Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 8
8 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR ������������������������������������������������������������������������������������������������������� ����������� �� ��� �������� � ����� �������� ���� ����� ���� ��� ������� ������ ��� ����������� ������� ��� ������������� � �������������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������ ����������������������� ������������������ ���� ����� ������ ��� ������� ������� ����������������� ���� ��� � ����������� �������� ������ ������ �������� ��� ����� ������� � ��������������� ���������������������� ������� ���������������� ���������������������� ��������������������������� ��������������� ������ ������������������������� ����������������������� �������������������������� ��������������������� ������������������������ VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað heitir austurríska stúlkan sem kom í leitirnar á dögunum eftir átta ár í haldi mannræningja? 2 Hvað heitir íslenski förðunarsér-fræðingurinn sem gerir það gott í Hollywood þessa dagana? 3 Í hvaða sæti lenti íslenska landsliðið í körfubolta á nýafstöðnu æfingamóti í Hollandi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 48 ÚLFLJÓTSVATN Viðræður eru enn í gangi milli fasteigna- og þróunar- félagsins Klasa og stjórnar Orku- veitu Reykjavíkur um að draga úr fyrirhugaðri sumarhúsabyggð við Úlfljótsvatn. Vonir standa til að niðurstaðan liggi fyrir síðar í þessari viku. Þorgils Óttar Mathiesen, for- stjóri Klasa, staðfestir að Orkuveit- an hafi áhuga á því að breyta fyrir- huguðu skipulagi um frístundabyggð á svæðinu og Klasi hafi lýst sig reiðubúinn til við- ræðna. Fyrirhugað var að byggja sex hundruð sumarhús ásamt þjónustu- miðstöð og segir Þorgils Óttar rætt um að fækka þeim í sextíu. Ef af þessu verður verður viðskiptahug- myndinni að baki frístundabyggð- inni breytt og sumarhúsabyggðin höfð með hefðbundnara sniði en áður var fyrirhugað. - ghs Viðræður um fækkun í byggðinni við Úlfljótsvatn: Niðurstöðu er að vænta í viklulokin ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN Forstjóri Klasa, Þorgils Óttar Mathiesen, segir að Klasi hafi lýst sig reiðubúinn til viðræðna um breyt- ingar á skipulagi við Úlfljótsvatn. LÍBANON, AP Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, las bæði Ísraelsstjórn og Hizbollah-samtökunum í Líbanon pistilinn í heimsókn til Beirút í gær. Hann sagði hvorugan stríðs- aðilan geta „valið og hafnað“ það sem þeim hentaði að hrinda í fram- kvæmd úr vopnahlésályktun SÞ. Hann ítrekaði kröfuna um að Hiz- bollah-liðar létu lausa tvo ísra- elska hermenn, sem þeir tóku til fanga 12. júlí, og kröfuna um að Ísraelar afléttu hafnbanni sínu á Líbanon. Annan sagði ályktun öryggis- ráðs SÞ númer 1701 um vopnahlé í Líbanon „fastan matseðil“. „Hún er ekki hlaðborð þar sem hægt er að velja og hafna. Við verðum að hrinda ályktun 1701 í framkvæmd í heild sinni og ég vona að allir hlut- aðeigandi muni taka það til sín,“ sagði hann. „Verði ályktun 1701 ekki hrint samviskusamlega í fram- kvæmd óttast ég að hættan sé mikil á að vopnuð átök brjótist út á ný.“ Hann bauð aðstoð SÞ við að fá ísraelsku hermennina lausa úr haldi Hizbollah, ef samtökin gætu með því orðið að liði við að bæta friðarhorfurnar. Hann skoraði einnig á Ísraelsstjórn að aflétta hafnbanninu sem hún heldur enn til streitu í Líbanon. Og hann ítrek- aði kröfu SÞ um afvopnun Hiz- bollah. „Í Líbanon ættu aðeins, eins og um hefur verið samið, að vera ein lög, ein stjórnvöld og vopnavald á einni hendi,“ sagði Annan. Enn er verið að vinna að mönn- un alþjóðlega friðargæsluliðsins, sem samkvæmt vopnahlésáætlun- inni á að gæta friðarins í Suður- Líbanon, ásamt líbanska hernum. Ítalska stjórnin samþykkti í gær að senda 2.500 hermenn, og að Ítal- ir tækju við forystu gæsluliðs SÞ í Líbanon af Frökkum í febrúar á næsta ári. Evrópusambandsþjóðir hafa heitið samtals 6.700 hermönn- um í liðið, en alls eiga 15.000 her- menn að fylla raðir þess. Ítalíustjórn ákvað jafnframt í gær að veita Líbanon bráðaaðstoð upp á 30 milljónir evra, andvirði um 2,7 milljarða króna. Tyrkneska stjórnin samþykkti einnig í gær „í meginatriðum“ að leggja gæsluliðinu í Líbanon til hermenn. Leitað verður samþykk- is tyrkneska þingsins við