Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 2
2 16. september 2006 LAUGARDAGUR SPURNING DAGSINS Grímur, finnst konunni þinni þetta peninganna virði? „Já, hún hefur sýnt þessu skilning. Við erum löngu byrjuð og eigum nú þegar fjögur.“ Grímur Atlason er nýráðinn bæjarstjóri á Bolungarvík. Hann fær bónus sem nemur einum mánaðarlaunum fjölgi íbúum staðarins úr 907 í 960 á næstu árum. DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður var í fyrradag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir húsbrot og líkamsárás. Hann hafði í febrúar ruðst í heimildarleysi inn í íbúð á Dalvík. Þar veittist hann að manni sem svaf í rúmi sínu og barði hann með járnröri með ásoðnum vinkli. Sá hlaut högg á höfuð og líkama, skurðsár fyrir ofan enni og bólgu og skafsár á baki. Árásarmaðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðs- bundið, svo og til að greiða sakarkostnað. - jss Skilorðsbundin refsing: Barði mann með járnröri VARNARLIÐIÐ Starfi björgunarþyrlna Varnarliðs- ins á Miðnesheiði lauk í gær. Frá og með degin- um í dag sjá því björgunarþyrlur Landhelgis- gæslunnar einar um björgunarstarf á og við Ísland ef þörf krefur. Nýjar þyrlur bætast við þyrluflota Land- helgisgæslunnar á næstu vikum. Þjálfun áhafna hefur staðið yfir síðan í sumar og er á áætlun. Búist er við að áhafnirnar verði tilbúnar til starfa þegar nýjar þyrlur koma til landsins. Í gær voru sex mánuðir liðnir síðan tilkynnt var um lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði. Frá þeim tíma hefur verið unnið að því að und- irbúa Landhelgisgæsluna undir að taka við þeim verkefnum sem þyrlubjörgunarsveitin á Miðnesheiði hefur sinnt. Í 35 ára langri sögu hennar hefur sveitin bjargað yfir 300 mannslífum. Þyrlurnar sem teknar hafa verið á leigu frá Noregi, og koma til landsins bráðlega, eru sömu tegundar og þær sem fyrir eru. Leiguþyrlurnar fylla skarðið í flugflota gæslunnar þangað til fundin verður varanleg lausn. Í undirbúningi eru kaup á fullkomnum þyrlum en það ferli er tímafrekt. Norsku þyrlurnar hafa því verið leigðar til ársins 2008 og mögulegt er að þær verði leigðar töluvert lengur. Ásgrímur L. Ásgrímsson, staðgengill fram- kvæmdastjóra aðgerðasviðs Lanhdhelgisgæsl- unnar, segir að báðar þyrlurnar séu í góðu lagi og tilbúnar. TF-LÍF hafi verið í skoðun í þrjá daga í vik- unni sem olli því að TF-SIF hefur verið notuð í þau verkefni sem fallið hafa til undanfarið. - shá Björgunarþyrlur Varnarliðsins á Miðnesheiði ekki lengur til taks: Síðustu þyrluvakt Varnarliðsins lokið SAMGÖNGUVIKA Opnun samgöngu- vikunnar verður í dag kl 16.00 við Ráðhúsið í Reykjavík. Samgöngu- vikunni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hvernig það geti minnkað gróðurhúsaáhrif. Við Ráðhúsið í dag verða bílaumboðin með sýningu á vistvænum bílum og hjóla- og göngustígakortum verður dreift. Í dag er sérstakur hjóladagur í tengslum við samgönguvikuna en hjólagestir munu leggja af stað úr úthverfum og ljúka ferð sinni í Hljómskálagarðinum. