Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 54
 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1862 Akureyri fær kaupstaðar- réttindi. Í bænum bjuggu þá 286 manns. 1896 Kínverski rétturinn Chop Suey er fundinn upp af kokki sendiherra Kínverja í Bandaríkjunum. 1965 Mannaða geimfarið Gemini V lendir heilu og höldnu í Atlantshafi eftir átta daga á sporbaug um jörðu. 1971 Kirkjan á Breiðabólstað á Skógarströnd brennur til kaldra kola. Á sama tíma kemur upp eldur í bíl sókn- arprestsins sem er á leið til kirkju. 1981 Útitaflið við Lækjargötu í Reykjavík er vígt . 2000 Fyrsta sólarhringsverslun 10-11 er opnuð í Lágmúla. Það er nýjung á íslenskum matvörumarkaði. Á þessum degi árið 1949 sprengdu Sovétríkin sína fyrstu atómsprengju. Tilraunin fór fram á hinum fáfarna stað Semipalatinsk í Kasakstan og tókst vel. Gekk sprengjan undir leyninafn- inu Fyrsta elding. Til að mæla áhrif sprengingarinnar ákváðu sovéskir vísindamenn að byggja hús, brýr og fleiri mannvirki í nálægð við sprengingastaðinn til að sjá hver eyðileggingin yrði. Einnig lokuðu þeir spendýr á stærð við manneskjur inni í búrum til að sjá hvernig kjarnorkugeislunin færi með þau. Sprengingin, sem var tuttugu kílótonn, var álíka kröftug og Trinity, fyrsta atómsprenging Bandaríkja- manna. Allar byggingar sem voru byggðar molnuðu í sundur og dýrin leystust upp. Talið er að vísinda- mennirnir sem bjuggu til sprengjuna hefðu fengið refsingu í samræmi við ábyrgðina ef þeim hefði mistekist. Þeir hæst settu hefðu verið teknir af lífi en hinir lægra settu hefðu „einungis“ verið fangels- aðir. Þess í stað voru þeir hæst settu heiðraðir sem „hetjur sósíalíska verka- lýðsins“ á meðan hinir lægra settu fengu „orðu Leníns“ að gjöf. ÞETTA GERÐIST 29. ÁGÚST Fyrsta atómsprengja Sovétmanna MICHAEL JACKSON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1958. „Af hverju má maður ekki deila rúminu sínu með öðrum? Það elskulegasta sem hægt er að gera er að deila rúminu sínu með annarri manneskju. Það er yndislegt og sætt. Allur heimurinn ætti að gera það.“ Poppkóngurinn fyrrverandi sem var ákærður fyrir kynferðislega misnotkun gagnvart ungum dreng svarar gagnrýnisröddum. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóð- ir, amma, langamma, dóttir og systir, Halldóra Guðrún Björnsdóttir Tunguheiði 12, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Páll Kristjánsson Aðalbjörg Pálsdóttir Steindór Jón Pétursson Björn Pálsson Berglind Lúðvíksdóttir Sigurlaug Pálsdóttir Guðni Þór Þorvaldsson Anna Lilja Pálsdóttir Ívar Guðmundsson Soffía Björnsdóttir Grímur S. Björnsson Þorsteinn Kr. Björnsson Björn A. Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, Ásta Kristinsdóttir Bláhömrum 2, 112 Reykjavík, sem lést á hjartadeild Landspítalans 18. ágúst verður jarðsungin frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 31. ágúst kl. 15.00. Reynir Á. Jakobsson Valgerður Guðmundsdóttir Gréta Hjartardóttir Árni F. Ólafsson Hilmar Jakobsson Rúnar H. Hauksson Hörður S. Hauksson Elsabet Sigurðardóttir Mary Andersen og ömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hallfríður Jónsdóttir frá Bæjum á Snæfjallaströnd, lést á Hrafnistu 23. ágúst síðastliðinn. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu 30. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd ástvina og ættingja, Margrét Dóra Elíasdóttir Elías Halldór Elíasson. AFMÆLI Elísabet Erlingsdóttir, söngkona, er 66 ára. Benóný Ægisson, leikskáld, er 54 ára. Herdís Hallvarðsdóttir, tónlistar- kona, er 50 ára. Sigurður Gylfi Magnússon, sagn- fræðingur, er 49 ára. Erpur Eyvindarson, tónlistar- maður, er 29 ára. Manúela Ósk Harðardóttir fyrrv. fegurðardrottn- ing, er 23 ára. JARÐARFARIR 13.00 Jóhann S. Björnsson, Markholti 18, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 15.00 Bergþóra Eiríksdóttir, Skjóli, áður Akralandi 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju. 15.00 Bergur Ó. Haraldsson, Hrauntungu 22, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju. Tré ársins er 84 ára gömul og 11,10 metra há gráösp á lóð Austurgötu 12 í Hafnarfirði. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn um síðustu helgi. Við athöfnina afhenti Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktar- félags Íslands, Birnu Loftsdóttur viðurkenningarskjal fyrir hönd eig- enda hússins, sem er Fiskveiðihluta- félagið Venus. Hefur það verið eig- andi þess undanfarin sjötíu ár. Húsið var byggt árið 1872 af Ólafi „Borgara“ en öspin, sem er ein örfárra af landinu, var að líkindum gróður- sett árið 1922. Er hún úr Gróðrarstöð Einars Helgasonar sem stóð við Laufásveg í Reykjavík. Að sögn Birnu, sem fæddist í hús- inu, var tréð hætt komið í september árið 1972 þegar ofsarok gekk yfir Suðvesturland. „Þá skekktist það en slitnaði ekki upp með rótum. Það hall- aðist út af veggnum og hefur vaxið þannig síðan. Veggurinn kemur aðeins inn í tréð en það hefur bara lifað með því,“ segir Birna og bætir því við að tréð sé mjög sérstakt. „Það slútir yfir götuna og vex ekki beint upp í loftið. Krónan kemur yfir Aust- urgötuna,“ segir hún. Skógræktarfélag Íslands velur tré ársins og er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem er unnið um land allt í trjá- og skógrækt. Á meðan á athöfninni stóð lék lúðrasveit verkalýðsins nokkur lög. Jafnframt var tréð mælt og aldur þess staðfestur með því að taka úr því borkjarna. Birna segir að athöfnin hafi verið mjög ánægjuleg. „Við vorum heppin með veður. Þetta gerðist allt alveg á milli skúra. Það var þurrt og sólin skein líka um tíma,“ segir hún. TRÉ ÁRSINS: 84 ÁRA GÖMUL GRÁÖSP Stóð af sér ofsarok TRÉ ÁRSINS Athöfnin á Austurgötu 12 var mjög ánægjuleg að sögn Birnu. Bjarnarhafnarkirkja á Snæfellsnesi fagnar 150 ára afmæli um þessar mund- ir. Saga kirkjunnar og falinna fjársjóða hennar nær þó enn lengra aftur í tím- ann, því í Bjarnarhöfn hefur verið kirkja frá því á 12. öld. Í kirkjunni má finna altaristöflu sem hollenskir sjómenn gáfu á 17. öld, en þeir stunduðu þá fisk- veiðar við landið. Altaristaflan er eftir óþekktan listamann, en á henni má sjá postulana bera kennsl á Krist eftir upp- risuna. Kaleikur kirkjunnar er að sama skapi merkilegur gripur, en hans er fyrst getið í máldaga á 13. öld og er tal- inn vera frá 1280. Bjarnarhafnarkirkja er bændakirkja og er Bjarnarhöfn eini bærinn í sókn hennar. Hún þjónar hlut- verki guðshúss, en er þess að auki afar vinsæll ferðamannastaður. Gera má ráð fyrir því að tugir þúsunda ferðamanna sæki kirkjuna heim á ári hverju. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var staddur á Snæfellsnesi um helgina í árlegri visitasiuferð sinni. Visitasíuferð biskups er siður sem er jafngamall kristninni, en í henni skoðar biskup kirkjur og heimsækir fólk í einu prófastsdæmi á landinu. Hann sótti Bjarnarhöfn heim á sunnudag og var af þeim sökum blásið til fagnaðar vegna afmælis Bjarnarhafnarkirkju. Séra Hjálmar Jónsson, sem var viðstaddur hátíðahöldin, segir þau hafa farið afar vel fram. Í kirkjunni var haldin hátíða- messa og gengu prestar prófastsdæmis- ins hempuklæddir til kirkju. Hann segir þátttakendur í hátíðahöldunum hafa verið fólk sem hefur taugar til Bjarnar- hafnar eða kirkjunnar sjálfrar. Meðal annars voru þar hjón sem héldu upp á brúðkaupsafmæli sitt, en þau giftu sig einmitt í kirkjunni fyrir 45 árum. Bjarnarhafnarkirkja lætur lítið yfir sér og stendur ein á miðju túni, en hefur samt sem áður verið sterkur þáttur í lífi margra kynslóða eins og kirkjugarður- inn ber vitni um. Bjarnarhafnarkirkja 150 ára HJÁLMAR JÓNSSON Dómkirkjupresturinn var viðstaddur hátíðarhöld í tilefni 150 ára afmælis Bjarnarhafnarkirkju en fjöldi fólks sem ber taug- ar til kirkjunnar tók þátt í hátíðarhöldunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.