Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 6
6 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL Ekki er ráðlegt að hefja framkvæmdir við Sunda- braut og mislæg gatnamót Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar fyrr en í fyrsta lagi seint á næsta ári. Þetta er mat Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar. „Eins og fjölmargir hagfræð- ingar hafa margítrekað er mjög brýnt að halda að sér höndum með framkvæmdir á meðan þenslan er að ganga niður,“ segir Tryggvi. „Ég tel að fresta eigi þessum framkvæmdum ótíma- bundið og þær komi ekki til fyrr en efnahagsástandið gefur til- efni til þess.“ Tryggvi segir það líklega ekki verða fyrr en í fyrsta lagi í lok næsta árs. „Það er sagt að Seðla- bankinn komist á verðbólgu- markmið seint á næsta ári. Það þýðir samt ekki að það sé hægt að byrja framkvæmdir þá vegna þess að það er alls konar ójafn- vægi í hagkerfinu sem þarf að lagast áður en hægt er að byrja.“ Þá segir Tryggvi tilkynningar um að framkvæmdir muni hefj- ast á tilteknum tíma einnig þensluvaldandi. Þær hafi áhrif á væntingar og valdi því að neysla dragist minna saman en ella. Gísli Marteinn Baldursson, formaður samgöngu- og umhverfisráðs Reykjavíkur, hefur sagt að vinna eigi þessi verk eins snemma og eins hratt og auðið er. - sh Hagfræðingur telur að fresta eigi stórum framkvæmdum vegna efnahagsástands: Ráðlegt er að fresta Sundabraut SUNDABRAUT Formaður samgöngu- og umhverfisráðs borgarinnar segir að vinna eigi verkin eins snemma og hratt og unnt sé. Verð kr. 29.990 í viku / kr. 39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 2 vikur, 14. sept. eða 1 eða 2 vikur 21. september. Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm í 2 vikur 14. sept eða í 1 eða 2 vikur 21. sept. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarauka á frábærum kjörum. Stökktu til Benidorm Verð kr. 39.990 í viku / kr. 49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi / stúdíó / íbúð í 2 vikur, 14. sept. eða 1 eða 2 vikur 21. september. 14. eða 21.sept. frá kr. 29.990 Síðustu sætin LEXINGTON, AP Engin skýring hafði í gær fengist á því hvers vegna far- þegaflugvélinni sem fórst í Kentucky í Bandaríkjunum síðdeg- is á sunnudaginn var flogið á loft af of stuttri flugbraut. Aðalflugbraut Blue Grass flug- vallarins í Lexington í Kentucky er rúmlega 2.100 metrar að lengd, sem hefði dugað til þess að vélin tækist almennilega á loft þar sem hún þarf ekki nema rúmlega 1.500 metra langa flugbraut. Af einhverjum ástæðum var vélinni flogið á loft af annarri flugbraut, sem er 1.066 metrar að lengd, sem dugar hvergi nærri til þess að vélin komist á flug. Flugmaður vélarinnar hefði átt að átta sig á því að hann var ekki á réttri braut. Á vellinum eru merki sem sýna réttu brautina. Lýsing á stuttu brautinni er minni en á þeirri lengri, og yfirborð stuttu brautar- innar er þakið sprungum, sem ekki getur talist venjulegt á aðalflug- braut. Með vélinni fórust 49 manns, allir farþegarnir og öll áhöfnin að undanskildum aðstoðarflugmanni, sem í gær lá lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi. Mikið eldsneyti var um borð í vélinni og svo virðist sem eldur sem kviknaði í vélinni við hrapið hafi valdið dauða flestra þeirra sem fórust. Lögreglumaðurinn sem bjarg- aði aðstoðarflugmanninum, James M. Polehinke, úr flugstjórnarklef- anum skömmu eftir hrap vélar- innar hlaut brunasár. - gb BLUE GRASS FLUGVÖLLURINN Í LEXINGTON Í KENTUCKY Farþegavélin hrapaði í skóglendinu efst á myndinni, eftir að reynt hafði verið að fljúga henni frá stuttu flugbrautinni fyrir miðju myndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Flugslysið í Kentucky veldur heilabrotum: Ekki vitað af hverju flugbrautin var notuð LÖGREGLUMÁL Fíkniefnahundur Tollgæslunnar gaf merki um að eitthvað væri athugavert við fangavörð á Litla-Hrauni sem var að mæta á vakt á laugardags- morgun. Aðrir fangaverðir leit- uðu á manninum og fundu þá pakkningar með umtalsverðu magni af hassi á honum, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Fangavörðurinn sem tekinn var með hassið er um tvítugt og er í sumarafleysingastarfi. Hann var að kvöldi laugardags úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald. Á sunnudagskvöld voru svo tveir refsifangar á Litla-Hrauni úrskurðaðir í sex daga gæsluvarð- hald. Lögreglan í