Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 66
42 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Danski sóknarmaðurinn Allan Dyring lofaði stuðningsmönnum FH þegar hann samdi við félagið í vor að hann myndi verða duglegur að skora og leggja upp mörk fyrir liðið í sumar. Annað hefur komið á daginn og var það fyrst á sunnudag sem hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Það kom á lokasekúndunum gegn Breiðabliki og náði hann með markinu að tryggja sínum mönnum eitt stig úr leiknum. „Það var mjög ljúft að ná loksins að skora,” sagði Dyring við Frétta- blaðið í gær. „Ég hef þar að auki ekki spilað mikið að undanförnu þannig að það hefur reynst sérstaklega erfitt að ná að brjóta þennan ís. Það getur verið mjög erfitt fyrir framherja að skora ekki. Fyrst tekst það ekki í einum leik, svo næsta og þannig koll af kolli. Og alltaf fer sjálfstraustið. Sem framherji verður maður að skora reglu- lega og á þetta líka við um mig.” Hann segir þó að sjálfstraustið hafi farið vaxandi á síðustu tveim- ur vikum eftir gott gengi á æfingum. „Mér fannst að það væri eitthvað á leiðinni hjá mér,” sagði Dyring, sem bætti við að þó svo að það hefði verið gott fyrir hann persónulega að skora mark FH gegn Breiðablik hafi markið verið afar mikil- vægt fyrir liðið. „Öll mörk á þessu stigi tímabilsins eru mikilvæg og eftir þetta jafntefli þurfum við bara einn sigur til að tryggja okkur titilinn. Vonandi gerist það strax í næsta leik en það verður mjög erf- itt að mæta liði ÍBV sem er vitanlega að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þeir eru í fallbaráttu eins og Breiðablik og gekk okkur illa að skora á móti þeim.” Hann neitar því ekki að lið FH hefur ekki verið að sýna sitt besta að undanförnu. „Í síðustu fjórum leikjum höfum við ekki staðið okkur vel og ekki spilað sem eitt lið. Kannski erum við einum of meðvit- aðir um hversu lítið er eftir af mótinu. Vonandi náum við að sigra næsta leik og vonandi verð ég í byrjunarliðinu og næ að skora fleiri mörk.” FRAMHERJINN ALLAN DYRING: BRAUT LOKSINS ÍSINN Á LOKASEKÚNDUM LEIKS FH OG BREIÐABLIKS Sjálfstraustið minnkaði með hverjum leik FÓTBOLTI Röndóttu Reykjavíkurlið- in Þróttur og KR leika í kvöld um það hvort liðið kemst í úrslit í VISA- bikarkeppni karla í knattspyrnu. Þróttur er sem stendur í fjórða sæti 1. deildar og á ekki lengur mögu- leika á að komast upp í úrvalsdeild- ina en KR er í 2. sæti úrvalsdeildar. Stuðningsmenn liðanna ætla að gera sér glaðan dag og fara saman á völlinn undir slagorðinu „Stönd- um saman í aðra röndina“. Boðið verður til veislu í Þróttaraheimil- inu kl. 18:00 þar sem KR-ingum er velkomið að koma og þaðan er stutt að fara á völlinn. Leikurinn hefst kl. 20:00 á Laugardalsvellinum. Þróttarar hafa spilað þrjá leiki í bikarnum til þessa og alla á heima- velli. Í 32 liða úrslitum fengu þeir Víking frá Ólafsvík í heimsókn og unnu 3-1 og því næst mættu þeir HK á Valbjarnarvelli og báru þar 2- 1 sigur úr býtum. Í 8 liða úrslitum fengu Þróttarar úrvalsdeildarlið Grindavíkur í heimsókn og aftur urðu lokatölur 2-1. KR-ingar hafa ekki verið neitt allt of sannfærandi í bikarleikjum sínum á þessu sumri. Í 16 liða úrslit- um fóru þeir á Reykjanesið og mættu Njarðvík. Niðurstaðan varð 1-0 sigur og í 8 liða úrslitum fengu KR-ingar leikmenn ÍBV í heimsókn í Vesturbæinn. Staðan eftir venju- legan leiktíma var 1-1 en KR hafði betur í vítaspyrnukeppni. „Við