Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 59

Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 59
ÞRIÐJUDAGUR 29. ágúst 2006 35 Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson heldur sína fyrstu einsöngstónleika hérlendis í kvöld þegar hann stígur á svið Salarins í Kópavogi ásamt ítalska píanó- leikaranum Matteo Falloni. Gissur Páll hefur dvalið við nám og störf á Ítalíu undanfarin ár en þeir félagar hafa unnið talsvert saman þar. Á efnisskrá kvöldsins eru ítalskar og franskar óperuaríur og serenöður eftir Mozart, Rossini, Donizetti, Massenet, Gounod, Leoncavallo, Mascagni og Cilea. Frumraun Gissurar Páls á sviði var þegar hann fór með aðalhlut- verkið í Oliver Twist, þá aðeins ellefu ára. Hann hóf nám við Söngskólanum í Reykjavík vetur- inn 1997 undir handleiðslu Magnúsar Jónssonar en síðar stundaði hann nám í Bologna á Ítalíu og að loknu námi veturinn 2005 sótti hann einkatíma hjá Kristjáni Jóhannssyni. Gissur Páll hefur síðan tekið þátt í óperuupp- færslum og sungið með kórum þar í landi og komið framfyrir hönd Íslands á EXPO-sýningunni sem haldin var í Nagoya í Japan. Hann tók líka þátt í alþjóðlegri söng- keppni á Ítalíu fyrr á árinu og hafnaði þar í þriðja sæti en hann var eini karlsöngvarinn sem vann til verðlauna. Píanóleikarinn Matteo Falloni útskrifaðist með hæstu einkunn í píanóleik og tónsmíðum frá tón- listarháskóla í Brescia á Ítalíu og stundaði síðar nám í hljómsveitar- stjórnun. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna í kammertónlistar- keppnum en auk þess að vera virt- ur píanóleikari starfar hann einnig við kennslu og hefur samið fyrir ekki minni spá menn en Massimil- iano Motterle, Þorstein Gauta Sig- urðsson, Concerto delle Dame, Francesco Ugolini, Quartetto Helios og Kristján Jóhannsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20, nán- ari upplýsingar á www.salurinn. is. - khh GISSUR PÁLL GISSURARSON Heldur sína fyrstu einsöngstónleika á Íslandi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrstu íslensku einsöngstónleikarnir í Salnum Tríó Bellarti leikur á síðustu sumartónleikum Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar í kvöld. Tríóið skipa fiðluleikarinn Chihiro Inda, Pawel Panasiuk sellóleikari og Agnieszka Malgorzata Panasiuk píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Mozarts, tríó eftir Anton S. Arensky og tónverkið „Andað á sofinn streng“ eftir Jón Nordal. Chihiro Inda fiðluleikari er fædd í Tókýó og stundaði tónlistarnám í heimaborg sinni og hlaut þar fjölda verðlauna. Hún stundar nú nám við The Royal Academy of Music í London. Pawel Panasiuk er fæddur í Póllandi og lauk þar meistaraprófi í sellóleik frá Chopin Akademí- unni í Varsjá og stundaði síðar framhaldsnám við Trinity College of Music í London. Hann hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum, haldið einleikstónleika og leikið með fjölda hljómsveita og kammer- sveita, meðal annars í Póllandi, Bretlandi og á Íslandi. Frá árinu 1999 hefur Pawel búið á Akureyri og kennir við tónlistarskólann þar, bæði sellóleik og kammertónlist. Hann er fyrsti sellóleikari Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands og hefur leikið einleik með hljóm- sveitinni. Samlanda hans. Agnieszka Mal- gorzata Panasiuk, stundaði nám við tónlistarakademíuna í Gdansk og lauk þaðan meistaraprófi í píanóleik. Í Póllandi starfaði hún með ýmsum kammerhópum en kom einnig fram sem einleikari Þá stundaði Agnieszka nám við The Royal Academy of Music í Lond- on. Í Englandi lék hún með mörg- um einleikurum og kammerhóp- um. Síðan 1999 hefur Agnieszka búið og starfað á Akureyri þar sem hún kennir við tónlistarskól- ann og leikur með ýmsum kórum, söngvurum og kammerhópum jafnt norðan heiða sem sunnan. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Bellarti leikur í Laugarnesi SÍÐUSTU SUMARTÓNLEIKAR LISTASAFNS SIGURJÓNS Tríó Bellarti flytur verk Mozarts, Arensky og Jóns Nordal. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.