Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 67
ÞRIÐJUDAGUR 29. ágúst 2006 43 Þróttur – KR Þriðjudaginn 29. ágúst 2006 Laugardalsvöllur kl. 20:00 UNDANÚRSLIT KARLA Almennt verð fyrir 17 ára og eldri er 1.500 kr. Ef greitt er með VISA kreditkorti er miðinn á 1.200 kr. Verð fyrir 11-16 ára er 300 kr. og frítt er fyrir 10 ára og yngri. Forsala aðgöngumiða er á www.midi.is Visa-bikarkeppni karla: KEFLAVÍK-VÍKINGUR 3-0 1-0 Jónas Guðni Sævarsson (23.), 2-0 Guðmund- ur Steinarsson (70.), 3-0 Þórarinn Brynjar Kristj- ánsson (77.) Enska úrvalsdeildin MIDDLESBROUGH-PORTSMOUTH 0-4 0-1 Nwankwo Kanu (7.), 0-2 Benjamin Mwaruw- ari (50.), 0-3 Nwankwo Kanu (57.), 0-4 Svetoslav Todorov (90.). Championship - England SUNDERLAND-WBA 2-0 Spænska úrvalsdeildin CELTA DE VIGO-BARCELONA 2-3 1-0 Fernando Baiano (42.), 1-1 Samuel Eto¿o (56.), 1-2 Lionel Messi (60.), 2-2 Gustavo Lopez (65.), 2-3 Eiður Smári Guðjohnsen (88.). Norska úrvalsdeildin ROSENBORG-STABÆK 1-0 Veigar Páll Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Stab- æk. Sænska úrvalsdeildin MALMÖ-ÖRGRYTE 4-2 Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta mark Malmö á 19. mínútu og lék allan leikinn. IFK GAUTABORG-ELFSBORG 1-1 Hjálmar Jónsson lék allan leikinn fyrir IFK. KALMAR FF-GEFLE 2-1 HAMMARBY-DJURGÅRDEN (0-3) Pétur Marteinsson var í byrjunarliði Hammarby en Gunnar Þór Gunnarsson kom inn á sem varamað- ur á 49. mínútu. Kári Árnason var á varamanna- bekk Djurgården. Leiknum var reyndar hætt í síðari hálfleik er áhorfendur skutu flugeldum og hlupu inn á völlinn. Djurgården verður líklega dæmdur sigurinn í þessum Stokkhólmarslag. Sænska 1. deildin UMEÅ-NORRKÖPING 1-3 Garðar Gunnlaugsson skoraði fyrsta mark Norrköping og lék allan leikinn. Stefán Þórðar- son skoraði annað mark liðsins og fór af velli á 77. mínútu. ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði ferill sinn í spænsku úrvalsdeildinni á glæsilegan hátt. Hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á Celta Vigo í fyrsta deildar- leik Barcelona á tímabilinu með stórbrotnu marki á 87. mínútu. Eiður fékk háa sendingu frá Deco sem hann tók á brjóstkassann, lék svo á varnarmann Celta og skor- aði með hnitmiðuðu skoti. Börsungar voru greinilega enn eftir sig eftir 3-0 tapið fyrir Sevilla í Mónakó á föstudagskvöldið og lentu 1-0 undir í fyrri hálfleik. Ronaldinho var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og leikmenn Celta færðu sér það í nyt. Nýju mennirnir, Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta, voru í byrjunarliðinu og var jafnvel búist við því að Eiður Smári fengi tæki- færi í byrjunarliðinu en Frank Riijkard valdi Ludovic Giuly í hans stað. En það var Samuel Eto`o sem jafnaði metin fyrir Börsunga snemma í síðari hálfleik og Lionel Messi bætti um betur skömmu síðar áður en miðvallarleikmaður- inn Gustavo Lopez skoraði annað mark Celta og jafnaði leikinn í 2-2. Þannig var staðan þar til Eiður Smári skoraði sigurmark leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Giuly á 75. mín- útu. Leikmaður Celta, Iriney, fékk að líta rauða spjaldið á 86. mínútu leiksins. - esá EIÐI FAGNAÐ Leikmenn Barcelona fögnuðu Eiði Smára vel eftir markið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Dramatískur sigur Barcelona á Celta Vigo: Stórglæsilegt mark Eiðs Smára tryggði sigurinn EIÐUR FAGNAR Eiður Smári Guðjohnsen fagnar sínu fyrsta alvörumarki fyrir Barcelona. