Fréttablaðið - 16.09.2006, Page 17

Fréttablaðið - 16.09.2006, Page 17
LAUGARDAGUR 16. september 2006 17 Umræðan Áfengi og ábyrgð Annað slagið snertir vímuefna-neysla landsmanna, einkum ungmenna, sársaukaþröskuld samfélagsins. Þá grípa fjölmiðlar til sinna ráða og rýna í það stór- kostlega vandamál sem vímuefna- neysla er orðin og mun verða. Líkt er að ráðamenn standi ráðþrota gagnvart þessu vandamáli og sér- hver maður virðist ekki sjá nokkra lausn í sjónmáli. Hingað til hefur það algengast verið að líta á misnotkun á áfengi og öðrum vímuefnum sem vanda- mál fíkla og áfengissjúkra. Hugs- unin er okkur nær að líta á áfengi sem órjúfanlegan hluta af menn- ingu okkar og nokkuð sem við megum ekki án vera eða tak- marka. Vandamálið séu áfengis- sjúkir og lausnin því bundin við þá sérstaklega og forvörnin gagn- vart þeim sérstaklega sem mót- tækilegir eru fyrir sjúkdóminum. Þetta er hugarfar sem verður að mínu mati að breytast. Áfengis- vandamálið er ekki vandamál áfengissjúkra, því þeir eru veikir og geta ekkert gert að veikindum sínum. Áfengisvandamálið er vandamál okkar hinna sem telj- umst öllu jöfnu vera heilbrigðir, því ætla má að við hefðum vits- muni og dómgreind til að skilja á milli ljóss og myrkurs, og sann- leika og lygi. Svo virðist þó ekki vera þegar skoðað er máttleysi samfélagsins og stjórnvalda til að stemma stigum við síaukinni og síalvarlegri vímuefnanotkun landsmanna, einkum ungmenna. Við þurfum að hætta þessari ein- angrunarhyggju og byrja að ræða um áfengisvandamálið á almenn- um grundvelli og skaðsemi þess á fólk og samfélag óháð fíknisjúk- dóminum alkóhólisma. Regluleg- ir neytendur áfengis þurfa ekki að skammast sín fyrir eða upplifa sig hræsnara þó þeir vilji vera inni í umræðunni um áfengis- vandamálið. Við þurfum að skoða okkar eigin lífsviðhorf og gildi, og hvern- ig við kjósum að lifa lífinu og ala upp börnin okkar. Hér er ég ekki að prédika bindindi eða að það sé æskilegasta lífsmynstur sem hver maður gæti tekið upp á. Heldur að mikil virðing sé borin fyrir vímu- gjafanum og hugsanlegri skað- semi hans, bæði m.t.t. neytandans sjálfs sem og þeirra sem neyslan hefur áhrif á, t.d. börn og maka. Auðvelt er t.a.m. að búa sér til umgengnisreglur áfengis og umgangast vímugjafann á þann hátt að börn sjái aldrei fullar, hálf- tómar eða tómar áfengisflöskur inni á heimili; að börn sjái aldrei foreldri undir áhrifum áfengis, og helst ekki í fráhvörfum af áfengis- neyslu; að börn fái að njóta alls- gáðs uppeldis þrátt fyrir hóf- drykkju foreldra. Þetta vísar til ábyrgðar ein- staklingsins og foreldra, en þá er ótalið allt það sem stjórnvöld geta gert og hafa látið ógert. Þegar vel er að gáð, er fíknisjúkdómurinn ekki aðeins sjúkdómur áfengissjúkra, heldur er einnig um pólitískt vandamál að ræða. Stjórnmálamenn klóra sér í skalla sínum, oft í mikilli örvæntingu, hvað gera skuli með áfengisvandamálið. Lausnirnar við erfið- ustu vandamálunum eru öllu jöfnu mjög einfaldar og yfirleitt svo viðblasandi að enginn tekur eftir þeim, eða að þær eru svo þjáningafullar í framkvæmd að litið er á þær sem seinasta úrræðið sem mögulegt er. Lausn- irnar eru nefnilega fólgnar í vissri forræðishyggju. Það er a.m.k. ein leiðin til að útskýra einfalda lausn á flóknu og erfiðu vandamáli. Ég vil hins vegar ekki kalla það forræðishyggju, heldur kærleiksþel eða bróð- urkærleik, því hver á að gæta bróðurs okkar og systur ef við gerum það ekki? Því takmarka stjórnvöld ekki opnun- artíma skemmtistaða? En þar er inngangurinn í undir- heimana sem eru orðnir skipu- lagður glæpaheimur. Af hverju takmörkum við ekki sölu á áfengi og bindum það í lög að áfengi sé ekki selt eða markaðsett eins og svissneskur ostur eða önnur mjólkurafurð? Af hverju mótmæl- um við ekki öllum hugmyndum um að opna fyrir áfengissölu í matvörubúðir? Af hverju er ekki markviss fræðsla í grunnskólum og framhaldsskólum um skaðsemi vímuefna? Fræðsla sem er laus við hræðsluáróður eða prédikun, heldur hlutlaus og markviss. Af hverju virðast ráðamenn þjóðar- innar standa ráðþrota gagnvart vímuefnavandanum þegar lausn- inar eru augljósar og margar? Því hneykslumst við yfir sjúkleika áfengisjúkra þegar við erum ekki tilbúin að axla ábyrgð á eigin við- horfum og hegðun gagnvart áfengi, eða á framlagi okkar til samfélagsins. Því biðjum við til Guðs og manna um betri tíð með bundið fyrir augun og keflaðar hendur. Í orðskviðum Prédikarans segir: „Heimskinginn spennir greipar og étur sitt eigið hold.“ (Pd 4.5). Þessi ritningastaður er máttug myndlíking á því hvernig við kjósum að takast á við vímu- efnavandann. Við biðjum um lausnir á meðan við nærum og stundum sjálfseyðandi hugmynd- ir og líferni og gefum því vímu- efnavandanum frjóan jarðveg. Við verðum að skilja að það er „heil- brigða“ fólkið sem býr til jarðveg- inn sem fíknisjúkdómar þrífast í, og það er okkar að plægja og rífa arfann og kasta í eldsofninn svo samfélagið eigi góðan vöxt og verði illgresinu yfirsterkara. Höfundur er guðfræðingur og áfengisráðgjafi. Heimskinginn spennir greipar ... GUNNAR KRISTINN ÞÓRÐARSON vaxtaauki! 10% E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 12 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.