Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 28
 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR4 Lyf geta haft áhrif á náttúruna og því er nauðsynlegt að fara rétt að við förgun þeirra. Í leiðbeiningum sem fylgja öllum lyfjum stendur skýrt og skorinort að þegar dagsetningin renni út, eða þegar hætt er að nota lyfið, eigi að skila því í næsta apótek til förgunar. Ekki skuli henda lyfjum í rusl eða skólp. Hjá Lyfjum og heilsu fengust þær upplýsingar að Íslendingar væru almennt duglegir við að skila gömlum lyfjum enda bærist mikið magn gamalla lyfja í versl- anir þeirra í hverri viku. Fólk kemur þá með heilu pokana af lyfjaglösum sem líklega hafa safn- ast upp í lyfjaskápnum. Gömul lyf eru síðan brennd en öll ávanabindandi lyf eru send til Lyfjastofnunar, sem sér um förg- un þeirra. Rannveig Gunnarsdóttir, lyfja- fræðingur og forstjóri Lyfjastofn- unar, segir að þó að reglan sé sú að skila eigi öllum lyfjum í apótek fari mikilvægi þess eftir því um hvers konar lyf sé að ræða. „Sum lyf eru alls ekki æskileg í umhverfinu,“ segir Rannveig og tekur dæmi. „Konur í Skandinavíu notuðu töluvert tíðarhvarfshormónaplást- ur sem var farinn að hafa áhrif á frjósemi fiska í vötnum. Ástæðan var sú að konurnar syntu í vötnun- um, sem er jú algengara í Skand- inavíu en hér. Plástrarnir losnuðu og horm- ónarnir höfðu áhrif á fiskana,“ segir Rannveig og bendir á að þessi dæmisaga sýni að það skipti máli hvernig lyfjum sé fargað. Annað dæmi sem Rannveig nefnir eru sýklalyf. Sé þeim til dæmis hent í skólpið aukist mögu- leiki á því að bakteríur þrói ónæmi, sem aftur á móti er mjög slæmt fyrir heilsu manna. Samkvæmt nýrri löggjöf í Evr- ópusambandinu er gert ráð fyrir að fram fari umhverfismat þegar lyf eru skráð, að sögn Rannveigar sem bendir jafnframt á að slíkt mat hafi í raun ekki farið fram hér á landi enn. „Ég veit til þess að á Norðurlöndunum er verið að mæla hreinleika vatns og meðal annars lyfjaleifar, en þetta er ekki gert hér,“ segir Rannveig en útskýrir að þar sem Ísland sé svo fámennt land fari mjög lítið magn af skólpi út í sjó sem þynnist hratt og hafi því ekki mjög mikil áhrif. Þrátt fyrir ýmiss vafaatriði er ein regla sem gildir ávallt. „Maður skal ávallt gæta varúðar í umsýslu lyfja, sérstaklega gagnvart börn- um,“ varar Rannveig. solveig@frettabladid.is Ónýtum og gömlum lyfj- um skal skila í apótekið Rannveig Gunnarsdóttir, lyfjafræðingur og forstjóri Lyfjastofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Persona.is EGGERT BIRGISSON SÁLFRÆÐINGUR SKRIFAR Síþreyta og vefjagigt eru tiltölulega algengar raskanir. Þær eru langvarandi, valda verulegum óþægindum og draga úr lífsgæðum ekki síður en alvarlegir sjúkdómar. Einkenni síþreytu og vefjagigtar eru mjög svipuð enda telja margir að um sé að ræða sama fyrirbærið. Helstu sameiginlegu einkenni eru langvarandi þreyta og slappleiki, vöðva- og liðaverkir, truflun á svefni, höfuðverkur, meltingartruflanir, svimi, skortur á einbeitingu og pirringur. Það er ekki vitað nákvæmlega hverjar orsakir síþreytu og vefjagigtar eru en þó er nokkuð víst að um samspil erfða, persónuleikaþátta, streituvaldandi lífsstíls, margs- konar áfalla, bælingar tilfinninga, þunglyndis og kvíða sé að ræða. Þá er sumt fólk, vegna áhrifa skapgerðar og líf- eðlisfræðilegra eiginleika, næmara fyrir líkamlegum ein- kennum en aðrir. Sums staðar er heldur ekki vel liðið að fólk beri tilfinningar sínar á torg en að tjá tilfinningar sínar sem líkamlega vanlíðan er ekki litið sama hornauga. Þá er margt sem bendir til þess að þessar raskanir orsakist, að minnsta kosti að hluta til, af miðlægri næmingu í tauga- kerfinu. Slík næming í taugakerfinu getur orðið til