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓTBOLTI Keflvíkingar mættu mun betur stemmdir til leiks og tóku leikinn í sínar hendur strax á fyrstu mínútu. Þeir sóttu mjög fast og strax á 5. mínútu komst Þórarinn Kristjánsson einn í gegn en afgreiðsla hans var afspyrnu- slök og sigldi yfir markið. Keflvíkingar réðu algjörlega miðjunni og lítið gerðist í leik Vík- inga fyrir utan þau skipti sem boltinn endaði í fótunum á Viktori Bjarka Arnarssyni og Arnari Jóni Sigurgeirssyni en báðir voru í strangri gæslu og þá aðallega Viktor Bjarki. Davíð Þór Rúnarsson var dug- legur í framlínu Víkings og hann komst óvænt í fínt færi á 17. mín- útu, einn gegn Ómari markverði, en skot hans var slakt og Ómar varði frekar auðveldlega. Keflvíkingar byrjuðu að þjarma að Víkingum á ný eftir færið og stíflan brast á 22. mínútu þegar miðjumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson var einn á auðum sjó í teig Víkinga og hann var ekki í miklum vandræðum með að leggja boltann framhjá Ingvar Kale markverði og í netið. 1-0 og for- ystan fyllilega verðskulduð. Nokkuð jafnræði var með lið- unum það sem eftir lifði hálfleiks- ins og eina góða færið fékk Vík- ingurinn Þorvaldur Sveinn Sveinsson en hann fór illa að ráði sínu og skaut framhjá. Það var orðið ansi kalt í Daln- um þegar síðari hálfleikur hófst en leikmenn gerðu sitt besta til þess að hlýja áhorfendum með leiftrandi sóknarbolta. Magnús, þjálfari Víkings, hafði greinilega tekið léttan hárblástur á sína menn í leikhléi því þeir mættu mjög grimmir út á völlinn og voru ekki fjarri því að jafna leikinn fimm mínútum eftir hlé en skot Jóns Guðbrandssonar hafnaði í þver- slánni á Keflavíkurmarkinu. Aðeins mínútu síðar gekk mikið á inn í vítateig Víkinga og atgang- urinn endaði með því að Guðmund- ur Steinarsson fékk opið færi en á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum í stöng- ina. Guðmundur fékk annað færi á 71. mínútu eftir frábæran undir- búning Þórarins Kristjánssonar og að þessu sinni urðu honum á engin mistök. 2-0 og Keflavík á leið í úrslitaleikinn. Simun Samuelsen vildi fá víti fjórum mínútum síðar en uppskar aðeins gult spjald frá Garðari Erni dómara fyrir leikaraskap. Þórar- inn Kristjánsson gerði síðan end- anlega út um leikinn á 78. mínútu þegar hann stal boltanum af Grét- ari Sigfinni og lagði hann síðan í netið. Einstaklega klaufalegt hjá Víkingum. Guðmundur kórónaði svo frábæra frammistöðu Kefla- víkur með sínu öðru marki og fjórða Keflvíkinga. Frábær frammistaða. Sigur Keflvíkinga var sann- gjarn en á góðum degi spila þeir skemmtilegasta fótboltann á Íslandi í dag. Fljótir og hvikir strákar sem spila klárlega skæð- asta sóknarbolta landsins. Vík- ingar voru ágætir í leiknum en mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. henry@frettabladid.is STÓÐ FYRIR SÍNU Guðmundur Steinarsson átti skínandi góðan leik í gær fyrir Kefl- víkinga en hér á hann í baráttu við Hörð Bjarnason, leikmann Víkings. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FYRSTA MARKIÐ Jónas Guðni Sævarsson kom Keflvíkingum á bragðið í gær og hér er honum innilega fagnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Frábærir Keflvíkingar í bikarúrslit Skemmtilegasta knattspyrnulið landsins, Keflavík, er komið í úrslit VISA-bikarsins eftir öruggan sigur á Víkingi, 4-0, í undanúrslitum. Keflvíkingar mæta sigurvegara leiks Þróttar og KR í úrslitaleiknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.