Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 34
■■■■ { ljósanótt 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 „Við erum fimm í þessum hóp og höfum verið það frá upphafi. Það hefur verið haft samband við okkur og við beðin um að taka að okkur ýmis verkefni, en við tökum þau verkefni að okkur sem við teljum okkur geta framkvæmt,“ sagði Örn Alexandersson úr Norðan Báli. Hópurinn stóð m.a. fyrir skugga- leikhúsi á framhlið Háskóla Íslands í tengslum við ljósahátíð árið 2000 og var einnig með ljósatónleika á Kópa- vogskirkju árið eftir. Þá hefur hópur- inn hannað túlipana á ljósastaura en þeir voru settir upp í tengslum við Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Síðasta verk hópsins var uppsetning verksins „Fimmkallahringurinn“ á túninu við Gerðarsafn í Kópavogi. Norðan Bál mun vekja upp Ægi á Ljósanótt í boði KB banka. Hópurinn fær til liðs við sig valda listamenn og framkvæmir gjörning ljóss og tóna. Örn segir að heimsmet gæti fallið þetta kvöld en vill ekki fara nánar út í það. „Það verður eigin- lega að koma í ljós, fólk verður að koma og sjá. Það eina sem ég get sagt er að heimsmet mun mjög lík- lega falla.“ Um er að ræða viðamikla sýningu sem hefur verið í undir- búningi í nokkurn tíma. „Þetta fór að rúlla fyrir tveimur mánuðum og hefur tekið allan aukatíma okkar. Þetta verður smá leikhús,“ segir Örn en meðlimir hópsins koma flestir úr áhugaleikhúsum. „Það er stór- skemmtilegt að standa í þessu, mjög gaman að ná að framkvæma hið ómögulega. Þetta er bara eins og frumsýning og það verður spennu- fall leið og þetta er búið.“ Heimsmet mun líklega falla Fjöllistahópurinn Norðan Bál hefur staðið að ýmsum listviðburðum á undanförnum árum og verður með atriði sem markar upphafið á lokum Ljósanætur á laugardagskvöld. Hópurinn Norðan Bál mun vekja upp Ægi á Ljósanótt. Myndin er frá Ljósanótt í fyrra., þar sem bergið var lýst upp. Steinþór Jónsson er forsprakki Ljósa- nætur, sem verður haldin hátíðleg í sjöunda sinn þetta árið. „Það er mikið að gerast og erfitt að taka ein- hverja nokkra viðburði út en gaman að segja frá því að Landhelgisgæsl- an ætlar að fagna með okkur, það er einmitt stórafmæli hjá henni og með hennar aðstoð má fá nýja sýn á flugeldasýninguna. Við verðum með mikið af bátum á hátíðinni í ár og þeir munu setja svip á svæðið,“ sagði Steinþór. „Á laugardeginum verður mikið um endurfundi. Margir fyrrverandi íbúar bæjarins koma á þessa hátið og ætlum við að vera með svokall- aðan árgangahitting að þessu sinni. Miðað er við fæðingarár og getur fólk hitt aðra úr sínum árgangi á Hafnargötunni. Árgangarnir hittast við sérstök hús, t.d. munu þeir sem eru fæddir 1974 hittast við Hafnar- götu 74 svo dæmi sé tekið,“ sagði Steinþór. „Þegar allir eru búnir að kasta kveðju á hvort annað verður farið í skrúðgöngu þar sem árgangur ´90 gengur fyrstur af stað og tekur með sér ´89 og svo ´88 og svo áfram. Þarna fáum við bæjarfélagið í aldursröð upp að hátíðarsviðinu,“ sagði Steinþór. Auglýst hefur verið að um fermingarárganga sé að ræða en Steinþór segir að það sé misskilningur. „Þetta er bara miðað við fæðingarár og eru aðkomumenn líka velkomnir í þessa göngu. Ef vel heppnast verður talað um þetta áfram.“ Á Ljósanótt er fjölskyldustemn- ingu og menningarhátíð blandað saman á skemmtilegan hátt. „Á miðvikudagskvöld tökum við smá forskot á sæluna fyrir hátíðina og verðum með hagyrðingakvöld. Það er svo mikið af viðburðum að þessi hátíð hefur breiðst út á svona marga daga og því nánast hægt að tryggja að þeir sem vilji sjá ein- hver atriði komist á þau öll,“ sagði Steinþór. Hugmyndin að hátíðinni kom í kjölfarið á því að hann fékk þá hugdettu að láta lýsa upp bergið við Reykjanesbæ. „Þetta hefur undið upp á sig og ótrúlegt að fylgjast með því hvað þessi hátíð hefur stækkað. Það sýnir betur en margt annað hvað samstaðan og samhugurinn er mikill hjá bæjarbúum. Það er líka ákveðið stolt að reyna að gera betur og betur með hverri hátíð. Ljósa- nóttin er hálfgerð áramót hjá íbúum bæjarins,“ sagði Steinþór. „Hátíðir hafa allar sinn tilgang. Hjá okkur hefur þetta blandast við mikla framkvæmdagleði og við höfum reynt að halda þeim sið að vígja nýja hluti á hverri hátíð. Til dæmis munum við taka núna í notk- un nýjan kvikmyndasal í bænum,“ sagði Steinþór. Þá hafa íbúar verið hvattir til að gera umhverfið hreint og fallegt fyrir hátíðina en þess má geta að umhverfismál í Reykjanes- bæ hafa tekið miklum stakkaskipt- um á síðustu árum. „Svo verður að sjálfsögðu gott og fallegt veður hjá okkur eins og hefur alltaf verið á Ljósanótt,“ sagði Steinþór Jónsson. Árgangar hittast Steinþór Jónsson er forsprakki Ljósanætur sem verður haldin hátíðleg í sjöunda sinn þetta árið. Steinþór Jónsson er forsprakki Ljósanætur. - leggur heiminn að vörum þér Kaffib olli og Prin sessan í Baun alandi Lína R ut sýn ir í ka ffihús i Kaffitá rs á Lj ósanót t Kaffitár, Stapabraut 7, Reykjanesbær, sími 420 2710
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.