erum í góðu formi og erum búnir að vera að spila bara ansi vel,“ sagði Teitur Þórðarson, þjálf- ari KR. Hann sagði að vanmat kæmi ekki til greina þó Þróttur væri deild neðar. „Ég er búinn að sjá marga leiki með þeim í sumar og veit að þetta verður alls ekki auðvelt,“ bætti Teitur við. „Það er margt sem þessi tvö lið eiga sameiginlegt og þessi leikur leggst bara vel í mig,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, fyrirliði Þróttar, um leikinn. Þróttarar stefndu á sæti í úrvalsdeildinni í sumar en það tókst ekki. „Við ætl- uðum okkur meiri hluti í deildinni í sumar en nú er það bara bikarinn sem menn einblína á og það væri frábært að komast alla leið í úrslit,“ sagði Eysteinn að lokum. dagur@frettabladid.is Slagur þeirra röndóttu Seinni undanúrslitaleikurinn í VISA-bikar karla fer fram í kvöld þegar Reykja- víkurliðin Þróttur og KR mætast. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. ATLI EÐVALDSSON Maðurinn sem gerði KR að Íslandsmeisturum eftir tæplega fjögurra áratuga bið á eflaust einhverja ása uppi í erminni gegn sínu gamla félagi í kvöld. GOLF Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson tók stórt stökk upp á við á peningalista Áskor- endamótaraðar Evrópu eftir þann góða árangur sem hann náði í Dan- mörku um helgina. Hann varð í fimmta sæti á mótinu, sem fór fram í Óðinsvéum, og fékk fyrir vikið um hálfa milljón króna í verðlauna fé. Hefur hann því þénað samtals 1,3 milljónir króna og er í 81. sæti listans en var í 118. sæti fyrir helgina. Í fyrra endaði hann í 85. sæti en fimm mót eru eftir á tímabilinu og ætlar hann að taka þátt í þeim öllum. - esá Birgir Leifur Hafþórsson: Þaut upp pen- ingalistann BIRGIR LEIFUR Spilaði frábært golf um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR > Stórsigur gegn Noregi Íslenska landsliðið í körfuknattleik var ekki í neinum vandræðum með frændur vora Norðmenn í vináttuleik sem fram fór í Dublin því leiknum lyktaði með 26 stiga sigri Íslands, 79- 53. Ísland kláraði leik- inn í fyrsta leikhluta en eftir hann var staðan 30-5 og eftirleikurinn því auðveldur. Jón Arnór Stefáns- son var stiga- hæstur með 28 stig og Brenton Birmingham kom næstur með 14. Hlynur Bæringsson skoraði 10 stig. Að verða uppselt Þeim áhugamönnum um knattspyrnu sem vilja sjá leik Íslands og Danmerkur í upphafi mánaðarins er bent á að drífa sig inn á síðuna midi.is en aðeins örfáir miðar eru eftir á leikinn og líklega verð- ur orðið uppselt í lok dagsins. KÖRFUBOLTI Steinar Kaldal, fyrir- liði körfuboltaliðs KR síðustu þrjú tímabil, hefur ákveðið að taka sér frí frá spilamennsku í vetur vegna anna. Hann hefur þó ekki sagt skilið við boltann og stefnir á að koma tvíefldur til baka síðar, auk þess sem hann mun að einhverju leyti sinna öðrum hliðum boltans í vetur. „Ég mun að öllum líkindum þjálfa kvennalið Ármanns/Þróttar. Í liðinu eru stelpur sem vilja fyrst og fremst hafa gaman af þessu og vantar einhvern til að halda utan um þetta fyrir þær. Svo verð ég vitanlega áfram skráður í KR og verð í kringum liðið í vetur. Ég mun sitja á bekknum í leikjum og kíkja á nokkrar æfingar.