Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 2
2 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR EKVADOR, AP Maria Esther de Capovilla, elsta kona heims, and- aðist á heimili sínu í Ekvador á sunnudag, á 117. aldursári. Barna- barn hennar greindi frá þessu í gær. De Capovilla fæddist 14. sept- ember 1889, sama ár og Adolf Hitler og Charlie Chaplin. Hún var komin af hástéttarfólki í Ekvador sem rakti ættir sínar til spænsks aðals. Hún giftist árið 1917 og varð ekkja árið 1949. Að henni genginni mun Eliza- beth Bolden í Memphis í Tennes- see í Bandaríkjunum vera kvenna elst. „Hún er 116 ára, ellefu mán- uðum yngri en Capovilla,“ segir Robert Young hjá Heimsmetabók Guinness. Emiliano Mercado del Toro í Púertó Ríkó er elsti karl- maður í heimi. Hann varð 115 ára fyrir viku. - aa 116 ára kona frá Ekvador lést: Elsta kona heims fallin frá MARIA ESTHER DE CAPOVILLA Sést hér á heimili sínu í desember sl. með mynd af eiginmanninum, sem dó árið 1949. Brutust inn í bíl Tveir góðkunningjar lögreglunnar voru gripnir glóðvolgir eftir að hafa brotið bílrúðu til að komast inn í bíl í austurhluta Reykjavíkur aðfaranótt mánudags. Þeir voru handteknir og gistu fangageymslur lögreglunnar. LÖGREGLUFRÉTTIR Banvæn elding Sautján ára danskur piltur dó í gær í kjölfar áverka sem hann hlaut er eldingu laust niður þar sem hann var að leika knattspyrnu fyrir lið sitt, Ulfborg á Jótlandi, á laugardaginn. Níu aðrir leikmenn hlutu brunasár. Mörgum leikjum var aflýst í Danmörku um helgina vegna þrumuveðurs. DANMÖRK ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ������� ����������� � ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� LÖGREGLUMÁL Þrjátíu og tveggja ára kona, sem starfar sem fata- fella á nektardansstaðnum Bóhem, hefur kært yfirmann sinn, Viðar Má Friðfinnsson, fyrir að ráðast á sig með höggum og hnésparki aðfaranótt föstudags. Bjarnþór Aðalsteinsson, varðstjóri í ofbeld- isbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, segir málið hafa komið inn á borð lögreglu á föstudaginn. „Ég get staðfest að það hefur komið inn á okkar borð kæra vegna átaka karlmanns og konu á nektardansstaðnum Bóhem. Áverkavottorð hefur ekki borist til okkar ennþá en konan taldi sig hafa rifbeinsbrotnað vegna hné- sparks frá manninum. Frekari rannsókn á málsatvikum og áverk- um stendur yfir og ekki liggur fyrir hvenær henni lýkur.“ Konan, sem ekki vildi láta nafns sín getið, lenti í rifrildi við Viðar Má eftir að starfsemi lauk á staðn- um síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég veit ekki alveg af hverju hann réðst á mig en við höfðum verið að rífast og svo allt í einu brjálaðist hann og réðst á mig,“ sagði konan en hún hefur unnið með hléum á staðnum síðan árið 1995. „Hann sló mig í andlitið og henti mér í gólfið með látum. Síðan stökk hann á mig og setti hnéð í bring- una á mér með þeim afleiðingum að ég rifbeinsbrotnaði. Stutt frá okkur stóðu barþjónninn og einn dyravörður en þeir gátu ekki komið í veg fyrir árásina. Ég hef leitað mér aðstoðar hjá lögfræð- ingi sem vinnur nú að framgangi málsins,“ sagði konan. Viðar Már segir konuna vera að reyna að koma á sig höggi með upplognum lýsingum af atburðin- um. „Ég þurfti að halda konunni vegna þess að hún sló mig og lét öllum illum látum. Ég sleppti henni þegar hún reyndi að sparka aftur fyrir sig í klofið á mér, í háhæluðum skóm,“ sagði Viðar Már og lagði áherslu á að konan væri augljóslega að reyna að ná sér niðri á honum. „Eftir að hún gaf mér á kjaftinn ákvað ég að koma henni út úr húsinu. Hún lýgur því að ég hafi slegið hana og beitt hana ofbeldi. Það er hugsan- legt að hún hafi meitt sig lítillega þegar hún lenti eftir að ég sleppti henni, en ég gat ekki haldið henni. Það var bara ekki hægt,“ sagði Viðar Már. magnush@frettabladid.is Kærður fyrir að rif- beinsbrjóta fatafellu Fatafella á Bóhem hefur kært Viðar Má Friðfinnsson, framkvæmdastjóra staðarins, fyrir að ganga í skrokk á sér eftir lokun aðfaranótt föstudags. Hún segist hafa rifbeinsbrotnað og marist illa eftir högg og spörk Viðars Más. BÓHEM Framkvæmdastjóri nektardansstaðarins Bóhem, Viðar Már Friðfinnsson, hefur verið kærður fyrir líkamsárás. Hann var áður dyravörður á nektardansstaðnum Goldfinger. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS Guðjón, hefur einhver þuklað á þér nýlega? „Mér brá mjög þegar ég heyrði að þetta stæði til, en mér hefur blessunar- lega tekist að halda öllum þuklurum frá mér undanfarið.