Árnessýslu fer með rannsókn málsins. Hún bein- ist meðal annars að því hvort fangavörðurinn hafi verið eins konar burðardýr fyrir gæslu- fanga á Litla-Hrauni og komið fíkniefnum inn í fangelsið. Mikið hefur verið um fíkniefni á Litla- Hrauni í sumar og um verslunar- mannahelgina var ástandið sér- lega slæmt, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Ég get alveg staðfest að ástandið hefur verið mjög slæmt í sumar,“ segir Sigurjón Birgisson, formaður Fangavarðafélagsins og aðstoðarvarðstjóri á Litla-Hrauni. Hann segir aðstöðu fangavarða á Litla-Hrauni, og í fangelsum lands- ins yfir höfuð, mjög slæma. Þeir búi við skort á starfsfólki, slæma vinnuaðstöðu og yfirfull fangelsi. Því sé erfitt að koma með öllu í veg fyrir að fíkniefni berist þar inn. Þetta sé nauðsynlegt að laga. „Þegar við getum stoppað þetta innstreymi getum við fyrst farið að vinna með þessum mönnum og gera eitthvað úr þeim,“ segir hann. „Það er mjög erfitt þegar ekki er hægt að einangra þá sem eru í neyslu frá hinum. Starf fangavarða er gríðarlega erfitt og menn eru undir miklu álagi,“ heldur Sigurjón áfram. „Það þarf betra bakland fyrir þá, þannig að ef þeir lenda í aðstæð- um, svo sem hótunum, geti þeir leitað sér einhverrar aðstoðar. Það er ekki til staðar í dag. Við munum setjast yfir það á næstu dögum með fangelsismála- stjóra hvernig bæta megi bakland fangavarða. En þetta umrædda atvik er slæmt í alla staði og áfall fyrir fangavarðastéttina.“ jss@frettabladid.is LITLA-HRAUN Rannsókn lögreglunnar í Árnessýslu á hassmálinu á Litla-Hrauni beinist meðal annars að því hvort aðstoðarfangavörðurinn hafi verið burðardýr milli fanga og fíkniefnasala. Fíkniefnahundur fann hassið á fangaverðinum Fíkniefnahundur Tollgæslunnar gaf merki um að eitthvað grunsamlegt væri við afleysingafangavörð á Litla-Hrauni. Fangaverðir fundu umtalsvert magn af hassi á manninum. Þrír sitja nú í gæsluvarðhaldi. HEILBRIGÐISMÁL Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, undirritaði í gærmorgun verksamning vegna lokafrágangs D-álmu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samið var við fyrirtækið FB Festingu sem átti lægra tilboðið af tveimur í verkið og hljóðaði það upp á tæpar 80 milljónir króna. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið í apríl eða maí á næsta ári. Tvær skurðstofur og ein minni aðgerðastofa ásamt stoðrýmum verða á þriðju hæð álmunnar. Verður þá unnt að gera margvís- legar aðgerðir sem eins og stend- ur er einungis hægt að fram- kvæma í Reykjavík. - sdg Frágangur D-álmu í Keflavík: Skrifað undir verksamning SAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR Finnbogi Björnsson, frá FB Festingu, Sigríður Snæ- björnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar, og Siv Friðleifsdóttir skrifa hér undir verksamninginn. MYND/ELLERT GRÉTARSSON NOREGUR Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa undanfarið brugðist við nýju heilbrigðisvandamáli í Noregi með því að sérpanta ný rúm og upp- skurðarbekki. Þetta kemur fram á fréttavef Aftenposten. Sjúkrahúsin í Arendal og Kristiansand hafa pantað upp- skurðarbekki sem þola 225 kíló og fyrrnefnda sjúkrahúsið hefur jafn- framt pantað tíu rúm fyrir fólk í yfirvigt, en venjuleg sjúkrahús- rúm þola allt að 150 kílógrömm. Jafnframt verða nýjar börur pantaðar í sjúkrabíla í Arendal. Þær munu þola 225 kíló, sem er staðallinn í Bandaríkjunum. - smk Nýtt vandamál í Noregi: Rúm keypt fyrir feita sjúklinga Ferðamaður velti bíl Erlendur ferða- maður missti stjórn á bílaleigubíl sem hann ók við Tjörn á Vatnsnesi skömmu eftir klukkan fjögur í gær. Maðurinn var einn í bílnum, sem valt við óhappið, og slapp ómeiddur. Bíllinn mun vera mikið skemmdur. LÖGREGLUFRÉTTIR Fimmti maðurinn gripinn Líbanska lögreglan hefur handtekið fimmta manninn grunaðan um að hafa komið tveimur sprengjum fyrir í járnbrautar- lestum í Þýskalandi í júlí. Sprengjurnar sprungu þó ekki áður en þær uppgötv- uðust, líklega vegna galla við samsetn- ingu. Þrír hinna grunuðu voru hand- teknir í Líbanon og tveir í Þýskalandi. LÍBANON KJÖRKASSINN Ert þú flughrædd(ur)? Já 28% Nei 72% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga íslensk yfirvöld að beita sér fyrir því að ná Hlyni Smára Sigurðssyni heim úr brasilísku fangelsi? Segðu þína skoðun á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.