Fréttablaðið - 16.09.2006, Page 32

Fréttablaðið - 16.09.2006, Page 32
[ ] Citroën C1 er lítill og snagg- aralegur bíll sem hannaður er með sparneytni og innanbæj- arakstur í huga. Sem slíkur er hann fremstur meðal jafningja en aðeins meðal jafningja. C1 er afrakstur PSA-samstarfsins en að því standa Toyota, Peugeot og Citroën. Útkoman er Peugeot 107, Toyota Aygo og Citroën C1 sem allir eru í raun sami bíllinn með örlitlum útlitsbreytingum. Innviðir eru hinir sömu, vélar allar eins og flestallur staðalbúnaður sá sami. Bílarnir eru meira að segja allir framleiddir á sama stað, í borginni Kolin í Tékk- landi. Breytingarnar felast aðallega í ytra útliti og þar hefur C1 vinning- inn. Bíllinn er mjög lítill og léttur, rétt tæplega 900 kíló, og það skilar sér í snerpu. Vélin er ekki stór en hún skilar því sem þarf. Bíllinn er framleiddur með annars vegar 68 hestafla 1 lítra bensínvél, og hins vegar 1,4 lítra dísilvél sem ekki er fáanleg hér á landi. Gírkassinn er 5 gíra og beinskiptur, frekar stífur og maður fær það á tilfinninguna að þeir hafi notað ódýrari týpuna. Innviðir bílsins státa af nýstár- legri hönnun, en það sama er uppi á teningnum þar og í gírkassanum. Fyrst og fremst er hugsað um hag- kvæmni og plastið í mælaborðinu segir einfaldlega: „Ég er ódýr.“ Þetta á sérstaklega við um miðstöð- ina og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en hún virkar allt annað en traustvekjandi. Ástæðan fyrir því að allt í bílnum virkar ódýrt er einföld. C1 er ódýr bíll. Nýr þriggja dyra C1 kostar 1.395.000 krónur og fimm dyra kost- ar hann 1.435.000 krónur. Það er lítið fyrir nýjan bíl og hér kemur besti parturinn: Það er gaman að keyra hann. Vélin er spræk, bíllinn lipur og hann lætur vel að stjórn. Í mið- bænum á annatíma leið mér eins og á þjóðvegi eitt. Allar þröngu göturn- ar urðu skyndilega breiðstræti og litlu lausu plássin breyttust í bíla- stæði. Þarna á C1 heima og honum líður vel heima hjá sér. C1 er góður borgarbíll. Þegar hann kemur út á þjóðveginn er hann lítið spennandi, verður frekar mús á fílaslóð. Á stofnleiðum og þröngum götum hinsvegar er C1 sparneytinn, eyðir aðeins 4,6 á hundraðið að með- altali, hann er snöggur og snarpur og algjörlega á heimavelli. tryggvi@frettabladid.is Innanbæjarbíll í snattið Skottið er ekki rúmgott, en með því að fella sætin niður má koma fyrir slatta af dóti. C1 lítur betur út en bræður hans Toyota Aygo og Peugeot 107. Miðstöðin skilar sínu en hún er einfald- lega ljót. Vélin skilar 68 hestöflum, sem er meira en nóg fyrir tæplega 800 kíló. C1 er mjög lítill bíll og hentar því vel á þröngar götur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYNSLUAKSTUR Eðalvagn. Einn flottasti bíll heims heitir Bugatti og hefur verið framleiddur af Volkswagen síðan 1998. Fyrsta eintakið frá Volkswagen ber nafnið Veyron 16,4 (þar sem hann er með 16 strokka vél) og kemst upp í heila 407 km hraða á klukkustund. Hann kom á göturnar í mars á þessu ári. Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Eigum fyrirliggjandi aukahluti á Ameríska bíla. Til afgreiðslu strax. 23 97 /T A KT ÍK / 1 1. 9. ´0 6 USA AUKAHLUTIR 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið CITROËN C1 Vél: 998 cl 68 hestöfl / 93 Nm Meðaleyðsla: 4,6 l/100 km Þyngd: 880 kg Plús Lítill og léttur Sparneytinn Gott að aka Mínus Lítill og nettur Stífur gírkassi Ódýr innrétting Verð frá: 1.395.000 Verð prufubíls: 1.435.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.