“ Meistaramót í hrútaþukli fór fram á Ströndum á dögunum og kepptu fimmtíu keppendur í tveimur flokkum. Guðjón Davíð Karlsson leikari er í hrútsmerkinu. LÖGREGLUMÁL Sautján ára piltur var handtekinn í Leifsstöð við komuna til landsins frá Amster- dam seinnipartinn í fyrradag, með um hundrað grömm af kókaíni innvortis. Tollgæslan á Keflavíkurflug- velli stöðvaði piltinn við reglu- bundið eftirlit og vöknuðu grunn- semdir. Hann var sendur í röntgenmyndatöku og reyndist hafa komið efninu fyrir í enda- þarmi. Efninu var tryggilega pakkað í umbúðir. Ferðafélagi piltsins var einnig handtekinn við komuna. Þeir voru báðir færðir til yfirheyrslu en engin fíkniefni fundust á ferðafé- laganum. Að sögn lögreglu hefur pilturinn ekki áður komist í kast við lögin. Í málum sem þessu, þegar lögbrjótur er undir átján ára aldri, er haft samband við barnaverndaryfirvöld. Pilturinn má þó eiga von á því að réttað verði yfir honum sem fullorðnum. Tollgæslan á Keflavíkur- flugvelli hefur lagt hald á mun meira kókaín það sem af er árinu en allt árið í fyrra. Alls hefur toll- gæslan lagt hald á um fimm kíló af kókaíni í ár miðað við átta hundr- uð grömm í fyrra. Þá hefur toll- gæslan lagt hald á um fjögur kíló af amfetamíni, en það er svipað magn og allt árið 2005. - æþe Sautján ára piltur tekinn í Leifsstöð með hundrað grömm af kókaíni: Faldi kókaín í endaþarmi TYRKLAND Þrennt lést og fjöldi særðist í sprengju sem sprakk við veit- ingastaði í ferðamanna- bænum Antalyu í Tyrk- landi í gær. Degi áður særðist 21 í sprengjutil- ræði í strætisvagni í ferðamannabænum Marmaris. Einnig voru tvær ruslatunnur í bænum sprengdar og sex særðust þegar fjar- stýrð sprengja sprakk nálægt skrifstofu ríkis- stjóra í Istanbúl. Atli Már Gylfason var staddur á Fidam-hótelinu í Marmaris og þaut hann út á svalir þegar hann heyrði strætisvagninn springa. „Ég hljóp svo niður til að sjá þetta betur og sá að strætisvagn- inn sprakk svona 150 metra frá hótelinu,“ sagði Atli Már. „Það var mikil ringulreið og geðs- hræring og búið að girða svæðið af. Ég sá fólk með höfuðáverka, en lögreglan reyndi að halda fólki og fjöl- miðlum frá svæðinu. Strætisvagninn var frekar illa farinn, allar rúður í honum farnar, en hann var ekki gjöró- nýtur. Þetta er strætó sem túristarnir hafa notað og ég hef ferðast með honum.“ Um þrjú hundruð Íslendingar eru á svæðinu og á hótelum í nær- liggjandi bæjum. Tíu breskir ferðamenn og ellefu Tyrkir særð- ust í sprengingunni. Enginn hefur lýst árásunum á hendur sér. - sgj 21 særðist í strætisvagnasprengju og þrennt lést í sprengju við veitingahús: Um 300 Íslendingar á svæðinu ATLI MÁR GYLFASON SPRENGINGIN Í ISTANBÚL Sex manns særðust í sprengjunni nálægt ríkisstjóra- skrifstofunni í Istanbúl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Konan sem lést er hún varð fyrir bíl á Faxabraut í Reykjanesbæ í fyrradag hét Bryndís Zophoníasdóttir. Bryndís var til heimilis að dvalar- heimili aldraðra að Hlévangi í Keflavík. Hún fæddist 4. september 1931 og var því 74 ára þegar hún lést. Hún lætur eftir sig einn son. Banaslys í Reykjanesbæ: Nafn konunn- ar sem lést BRYNDÍS ZOPHONÍASDÓTTIR VIÐSKIPTI Landsvirkjun tapaði 6,5 milljörðum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins. Á sama tíma í fyrra hagnaðist fyrirtækið um tvo milljarða. Tap fyrirtækisins skýrist af veikingu krónunnar. Stór hluti langtímaskulda þess eru í erlendri mynt og nam gengistap 24,9 millj- örðum króna. Tap fyrir skatta nam tæpum 23 milljörðum, 25 milljörð- um króna verri afkoma en fyrir ári. Landsvirkjun greiðir á árinu í fyrsta skipti skatt af starfsemi sinni. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 4,65 milljörðum en handbært fé frá rekstri tæpum 5,6 milljörðum króna. - óká/jab Krónan setur strik í reikninginn: Mettap hjá Landsvirkjun Maðurinn sem lést í vinnuslysi á Álfsnesi á laugar- dag hét Jens Willy Ísleifsson, til heimilis að Frostafold 22 í Grafarvogi. Hann var fæddur 25. nóv- ember 1959 og var því 46 ára þegar hann lést. Jens Willy var ókvæntur og barnslaus. Vinnuslys á Álfsnesi: Nafn manns- ins sem lést JENS WILLY ÍSLEIFSSON Reyndi að frelsa félaga sinn Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Ísafirði á sunnudagskvöldið eftir úti- stöður í miðbæ bæjarins. Annar mann- anna lenti í átökum við þriðja manninn og skarst lögregla í leikinn. Lögregla handtók mennina og gerði félagi annars þeirra sér þá lítið fyrir og reyndi að frelsa vin sinn úr haldi lögreglu. Hann var þá handtekinn í kjölfarið og var færður í fangageymslur ásamt félaga sínum. LÖGREGLUFRÉTTIR FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Haft var samband við barnaverndaryfirvöld eftir að sautján ára piltur var tekinn í Leifsstöð með hundrað grömm af kókaíni innvortis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.