Fréttablaðið - 16.09.2006, Síða 10
10 16. september 2006 LAUGARDAGUR
FJÁRMÁL Banna ætti alla auglýsinga-
starfsemi í Fjölbrautaskólanum við
Ármúla og á skólalóðinni, að mati
Gísla Ragnarssonar skólameistara
þar. Hann segir nóg af henni alls
staðar annars staðar.
Framganga forráðamanna ein-
stakra nemendafélaga í framhalds-
skólum hefur verið til umfjöllunar í
Fréttablaðinu að undanförnu. Þeir
sem til þekkja segja vaxandi hörku í
kröfum þeirra um styrki frá bönk-
um og fyrirtækjum, jafnvel til per-
sónulegra nota fyrir forráðamenn-
ina. Að auki séu viðskiptasamningar
banka og sumra félaganna farnir að
hlaupa á milljónum króna. Gísli
bendir á að bankarnir leiti með
ýmsum hætti eftir viðskiptum við
nemendurna, oft með gylliboðum,
meðal annars um lægri vexti á yfir-
dráttarlánum.
Hann segir að skólameistarar
hafi yfirleitt ekki hönd í bagga með
viðskiptum forráðamanna nemenda-
félaga og bankastofnana.
„En ég vil vita af þessu og skipti
mér af því til að reyna að draga úr
auglýsingastarfseminni.
Ég hef hins vegar lagt áherslu á
að ekki megi vera um einokun eða
eitthvað slíkt að ræða samfara þess-
um samningum, þannig að aðrir en
viðskiptabanki félagsins séu útilok-
aðir. Við höfum svo sem rætt það hér
að leyfa engar auglýsingar í skólan-
um, þannig að hér væri friðhelgi
fyrir öllu þessu auglýsingafári sem
tröllríður öllu í dag. Þetta þyrfti að
fara í gegnum skólaráð og skóla-
nefnd, en mér finnst þetta ganga
alltof langt.“
Gísli segir að þeir bankar sem
þess hafi beðið, hafi fengið að vera
með kynningu á þjónustu sinni í
hádegi. Viðskiptabanki nemendafé-
lags FÁ hafi orðið að sætta sig við að
sitja við sama borð og aðrir.
„Ég hef heilmikið rætt þetta við
nemendur og bent þeim á að þeir
megi ekki binda sig á klafa þótt ein-
hverjar tekjur komi inn,“ segir
skólameistari og bætir við að síma-
fyrirtæki hefðu farið „langt yfir
strikið“ á síðasta ári. Í boði hefði
verið greiðsla fyrir miða á ball ef
viðkomandi beindi viðskiptum
sínum til ákveðins símafyrirtækis.
Þarna hefðu því verið eins konar
„mútur í gangi“.
Þetta ætti ekki einungis við um
banka og símafyrirtæki, því önnur
fyrirtæki hefðu verið með talsverð-
an ágang til að ná viðskiptum nem-
endanna til sín. En bankar og síma-
fyrirtækin virtust þó ganga einna
harðast fram. jss@frettabladid.is
FJÖLBRAUTASKÓLINN Í ÁRMÚLA Skólameistari vill helst banna alla auglýsingastarf-
semi innan veggja skólans og á skólalóðinni. Hann segir nóg af henni annars staðar.
Skólameistari vill
banna auglýsingar
Bann við auglýsingum banka og fyrirtækja í Fjölbrautaskólanum við Ármúla
og á lóð hans væri æskilegt að mati skólameistara. Hann segir sum fyrirtæki
hafa farið langt yfir strikið. Jafnvel hafi verið um eins konar mútur að ræða.
ÞRÓUNARAÐSTOÐ Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) er að
ljúka framkvæmdum við nýjan
grunnskóla í malavíska fiski-
mannaþorpinu Malembo. Á sama
tíma og byggingaframkvæmdir
hafa staðið yfir hefur stofnunin
einnig styrkt menntunarátak á
vegum menntamálayfirvalda í
héraðinu.
„Við erum að byggja skólahús-
næði með átta kennslustofum,
stjórnunarbyggingu og bókasafni,
salernisaðstöðu og sjö kennara-
húsum,“ segir Stella Samúelsdótt-
ir, starfsmaður ÞSSÍ, sem hefur
yfirumsjón með byggingafram-
kvæmdunum í Malembo.
Fram til þessa hafa fá börn sótt
skólann í Malembo. „Það eru marg-
ar skýringar á því af hverju svona
fá börn sóttu skólann, aðstæður
voru svo bágbornar að það var letj-
andi fyrir börn að fara í skólann
þar sem húsnæðið var þaklaust,
salernisaðstaða var engin og fáir
kennarar,“ segir Stella.
