Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 35
][ Menn virðast sammála um að sjóbirtingurinn sé þetta 3 til 4 vikum á eftir áætlun, mig minnir að þetta hafi verið viðkvæðið síðustu 3 til 4 ár. Hann er alltaf að seinka sér. Menn setja þetta í samband við hlýnun sjávar (eins og allt annað!), og hví ekki það? Sjóbirtingur er urriði sem gengur til sjávar á vorin til að leita sér að æti undan ströndum landsins, og snýr aftur til að hrygna. Ef hann hefur nóg að éta liggur honum ekkert á, og ef hann fær lítið að éta liggur honum enn minna á að sprengja sig upp í árnar. Hlýrri sjór að haustlagi gerir dvölina undan ströndum einfaldlega betri en á árum áður og hann ákveður að belgja sig bara betur út? En menn eru byrjaðir að fá‘ann austur í Skaftafellssýslum þótt í minni mæli sé en oft áður um þetta leyti. Haustlaxinn er líka með breytt mynstur Þá heyrist mér á veiðimönnum að margir þykist sjá teikn á lofti um að laxinn sé betri bráð lengur fram eftir hausti en áður. Af sömu ástæðu: Hlýrra veður. Á hinn bóginn vita allir að vorveiðin á laxi dvínar óðum, júníveiðar eru ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Ástæðan er fyrst og fremst sú að stór- laxinn, sem er uppistaðan í vorveiðum, er orðinn svo fáliðaður. En undanfarna daga hafa fornfrægar haustveiðiár eins og Stóra Laxá, Laxá í Dölum og fleiri gert það gott. Haustrigningar og veðrabrigði hvetja laxinn ef ekki er of kalt. Mér finnst ómiss- andi að veiða á haustin, birtan er öðruvísi, skepnur og ský hreyfast svo engu er líkt og grös fara í bún- ing sem gleður augað. Og auðvitað gerast ævintýri á haustin, þannig skrifar einn veiðimaður á flugur. is til okkar í vikunni um veiðidag síðustu helgi: „Þrátt fyrir fárviðri á sunnudeginum og vatnavexti þótti mér afskaplega gaman og kom heim með tvo fiska, sæll og þreyttur. Sá stærri var 7 punda hrygna sem tók „þýska“ túpu í streng í aðeins 5 metra fjar- lægð frá mér, með því að stökkva á agnið. Það var adrenalín kikk sem jafnaðist nánast á við það þegar kindin læddist aftan að mér og reyndi að hrinda mér ofan í.“ Sun Ray Shadow Margir segja að haustveiðin sé „dagar hinna stóru túpa“. Þungar, hraðsökkvandi túpur sem eru rosa- legar í laginu hanga á hverri stöng. En með því að árnar eru ekki jafn kaldar og menn halda og laxinn sprækari en áður var um þetta leyti, hví skyldu menn ekki nota fínlegra agn? Sun Ray Shadow er til í mörgum gerðum, og fínlegu gerðina notaði ég ein- mitt í vikunni til að fá laxa í leik. Sun Ray er feiki- lega öflug fluga, en hefur orð á sér fyrir að skilja laxinn eftir í losti ef hann tekur ekki. Ég er ekki viss, hún þarf ekki að vera rosalega stór og hrylli- lega mikil, þótt hún virki þannig líka. Ég notaði hana sem litla gárutúpu eða netta flottúpu sem ég dró hratt eftir yfirborðinu til að fá laxana upp með hoppum og stökkum, og þó nokkrir tóku hressilega! Við vorum hópur veiðimanna og fæstir notuðu stóru þungu hraðsökkvandi túpurnar og þá bara sjaldan. Í staðinn vorum við í því að narra laxinn upp í yfir- borðstökur og sumir voru með örflugur. Það var fínn endir á laxveiðisumrinu. Ég hvet menn til að veiða eftir aðstæðum en ekki eftir gömlum venjum. Um að gera að sýn‘onum nógu margt ólíkt! Með haustveiðikveðju, SJH Lokasprettir Icelandair kynnti nýlega vetrarbækling sinn. Þar má meðal annars finna nýja ferð, mótorhjólaferð um Flórídaríki í Bandaríkjunum. Dagana 17. til 25. október ætlar Icelandair að fljúga með vaskan hóp mótorhjólamanna til Flórída í Bandaríkjunum. Ferðin er tilvalin fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á mótorhjólasportinu og einnig fyrir aðeins minna áhugasama maka þeirra. Í þessari ferð má sameina hjólaferðir, strandferðir og verslunarferðir. Gist verður á hótel Orlando Marriott Lake Mary, sem er nálægt Sandford-flugvelli og í aðeins 25 mínútna fjarlægð frá Daytona, þangað sem vélhjólasýn- ing verður sótt. Einnig verða helstu hjólaumboðin heimsótt og þar verður boðið upp á afslátt af vörupöntunum. Farið verður í hjólaferðir um St. Augustin, Mont Dora og fleiri staði. Nánari upplýsingar má fá hjá hópadeild Icelandair. - jóa Mótorhjólakappar bruna til Flórída Mótorhjólaunnendur ættu að kynna sér sérferð Icelandair til Flórída, þar sem vélhjól- in verða höfð í hávegum. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Vetrarbæklingar Flestar ferðaskrifstofurnar hafa gefið út vetrarbæklingana sína. Auð- velt er að nálgast þá á netinu en einnig má hringja og biðja um að fá eintak sent heim að dyrum. Veiðisumarið með Stefáni Jóni Hafstein Fleiri veiðifréttir og heilræði við veiðar á www.flugur.is. Haustveiðin býður upp á ótrúlega mikla náttúruupplifun þegar birtu bregður Hótel Keflavík býður upp á gistingu, morgunmat og geymslu á bíl á frábærum kjör- um yfir vetrartímann. Um þessar mundir er algengt að morgunflug til helstu áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli sé í kring- um klukkan sjö og vissum dögum fara allt að þrettán vélar í loftið frá flugvellinum á innan við klukkustund. Flug svo snemma morguns gerir það að verkum að borgarbúar þurfa að vakna fyrir allar aldir, um klukkan þrjú til hálf fjögur að nóttu, innritun í Evrópuflug er tveimur klukku- stundum fyrir brottför og yfir- völd á Keflavíkurflugvelli leggja ríka áherslu á að fólk sé mætt tím- anlega í innritun. Þegar innritun- in opnar klukkan fimm á morgn- anna er yfirleitt mikið annríki á staðnum. Ekki er óalgengt að langar raðir hlykkist þvert yfir flugstöðina og fólk þarf að standa heillengi og bíða áður en það getur skilað af sér töskum og fengið brottfararspjald í hendurnar. Því er ekki laust við að allt sem gerir slíkt umstang auðveldara sé vel þegið. Til að auðvelda sér ferðalagið, sem hefst jú töluvert áður en komið er um borð í flugvélina, er tilvalið að gista á Hótel Keflavík en þar eru góð tilboð fyrir Íslend- inga á leið til útlanda. Það er fátt betra en að vera kominn í bólið klukkan tíu. Liggja með sjón- varpsfjarstýringu í dúnmjúku hótelrúmi og sofna svo áhyggju- laus vel fyrir miðnættti vitandi að það verði hringt í mann tímanlega til að koma sér niður í morgunmat og skjótast svo út á völl. „Það sem við erum að bjóða núna eru tveggja manna herbergi á 10.800 og eins manns herbergi á 8.800,“ segir Davíð Jónsson aðstoðarhótelstjóri þegar blaða- maður slær á þráðinn til hans og spyr út í nýjustu tilboðin. „Innifalið í þessu verði er morgunmatur, geymsla á bílnum og akstur upp á flugvöll hvenær sem fólki hentar. Ef óskað er eftir því þá þrífum við bílinn, bæði að innan og utan og bónum hann, en fyrir það þarf að borga sérstak- lega. Við geymum bíla í allt að þrjár vikur, en það er samt algeng- ast að þeir standi hérna yfir helgi eða í sirka viku. Þegar ferðalang- ar koma aftur heim frá útlöndum þurfa þeir að koma sér sjálfir á hótelið að sækja bílinn, en leigu- bíll frá Leifsstöð kostar eitthvað í kringum þúsund krónur.“ Helstu ferðaskrifstofur lands- ins hafa verið í samstarfi við Hótel Keflavík en fólki sem hefur keypt sér ferð í gegnum ferða- skrifstofu gefst kostur á ódýrri gistingu í lúxusherbergjum. „Inni í þessum tilboðum sem við höfum gert við ferðaskrifstofurnar er gisting í deluxe-herbergi sem vanalega kostar 14.800. Fyrir fólk sem kemur á vegum ferðaskrif- stofanna kostar herbergið ekki nema 7.800 nóttin og innifalið í því er líka geymsla á bíl, morgun- verður og far upp á flugvöll. Gist- ing í fjölskylduherbergi fyrir fjóra kostar 12.800 á þessu sama tilboði,“ segir Davíð og bendir á að á hótelinu sé einnig vel útbúin líkamsræktarstöð með gufubaði og ljósabekkjum, kínverskur veit- ingastaður og bar. mhg@frettabladid.is Forskot tekið á ferðasælu Á Hótel Keflavík eru frábær tilboð fyrir Íslendinga á leið til útlanda. �������������������������������������������������� � � � � � � �� �� �� �� �� � �� �� � Barcelona ������������ �������������� �������� ������ ������ ������ ������� ������ ������ ����� ������� ����� ������� ������ ������� ������ ������� ������� ������ ��� ������ ������ ����� ������ ���� � �������������� �������������������������������������� ������������������������������������� ����������������� ����������������������� ����������������� �������������� ���������������� ������������������������� ������������������������������ ������������ ���������������� �������������������������� ��� �������������������� ������������������������ ������������������������ ������������������������������������������������������� �������������� �������������������� ������������ ������������������������������������� ����������� ��������������������������� ������������ ���������������� �������������������� ���������� ������������������������ ������������������������ ������������������� ����������������� ������������������� ������������������ ��������������������� ������������������ ���������������������������� �������������������� �������������������� ��������������������������� �������������������� ������������������������ ������������������� ������������������ �������������������� ������������������������� �������������������� ��������������������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.