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem ofurhugar munu m.a. leika listir sínar á BMX-fjalla- hjólum. - hs Samgönguvikan hafin: Hjólað úr út- hverfunum GAMALL BÍLL Sýning verður á vistvæn- um bílum við opnun samgönguvikunnar. LANDBÚNAÐUR Það vakti furðu meðal smalamanna í Borgarfirði eystri þegar þriggja daga lamb fannst í fyrradag við smölun en eins og flestir vita er sauðburður á vorin. Talið er víst að lambið sé í eigu Ásgeirs Arngrímssonar í Brekkubæ, föður Magna sem gert hefur garðinn frægan í Los Angeles að undanförnu. Fréttavef- urinn austurlandid.is greinir frá því að Ásgeir hafi gefið lambinu nafnið Supernova. Hann átti að vera gangnastjóri en vegna þeirra anna í kringum soninn gat hann ekki gegnt því hlutverki þetta árið. - kdk Heimtur í Borgarfirði eystri: Heimalningur- inn Supernova UMFERÐ Talsmaður umferðar- deildar lögreglunnar í Reykjavík segir að vonir séu bundnar við að átak Umferðarstofu sé að skila sér. Svo virðist sem dregið hafi úr ofsaakstri þó í mörgu sé að snúast innan deildarinnar. Af 84 bókunum lögreglunnar síðasta sólarhring voru 64 þeirra um umferðarmál. Tólf ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur en vakthafandi lögreglu- þjónn sagði að athygli vekti að sem betur fer hafi aðeins fjórir þeirra verið á yfir hundrað kílómetra hraða. Einn var sviptur ökuréttindum fyrir að aka of hratt í götu þar sem hámarksharði er 30 km og fjöldi barna fer um. - kdk Vona að dregið hafi úr hraða: Færri teknir á ofsaakstri UMFERÐ Þung umferð út úr bænum. LÓÐAMÁL Allt að tuttugu lóðum í Úlfarsárdal í Reykjavík hefur verið skilað til borgaryfirvalda þar sem lóðarhafarnir eru ekki sáttir við skipulagið. Unnið er að því að breyta skipulaginu til að koma til móts við lóðarhafana og auka líkurnar á því að lausar lóðir gangi út. Skipulagið í Úlfarsárdal þykir sérstakt að því leyti að lóðirnar liggja afar þétt. Um fjögur hundr- uð lóðum var úthlutað á sínum tíma og hefur nú næstum tuttugu lóðum verið skilað. Margir lóðar- hafar hafa auk þess gert athuga- semdir við skipulagið sem þykir of þétt. Reglurnar voru þannig að borga þurfti 250 þúsund krónur í staðfestingargjald eftir úthlutun- ina til að koma í veg fyrir lóða- brask og fékkst gjaldið ekki end- urgreitt. Það má því búast við að nokkrir hafi ekki skilað inn lóðum þó að þeir hafi hugsanlega gert athugasemdir. Eftir að lóðunum var úthlutað kom í ljós að ekki var hægt að hafa glugga á öllum útveggjum vegna brunavarnareglugerða. Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- sviðs, segir að við þetta hafi sumir lóðarhafanna verið ósáttir. Fleiri athugasemdir hafi einnig verið gerðar. Bjarni Þór Jónsson, forstöðu- maður á fjármála- og rekstrar- sviði borgarinnar, segir að regl- urnar um gluggalausan eldvegg gildi um einbýlishús á lóðum þar sem fjarlægð frá lóðarmörkum sé innan ákveðinna marka. Þetta gildi um hús við tvo botnlanga í Úlfarsárdal. Í reglugerðinni felist ákveðin ósanngirni, því að standi til dæmis tvö hús á sömu lóðinni gildi þessar reglur ekki. Reglu- gerðin sé því um margt meingöll- uð. Unnið er að lagfæringu á skipu- laginu. „Það kom fram sú ósk að færa til byggingareiti og rýmka til á byggingareitum,“ segir Bjarni. „Sá sem vinnur þetta hjá skipu- lagsfulltrúanum er að skoða hvort það sé mögulegt að koma til móts við óskir og færa húsin til á lóðun- um. Það gæti þýtt að við myndum úthluta færri lóðum. Við myndum tvímælalaust sleppa því að úthluta einni eða tveimur lóðum ef það væri til bóta.“ ghs@frettabladid.is Tuttugu lóðum skil- að út af gluggaleysi Lóðarhafar eru ósáttir við of þétta byggð í tveimur botnlöngum í Úlfarsárdal. Um tuttugu lóðum hefur verið skilað þar sem ekki er hægt að hafa glugga á öllum göflum húsanna. Borgaryfirvöld ætla að koma til móts við lóðarhafana. LÓÐUM SKILAÐ Lóðir við tvo botnlanga í Úlfarsárdal þykja liggja of þétt og geta íbú- arnir ekki haft glugga á öllum göflum húsanna vegna þess. Unnið er að því að koma til móts við óskir íbúanna hjá borginni. KVEÐJUSTUND Starfi björgunarþyrlna Varnarliðsins lauk í gær. Þyrlurnar verða nú teknar í sundur og fluttar til Bretlands. Með þeim fara um 20 varnarliðsmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LITLA LAMBIÐ Óvanalegt er að kindur beri að haustlagi. LÖGREGLUMÁL Ökumaður var stöðvaður á 105 kílómetra hraða í Hvalfjarðargöngunum í fyrrinótt. Lögreglan á Akranesi segir þetta mikinn hraða í göngunum en hámarkshraði þar er 70 kílómetrar á klukkustund. Í Borgarnesi var maður á þrítugsaldri dæmdur til 270.000 króna sektar auk ökuleyfissvipt- ingar í þrjú og hálft ár. Hann hafði í apríl síðastliðnum gert tilraun til þess að stinga lögregl- una af á um 150 kílómetra hraða á klukkustund. Sá eltingarleikur endaði utan vegar og reyndist ökumaðurinn vera ölvaður. - þsj Hraðakstur í Hvalfirði: Tekinn á 105 í göngunum Vonda stjúpmóðirin Kona sem neyddi stjúpbörn sín til að troða í sig mat og drykk, kasta matn- um upp, velta sér upp úr ælunni og síðan leggja sér hana til munns á nýjan leik, var á miðvikudaginn dæmd í tveggja til sex ára fangelsi í Virginíuríki. BANDARÍKIN UMFERÐ Góð þátttaka Um miðjan dag í gær höfðu rúmlega 13.500 manns ritað nafn sitt undir yfirlýsingu á síðunni www.stopp.is. Á síðunni er skorað á Íslendinga að segja stopp við banaslysum í umferðinni. FJÖLMIÐLAR „Engar ákvarðanir hafa verið teknar um róttækar breytingar í rekstri 365 og því get ég hvorki útilokað að eitthvað verði lagt niður né að eitthvað verði byggt upp,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. Í frétt Blaðsins í gær segir að lokun NFS sé í undirbúningi og að til standi að leggja niður blöðin Sirkus, Hér og nú, Veggfóður og Birtu. Þá sé óvíst hvort útgáfu DV verði haldið áfram. Ari segist ekki sjá að það sem komi fram í frétt Blaðsins sé í neinum tengslum við raunveru- leikann og að tímaritaútgáfa fyrirtækisins sé í góðum farvegi. „Þarna er blandað saman hreinni ímyndun við sjálfsagða hluti, sem allir geta gefið sér að hljóti að vera til skoðunar út frá opinber- um upplýsingum. Það hefur komið fram að við sem stjórnum fyrirtækinu teljum ekki að rekstrarárangurinn sé í ásættan- legu horfi í ár og að við hyggj- umst ná meiri árangri á næsta ári. Því er augljóst að við þurfum að taka til í okkar rekstri.“ Ari segir blasa við að NFS sé kostnaðarsamur þáttur í starf- seminni og því verði ekki komist hjá því að skoða hvort hægt sé að gera hlutina með hagkvæmari hætti þar. „Auðvitað er bagalegt að það skapist einhver óvissa um starfsemina sumpart vegna glannalegrar umræðu annarra fjölmiðla. En við munum reyna að skýra það eins fljótt og unnt er hvaða stefnu málin munu taka.“ - sdg Engar ákvarðanir hafa verið teknar um reksturinn: Glannaleg umræða ARI EDWALD Segir blasað við að NFS sé kostnaðarasamur þáttur í starfsemi 365.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.