Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 78
Fáir hafa náð að ógna Arnaldi Indriðasyni á toppi metsölu-listanna en í þá rýna bókaút- gefendur sig rauðeyga fyrir jólin. Hins vegar kann að vera lag núna því Arnaldur hvílir lögregluþrí- eykið vinsæla að þessu sinni. Þessa dagana er Arnaldur að lesa yfir lokapróförk af nýjustu skáld- sögu sinni, Konungsbók, sem koma mun út þann 1. nóvember. „Hún gerist árið 1955, mikið til í Kaupmannahöfn en líka víðar um Evrópu,“ segir hann. Þetta er þriðja bók hans sem engan hefur Erlend né Sigurð Óla, en höfundurinn segir það kærkomna hvíld frá seríunni að snúa sér að nýjum við- fangsefnum. Annars vill hann sem minnst láta uppi um söguefni og áherslur Konungs- bókar og lætur það lesend- um eftir að sjá en hann segir þó söguna sé í svipuðum dúr og fyrri spennusögur hans. Sá sem er líklegastur til að velgja Arnaldi undir uggum er Ólafur Jóhann Ólafsson sem ávallt hefur „selt“ í bílförmum. Þessi einn eftirlætissonur þjóðarinnar, holdgervingur athafnaskáldsins, ætlar ekki að bregðast fjölmörg- um aðdáendum sínum og sendir frá sér skáldsögu fyrir þessi jól og ber hún nafnið Aldingarðurinn. Þungavigtin gefur ekki þumlung eftir Fríða Á. Sigurðardóttir sendir frá sér bók fyrir þessi jólin. Tíðindum sætir að þessi virta skáldkona sendi frá sér skáldsögu en hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1991 fyrir síðustu sögu sína,, Meðan nóttin líður. Hún er nú tilbúin með skáldsögu sem þeir hjá JPV eru að búa til prentunar. Enginn vafi er á að bók- menntaunnendur taka Fríðu fagn- andi en hvort það á eftir að fleyta henni á topp met- sölunnar skal ósagt látið. Sama má segja um Guðberg Bergsson. Hann hlýtur að teljast einn fremsti rit- höfundur þjóðarinnar og marg- verðlaunaður. Guðbergur lætur hvergi deigan síga og þýðir bók- menntastórvirki samhliða því að rita sínar sérstæðu sögur. Síðasta skáldsaga hans, Lömuðu kennslu- konurnar, sem út kom fyrir tveim- ur árum, var frábær og gefur fyr- irheit um að ný skáldsaga hans sé nokkuð sem bókmenntaáhuga- menn geta látið sig hlakka til að lesa. Spenna í spennudeildinni Síðustu ár einkenndust ekki síst af góðu framboði glæpasagna. Ekki ætla þær að reynast eins áberandi að þessu sinni sem gæti reynd- ar þýtt betri sölu slíkra bókmennta. Reyfarahöfundar eru þá ekki að kljást innbyrðis. Ekki er algengt að menn riti saman skáldsög- ur en tvíeykið Árni Þórarins- son og Páll Kr. Pálsson láta ekki fá fordæmi á sig fá. Árið 2002 sendu þeir félagar frá sér krimmann, Í upphafi var morðið, sem hlaut lof- samlegar viðtökur. Þeir hyggjast demba sér saman í flóðið öðru sinni með nýrri spennusögu. Stella Blómkvist, glæpsagna- höfundurinn dularfulli, hefur verið afkastamikill á undangengnum árum og frá henni kemur nýr reyf- ari og ber heitið Morðið í Rock- ville. Eins og áður sagði ber þó minna á reyfurum þetta árið og eru það mikil viðbrigði frá því sem var í fyrra þegar glæpasögurnar nán- ast áttu sviðið. Stella býr að traust- um hópi lesenda en hefur ekki náð að blanda sér í toppbaráttuna enn sem komið er. Munu blanda sér í baráttuna Bragi Ólafsson er nýr með- limur Eddu en hann gekk til liðs við útgáfuna nýverið og yfirgaf Bjart. Mikill spenningur ríkir innan her- búða Eddu því sem höfundur er Bragi á nýjum slóðum, er að stækka við sig, og verður með skáldsögu fyrir næstu jól. Hún heitir Sendi- herrann. Bragi skrif- ar um miðaldra ljóð- skáld sem stendur á tímamótum í lífi sínu. Honum er boðið á ljóða- hátíð í Litháen sem á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Fjölskyldu- saga og frumspekileg glæpasaga, hvorki meira né minna og mögulega besta bók Braga hing- að til, að sögn þeirra sem hafa lesið hana. Athyglisvert verður að fylgjast með afdrifum Braga og þá kannski ekki síður hvernig Eiríkur Guðmunds- son plummar sig. Útvarpsmaðurinn góðkunni stekkur nú fram á sviðið með sína fyrstu skáldsögu. Hún ber þann mikla titil Undir himninum og rís að sögn útgefenda hans hjá Bjarti undir nafni. Fyrir