Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 12
 16. september 2006 LAUGARDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.181 +0,69% Fjöldi viðskipta: 533 Velta: 6.688 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 64,30 +0,31% ... Alfesca 4,94 +0,82% ... Atlantic Petroleum 577,00 +0,52% ... Atorka 6,40 +0,31% ... Avion 33,10 +0,61% ... Bakkavör 57,50 +1,23% ... Dagsbrún 4,75 -2,66% ... FL Group 20,50 +0,49% ... Glitnir 19,90 +0,00% ... KB banki 850,00 +1,19% ... Landsbankinn 25,90 +0,78% ... Marel 81,00 +1,25% ... Mosaic Fashions 17,70 +0,00% ... Straumur-Burðarás 17,00 +0,00% ... Össur 122,50 +0,41% MESTA HÆKKUN Icelandic Group +1,33% Marel +1,25% Bakkavör +1,23% MESTA LÆKKUN Dagsbrún -2,66% Vinnslustöðin -1,11% Grandi -0,82% Komast ekki með tærnar ... Össur hf. hélt í gær svokallaðan Capital Markets Day þar sem farið var yfir starfsemina með sérfræðingum greiningardeilda og fjárfestum. Einnig var tækifærið notað og skrifað undir styrktarsamning við fótalausan suðurafrískan hlaupara sem staddur er á landinu til að máta og aðstoða við hönnun nýrra gervifóta. Hann er þó enginn aukvisi í hlaupum og benti Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á það við undirritunina að hann væri sennilega hraðskreiðasti mað- urinn á landinu, enda er hans besti tími í 400 metra hlaupi einni og hálfri sekúndu undir besta tíma íslenskra hlaupara á þessu ári. Íslenskir íþóttamenn komast því ekki með tærnar þar sem hann hefur gervihælana. Fríblaðafár á Norðurlöndum Aftonbladet sem verið hefur leiðandi á síðdegisblaðamarkaði í Svíþjóð tilkynnti í gær útgáfu frblaðs sem bera mun heitið SE. Blaðið hefur verið í undirbúningi í 14 mánuði og munu 80 manns starfa á ritstjórninni. Svíar hafa horft til Danmerkur að und- anförnu og hafa forvitnir blaðamenn (eins og blaða- menn eiga að vera) spurst fyrir hér á landi um hvort Dagsbrúnarmenn séu á leið til Svíþjóðar með fríblað. Slíkt er hins vegar afar ólíklegt ef marka má yfirlýsingar. Líklegra er að ef vel tekst til í útgáfu í Danmörku, þá verði stefnan tekin á það blauta Holland. Semsagt módelið er lítið þéttbýlt land þar sem auðveldara er að dreifa á landsvísu. Peningaskápurinn... Hagvaxtar- sprengjan öll John Hurley, bankastjóri írska seðlabankans, sagði á ráðstefnu bankans um framleiðni og hagvöxt á Írlandi og evrusvæðinu, sem hófst í Dublin í gær, að merki væru um að hagvaxtarsprengingin sem varað hafi í landinu undanfarin ár sé á enda. Sé það hlutverk stjórnvalda að leita leiða til að viðhalda góðum hagvexti á næstu árum. „Það er nauðsynlegt að skoða þessi mál því vöxtur í framleiðni er mikilvægur liður í bættum lífskjörum fólks,“ sagði Hurley og lagði áherslu á að stjórnvöld yrðu að leita leiða til að koma í veg fyrir að dragi úr framleiðni svo að hagvöxtur minnki ekki á Írlandi. - jab Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var 2,75 prósenta hagvöxtur hér á landi. Á sama tíma jukust þjóðar- útgjöld talsvert meira, eða um sjö prósent, en hafa þó ekki vaxið hægar síðan á fjórða fjórðungi ársins 2003. Útflutningur dróst saman um sex prósent og veru- lega hægði á vexti innflutnings. Jókst hann um 6,25 prósent frá sama fjórðungi fyrra árs en hafði vaxið um meira en tuttugu pró- sent undanfarna sex fjórðunga þar á undan. Þetta sýna nýjar tölur um landsfram- leiðslu sem Hagstofan birti í gær. Samhliða þessu dró mikið úr vexti í einka- neyslu og fjár- festingu. Þensla var því nokkuð minni en áður var talið að sögn Jóns Bjarka Bents- sonar, hagfræð- ings hjá Grein- ingu Glitnis. „Þetta bendir til þess að þenslan hafi náð hámarki í fyrra. Það er vissulega enn þá vöxtur, bæði í fjárfestingu og einkaneyslu, en það hægir ansi snarpt á honum.