Fyrir utan byggingafram-
kvæmdir við skólann og kennara-
húsin er verið að gera tvo brunna á
svæðinu á vegum ÞSSÍ svo börn,
kennarar og aðrir hafi aðgang að
hreinu vatni. Þetta er aðkallandi
vegna þess að á þessu svæði hafa
komið upp kólerufaraldrar vegna
lélegs drykkjarvatns. Einnig er
menntunarátak í gangi á vegum
yfirvalda í héraðinu sem felst í að
ræða við höfðingja, foreldra og
skólastjórnendur í Malemboþorpi
til að fá þá til að hvetja börnin til
að sækja skóla. - shá
Þróunarsamvinnustofnun Íslands byggir nýjan skóla fyrir börn í Malaví:
Gamla skólahúsið þaklaust og hættulegt
BÖRNIN Í MALEMBO Ekkert vantar á lífsgleði barnanna í fiskiþorpinu þrátt fyrir að
gamli skólinn hafi verið hættulegur. Tækifæri bíða nú þeirra sem gátu ekki látið sig
dreyma um slíkt áður. MYND/SKARPHÉÐINN
TYRKLAND, AP Múslimar víða um
heim héldu í gær áfram að láta í
sér heyra til að mótmæla ummæl-
um Benedikts páfa á fimmtudag-
inn um heilagt stríð og Múhameð
spámann.
Í Pakistan samþykkti þjóðþing
landsins einróma fordæmingu á
ummælum páfa og í Líbanon
krafðist æðsti klerkur sjíamúslima
afsökunarbeiðni. Stjórnarflokkur-
inn í Tyrklandi líkti páfa í gær við
Hitler og Mussolini og sagði hann
endurvekja hugarfar krossferð-
anna. Reiði er mikil víða í mús-
limaheiminum og óttast sumir að
ofbeldi geti hlotist af, svipað því
sem gerðist eftir að skopmyndir af
Múhameð spámanni birtust í
dönsku dagblaði. - gb
Hörð viðbrögð við ummælum:
Reiði múslima í
garð páfa vex
REIÐIR PAKISTANAR Í borginni Lahore
kom fólk saman til að mótmæla páfa.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Ránið í höfuðstöðvum HHÍ er enn óupplýst:
Bíða niðurstöðu úr
norskri lífsýnarannsókn
Afmælistilboð laugardag
og sunnudag!
Minni samloka 500 kr.
Stærri samloka 700 kr
Risasamloka 1000 kr
Gos úr vél fylgir.
Helgarveisla 2 risar og 2 l gos 1800 kr.
Kúluís með tveimur kúlum 100 kr.
Salat með heitu kjöti og Kristall 550 kr.
st-a-minu
st a u
www.just-a-minute.org
í ráðhúsi reykjavíkur
sunnudaginn 17. sept.
kl. 14 – 16.30
aðgangur ókeypis
mínútan er kl. 15:25
bein útsending á Netinu kl. 14.45
http://www.just-a-minute.org
hvað er just-a-minute ?
einföld leið til að upplifa innri frið og kraft með
því að byrja á einni mínútu í senn
alheimsátak sem helgað er alþjóðlegum
friðardegi sameinuðu þjóðanna
slökkt á stressi - kveikt á krafti - á einni mínútu
hverjir geta tekið þátt ?
allir sem vilja gefa sér tíma til þess að staldra við,
beina athyglinni inn á við og kynnast þeirri orku
sem býr í kyrrlátum huga – á einni mínútu
kynntu þér málið á netinu:
http://www.just-a-minute.org
HOLLENSKAR MYLLUR Hollendingar
hafa brugðið út af vananum og komið
fyrstu vindmyllum sínum fyrir á hafi
úti, þar sem þær sjást síður en á landi.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Rán sem ungur karl-
maður framdi 18. júní í höfuð-
stöðvum Happdrættis Háskóla
Íslands er enn óupplýst.
Rannsóknardeild lögreglunnar
í Reykjavíkur bíður þess að fá nið-
urstöðu úr lífsýnarannsókn sem
framkvæmd var í Noregi til þess
að geta borið saman við upplýs-
ingar sem löreglan hefur undir
höndum. „Við grunum mann um
að hafa framið ránið en getum
ekki fengið úr því skorið hvort sá
grunur reynist á rökum reistur
fyrr en við fáum upplýsingarnar
frá Noregi,“ segir Ómar Smári
Ármannsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn.
Maðurinn ógnaði starfsfólki
með skotvopni inn í höfuðstöðvum
HHÍ við Tjarnargötu áður en hann
hrifsaði peninga, samtals um 100
þúsund krónur, úr skúffu gjald-
kera. Því næst hljóp hann upp í
Grjótagötu þar sem hann henti af
sér bláum kuldagalla sem hann
var í þegar hann framdi ránið.
Lögreglan handtók mann eftir
umfangsmikla leit, en honum var
sleppt skömmu síðar.
Þetta er eina ránið sem framið
hefur við í höfuðstöðvum HHÍ í
meira en 70 ára sögu félagsins.
- mh
RÁNIÐ FRAMIÐ Ræninginn sést hér
ógna starfsfólki með skotvopni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM