Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 58
 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is ! Kl. 12.00Innsetning Steinunnar Knútsdóttur og Ilmar Stefánsdóttur, Out of Office, í Norræna húsinu er opin frá kl. 12-17. Sýningunni lýkur á miðvikudag. > Ekki missa af... Kvikmyndahátíðinni Ice- land Film Festival sem hefst á morgun. Úrval fróð- legra, fyndna og frábærra kvikmynda hvaðanæva úr heiminum. Hátíðin stendur til 21. september. sýningu Hrafnhildar Halldórsdóttur, Jónu Hlífar Halldórsdóttur og Stinu Wirfelt í Gallerí + á Akureyri. Þær stöllur sýna vídeóverk, ljósmyndir og innsetningar. tónleikum organistans Martins Rein í Dómkirkj- unni annað kvöld. Rein leikur verk eftir Bach, Reger, Vierne og Widor kl. 20.30. Réttritunarorðabók er mikið þarfaþing, ekki aðeins á borðum grunn- skólanema og annarra sem eru að byrja að fóta sig á ritvellinum. Hjá forlaginu JPV kemur í dag út staf- setningarorðabók sem er yfirgripsmesta verk sinnar tegundar sem komið hefur út á íslensku. Orðabók þessi er engin smásmíði, á ríflega sjö hundruð síðum má finna 65.000 flettiorð en bókin geymir allan algengan íslenskan orðaforða og ríkulegan orðaforða úr helstu fræðigreinum, auk fjöldamargra manna- og örnefna. Aftast í bókinni má einnig finna ýtarlegar ritreglur íslenskunnar þar sem reglurnar eru settar fram með aðgengilegum dæmum. Bókin er hin opinbera réttritunar- orðabók um íslensku og kjörrit fyrir þá sem vilja fá úr því skorið, í næstum eitt skipti fyrir öll, hvernig hinar ýmsu kryddtegund- ir eru skrifaðar eða hvort það eru tvö m í stemning. Ari Páll Kristinsson, forstöðu- maður Íslenskrar málstöðvar, er að vonum stoltur af verkinu en hann útskýrir að tildrög þess megi rekja allt til ársins 1989 þegar út kom réttritunarorðabók handa grunnskólum. Sú kunnuglega bók hefur reynst mörgum vel en líkt og Ari Páll bendir á kom sífellt betur og betur í ljós að samfélagið vantaði ýtarlegri bók og frekari leiðbeiningar, til dæmis varðandi beygingar og önnur vafaatriði í tungumálinu. „Öll háþróuð ritmál á borð við íslensku hafa komið sér niður á mjög ýtarlega ritstaðla og þessi bók er gefin út í stöðlunar- skyni og byggð á gildandi ritregl- um,“ segir Ari Páll en undirbún- ingur bókarinnar komst síðan á fullt skrið fyrir fjórum árum. Rit- stjóri hennar, Dóra Hafsteins- dóttir, kynnti sér til að mynda gagnavinnslu og ritstjórn dönsku réttritunarorðabókarinnar. Auk þess byggir Stafsetningarorða- bókin einnig að stórum hluta á vinnu Baldurs Jónssonar, sem rit- stýrði Réttritunarorðabókinni á sínum tíma og starfaði ötullega að því á árunum 1996-1999 að taka saman vinnureglur um íslenska stafsetningu fyrir Íslenska mál- nefnd. Stafsetningarorðabókin er eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst hugsuð til leiðbeiningar um ritun en Ari Páll útskýrir að ákveðinn munur sé milli talmáls og ritmáls í íslensku líkt og öðrum tungumálum og það hafi þurft að hafa í huga þegar orð voru valin í bókina. „Það á ekki allt heima í slíkri bók, til dæmis það sem til- heyrir málsniðum talmálsins. Það er ákveðið vandaverk að velja og hafna en reynslan verður síðan að skera úr um hvernig til hefur tek- ist,“ segir Ari Páll. Hann segir að bilið milli rit- máls og talmáls sé ávallt til staðar en talmálið sé sýnilegra nú en áður, einkum vegna skrifa í vef- miðlum. Það sé þó ekki sérstakt áhyggjuefni nema bilið þar á milli aukist verulega. „Það gæti endað með því að fólk þyrfti að læra rit- málið eins og erlent mál. Það er þráður frá nútímamáli aftur til fyrstu heimilda um íslenska tungu en sá þráður liggur fyrst og fremst í gegnum ritmálið,“ segir hann og bætir því við að litlar rannsóknir hafi verið gerðar á tengslum talsmáls og ritmáls hér- lendis enn sem komið er. Annar vandi sem Stafsetningar- bókin bætir úr er tengdur töku- orðum og stafsetningu þeirra. „Menn eru mishrifnir af því að skrifa tökuorð þótt þau séu mikið notuð í talmáli. Tökuorð eru umtalsverður hluti af ritmáls- orðaforða en þessi bók leggur fram drjúgan skerf til að staðla rithátt þeirra,“ segir Ari Páll og bendir til dæmis á tökuorð sem tengjast tónlist, matargerð og vís- indum. Ari Páll segir að áform séu uppi um að koma orðabókinni á tölvutækt form með tíð og tíma en of snemmt sé að segja til um slíkt á þessu stigi málsins. Tungumál eru lifandi tæki og líklega verður öllum spurningum um íslenskuna seint svarað, hvað þá á átta hundruð síðum. Hins vegar sómir þetta rit sér vel við hlið lyklaborðs og mun án efa koma mörgum að góðum notum. kristrun@frettabladid.is Nýja réttritunarbiblían ARI PÁLL KRISTINSSON, FORSTÖÐUMAÐUR ÍSLENSKRAR MÁLSTÖÐVAR Stafsetningarorða- bókin kemur út í dag en hún er opinber réttritunarorðabók um íslenska tungu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN 65.000 UPPFLETTIORÐ AF ÖLLU TAGI Jafnframt má finna þar ýtarlegar íslenskar ritreglur settar fram á aðgengilegan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.