Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 32
■■■■ { ljósanótt 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 Stuðningsmenn Keflavíkur hafa getið sér gott orð fyrir mikla stemn- ingu á leikjum liðsins í Lands- bankadeildinni í sumar. Þeir kalla sig Puma-sveitina og mun kjarninn úr henni taka þátt í dagskránni á Ljósanótt á laugardagskvöld og bjóða upp á metnaðarfulla tromm- usýningu. Jóhann Davíð Albertsson úr Puma-sveitinni, betur þekktur sem Joey Drummer, lofar mikilli skemmtun. „Við verðum þarna fjórir tromm- arar með sérstaka sýningu, það verða menn með okkur sem spúa eldi og svona. Á eftir okkur spilar síðan Sálin og svo verður víst stór- kostlegt leyniatriði,“ sagði Jóhann en ef viðtökurnar verða góðar segir hann fátt geta stöðvað þá stráka. „Lengd þessa atriðis fer mikið eftir því hvernig stemningin verð- ur. Það er áætlað að þetta verði um tíu mínútna langt. Ef allt verður brjálað og hörkustemning höldum við samt bara áfram og spinnum meira ef við komumst í gírinn. Við erum þrír úr Puma-sveitinni og svo verður Atli sem er eigandi Yellow með okkur. Við höfum hist nokkr- um sinnum og erum að ljúka við að sjóða þetta saman. Þetta verður skemmtilegt sprell.“ Þeir munu þó ekki koma fram undir nafni Puma-sveitarinnar á Ljósanótt. „Við fengum rúma sekúndu til að ákveða nafnið og ætlum að kalla okkur trommara- kvartettinn Ringo,“ sagði Jóhann, sem virtist þokkalega sáttur við nafnið. Hann hlakkar að sjálfsögðu mikið til hátíðarinnar og býst við margmenni í Reykjanesbæ. „Ég held að það verði brjáluð mæting. Það verður fullt af við- burðum í gangi með alls konar sýningum og svona. Meðal annars verður boðið upp á teygjustökk og ég ætla sko að fleygja mér fram af. Ég ætlaði að gera það 2004 en kom nokkrum mínútum of seint,“ sagði Jóhann, ákveðinn í að grípa þetta tækifæri í ár. Trommarakvartettinn Ringo verður með þriðja síðasta atriðið á stóra sviðinu fyrir flugeldasýning- una á laugardagskvöldinu. Spilum lengur ef stemning- in verður rosalega góð Metnaðarfull trommusýning verður í boði Puma-sveitarinnar á laugardagskvöldið. Jóhann Davíð Albertsson er betur þekktur sem Joey Drummer. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta gæti þess vegna byrjað í dag,“ sagði Ásmundur Friðriksson í samtali við Fréttablaðið en hann er greinilega mjög spenntur fyrir því að hátíðin hefjist á fimmtudag. „Það er rosalega öflug dagskrá og við skipuleggjendurnir erum mjög sáttir við að hafa landað þessu öllu. Það voru samt margir sem vöknuðu þegar dagskráin kom út og vildu fá að vera með. Við erum alveg búnir að vera opnir fyrir því að bæta inn á hana fram á síðustu stundu,“ sagði Ásmundur en Ljósa- nótt er orðin að fjögurra daga hátíð, frá fimmtudegi til sunnudagskvölds, þar sem hápunkturinn er á laugar- dagskvöldinu. Til að byrja með var hátíðin aðeins ein kvöldstund og fer því ört stækkandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Ásmundur stjórnar Ljósanótt en hann er þó langt frá því að vera óvanur þar sem hann starfaði við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í yfir 25 ár. „Þessi hátíð er náttúrulega allt öðruvísi en þjóðhátíðin og ekki hægt að bera þær saman. Við setj- um fjölskylduna í algjöran forgang og þetta miðar allt að því að gera þetta eins fjölskylduvænt og hægt er. Við leggjum áherslu á mismun- andi atriði svo allir í fjölskyldunni finni eitthvað við sitt hæfi. Áhersla er lögð á að það sé ekki ölvun á almannafæri og sem betur fer hefur verið mjög lítið um unglingadrykkju undanfarin ár.“ Á fimmtudagskvöldinu verða sérstakir unglingatónleikar þar sem margar athyglisverðar hljómsveit- ir stíga á stokk. „Það er ýmislegt í dagskránni sem er við hæfi unglinga og má þar nefna góðar hljómsveitir eins og Skítamóral og Sálina og svo koma fram nokkrar Idol-stjörnur,“ sagði Ásmundur en búast má við fjölmörgum gestum í Reykjanesbæ á meðan á hátíðinni stendur. Við eigum von á mjög miklum fjölda húsbíla og við ætlum að gera mjög vel við þá. Þeir fá stæði við skóla í miðbænum. En þetta er ekki tjaldsamkoma með skipulögð- um tjaldstæðum. Það er gríðarlega mikið af fjölskyldum sem nýta þessa helgi til að hittast. Fólk sem er búsett í Reykjanesbæ fær fjöl- skyldu sína og vini sem ekki búa í bænum í heimsókn. Laugardag- urinn er stóri dagurinn þegar fjöl- skyldurnar hittast um daginn, grilla síðan oft um kvöldið og taka síðan kvölddagskrána sem endar á flug- eldasýningunni.