tveim- ur árum sendi Eiríkur frá sér bókina 39 þrep til glötunnar, bók sem var í bréfaformi, og var þar lesandinn ávarpaður sem María héti. Fjölmargar konur urðu til að gera tilkall til að vera einmitt umrædd María og þurfti Eiríkur þess vegna að fara huldu höfði um skeið. Nán- ast að leggja á flótta en einmitt þá, meðal annars, skrifaði hann Undir himninum. Hasla sér völl Jökull Valsson er ungur höfundur, fæddur ´81, sem vakti verulega athygli fyrir fyrstu bók sína Börnin í Húmdöl- um og var þar um fyrstu íslensku hrollvekjuna að ræða. Vakti veru- lega lukku meðal þeirra sem heillast að slíku efni. Og hann er tilbúinn með næstu bók sína sem heitir Skuldadagar. Hér mun vera um spennusögu að ræða. Þó ekki reyfara. En hálft kíló af ódrýgðu kókaíni hverfur úr partíi í Reykjavík. Og æsast þá leikar eins og láta má nærri. Steinar Bragi er höf- undur sem sækir stöðugt í sig veðrið. Leyndar- dómur heimsins heitir bók sem Steinar Bragi sendir frá sér fyrir næstu jól. Síðasta bók hans, Sólskinsfólkið, hlaut tilnefningu til menningarverðlauna DV. Steinar þykir mikið efni sem leitast við að afmá mörk veruleika og skáld- skapar í verkum sínum. Sögusvið- ið er skemmtiferðaskipið Heimur- inn. Þar gerast dularfullir atburðir og er einkaspæjarinn klóki, Steinn Steinarr, fenginn til að leysa gát- una. Jókerar í stokknum Menn hljóta að fylgjast spennt- ir með afdrifum Stefáns Mána, vandræða- skáldsins á hinum íslenska bókaakri. Hann er einn þeirra höfunda sem höfðu vistaskipti á þessu ári. Hann gefur nú út hjá JPV útgáfu og tekur upp þráðinn frá því hann fjallaði á eftirminnileg- an hátt um ofbeldisfullan heim handrukkara og dópdílera í bókinni Svartur á leik. Frá honum er að koma reyfarinn Skipið – kald- hamraður reyfari og ofbeldisfull- ur. Sigurjón Magnússon hefur þegar gefið út þrjár bækur hjá Bjarti: Góða nótt, Silja, var sú fyrsta, Hér hlustar aldrei neinn og síðast Borgir og eyðimerk- ur sem fjallar um Kristmann Guðmundsson. Nú kemur skáldsagan Gaddavír úr ranni Sigurjóns en hún hefst á því að sveitaprestur nokk- ur syngur yfir bóndanum Haraldi að Gröf. Þeir tveir eiga sér fortíð sem Sigurjón skoðar í bókinni. Og svo hlaupið sé hratt yfir sögu: Jón Gnarr, trúaði fyrrum spaugfuglinn, ætlar að blanda sér í slaginn með bókinni Indíjáninn sem er skáldævisaga um bernskuna. Sigrún Davíðsdóttir, sem hefur skrifað um mat og fréttapistla af ýmsu tagi, sendir frá sér Feimnismál, sem mun vera frumleg saga. Og Kristín Steins- dóttir sendir frá sér mannlega og hlýja sögu sem heitir Á eigin vegum. jakob@frettabladid.is 16. september 2006 LAUGARDAGUR42 Brjáluð bókajól Eftirfarandi skáldverk voru í baráttunni á metsölulistum sem birtust fyrir síðustu jól. Listinn byggir á heildarsölu- lista frá Eymundsson sem tekur til ársins 2005 og eru tölur frá stórmörkuðum ekki inni í myndinni. Listinn lýsir yfirburðastöðu Arnaldar fyrst og fremst. Vetrarborgin seldist í um 20 þúsund eintök- um. Aðrar talsvert minna. Skugga-Baldur er bók frá árinu áður en hlaut Bók- menntaverðlaun Norður- landaráðs og vakti það að vonum forvitni bókakaup- enda. 1. Vetrarborgin – Arnaldur Indriðason 2. Skugga-Baldur (kilja) – Sjón 3. Kleifarvatn (kilja) – Arnaldur Indriðason 4. Sólskinshestur – Steinunn Sigurðardóttir 5. Rokland – Hallgrímur Helgason 6. Forðist okkur – Hugleikur Dagsson 7. Þriðja táknið – Yrsa Sigurðardóttir 8. Fólkið í kjallaranum – Auður Jónsdóttir Yfirburðir Arnaldar Fréttablaðið þreifaði á helstu bóka- útgefendum í vikunni með það fyrir augum að komast að því hvaða höfund- ar verða með í hinum mikla hasar sem ávallt fylgir jólabókaflóði. Var sjónum einkum beint að skáldsögum og kennir ýmissa grasa. Víst er að bókaunnend- ur geta farið að hlakka til – von er á bókum frá nokkrum okkar allra bestu höfundum − sem berjast munu blóðugri baráttu um betri sæti á metsölulistum. ARNALDUR OG ÓLAFUR JÓHANN Ólafur er líklegastur til að velgja kon- ungi metsölunnar undir uggum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.