Fréttablaðið - 16.09.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 16.09.2006, Síða 10
10 16. september 2006 LAUGARDAGUR FJÁRMÁL Banna ætti alla auglýsinga- starfsemi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og á skólalóðinni, að mati Gísla Ragnarssonar skólameistara þar. Hann segir nóg af henni alls staðar annars staðar. Framganga forráðamanna ein- stakra nemendafélaga í framhalds- skólum hefur verið til umfjöllunar í Fréttablaðinu að undanförnu. Þeir sem til þekkja segja vaxandi hörku í kröfum þeirra um styrki frá bönk- um og fyrirtækjum, jafnvel til per- sónulegra nota fyrir forráðamenn- ina. Að auki séu viðskiptasamningar banka og sumra félaganna farnir að hlaupa á milljónum króna. Gísli bendir á að bankarnir leiti með ýmsum hætti eftir viðskiptum við nemendurna, oft með gylliboðum, meðal annars um lægri vexti á yfir- dráttarlánum. Hann segir að skólameistarar hafi yfirleitt ekki hönd í bagga með viðskiptum forráðamanna nemenda- félaga og bankastofnana. „En ég vil vita af þessu og skipti mér af því til að reyna að draga úr auglýsingastarfseminni. Ég hef hins vegar lagt áherslu á að ekki megi vera um einokun eða eitthvað slíkt að ræða samfara þess- um samningum, þannig að aðrir en viðskiptabanki félagsins séu útilok- aðir. Við höfum svo sem rætt það hér að leyfa engar auglýsingar í skólan- um, þannig að hér væri friðhelgi fyrir öllu þessu auglýsingafári sem tröllríður öllu í dag. Þetta þyrfti að fara í gegnum skólaráð og skóla- nefnd, en mér finnst þetta ganga alltof langt.“ Gísli segir að þeir bankar sem þess hafi beðið, hafi fengið að vera með kynningu á þjónustu sinni í hádegi. Viðskiptabanki nemendafé- lags FÁ hafi orðið að sætta sig við að sitja við sama borð og aðrir. „Ég hef heilmikið rætt þetta við nemendur og bent þeim á að þeir megi ekki binda sig á klafa þótt ein- hverjar tekjur komi inn,“ segir skólameistari og bætir við að síma- fyrirtæki hefðu farið „langt yfir strikið“ á síðasta ári. Í boði hefði verið greiðsla fyrir miða á ball ef viðkomandi beindi viðskiptum sínum til ákveðins símafyrirtækis. Þarna hefðu því verið eins konar „mútur í gangi“. Þetta ætti ekki einungis við um banka og símafyrirtæki, því önnur fyrirtæki hefðu verið með talsverð- an ágang til að ná viðskiptum nem- endanna til sín. En bankar og síma- fyrirtækin virtust þó ganga einna harðast fram. jss@frettabladid.is FJÖLBRAUTASKÓLINN Í ÁRMÚLA Skólameistari vill helst banna alla auglýsingastarf- semi innan veggja skólans og á skólalóðinni. Hann segir nóg af henni annars staðar. Skólameistari vill banna auglýsingar Bann við auglýsingum banka og fyrirtækja í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og á lóð hans væri æskilegt að mati skólameistara. Hann segir sum fyrirtæki hafa farið langt yfir strikið. Jafnvel hafi verið um eins konar mútur að ræða. ÞRÓUNARAÐSTOÐ Þróunarsam- vinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) er að ljúka framkvæmdum við nýjan grunnskóla í malavíska fiski- mannaþorpinu Malembo. Á sama tíma og byggingaframkvæmdir hafa staðið yfir hefur stofnunin einnig styrkt menntunarátak á vegum menntamálayfirvalda í héraðinu. „Við erum að byggja skólahús- næði með átta kennslustofum, stjórnunarbyggingu og bókasafni, salernisaðstöðu og sjö kennara- húsum,“ segir Stella Samúelsdótt- ir, starfsmaður ÞSSÍ, sem hefur yfirumsjón með byggingafram- kvæmdunum í Malembo. Fram til þessa hafa fá börn sótt skólann í Malembo. „Það eru marg- ar skýringar á því af hverju svona fá börn sóttu skólann, aðstæður voru svo bágbornar að það var letj- andi fyrir börn að fara í skólann þar sem húsnæðið var þaklaust, salernisaðstaða var engin og fáir kennarar,“ segir Stella. Fyrir utan byggingafram- kvæmdir við skólann og kennara- húsin er verið að gera tvo brunna á svæðinu á vegum ÞSSÍ svo börn, kennarar og aðrir hafi aðgang að hreinu vatni. Þetta er aðkallandi vegna þess að á þessu svæði hafa komið upp kólerufaraldrar vegna lélegs drykkjarvatns. Einnig er menntunarátak í gangi á vegum yfirvalda í héraðinu sem felst í að ræða við höfðingja, foreldra og skólastjórnendur í Malemboþorpi til að fá þá til að hvetja börnin til að sækja skóla. - shá Þróunarsamvinnustofnun Íslands byggir nýjan skóla fyrir börn í Malaví: Gamla skólahúsið þaklaust og hættulegt BÖRNIN Í MALEMBO Ekkert vantar á lífsgleði barnanna í fiskiþorpinu þrátt fyrir að gamli skólinn hafi verið hættulegur. Tækifæri bíða nú þeirra sem gátu ekki látið sig dreyma um slíkt áður. MYND/SKARPHÉÐINN TYRKLAND, AP Múslimar víða um heim héldu í gær áfram að láta í sér heyra til að mótmæla ummæl- um Benedikts páfa á fimmtudag- inn um heilagt stríð og Múhameð spámann. Í Pakistan samþykkti þjóðþing landsins einróma fordæmingu á ummælum páfa og í Líbanon krafðist æðsti klerkur sjíamúslima afsökunarbeiðni. Stjórnarflokkur- inn í Tyrklandi líkti páfa í gær við Hitler og Mussolini og sagði hann endurvekja hugarfar krossferð- anna. Reiði er mikil víða í mús- limaheiminum og óttast sumir að ofbeldi geti hlotist af, svipað því sem gerðist eftir að skopmyndir af Múhameð spámanni birtust í dönsku dagblaði. - gb Hörð viðbrögð við ummælum: Reiði múslima í garð páfa vex REIÐIR PAKISTANAR Í borginni Lahore kom fólk saman til að mótmæla páfa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ránið í höfuðstöðvum HHÍ er enn óupplýst: Bíða niðurstöðu úr norskri lífsýnarannsókn Afmælistilboð laugardag og sunnudag! Minni samloka 500 kr. Stærri samloka 700 kr Risasamloka 1000 kr Gos úr vél fylgir. Helgarveisla 2 risar og 2 l gos 1800 kr. Kúluís með tveimur kúlum 100 kr. Salat með heitu kjöti og Kristall 550 kr. st-a-minu st a u www.just-a-minute.org í ráðhúsi reykjavíkur sunnudaginn 17. sept. kl. 14 – 16.30 aðgangur ókeypis mínútan er kl. 15:25 bein útsending á Netinu kl. 14.45 http://www.just-a-minute.org hvað er just-a-minute ? einföld leið til að upplifa innri frið og kraft með því að byrja á einni mínútu í senn alheimsátak sem helgað er alþjóðlegum friðardegi sameinuðu þjóðanna slökkt á stressi - kveikt á krafti - á einni mínútu hverjir geta tekið þátt ? allir sem vilja gefa sér tíma til þess að staldra við, beina athyglinni inn á við og kynnast þeirri orku sem býr í kyrrlátum huga – á einni mínútu kynntu þér málið á netinu: http://www.just-a-minute.org HOLLENSKAR MYLLUR Hollendingar hafa brugðið út af vananum og komið fyrstu vindmyllum sínum fyrir á hafi úti, þar sem þær sjást síður en á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Rán sem ungur karl- maður framdi 18. júní í höfuð- stöðvum Happdrættis Háskóla Íslands er enn óupplýst. Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavíkur bíður þess að fá nið- urstöðu úr lífsýnarannsókn sem framkvæmd var í Noregi til þess að geta borið saman við upplýs- ingar sem löreglan hefur undir höndum. „Við grunum mann um að hafa framið ránið en getum ekki fengið úr því skorið hvort sá grunur reynist á rökum reistur fyrr en við fáum upplýsingarnar frá Noregi,“ segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn. Maðurinn ógnaði starfsfólki með skotvopni inn í höfuðstöðvum HHÍ við Tjarnargötu áður en hann hrifsaði peninga, samtals um 100 þúsund krónur, úr skúffu gjald- kera. Því næst hljóp hann upp í Grjótagötu þar sem hann henti af sér bláum kuldagalla sem hann var í þegar hann framdi ránið. Lögreglan handtók mann eftir umfangsmikla leit, en honum var sleppt skömmu síðar. Þetta er eina ránið sem framið hefur við í höfuðstöðvum HHÍ í meira en 70 ára sögu félagsins. - mh RÁNIÐ FRAMIÐ Ræninginn sést hér ógna starfsfólki með skotvopni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.