Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 70
 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR46 FRÉTTIR AF FÓLKI Forsetahjónin Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru dugleg að stunda útivist sér til heilsubótar. Íbúar Álftaness hafa undanfarna sunnu- daga séð til þeirra í hjólreiðatúrum um Álftanesið. Þar hjóla þau vænan hring á fjallahjól- um og eru til mikillar fyrir- myndar með hjálma á höfði. Að sögn heimafólks eru þau mjög alþýðleg í þessum hjólaferð- um. Föstudagsútgáfu Morgunblaðsins var beðið með meiri eftirvæntingu en gengur og gerist þar sem þau boð höfðu gengið út að þetta gamalgróna dagblað tæki róttækum útlitsbreyting- um frá og með þeim degi. Blaðið hefur vissulega breyst og fyrir dyrum standa einnig skipulagsbreytingar hjá útgáfu- félagi þess, Árvakri. Einar Sigurðsson, nýráðinn forstjóri félagsins og arftaki Hallgríms B. Geirssonar, sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins um langt árabil, kynnti breytingarnar í viðtali við Morgunblaðið á föstudaginn og lét þess getið að staða framkvæmdastjóra yrði lögð niður í kjölfar ráðningar hans. Ætli mætti að sú ráðstöfun sé löngu tímabær enda sagði Hallgrímur starfi sínu lausu fyrir nokkru en mátti dúsa í djobbinu þar til nú að staðgengill hans fannst í Einari. Hallgrímur virðist þó ekki enn laus allra mála þar sem hann er enn titlaður framkvæmdastjóri í blaðhaus á leiðarasíðu hins útlitsbreytta Morgunblaðs. Það má því helst ætla að útlitsbreytingarnar mögnuðu hafi verið gerðar í svo miklum flýti að það hafi hreinlega gleymst að huga að smáatriði eins og nafnabreytingum í blaðhausnum. Hall- grímur hljóti því að fá langþráð frelsið fyrr en varir og Einar þá um leið sinn sess á þessum virðulega stað í Mogganum. 1. Natascha Kampusch. 2. Heba Þórisdóttir. 3. Þriðja sæti. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á s. 8 Íþróttaálfurinn Magnús Scheving ætlar að gera bíómynd um Latabæ og hyggur að stofnun veitinga- húsakeðju undir sama nafni, sam- kvæmt viðtali sem breski frétta- vefurinn Telegraph átti við Magnús og birt var í gær. Kjartan Már Kjartansson, talsmaður Lata- bæjar, segir bíómyndina vera í frumvinnslu en vildi ekki stað- festa hvort veitingahúskeðja væri í bígerð. „Það eru ýmis verkefni á undirbúningsstigi en það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um þau,” sagði Kjartan Már í samtali við Fréttablaðið í gær. „Bíómynd- in er í frumvinnslu en nú liggur öll okkar vinna í að klára næstu þátta- röð.” Í viðtalinu við Telegraph er Magnús Scheving sagður vera svar Íslands við sjónvarps- kokkinum Jamie Oliver, sem barist hefur fyrir bættu fæði í breskum skólum. Þá kemur þar fram að með Latabæjar- þáttunum hafi græn- metis- og ávaxta- neysla hjá íslenskum börnum aukist um 20%. Í lok við- talsins er Magnús sagður ætla að opna veitingahúsa- keðju undir nafni Latabæjar og að hann væri til í að fá sjónvarpskokkinn Jamie Oliver til liðs við sig. „Ég gæti séð um æfing- arnar og hann um matinn. Ég held að við gætum myndað gott teymi,” hefur Telegraph eftir Magnúsi. Í viðtalinu kemur jafnframt fram að leikstjórinn Quentin Tar- antino hafi heillast svo af því ein- staka samspili sem brúðurnar og alvöru leikarar mynda í þáttunum að hann hafi heimsótt upptökuverið í Garðabæ. Tökur á annarri þátta- röð Latabæjar standa nú yfir en alls verða teknir upp átján þættir fyrir þessa röð. Þættirnir eru nú sýndir í 103 löndum og voru meðal annars teknir til sýningar á BBC2 fyrir skömmu. -kh Latibær í bíó og veitingastaðir í deiglunni MAGNÚS SCHEVING Ætlar að færa út kvíarnar og fara með Latabæ á hvíta tjaldið og í veitingahúsabransann sam- kvæmt vefnum Telegraph. JAMIE OLIVER Í viðtalinu er haft eftir Magnúsi að hann og sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver gætu náð vel saman. Akureyrska rokkhljómsveitin 200.000 naglbítar sér um tónlistina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á sígildu barnaleikriti Thorbjörns Egner, Karíusi og Baktusi. Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi naglbítur, segir að gömlu góðu lögin verði á sínum stað, en í hressandi útsetningum Naglbítanna. „Þetta verður naglbítarokk, og meiri tónlist en hefur verið í öðrum uppsetningum á verk- inu,“ segir hann. „Ástrós leikstjóri vill hafa þetta mjög hressandi, mikið rokk og mikinn grallarahama- gang,“ bætir hann við. Villi segist hafa hlustað á Karíus og Baktus og allar hinar barnaplöturnar sem barn. „Verkið er töluvert lengra í minningunni en það er í raun. Þetta er tæpur hálf- tími, verður bara stutt og kraft- mikið,“ segir Villi. 