Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 25
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs hjá Sambandi sveitarfélaga, fór að æfa hlaup fyrir sex árum og hefur náð undraverðum árangri. Í maí síðastliðnum hljóp Gunnlaugur hundr- að kílómetra samfleytt í tíu klukkustundir í Óðinsvéum. Spurður hvernig hægt sé að halda það svona lengi út svarar hann því að skipulag gegni veigamiklu hlutverki í því samhengi. „Það má ekki fara út fyrir ákveðin mörk, með því að fara yfir mjólkursýruþröskuld- inn, heldur verður maður að halda sig undir honum,“ segir Gunnlaugur. „Það gerir maður með því að fara ekki yfir ákveðinn púls og hraða, en slíkt lærist einfaldlega,“ bætir hann við. Reynslan kom Gunnlaugi að góðum notum þegar hann hljóp hundrað mílur í 26 klukkustundir í Bandaríkjunum í fyrra. „Hlaupið fór fram á fjalllendi í Norður- Kaliforníu, þar sem þátttakendur gengu upp brekkur en hlupu allt annað,“ útskýrir hann. „Sé maður vel undirbúinn og varar sig á því að fara ekki yfir fyrrnefnd mörk eru manni nánast allir vegir færir.“ Þótt Reykjavíkurmaraþonið sé afstaðið er fullt af spennandi hlaupum fram undan að sögn Gunnlaugs, meðal annars sex tíma hlaup í september. „Þar er ekki farið eftir tiltekinni vegalengd eins og í maraþoni, heldur vinnur sá sem hleypur lengst,“ segir hann. „Hér er þetta nýtt en erlendis geta menn líka hlaupið í 12, 24 og 48 klukku- stundir. Ef til vill er þess ekki langt að bíða að það gerist hér.“ roald@frettabladid.is Sársaukinn varir stutt en upplifunin er eilíf Gunnlaugur æfir hlaup af kappi og heldur úti öflugri heimasíðu, www.gajul.blogspot.com þar sem hægt er að lesa um afrek hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMGÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 29. ágúst, 241. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 6.00 13.29 20.55 Akureyri 5.38 13.13 20.46 Heimild: Almanak Háskólans ÍSLENDINGAR ERU FARNIR AÐ BORÐA MEIRA AF ÁVÖXTUM EN ÁÐUR. ÞEIR MÆTTU ÞÓ GERA BETUR OG BORÐA ENNÞÁ MEIRA AF ÞEIM. Samkvæmt rannsókn á mataræði Íslendinga sem unnin var af Lýðheilsustöð hefur neysla á ávöxtum aukist verulega á síðustu tveimur árum; sem nemur 13,2 kílóum á hvern íbúa landsins. Neysla á grænmeti hefur einnig aukist á þessum árum en þó ekki jafn mikið og á ávöxtum. Í rannsókninni kemur samt sem áður fram að Íslendingar borða mun minna af ávöxtum og grænmeti en hinar Norðurlandaþjóðirnar og þurfa að borða ennþá meira af þessum fæðu- tegundum til þess að ná ráðlögðum dag- skammti. - eö Neysla ávaxta eykst Ávextir eru hollir og góðir og ættu að vera á matseðlinum á hverjum degi. ÓNÝT LYF Í APÓTEKIÐ Lyf geta haft áhrif á um- hverfið, sé ekki farið eftir reglum við förgun þeirra. HEILSA 4 Niðurstöður víðtækrar kanad- ískrar rannsóknar sem var gerð nýverið sýna að konur með silikonpúða í brjóstum eru ekki líklegri en aðrar konur til að fá krabbamein eða aðra kvilla þeim tengda. Sjálfsmorðstíðni er hins vegar hærri á meðal kvenna með sílikonbrjóst. Sjá www.cnn.com. Margt er á döfinni hjá Útivist. Á morgun, 30. ágúst, verður hringur farinn frá Djúpavatni um Sogin, Grænavatn, Grænavatns- eggjar og Spákonuvatn. Lagt er af stað í ferðina frá Toppstöðinni í Elliðaárdal kl. 18.30. Sjá nánar á www.utivist.is. Heyrnarskerðing eldri borgara hefur verið rakin til galla eða réttara sagt stökkbreytingar á erfðavísi, sem kallast KCNQ4, samkvæmt hollenskri rannsókn. Niðurstöðurnar vekja vonir um að hægt verði að vinna bug á þessum vanda, en 37 prósent Breta á aldrinum 61-70 ára þjást af heyrnarskerðingu og 60 pró- sent Breta frá 71-80 ára, að því er fram kemur á fréttavef BBC. ALLT HITT [HEILSA] REIÐHJÓLIÐ BÚIÐ UNDIR VETURINN Allra veðra von er á Íslandi og því betra að byrja undir- búninginn tímanlega. HEILSA 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.