Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 67

Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 67
ÞRIÐJUDAGUR 29. ágúst 2006 43 Þróttur – KR Þriðjudaginn 29. ágúst 2006 Laugardalsvöllur kl. 20:00 UNDANÚRSLIT KARLA Almennt verð fyrir 17 ára og eldri er 1.500 kr. Ef greitt er með VISA kreditkorti er miðinn á 1.200 kr. Verð fyrir 11-16 ára er 300 kr. og frítt er fyrir 10 ára og yngri. Forsala aðgöngumiða er á www.midi.is Visa-bikarkeppni karla: KEFLAVÍK-VÍKINGUR 3-0 1-0 Jónas Guðni Sævarsson (23.), 2-0 Guðmund- ur Steinarsson (70.), 3-0 Þórarinn Brynjar Kristj- ánsson (77.) Enska úrvalsdeildin MIDDLESBROUGH-PORTSMOUTH 0-4 0-1 Nwankwo Kanu (7.), 0-2 Benjamin Mwaruw- ari (50.), 0-3 Nwankwo Kanu (57.), 0-4 Svetoslav Todorov (90.). Championship - England SUNDERLAND-WBA 2-0 Spænska úrvalsdeildin CELTA DE VIGO-BARCELONA 2-3 1-0 Fernando Baiano (42.), 1-1 Samuel Eto¿o (56.), 1-2 Lionel Messi (60.), 2-2 Gustavo Lopez (65.), 2-3 Eiður Smári Guðjohnsen (88.). Norska úrvalsdeildin ROSENBORG-STABÆK 1-0 Veigar Páll Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Stab- æk. Sænska úrvalsdeildin MALMÖ-ÖRGRYTE 4-2 Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta mark Malmö á 19. mínútu og lék allan leikinn. IFK GAUTABORG-ELFSBORG 1-1 Hjálmar Jónsson lék allan leikinn fyrir IFK. KALMAR FF-GEFLE 2-1 HAMMARBY-DJURGÅRDEN (0-3) Pétur Marteinsson var í byrjunarliði Hammarby en Gunnar Þór Gunnarsson kom inn á sem varamað- ur á 49. mínútu. Kári Árnason var á varamanna- bekk Djurgården. Leiknum var reyndar hætt í síðari hálfleik er áhorfendur skutu flugeldum og hlupu inn á völlinn. Djurgården verður líklega dæmdur sigurinn í þessum Stokkhólmarslag. Sænska 1. deildin UMEÅ-NORRKÖPING 1-3 Garðar Gunnlaugsson skoraði fyrsta mark Norrköping og lék allan leikinn. Stefán Þórðar- son skoraði annað mark liðsins og fór af velli á 77. mínútu. ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði ferill sinn í spænsku úrvalsdeildinni á glæsilegan hátt. Hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á Celta Vigo í fyrsta deildar- leik Barcelona á tímabilinu með stórbrotnu marki á 87. mínútu. Eiður fékk háa sendingu frá Deco sem hann tók á brjóstkassann, lék svo á varnarmann Celta og skor- aði með hnitmiðuðu skoti. Börsungar voru greinilega enn eftir sig eftir 3-0 tapið fyrir Sevilla í Mónakó á föstudagskvöldið og lentu 1-0 undir í fyrri hálfleik. Ronaldinho var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og leikmenn Celta færðu sér það í nyt. Nýju mennirnir, Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta, voru í byrjunarliðinu og var jafnvel búist við því að Eiður Smári fengi tæki- færi í byrjunarliðinu en Frank Riijkard valdi Ludovic Giuly í hans stað. En það var Samuel Eto`o sem jafnaði metin fyrir Börsunga snemma í síðari hálfleik og Lionel Messi bætti um betur skömmu síðar áður en miðvallarleikmaður- inn Gustavo Lopez skoraði annað mark Celta og jafnaði leikinn í 2-2. Þannig var staðan þar til Eiður Smári skoraði sigurmark leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Giuly á 75. mín- útu. Leikmaður Celta, Iriney, fékk að líta rauða spjaldið á 86. mínútu leiksins. - esá EIÐI FAGNAÐ Leikmenn Barcelona fögnuðu Eiði Smára vel eftir markið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Dramatískur sigur Barcelona á Celta Vigo: Stórglæsilegt mark Eiðs Smára tryggði sigurinn EIÐUR FAGNAR Eiður Smári Guðjohnsen fagnar sínu fyrsta alvörumarki fyrir Barcelona. