Fréttablaðið - 16.09.2006, Page 46

Fréttablaðið - 16.09.2006, Page 46
■■■■ { nýir bílar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Á GÖTUNNI >>Á GÖTUNNI >> 6 Nýr fjórhjóladrifinn jeppi, Kyron, frá SsangYong í Suður-Kóreu er um margt nýstárlegur. Hann líkist greinilega um margt evrópskum lúxusjeppum með áberandi ávalar línur og áberandi stór dekk. Kyron er fullvaxinn jeppi, byggður á grind og með hátt og lágt drif. Kyron er talsvert stærri bíll en ætla mætti við fyrstu sýn. Þegar hann er skoðaður við hlið algengs jeppa, til dæmis LandCruiser 90, sést að hann er með stærri jeppum í þessum flokki, Kyron er til dæmis 1.880 mm á breidd en LandCruis- er 90 (120) er 1.790 mm. Mercedes-Benz Xdi túrbód- ísilvélin er 4ra strokka með 2ja lítra slagrými. Vélin er 141 hestafl við 4.000 snúninga og hámarks- tog er 310 Nm við 1.800 til 2.750 snúninga. Hún er með 2 ofan- áliggjandi kambása og 4 ventla á hverju brunahólfi. Millikælir er loftkældur. Eldsneytiskerfið er 3ja kynslóðar forðagrein (common rail) með rafstýrðum spíssum sem ýra beint inn í brunahólf. Vélin er áberandi hljóðlát og þýðgeng. Verð á vel búnum sjálfskiptum Kyron er aðeins 3.490.000 krón- ur. Fullvaxinn jeppi með hljóðláta vél Ssang Yong Kyron er stærri en hann virðist við fyrstu sýn. Um þessar mundir frumsýnir Ingvar Helgason ehf. nýjan og glæsilegan Subaru Legacy. Subaru Legacy hefur heldur betur sannað sig hér á landi og hent- ar íslenskum aðstæðum ótrúlega vel. Eins og flestir vita þá eru allir Subaru-bílar fjórhjóladrifnir og er það ekki síst vegna þessa hve mikl- um vinsældum bíllinn hefur átt að fagna hér á Íslandi. Eins og sést glögglega þá hefur Subaru sótt verulega í sig veðrið þegar kemur að hönnun og útliti, en nýr Legacy þykir fallegur og vel heppnaður bíll í alla staði. Það sem er nýtt í Legacy er breyttur fram- endi, það er ljós, grill og stuðari, afturendi bílsins er einnig töluvert breyttur, nýir og endurbættir hlið- arspeglar, sem og 17“ álfelgur sem setja sportlegan svip á bílinn. Að auki bætast við nýjir og glæsilegir litir í litaúrvalið. Að innan hefur bíllinn breyst mjög mikið og búnaði verið bætt við sem gerir Legacy að verðugum lúxus- bíl. Til viðbótar við það sem áður var, til dæmis hraðastilli, loftkæl- ingu, hita í sætum, hita í framrúðu og fleira, er komin tvískipt tölvu- stýrð loftkæling, aðdráttarstýri, 6 diska geislaspilari með MP3, vand- aðri hljómflutningstæki, rafdrifin aðfella á hliðarspeglum, betri sæti og margt fleira. Eins og áður fæst bíllinn með öfl- ugri 165 hestafla Boxer-vél og fæst í Sedan- og Wagon-útfærslu. Til að fulkomna allt saman þá er Subaru Legacy á frábæru verði, frá 2.490.000 krónum. Verðugur lúxusbíll Subaru Legacy hefur fengið nýtt ytra útlit en hefur breyst enn meira að innan. Í grein um Nissan Note í Bílum og sporti í júní síðastliðnum segir Njáll Gunn- laugsson einfaldlega: „Satt best að segja er þetta besti fjölnota akstursbíll sem að undirritaður hefur prófað.“ Njáll er ekki einn um þessa skoðun því auk þess sem Note er frumlegur og straumlínulagaður í útliti sameinar hann hagkvæmni og sportlega aksturseiginleika sem gera hann að skemmtilegasta bíln- um í sínum flokki, sprækum í akstri með 1,6 lítra vél, öðruvísi útlit og góða rýmisnýtingu. Innra rými hans er sérstaklega hannað með mikið notagildi í huga, svo sem aftursæti á sleða og falskur botn í farangurs- geymslu auk fjölda geymsluhólfa. Því er Note sérstaklega sniðug kaup fyrir fjölskyldur á ferð og flugi, ódýr, lipur og ótrúlega rúmgóður. Besti fjölnota akstursbíllinn Nissan Note er sérlega sniðugur fjölskyldubíll. Vélar (B): 1,8 l/129 hö, 2,0 l/147 hö Vélar (D): 2,0 l/126 hö Skiptingar: 5 g (bsk), 6 g (ssk) 4-5 dyra / 5 sæta Farangursrými: 520-1.500 / 520 l Árekstrarpúðar: 9 VSC, TRC og BA Umboð: Toyota á Íslandi Verð frá: 2.590.000 Toyota Avensis Vélar (B): 3,0 l/265 hö Skiptingar: bsk/ssk 2 dyra / 2 sæta Farangursrými: 340 l Árekstrarpúðar: 6 Fjölþætt DSC-kerfi Umboð: B&L Verð frá: 5.080.000 BMW Z4 Coupé Vélar (B): 1,2 l/75 hö, 1,6 l/111 hö Vélar (D): 1,5 l/88 hö Skiptingar: bsk/ssk 3-5 dyra / 5 sæta Farangursrými: 288-1.038 l Árekstrarpúðar: 6 Umboð: B&L Verð frá: 1.790.000 Renault Clio Vélar (B): 2,0 l / 144 hö Skiptingar: 5g (ssk) 4 dyra / 5 sæta Farangursrými: 435 l Árekstrarpúðar: 6 ESP, TCS spólvörn, ABS og EBD Umboð: Bílabúð Benna Verð: 3.030.000 Chevrolet Tosca Vélar (B): 1,4 l/80 hö, 1,6 l/100 hö Skiptingar: 5 g (bsk) / ssk 5 dyra / 5 sæta Farangursrými: 337-1.175 l Árekstrarpúðar: 4 Umboð: Brimborg Verð frá: 1.670.000 Ford Fusion Trend Vélar (B): 2,0 l/150 hö, 2,5 l/177 hö, 2,5 l/218 hö, 3,0 l/265 hö Skiptingar: bsk/ssk 2 dyra / 2 sæta Farangursrými: 340 l Árekstrarpúðar: 6 Fjölþætt DSC-kerfi Umboð: B&L Verð frá: 3.660.000 BMW Z4 Roadster Vélar (B): 4,4 l/306 hö, 4,2 l/390 hö Vélar (D): 3,6 l/272 hö Skiptingar: bsk/ssk 5 dyra / 5 sæta Farangursrými: 958-2.013 l Árekstrarpúðar: 6 Terrain Response, fjölþætt DSC og HDC Umboð: B&L Verð frá: 7.150.000 Range Rover Sport

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.