því í þessari eða næstu viku. Andstaða við að senda hermenn í þetta verk- efni hefur farið vaxandi í Tyrk- landi að undanförnu, þar sem almenningsálitið er allt á bandi Líbana og sú skoðun útbreidd að hætta sé á að tyrkneskir hermenn í friðargæslu í Líbanon yrðu álitn- ir vera að þjóna hagsmunum Ísra- els. Líbanon var í 400 ár hluti af Tyrkjaveldi. audunn@frettabladid.is ANNAN OG SANIORA Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, og Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, á blaðamannafundi í Beirút í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Annan var harðorður Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna brýndi fyrir bæði Hizbollah-liðum og Ísraelsstjórn að virða ákvæði vopnahlésályktunar. KÁRAHNJÚKAR Ekki liggur fyrir hvað kínverska manninum sem misþyrmdi sjálfum sér á Kára- hnjúkum gekk til með sjálfspynt- ingunum. Maðurinn fannst liggj- andi í blóði sínu í svefnskála á svæðinu aðfaranótt 20. ágúst. Hann sagði dulbúna menn hafa ráðist á sig en nú bendir allt til þess að hann hafi skaðað sjálfan sig með naglbít. Að sögn Steingríms Þorbjarn- arsonar, trúnaðarmanns á Kára- hnjúkum, er maðurinn kominn austur aftur eftir að hafa verið fluttur á spítala í Reykjavík, en liggur þar á sjúkrahúsi og er enn að ná sér eftir blóðmissinn. Stein- grímur segir ástæður fyrir hátt- erni mannsins ókunnar. Líkur hafa verið leiddar að því að maðurinn hafi viljað verða sér úti um trygg- ingafé til að senda fjölskyldu sinni í Kína, en Steingrímur segir ekk- ert benda til þess. Þá er og talið ólíklegt að hann hafi veitt sér áverka vegna þess að hann hafi átt að snúa heim og vildi frekar vera um kyrrt og vinna á launum sem eru hærri en í heimalandinu. Kínverjinn mun líklega snúa til síns heima þegar sjúkrahúsvist- inni líkur þar sem hann mun þurfa á sálfræðihjálp að halda og er óvinnufær sökum þess. Steingrím- ur segir samstarfsmenn mannsins enn slegna yfir atburðinum og málið mikið rætt. - sh Enn óljóst hvað Kínverjanum á Kárahnjúkum gekk til með sjálfsmeiðingunum: Fer heim eftir spítalavistina KÁRAHNJÚKAR Kínverjinn mun að öllum líkindum ekki starfa frekar á Kárahnjúkum heldur fara heim og gangast undir sálfræði- meðferð. JAPAN, AP Junichiro Koizumi, for- sætisráðherra Japans, vísaði því á bug í gær að heimsókn hans í Yas- ukuni-hofið, þar sem minning fall- inna hermanna er heiðruð, kynti undir þjóðernishyggju meðal Jap- ana. Hann sakaði aftur á móti fjöl- miðla um að ýfa upp deilur með ósanngjörnum fréttaflutningi. Koizumi fordæmdi enn fremur íkveikjuárás sem gerð var á heim- ili þingmanns sem hefur farið fyrir innanlandsgagnrýni á Yasu- kuni-heimsóknir forsætisráðherr- ans. Harðasta gagnrýnin kemur þó frá Suður-Kóreu og Kína, þar sem litið er á hofið sem tákn fyrir hern- aðarhyggju fyrri tíma í Japan. - aa Koizumi verst gagnrýni: Ýtir ekki undir þjóðrembu MANNARÁÐNING Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hefur verið ráðinn forstjóri Flugstoða. Flugstoðir er hlutafélag í eigu ríkisins sem ætlað er að sinna margs konar þjónustu sem Flugmála- stjórn hefur haft með höndum, svo sem rekstri flug- leiðsöguþjónustu og flugvalla. Flug- málastjórn mun áfram sinna þeim þáttum sem snúa að stjórnsýslu flugmála. Starfsmenn Flugstoða verða um 220 og hjá dótturfélögunum Flugfjarskiptum og Flugkerfum starfa um 80 manns. Þorgeir Pálsson hefur verið flugmálastjóri frá 1992 og gegnir því starfi til áramóta þegar hann tekur við stjórn Flugstoða. - bþs Flugþjónusta hins opinbera: Þorgeir stýrir Flugstoðum ÞORGEIR PÁLSSON DANMÖRK Rússneskur ríkisborgari var í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Danmörku fyrir að hafa flutt börn sín úr landi fyrir ellefu árum og falið þau í palestínskum flóttamannabúðum í Líbanon. Hann hefur síðan ekki leyft þeim að heimsækja móður sína, sem býr í Árósum í Dan- mörku, kemur fram á fréttavef Jótlandspóstsins. Maðurinn fór úr landi með börnin eftir að móðir þeirra fór frá honum vegna síendurtekins heimilisofbeldis. Börnin, sem öll eru danskir ríkisborgarar, eru enn í Beirút hjá ömmu sinni. Þau eru nú á aldrin- um 13 til 19 ára. Maðurinn verður gerður brott- rækur úr Danmörku þegar hann hefur afplánað dóminn. - smk Danskt dómsmál: Faðir faldi börnin í Beirút
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.