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓTBOLTI Keflvíkingar mættu mun betur stemmdir til leiks og tóku leikinn í sínar hendur strax á fyrstu mínútu. Þeir sóttu mjög fast og strax á 5. mínútu komst Þórarinn Kristjánsson einn í gegn en afgreiðsla hans var afspyrnu- slök og sigldi yfir markið. Keflvíkingar réðu algjörlega miðjunni og lítið gerðist í leik Vík- inga fyrir utan þau skipti sem boltinn endaði í fótunum á Viktori Bjarka Arnarssyni og Arnari Jóni Sigurgeirssyni en báðir voru í strangri gæslu og þá aðallega Viktor Bjarki. Davíð Þór Rúnarsson var dug- legur í framlínu Víkings og hann komst óvænt í fínt færi á 17. mín- útu, einn gegn Ómari markverði, en skot hans var slakt og Ómar varði frekar auðveldlega. Keflvíkingar byrjuðu að þjarma að Víkingum á ný eftir færið og stíflan brast á 22. mínútu þegar miðjumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson var einn á auðum sjó í teig Víkinga og hann var ekki í miklum vandræðum með að leggja boltann framhjá Ingvar Kale markverði og í netið. 1-0 og for- ystan fyllilega verðskulduð. Nokkuð jafnræði var með lið- unum það sem eftir lifði hálfleiks- ins og eina góða færið fékk Vík- ingurinn Þorvaldur Sveinn Sveinsson en hann fór illa að ráði sínu og skaut framhjá. Það var orðið ansi kalt í Daln- um þegar síðari hálfleikur hófst en leikmenn gerðu sitt besta til þess að hlýja áhorfendum með leiftrandi sóknarbolta. Magnús, þjálfari Víkings, hafði greinilega tekið léttan hárblástur á sína menn í leikhléi því þeir mættu mjög grimmir út á völlinn og voru ekki fjarri því að jafna leikinn fimm mínútum eftir hlé en skot Jóns Guðbrandssonar hafnaði í þver- slánni á Keflavíkurmarkinu. Aðeins mínútu síðar gekk mikið á inn í vítateig Víkinga og atgang- urinn endaði með því að Guðmund- ur Steinarsson fékk opið færi en á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum í stöng- ina. Guðmundur fékk annað færi á 71. mínútu eftir frábæran undir- búning Þórarins Kristjánssonar og að þessu sinni urðu honum á engin mistök. 2-0 og Keflavík á leið í úrslitaleikinn. Simun Samuelsen vildi fá víti fjórum mínútum síðar en uppskar aðeins gult spjald frá Garðari Erni dómara fyrir leikaraskap. Þórar- inn Kristjánsson gerði síðan end- anlega út um leikinn á 78. mínútu þegar hann stal boltanum af Grét- ari Sigfinni og lagði hann síðan í netið. Einstaklega klaufalegt hjá Víkingum. Guðmundur kórónaði svo frábæra frammistöðu Kefla- víkur með sínu öðru marki og fjórða Keflvíkinga. Frábær frammistaða. Sigur Keflvíkinga var sann- gjarn en á góðum degi spila þeir skemmtilegasta fótboltann á Íslandi í dag. Fljótir og hvikir strákar sem spila klárlega skæð- asta sóknarbolta landsins. Vík- ingar voru ágætir í leiknum en mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. henry@frettabladid.is STÓÐ FYRIR SÍNU Guðmundur Steinarsson átti skínandi góðan leik í gær fyrir Kefl- víkinga en hér á hann í baráttu við Hörð Bjarnason, leikmann Víkings. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FYRSTA MARKIÐ Jónas Guðni Sævarsson kom Keflvíkingum á bragðið í gær og hér er honum innilega fagnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Frábærir Keflvíkingar í bikarúrslit Skemmtilegasta knattspyrnulið landsins, Keflavík, er komið í úrslit VISA-bikarsins eftir öruggan sigur á Víkingi, 4-0, í undanúrslitum. Keflvíkingar mæta sigurvegara leiks Þróttar og KR í úrslitaleiknum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.