðs í landsfram- leiðslunni er alltaf að hækka og námu tekjur hans 36% af lands- framleiðslunni í fyrra en 33% árið 2004, í þessum tölum er hagnaður- inn af sölu Símans ekki talinn með. Þessi hækkun kemur svolítið skrítilega saman við það sem ríkis- stjórnin heldur fram; nefnilega að ríkisafskipti fari minnkandi. En það er svo sem ekkert nýtt að ríkis- stjórnin segi eitt en geri annað, og svo verða ráðherrarnir voða pirr- aðir ef þeir eru spurðir út í hverju slíkt sæti. Kannski er siðferði ríkisstjórnar- innar tvöfalt. Eitt fyrir aðra og annað fyrir þau sjálf. Ónotuðu fjárheimildirnar sem ég minntist á fyrr í þessum skrifum námu 26 milljörðum króna árið 2005, það er nánast sama upphæðin og rann til Landspítala - háskólasjúkrahúss það árið en það voru rúmir 27 milljarðar samkvæmt reikningi spítalans. Undanfarin ár hefur mikill þrýstingur verið á stjórn- endur háskólasjúkrahússins um að halda sig innan fjárheimilda, og geri ég engar athugasemdir við það, en ég velti því hins vegar fyrir mér hvernig við höfum efni á að láta heimildir jafn háar árlegu rekstrarfé þess liggja ónotaðar hér og þar fyrir ríkisstofnanir að koma í notkun þegar þeim hentar. Það kallast ekki góð stjórn ríkis- fjármálanna heima hjá mér. Auk þess legg ég til að eftir- launaósóminn verði afnuminn með lögum. Útkoma ríkisreiknings Í DAG RÍKISFJÁRMÁL VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Við, fjármálaráðherrann og ég, erum sem sagt sammála um að stimpilgjald er vitlaust gjald og tímaskekkja. Hann, fjár- málaráðherrann, ætlar hins vegar ekkert að gera í málinu, þó hann hafi alla burði og vald til þess. Stjórnarandstæðingurinn Kristinn H. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra virðist líta svo á að flokksbróðir hennar, þingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson, tilheyri stjórnarandstöðunni á Alþingi. Valgerður gerir umræður síðustu daga um skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlis- fræðings að umtalsefni á vef sínum en Valgerður hefur verið sökuð um að leyna þingheim skýrslunni. Kristinn hefur gengið stjórnmálamanna lengst í yfirlýsingum og sagt að til þess gæti komið að Valgerður þyrfti að segja af sér. Afstaða Valgerðar til gagnrýninnar og málsins alls sést hvað best í fyrirsögn pistils hennar, sem er „Upp- hlaup stjórnarand- stöðunnar“. Þess vegna verður ekki annað séð en að Kristinn sé stjórnar- andstæðingur í augum Valgerðar. Ríkið berjist gegn tannlosi Skýrsla nefndar landbúnaðarráðherra um endurskoðun á vörnum gegn búfjársjúkdómum var kynnt í gær. Í samantekt segir að þeir smitsjúkdóm- ar í búfé sem mest kalla á aðgerðir stjórnvalda séu riða og garnaveiki en aðrir sjúkdómar sem ástæða er til að stjórnvöld komi að baráttu gegn séu lungnapest, kregða, tannlos og kýlapest. Vísast var það ekki á margra vitorði að tannlos væri skæður búfjársjúkdómur og enn ólíklegra að fólk hafi almennt áttað sig á nauð- syn þess að ríkissjóður komi að baráttunni gegn honum. Það skal svo upplýst að sjúkdómurinn kregða er hægfara lungnabólga. Sami grautur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra upplýsir í Morgunblaðinu í gær að þjóðaröryggisdeild og leyniþjónusta sé það sama. Björn hélt ræðu hjá Rotarýmönnum í Austurbæ Reykjavíkur í síðustu viku og talaði meðal annars um nauðsyn þess að stofna íslenska leyniþjónustu. Björn setti ræðuna á vefinn sinn og vöktu hugleiðingar hans talsverð viðbrögð – ekki síst þar sem ráðherrann hefur nýlega kynnt skýrslu um gagnsemi þess að koma hér þjóðaröryggisdeild á fót. Í Mogganum í gær girðir Björn fyrir allan misskilning um að hugsanlega verði hér bæði leyni- þjónusta og þjóðaröryggisdeild í framtíðinni og segir það eitt og sama fyrirbærið. bjorn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.