200.000 nagl- bítar hafa verið í pásu síðan þeir gáfu út plötuna Hjarta- gull árið 2003. Villi býr nú í London og vinnur að sóló- plötu sem er væntanleg í haust. Hann er ánægður með að skipta um gír og snúa til Íslands til að vinna að Karíusi og Baktusi ásamt Naglbítunum. „Við höfum ekkert hist í stúdíói í langan tíma,“ segir Villi. Hvort diskur með tónlist 200.000 naglbíta við Karíus og Baktus komi til með að líta dags- ins ljós segir Villi vera óákveðið. Leik- ritið Karíus og Baktus verður frum- sýnt 23. september. Naglbítar í Karíusi og Baktusi 200.000 NAGLBÍTAR Sjá um tónlistina í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Karíusi og Baktusi. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 bundið 6 kusk 8 keyra 9 bókstafur 11 tveir eins 12 svölun 14 tungumál 16 rás 17 niður 18 fát 20 guð 21 auma. LÓÐRÉTT 1 munnvatnsrennsli 3 sam- tök 4 marðardýr 5 efni 7 ljótur 10 hélt á brott 13 suss 15 hástétt 16 þjálfa 19 sælgæti. LAUSN LÁRÉTT: 2 fast, 6 ló, 8 aka, 9 eff, 11 uu, 12 fróun, 14 írska, 16 æð, 17 suð, 18 fum, 20 ra, 21 arma. LÓÐRÉTT: 1 slef, 3 aa, 4 skunkur, 5 tau, 7 ófríður, 10 fór, 13 uss, 15 aðal, 16 æfa, 19 mm. HRÓSIÐ FÆR ...Heba Þórisdóttir förðunarfræð- ingur fyrir að vera landi og þjóð til sóma í Hollywood þar sem hún sér til þess að frægustu stjörnurn- ar líti sem best út á hvíta tjaldinu. www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. Þ ú ve rð u r b ar a lík a… HEFST Á FIMMTUDAGINN KL. 21 Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáend- ur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði. Meira að segja Liverpool-klúbburinn á Íslandi hefur beint því til fylgis- manna sinna að leggja sitt á vogar- skálarnar enda Magni dyggur stuðningsmaður enska liðsins. Ganga Magna upp á topp hefur ekki verið sársaukalaus og margir supu hveljur yfir atviki sem átti sér stað eftir síðasta atkvæða- greiðslu - þátt þegar Dilana mölv- ar glas með þeim afleiðingum að glerbrot skýst í haus Magna og úr verður blóðugt sár. „Ég hef meitt mig meira á því að opna kókdos,“ lýsir Magni yfir þegar hann er inntur eftir þessu slysi en mikið hefur verið gert úr því á netinu. „Ég veit það manna best að það kemur mikið blóð þegar það kemur sár á höfuðið enda raka ég mig sjálfur á hausnum,“ heldur Magni áfram og vill sem minnst úr þessu gera. „Það sem sést ekki í sjónvarpinu er að þegar ég sýn- ist mjög reiður og skelli bað- herbergis- hurðinni á sjónvarpsvél- arnar sitja Dilana og Storm inni með mér og við Storm tökum okkur góðan tíma í að hugga hana,“ segir Magni og tekur skýrt fram að ekki sjái á honum eftir þetta atvik. „Við sex erum mjög góðir vinir og styðjum hvert við annað,“ segir Magni. „Ég hef sjálfur brotnað niður og verið óstarfhæfur í sex tíma en þá komu hinir til að standa þétt við bakið á mér,“ viðurkennir söngvarinn, sem ber engan kala til Dilönu eftir þetta atvik enda veit hann sem er að dramatíkin selur í sjónvarpi. Magni tekur í kvöld rokkslagarann I Alone með hljómsveitinni Live en að þessu sinni voru það áhorfendurnir sem völdu lögin fyrir kepp- endurna. Magni sagðist vera ánægður með sitt hlutskipti enda hefði þetta getað verið mun verra. „Mér hefur líka gengið ágætlega með Live-lögin,“ segir söngvarinn en flutningur Magna á Dolphin‘s Cry með sömu hljóm- sveit var sem kunnugt er valinn uppklappslag fyrir ekki margt löngu. „Æfingarnar hafa gengið vel og ég er bara nokkuð bjart- sýnn,“ bætir hann við. Magni segist að sjálfsögðu sakna heimalandsins og þá ekki síst Eyrúnar, konunnar sinnar og sonar síns Marinós en ekki gefist tími til að velta sér upp úr slíku. „Það er Eyrún sem er að gera eitt- hvað af viti, ég sit bara á sund- laugarbakkanum,“ segir Magni og hlær en vill að endingu skila góðri kveðju til allra heima á Íslandi. MAGNI ÁSGEIRSSON: BLÓÐGAÐUR AF DILÖNU Dramatík í Rock Star MAGNI Segist ekki bera neinn kala til Dilönu eftir að hún blóðgaði hann í brjálæðiskasti. Magni stígur á svið í kvöld og syngur Live-slagarann I Alone og verður annar í röðinni. DILANA Missti stjórn á skapi sínu eftir að hafa verið úthúðað af með- limum Supernova fyrir ummæli sem hún lét falla um aðra keppendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.