þess að tilfinning í líkamanum sem áður var óþægileg verði næstum óbærileg. Miðlæg næming getur orsakast af einu alvarlegu áfalli sem viðkomandi verður fyrir eða langvar- andi streitu. Alvarlegt áfall er til dæmis slys en langvarandi streita getur til dæmis myndast hjá þeim sem þarf að sjá fyrir veikum ættingja í langan tíma eða býr við ótryggar aðstæður. Þó ekki sé vitað nákvæmlega hverjar orsakir síþreytu og vefjagigtar eru þýðir það ekki að vanlíðanin sem þeim fylgir sé ímyndun ein. Verkirnir og þreytan eru raunveru- leg, þó þau séu ekki sýnileg öðrum, og taka verður fólk alvarlega þegar það segist finna til þessara einkenna. Fyrir utan einkennin eiga þeir sem þjást af síþreytu og vefjagigt margt sameiginlegt. Konur eru í meirihluta og oft er fólk þunglynt eða kvíðið. Þá er það einnig algengt að fólk sé ekki ánægt í vinnu, hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli, verið undir miklu álagi í langan tíma og sé óánægt með viðmót í heilbrigðiskerfinu. Það að konur eru í meirihluta þeirra sem þjást af síþreytu og vefjagigt orsakast hugsanlega af þáttum sem eru mismunandi hjá kynjunum og gera konur móttæki- legri fyrir þessum einkennum. Þessir þættir eru til dæmis streitu- og kynhormón, kynjahlutverk og líkamleg bygging. Kynhormón hafa áhrif á sársaukaskynjun og tíðahringur- inn hefur áhrif á sársaukanæmi. Konur, hugsanlega af þróunarfræðilegum orsökum, eru næmari fyrir sársauka í kviðarholi en karlar. Það getur hugsanlega skýrt af hverju fleiri konur en karlar greinast með heilkenni ristilertingar (irritable bowel syndrome) en það er röskun sem er um margt lík síþreytu og vefjagigt. Þá verða konur oftar fórn- arlömb kynferðislegar misnotkunar og ofbeldis og áföll af þessum völdum gera konur hugsanlega næmari fyrir sárs- auka. Barnsburður, sem getur verið mjög streituvaldandi, kann einnig að hafa svipuð áhrif. Það er einnig mögulegt að mismunurinn milli kynja skýrist af einhverju leyti af því að karlar leiti sér síður aðstoðar vegna vanda af þessu tagi. Þeir sem trúa því að síþreyta og vefjagigt séu sjúkdóm- ar sem orsakist af t.d. vefjaskaða eða veirusýkingu eygja ekki jafn góðar batahorfur og þeir sem eru reiðubúnir að íhuga aðrar orsakir. Það er engin lækning til við síþreytu og vefjagigt en aftur á móti getur fólk tekið stjórnina að hluta til í sínar hendur og dregið mikið úr áhrifum þessara raskana á daglegt líf. Með því að tjá sig um áföll og vanlíð- an, læra að bregðast betur við streitu, hreyfa sig hæfilega og hvíla sig rétt er hægt að hafa mikil áhrif á og draga úr einkennum. Einnig er mögulegt að nota lyf samhliða þessháttar lífsstílsbreytingu og hefur það oft gefist vel. Eggert Birgisson, cand. psych., sálfræðingur Síþreyta og vefjagigt Kynningarkvöld þriðjudag og miðvikudag kl. 20.00 Kynning á hinum heimsþekktu náttúrulegu Dr.Hauschka snyrtivörum. D H hk tif ði iti VIÐ HJÁ YGGDRASIL ERUM Í SUMARSKAPI OG GEFUM 10% AFSLÁTT AF ÖLLUM VÖRUM, MIÐVIKUDAGINN 30.ÁGÚST. DR.HAUSCHKA SNYRTIFRÆÐINGUR VEITIR RÁÐGJÖF KL. 13-18. �������������� ��������� �������������������������������� A R G U S 0 6 -0 3 5 0 �������������������� ������������������������� �������� ��� ������������ ����� ����������������� Bailine vaxtarmótunarmeðferð NÝTT á Íslandi Eru línurnar vandamál ? Við bjóðum þér upp á ÓKEYPIS PRUFUTÍMA í tölvustýrðu þjálfunartæki á meðan þú liggur og slakar á í notalegu umhverfi. Viltu grenna þig og minnka ummálið, nú hefur þú tækifærið. Hringdu núna í síma 568 0510 og kynntu þér málið. Þú hefur engu að tapa nema sentimetrum. Vegmúli 2 108 Reykjavík sími 568 0510 www.bailine.is Fyrir konur 18 ára og eldri. www.svefn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.