Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 59
ÞRIÐJUDAGUR 29. ágúst 2006 35 Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson heldur sína fyrstu einsöngstónleika hérlendis í kvöld þegar hann stígur á svið Salarins í Kópavogi ásamt ítalska píanó- leikaranum Matteo Falloni. Gissur Páll hefur dvalið við nám og störf á Ítalíu undanfarin ár en þeir félagar hafa unnið talsvert saman þar. Á efnisskrá kvöldsins eru ítalskar og franskar óperuaríur og serenöður eftir Mozart, Rossini, Donizetti, Massenet, Gounod, Leoncavallo, Mascagni og Cilea. Frumraun Gissurar Páls á sviði var þegar hann fór með aðalhlut- verkið í Oliver Twist, þá aðeins ellefu ára. Hann hóf nám við Söngskólanum í Reykjavík vetur- inn 1997 undir handleiðslu Magnúsar Jónssonar en síðar stundaði hann nám í Bologna á Ítalíu og að loknu námi veturinn 2005 sótti hann einkatíma hjá Kristjáni Jóhannssyni. Gissur Páll hefur síðan tekið þátt í óperuupp- færslum og sungið með kórum þar í landi og komið framfyrir hönd Íslands á EXPO-sýningunni sem haldin var í Nagoya í Japan. Hann tók líka þátt í alþjóðlegri söng- keppni á Ítalíu fyrr á árinu og hafnaði þar í þriðja sæti en hann var eini karlsöngvarinn sem vann til verðlauna. Píanóleikarinn Matteo Falloni útskrifaðist með hæstu einkunn í píanóleik og tónsmíðum frá tón- listarháskóla í Brescia á Ítalíu og stundaði síðar nám í hljómsveitar- stjórnun. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna í kammertónlistar- keppnum en auk þess að vera virt- ur píanóleikari starfar hann einnig við kennslu og hefur samið fyrir ekki minni spá menn en Massimil- iano Motterle, Þorstein Gauta Sig- urðsson, Concerto delle Dame, Francesco Ugolini, Quartetto Helios og Kristján Jóhannsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20, nán- ari upplýsingar á www.salurinn. is. - khh GISSUR PÁLL GISSURARSON Heldur sína fyrstu einsöngstónleika á Íslandi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrstu íslensku einsöngstónleikarnir í Salnum Tríó Bellarti leikur á síðustu sumartónleikum Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar í kvöld. Tríóið skipa fiðluleikarinn Chihiro Inda, Pawel Panasiuk sellóleikari og Agnieszka Malgorzata Panasiuk píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Mozarts, tríó eftir Anton S. Arensky og tónverkið „Andað á sofinn streng“ eftir Jón Nordal. Chihiro Inda fiðluleikari er fædd í Tókýó og stundaði tónlistarnám í heimaborg sinni og hlaut þar fjölda verðlauna. Hún stundar nú nám við The Royal Academy of Music í London. Pawel Panasiuk er fæddur í Póllandi og lauk þar meistaraprófi í sellóleik frá Chopin Akademí- unni í Varsjá og stundaði síðar framhaldsnám við Trinity College of Music í London. Hann hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum, haldið einleikstónleika og leikið með fjölda hljómsveita og kammer- sveita, meðal annars í Póllandi, Bretlandi og á Íslandi. Frá árinu 1999 hefur Pawel búið á Akureyri og kennir við tónlistarskólann þar, bæði sellóleik og kammertónlist. Hann er fyrsti sellóleikari Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands og hefur leikið einleik með hljóm- sveitinni. Samlanda hans. Agnieszka Mal- gorzata Panasiuk, stundaði nám við tónlistarakademíuna í Gdansk og lauk þaðan meistaraprófi í píanóleik. Í Póllandi starfaði hún með ýmsum kammerhópum en kom einnig fram sem einleikari Þá stundaði Agnieszka nám við The Royal Academy of Music í Lond- on. Í Englandi lék hún með mörg- um einleikurum og kammerhóp- um. Síðan 1999 hefur Agnieszka búið og starfað á Akureyri þar sem hún kennir við tónlistarskól- ann og leikur með ýmsum kórum, söngvurum og kammerhópum jafnt norðan heiða sem sunnan. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Bellarti leikur í Laugarnesi SÍÐUSTU SUMARTÓNLEIKAR LISTASAFNS SIGURJÓNS Tríó Bellarti flytur verk Mozarts, Arensky og Jóns Nordal. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.