“ Aukning einkaneyslu hefur ekki verið minni frá því á fjórða fjórðungi ársins 2002. Er hún nú talin hafa vaxið um 4,25 prósent á öðrum ársfjórðungi en meðalvöxt- ur einkaneyslu í fyrra var 12,3 prósent. Enn er þó talsverður vöxtur í flestum liðum innfluttra neysluvara en þó var tuttugu pró- senta samdráttur í kaupum á öku- tækjum. Fjárfesting jókst um 6,25 prósent en hafði aukist um 36,25 prósent á fyrsta fjórðungi ársins og 37,25 á árinu 2005 í heild. Jón telur ekki líklegt að þessar upplýsingar hefðu breytt ákvörð- un Seðlabankans um að hækka stýrivexti um fimmtíu punkta í fyrradag en tónninn hefði ef til vill verið bjartari. Þær minnki jafnframt líkurnar á að stýrivext- ir verði enn hækkaðir á næsta vaxtaákvörðunardegi, 2. nóvem- ber. - hhs Þenslan náði hámarki í fyrra Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, skrifaði í gær undir styrktarsamning við Oscar Pistorius, 19 ára gamlan heimsmethafa í 100, 200 og 400 metra hlaupi í sínum flokki. Oscar, sem er aflimaður fyrir neðan hné á báðum fótum, er hér á landi til að aðstoða við prófun hlaupafóta sem Össur sérsmíðar á hann. Oscar stefnir á að keppa við ófatlaða hlaupara á Ólympíuleikunum í Kína, en til þess að það geti orðið að veruleika segist hann þurfa að bæta hlaupatíma sinn í 400 metra hlaupi um eina og hálfa sekúndu næstu tólf mánuði. „Það verður sjálfsagt rosaerfitt, en ég held að það sé vel mögulegt og þá ekki síst vegna þeirrar miklu aðstoðar sem ég nýt frá Össuri,“ segir hann. Besti tími Oscars í 400m hlaupi er 47,3 sekúndur en til að keppa meðal ófatlaðra þarf hann að ná að hlaupa 400 metrana á 45,5 til 45,8 sekúndum. „Nái Oscar að keppa meðal ófatlaðra á Ólympíuleikunum árið 2008 yrði hann þar með fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn til að ná slíkum árangri,“ segir Jón Sigurðs- son, forstjóri Össurar, og kveður fyrirtækið vera stolt af því að fá að hjálpa honum að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Auk þess að sérsmíða á Oscar hlaupafætur styrkir Össur hann með fjárframlagi út árið 2010. - óká STYRKTARSAMNINGUR HANDSALAÐUR Oscar Pistorius, suðurafrískur hlaupari, og Jón Sigurðs- son, forstjóri Össurar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Styrktur til keppni við ófatlaða hlaupara JÓN BJARKI BENTS- SON, HAGFRÆÐ- INGUR HJÁ GREIN- INGU GLITNIS VÖXTUR EINKANEYSLU MINNKAR Tuttugu prósenta samdráttur varð á kaupum á ökutækjum á öðrum ársfjórðungi. Hækkun á söluandvirði bréfa sem almenningi stóðu til boða í nýaf- stöðnum hlutafjárút- boðum Exista og Marels á markaði í gær nam tæpum 177 milljónum króna. Dagurinn var sá fyrsti á markaði hjá Exista, sem nú er fjórða stærsta félagið á mark- aðnum. Viðskipti með hlutabréf Exista hf. hófust í Kauphöll Íslands í gær- morgun. Skráning félagsins er stærsta nýskráning í Kauphöllina til þessa. Viðskipti með bréf Exista námu samtals 668 milljónum króna í 147 viðskiptum. Við lok dags var gengi bréfanna 22,6, eða 5,1 prósenti hærra en útboðsgengið, sem var 21,5. Miðað við lokagengi gær- dagsins var markaðsvirði félags- ins 245 milljarðar króna, en það þýðir að Exista er nú fjórða stærsta félagið á markaðnum. Með skrán- ingu Exista er markaðsvirði félaga á íslenska hlutabréfamarkaðnum orðið ríflega tvöföld landsfram- leiðsla, eða 2.400 milljarðar. Á blaðamannafundi í húsnæði Kauphallarinnar í gærmorgun bauð Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, nýja félagið vel- komið. „Í ljósi stærðar fyrirtækis- ins og fjölbreyttrar starfsemi er skráning þess spennandi viðbót við íslenskan hlutabréfamarkað. Við óskum Exista velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði hann. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sagði að eftir vel heppnað hlutafjárútboð og skráningu væri félagið vel í stakk búið til að efla starfsemi sína enn frekar hér á landi og erlendis. „Við hlökkum til að takast á við þá ábyrgð sem þessu fylgir og væntum þess og treystum að þetta verði gæfuspor fyrir Exista og alla hluthafa félags- ins.“ Í almenna hluta hlutafjárútboðs Exista óskuðu um 7.400 fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir um 42 milljarða króna og eftirspurn þvi mikil. Í boði voru 65 milljónir hluta að söluvirði 1.397,5 milljónir króna. Miðað við 5,12 prósenta hækkun gærdagsins högnuðust almennir hluthafar sem þar keyptu því um 71,5 milljónir króna, því virði hlutarins hækkaði í 1.469 milljónir króna. Í nýafstöðnu útboði Marels voru svo 15 milljónir nýrra hluta í boði til almennings, eða fyrir 1.110 milljónir króna að söluvirði. Eftir viðskipti gærdagsins hafði virði þess hluta því aukist um 9,46 pró- sent, í 1.215 milljónir króna, eða um 105 milljónir. olikr@frettabladid.is Almennir hluthafar hagn- ast um 177 milljónir króna Í KAUPHÖLL ÍSLANDS Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sýnir forsvars- mönnum Exista og gestum Kauphallarinnar hvar sjá megi tilboðsgengi í bréf Exista áður en fyrstu viðskipti með bréf þess hófust í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARKAÐSPUNKTAR Samræmd vísitala neysluverðs hér á landi hækkaði um 0,4 prósent í ágúst frá fyrri mánuði. Til samanburðar hækkaði verðlag í EES-ríkjunum að meðaltali um 0,2 prósent. KB banki segir að sé litið til síðustu 12 mánaða hækkaði vísitalan um 7,1 prósent hér á landi en um 2,3 prósent innan EES og á evrusvæðinu. Eimskip hefur gengið frá kaupum á 30 prósenta hlut í Kursiu Linija, einu stærsta skipafélagi í Eystrasaltríkjunum. Heildar- kaupverð nemur tæpum 716 milljónum íslenskra króna. Krónan veiktist um 0,7 prósent í gær. Greiningardeild Landsbankans segir svo virðast sem um 30 milljarða króna jöklabréf sem voru á gjalddaga í gær hafi ekki hreyft verulega við krónunni. Norvik hf., sem er félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, festi í gær kaup á stærstu sögunar- myllu Lettlands, VIKA Wood. Framleiðsla verksmiðjunnar er um 270.000 rúmmetrar af söguðu timbri á ársgrundvelli. Fyrirtækið var stofn- að árið 1995 og er starfsmanna- fjöldi um 200. Helstu markaðir eru Japan og heimamarkaður- inn Lettland, en fyrirtækið flytur út timburafurðir til um 15 landa víðs vegar um heiminn, að því er fram kemur í tilkynningu. Með kaupunum verður Norvik stærsti útflutningsaðili timburs frá Lettlandi með tæplega 420.000 rúmmetra heildarumsetningu. Áður hefur Norvik rekið verksmiðjurn- ar BIKO-LAT frá 1993 og Cesis frá 2003. Heildarvelta Norvikur í Lett- landi nálgast 8 milljarða og er starfs- mannafjöldi um 800 manns. - óká Norvik flytur út mest af timbri JÓN HELGI GUÐMUNDSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.