Fréttablaðið - 16.09.2006, Side 33
LAUGARDAGUR 16. september 2006
Litlar sem engar takmarkanir
eru á því hvernig bíla sextán
ára ökunemar mega nota í
æfingaakstur.
Æfingaakstur er tilvalinn til að
venja nýja ökumenn við umferð-
ina og tryggja að þeir séu betur
undir ökunámið og ökuprófið
búnir.
Í reglum um æfingaakstur er
ekki kveðið á um neinar takmark-
anir sem lúta að ökutækinu, öðru
en að það sé innan þeirra marka
sem ökuskírteini í viðkomandi
flokki veitir réttindi á.
Hjá Frumherja fengust þær
upplýsingar að reglurnar leyfðu
sextán ára ökunemum að aka
sjálfskiptum bíl í æfingaakstri, þó
að ökukennsla fari fram á bein-
skiptum bíl, og fullbreyttum
fjallajeppum, þó svo að akstur
slíkra bíla krefjist sérlega mikill-
ar varúðar.
„Menn eru náttúrulega ekki á
eitt sáttir varðandi þetta. Breyttir
bílar eru með talsvert breyttum
aksturseiginleikum og varúðar-
miða sem settur er í mælaborðið
til að vara við því að bílnum hafi
verið breytt frá því að verksmiðj-
an smíðaði hann og hann hafi ekki
sömu aksturseiginleika og upp-
haflega,“ segir Svanberg Sigur-
geirsson, ábyrgðarmaður öku-
prófa hjá Frumherja.
„Ég hef samt ekki heyrt af
neinni umræðu um hvort þessu
eigi að breyta. Það eru engar tak-
markanir á bílunum nema að þeir
mega ekki vera meira en 3.500 kg
að heildarþyngd,“ segir Svan-
berg.
Í umferðarlögum er kveðið
sérstaklega á um að leiðbeinandi
sem fylgi ökunema í æfingaakstri
verði að vera minnst 24 ára að
aldri, hafa minnst fimm ára
reynslu af stjórnun ökutækis á
borð við það sem notað er og hafi
ekki verið án ökuskírteinis síð-
ustu tólf mánuði. einareli@frettabladid.is
Mega aka breyttum bíl-
um við æfingaakstur
Breyttir jeppar henta vel á fjöll, en eru þeir jafn hentugir í æfingaakstur? FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ræsir hf. stendur á tíma-
mótum. Nýlega var gerður
samningur við Robert Bosch
auk þess sem framundan er
flutningar í nýtt húsnæði.
Ræsir hefur gengið til liðs við
Bosch Car Service til þess að efla
þjónustu sína við bifreiðaeigendur
og stefnir á að komast í fremstu röð
bifreiðaverkstæða á Íslandi. Bosch
er þekkt merki, flestir þekkja verk-
færi þeirra en færri vita að þeir eru
leiðandi í framleiðslu á bílavara-
hlutum fyrir fjölmarga bifreiða-
framleiðendur.
Ræsir er viðurkenndur þjón-
ustuaðili á Íslandi fyrir Mercedes-
Benz, Chrysler, Dodge, Jeep, Mazda
og Mantra 4x4, en vonir standa til
að bifreiðaverkstæði þeirra geti í
framtíðinni þjónustað fleiri bíla
sem Bosch hannar varahluti fyrir.
Ræsir hafði áður umboð fyrir
Mercedes Benz og Mazda. Af
ýmsum ástæðum eru umboðin
komin annað en Ræsir heldur hins
vegar áfram að flytja inn og selja
bíla.
Ákvörðunin um samvinnu við
Bosch var tekin samfara byggingu
nýs húsnæðis Ræsis að Krókhálsi
11 sem væntanlega verður tekið í
notkun um áramótin. Ræsir hefur
þegar hafið innflutning á varahlut-
um frá Bosch og verður sá innflutn-
ingur stór-aukinn þegar flutt verð-
ur í nýja húsnæðið.
Einn af kostum þess að vera í
samstarfi við Bosch Car Service er
að Bosch rekur stóran gagnagrunn
yfir alla þá hluti sem lang flestir
bílar heimsins eru samansettir úr.
Unnið er að því að tengja Ræsi við
gagngrunninn sem mun með tíman-
um auðvelda bilanagreiningu og leit
að varahlutum. - sgi
Breytingar hjá Ræsi
Glæsileg bygging rís nú á Krókhálsi. Þar verður Ræsir með fullkomið bifreiðaverk-
stæði
Hallgrímur Gunnarsson kynnir hið nýja
fyrirkomulag á blaðamannafundi
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Nýr VW jepp-
lingur
BYGGÐUR Í WOLFSBURG Á SÖMU
GRUNNPLÖTU OG GOLF.
Nýi jepplingurinn frá Volkswagen
sem myndaður var með mikilli
leynd hér á landi síðastliðinn vetur
og sýndur sem hugmyndabíll á
bílasýningunni í Genf skömmu
síðar hefur fengið nafn eða
gerðarheiti. Heitið er Tiguan og var
nafnið valið eftir að skoðanakönn-
un hafði farið fram meðal 350
þúsund bílaáhugamanna í Evrópu.
Önnur nöfn sem til greina komu
voru Nanuk, Namib, Rockton og
Samun. Bíllinn verður framleiddur
í Wolfsburg og kemur á markað-
inn árið 2008.
Tiguan er hugsaður sem eins
konar litli bróðir VW Touareg.
Hann er byggður á grunnplötu
VW Golf og er með sítengdu fjór-
hjóladrifi. Tiguan verður svipaður
að stærð og Toyota RAV-4 og aðrir
sambærilegir jepplingar, enda er
hugmynd ráðamanna Volkswagen
að tefla honum fram á markaði
gegn þeim.
Tiguan var sýndur í Genf undir
vinnuheitinu Concept A. Hann
vakti þar mikla athygli og fékk
góðar móttökur bæði blaðamanna
og almennra sýningargesta. Sýn-
ingarbílarnir þar voru með fjórum
hurðum á hliðum og opnuðust
þær aftari á lömum að aftanverðu.
Slíkar afturhurðir voru algengar á
bílum fram á sjötta áratug síðustu
aldar og kallast meðal bílamanna
sjálfsmorðsdyr (Sucide-door).
Samkvæmt frétt Der Spiegel er
ekki talið líklegt að slíkar dyr
verði á fjöldaframleiddum Tiguan
jepplingum þegar þeir koma á
markað 2008, heldur hefðbundn-
ar með lömum á framanverðum
afturhurðunum.
(www.billinn.is)
Tiguan var það, heillin.
Ók sama bílnum 1,6 milljón
kílómetra á 17 árum.
Englendingur, Peter Gilbert að
nafni, hreifst svo mjög af sænska
rallkappanum Erik Carlsson sem
sigraði í Monte Carlo rallinu árið
1963 á Saab 96 með afllítilli
þriggja strokka tvígengisvél að
hans fyrsti bíll varð samskonar og
sá sem Erik Carlsson var svo sig-
ursæll á í fjöldamargri rallkeppni
á árunum 1955-1970.
Gilbert eignaðist sinn fyrsta
Saab árið 1966 og hefur æ síðan
átt Saab bíla. Hann fluttist til
Bandaríkjanna og eignaðist þar
sinn núverandi bíl sem er grár
Saab 900 árgerð 1989 sem hann
keypti nýjan á því herrans ári. Á
þeim 17 árum sem Peter hefur átt
bílinn hefur hann ekið honum
milljón mílur eða 1,6 milljón kíló-
metra.
Bíllinn er allur upprunalegur
og óupptekinn, en eigandinn segir
að galdurinn við að kreista þenn-
an ótrúlega kílómetrafjölda út úr
bíl sé sá að fylgjast vel með honum
og endurnýja reglulega ýmsa slit-
hluti í stað þess að bíða eftir því
að þeir bili, smyrja og skipta
reglulega og oft um allar olíur og
síur.
Bílasafn í nágrenni við heimili
Gilberts hefur falast eftir bílnum
og lofað eigandanum því að hann
megi heimsækja sinn gamla
félaga eins oft og hann lystir.
(www.fib.is)
Milljón mílna Saab
Saab 900, árgerð 1989, er ekki fallegasti bíllinn á götunni en sennilega með þeim
endingabetri.