“ Á föstudagskvöldinu verður blásið til stórtónleika sem kallast „Fast þeir sóttu sjóinn“, en þeir eru fjölskylduskemmtun sem verð- ur nokkurs konar brekkusöngur. „Þar kemur meðal annars fram hljómsveitin Hundur í óskilum og Breiðbandið úr Reykjanesbæ. Raggi Bjarna, Þorgeir Ástvalds og Árni Johnsen taka einnig þátt. Það er um tveggja tíma dagskrá við höfnina og er búist við að fullt af skútum úr Reykjavík komi í heimsókn,“ sagði Ásmundur. Flugeldasýningin á Ljósanótt hefur vakið mikla athygli í gegnum tíðina og verður hún mjög tilkomu- mikil þetta árið. „Við ætlum að skáka grönnum okkar í höfuðborginni og það verður mjög myndarleg flug- eldasýning. Varðskipið Ægir mun taka þátt í lokaathöfninni á ógleym- anlegan hátt,” sagði Ásmundur. Sviðið er alveg við sjóinn og er mikið lagt í lokaathöfnina.“ Þetta endar með því að ljós verða kveikt á berginu og er það nokkurs konar merki hátíðarinnar. „Við gerum vonir um að þegar sú athöfn verði muni 30-40 þúsund manns vera á staðnum. Hópurinn Norðan Bál stendur fyrir lokaatriði kvöldsins,“ sagði Ásmundur. „Allt sem við stöndum fyrir á Ljósanótt er ókeypis. Það eru bara veitinga- staðirnir og svona sem selja sína þjónustu. Þess utan verður allt frítt og við leggjum mikið upp úr því.“ Mjög tilkomumikið laugardagskvöld Ásmundur Friðriksson er verkefnastjóri Ljósanætur- hátíðarinnar og hann segir að undirbúningurinn hafi gengið ótrúlega vel. Ásmundur lofar góðri skemmtun á Ljósanótt. Þessi mynd var tekin á hátíðinni í fyrra. MYND/VÍKURFRÉTTIR Reykjanesbær hefur lengi haft orð á sér sem mikill bílabær, enda eiga Suðurnesjamenn og -konur ein- hverja þá glæsilegustu bíla sem fyrirfinnast á landinu. Að vanda verður haldin mikil vélhjóla- og fornbílasýning í tilefni Ljósanætur en nú munu í fyrsta sinn líka verða sýndir jeppar. „Okkur langaði að kynna klúbb- inn og fá fleiri minna breytta bíla í hann,“ segir Steinar Freyr Sigurðs- son í Suðurnesjadeild Ferðaklúbbs- ins 4x4. „Bifhjólaklúbburinn Ernir og Fornbílaklúbburinn í Keflavík hafa verið með sýningu undanfarin ár og nú verða jeppar með líka. Við hittumst hjá pósthúsinu í Keflavík á bilinu tvö til hálf- þrjú. Klukkan þrjú keyrum við svo hópakstur frá pósthúsinu, niður Hafnargötu og að Duus-húsum þar sem við stillum öllum bílum og hjól- um upp. Þar verður svo sýning frá þrjú til svona fimm eða sex, þannig að fólk geti farið heim og grillað með fjölskyldunni fyrir kvöldið,“ segir Steinar. Undanfarin ár hefur það tíðk- ast að utanaðkomandi vélhjóla- og fornbílaeigendur, til dæmis úr Reykjavík, taki þátt í hópakstr- inum og sýningunni, þannig að um töluverðan fjölda er að ræða. Steinar segist reikna með að sömu sögu verði að segja um jeppaeig- endur. „Annars verðum við í Suður- nesjadeildinni með um sautján bíla, frá 35“ breyttum og upp í 46“ breytta. Við verðum meðal annars með gamlan Willy’s Overland á 44“ dekkjum og LandCruiser 80 á 46“ dekkjum.“ Aðspurður um landlæga bíladellu í Reykjanesbæ segir Steinar mestu aukninguna núna vera í mótorhjól- unum. „Svo eru alltaf til dellukarl- ar sem eiga jeppa, fornbíl og hjól. Ungir strákar eru líka stöðugt að skjóta upp kollinum, bæði með hjól og bíla. Fólk á að geta séð margt nýtt um helgina, nýbreytta jeppa og ný og flott hjól, en auðvitað bara gamla fornbíla,“ segir Steinar hlæj- andi að lokum. - elí Jeppar, fornbílar og mótorhjól Suðurnesjadeild Ferðaklúbbsins 4x4 tekur nú í fyrsta sinn þátt í Ljósanætursýningu Bifhjólaklúbbsins Arna og Fornbílaklúbbs Keflavíkur. Fornbíla- og mótorhjólasýningin er árviss atburður á Ljósanótt. LJÓSMYND/VÍKURFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.