“ Steinar segir ákvörðunina hafa verið erfiða. „Ég sá fram á að sinna engu öðru en vinnunni og körfuboltanum alla daga og það varð eitthvað að víkja. Ég hef allt- af verið í boltanum af lífi og sál og fann þegar við byrjuðum að æfa í sumar að ég var ekki nógu vel stemmdur. Þá ákvað ég að ég að það væri best að hvíla sig og finna aftur hungrið,“ sagði Steinar, sem hefur verið í körfuboltadeild KR undanfarin sautján ár. „Lengur en nokkur leikmaður, stjórnarmaður eða þjálfari,“ sagði hann í léttum dúr. Steinar segir þó spennandi tímabil fram undan hjá KR-ingum en nýr þjálfari er tekinn við liðinu, Benedikt Guðmundsson, sem síð- ast þjálfaði lið Fjölnis. „Það ríkja miklar væntingar hjá strákunum fyrir tímabilið og vona ég að menn nái að lyfta dollunni í vor þó að það verði einhver annar en ég. Ég hef mikla trú á Benna og tel að liðið muni gera góða hluti undir hans stjórn.“ - esá STEINAR KALDAL Spilar ekki með KR í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Steinar Kaldal, fyrirliði körfuboltaliðs KR síðustu þrjú ár: Tekur sér frí frá boltanum í vetur FÓTBOLTI Kevin Davies, leikmaður Bolton, spilar ekki knattspyrnu næstu sex vikurnar þar sem hann er með kinnbeinsbrotinn eftir oln- bogaskot frá Hermanni Hreiðars- syni um síðustu helgi. Hermann fékk rautt spjald fyrir brotið. „Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir Kevin og liðið í heild sinni. Ég finn til með stráknum og það er ljóst að hann nýtur ekki nægrar verndar hjá dómurum í deildinni,“ sagði Sam Allardyce, stjóri Bolton, en Davies fékk sjálfur að líta rauða spjaldið síðar í leiknum. - hbg Hermann Hreiðarsson: Kinnbeins- braut Davies KEVIN DAVIES Brotinn eftir viðskipti við Hermann Hreiðarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Alls óvíst er hvað verður um Garðar Jóhannsson sem er nú staddur í Noregi eftir að hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við norska úrvals- deildarliðið Fredrikstad. Norska knattspyrnusambandið hefur ekki samþykkt félagaskipti hans þar sem Garðar hefur þegar leik- ið með tveimur liðum frá 1. júlí síðastliðnum og samkvæmt regl- um FIFA þyrfti hann því að bíða til 1. júlí 2007 til að verða lögleg- ur í leik með Fredrikstad. Garðar tók þátt í tveimur leikjum með KR í júlí og lék samtals í þeim 83 mínútur. Hann gekk til liðs við Val hinn 22. júlí. Garðar sagði við Fréttablaðið í gær að mál hans væru enn í lausu lofti og að það hefði heldur ekk- ert verið rætt hver örlög hans yrðu ef félagaskiptin verða ekki samþykkt. „Ég veit ekki hvort samningurinn gangi til baka,“ sagði Garðar en þó er líklegt að hann komi til Íslands um helgina og klári tímabilið með Val ef FIFA veitir máli hans ekki undanþágu. Heimildir Fredrikstad Blad herma að Garðar hafi kostað norska félagið 22 milljónir króna og samkvæmt reglum KSÍ er hlutur KR af þeirri sölu um fimmtán milljónir króna en hlut- ur Vals sjö milljónir. - esá Örlagaríkar 83 mínútur sem Garðar Jóhannsson spilaði með KR í júlí: Verða Valur og KR af 22 milljónum króna? LA ND SB AN KA DE IL DI N FÓTBOLTI Hvorki Christian Christiansen né Peter Gravesen voru með Fylkismönnum gegn Val á sunnudag en þeir eiga báðir við meiðsli að stríða. „Það er óvíst hvort Peter verði eitthvað meira með í sumar og yrði það bara bónus ef hann gæti eitthvað meira spilað en Christian hefur nú rúma viku til að ná sér og það er vonandi að hann geri það,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis. Fylkismenn mæta Keflavík á útivelli í næsta leik en liðið er aðeins tveimur stigum frá fall- sæti og þarf nauðsynlega á öllum sínum mönnum að halda til að afstýra frekari fallbaráttu. - esá Danirnir í Fylki: Báðir meiddir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.