Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 12
12 18. september 2006 MÁNUDAGUR vaxtaauki! 10% Frábært TILBOÐ! Kynntu þér málið á spron.is A RG U S / 06 -0 47 2 INDLAND Stærsti stjórnarand- stöðuflokkur hindúa á Indlandi hefur hvatt stjórnvöld til að sýna varúð í friðarviðræðum við Pakistan sem hófust að nýju um helgina. Viðræðunum hafði verið frestað eftir að hryðjuverkamenn sprengdu upp lestir í Mumbai í júlí síðastliðnum. Flokkurinn segir algjört misræmi vera milli almenningsálitsins í landinu og viðbragða stjórnvalda vegna hryðjuverkanna, en um 200 manns létust í árásunum. Leiðtogar nágrannalandanna hittust á Kúbu um helgina til að halda friðarviðræðum áfram. - þsj Deilur Indlands og Pakistans: Vilja að stjórn- völd sýni varúð EGYPTALAND Saksóknari í Egypta- landi hefur ákært 14 starfsmenn lestarfélags landsins fyrir vítaverða vanrækslu vegna lestarslyss við Kaíró í síðasta mánuði. 58 manns létust þegar tvær lestir skullu saman. Starfsmönnunum er gefið að sök að hafa vitað um bilun í merkja- sendingabúnaði en leitt viðgerðir á honum hjá sér. Lestir í Egypta- landi eru þekktar fyrir slælegt öryggi og banaslys þeim tengd eru mörg á hverju ári. - þsj Lestarslys í Egyptalandi: 14 ákærðir fyrir vanrækslu KÖTTUR Á VILLIGÖTUM Sveitakötturinn Róbert gengur eftir graskerastafla á bóndabæ í Georgetown í Bandaríkj- unum. Öll graskerin eru ræktuð á bænum og halda ábúendur sérstaka graskershátíð á hverju hausti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HJÓLREIÐAR Hjólreiðamenn sýndu listir sínar á hjóladeginum síðastliðinn laugardag. Vegleg dagskrá var haldin þar sem skipulagðar hjólalest- ir fóru um borgina þvera og endilanga, auk sérstakrar götuhjólreiðakeppni, og ofurhugar sýndu listir sínar í Hljómskálagarðinum þar sem dagskránni lauk. Yfirskrift dagsins var Hjólum saman – hvílum bílinn, en hann var liður í Evrópsku samgönguvik- unni. Þetta er fjórða árið í röð sem Reykjavíkur- borg tekur þátt. Samgönguvikunni er, eins og heitið gefur til kynna, ætla að vekja athygli á og hvetja til umræðna um samgöngumál. Hún er að þessu sinni helguð loftlagsbreytingum og hafa samgöngumátar af þeim sökum verið ofarlega í umræðunni, meðal annars vegna þeirra áhrifa sem þeir geta haft á umhverfið. Rannsókn Pálma Freys Randverssonar, sér- fræðings í samgöngumálum hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, hefur vakið nokkra athygli en hann komst að því að hjólreiðamaður getur lagt um það bil fimm kílómetra að baki á aðeins fimmtán mínútum með því að hjóla eftir aðalstíg- um borgararinnar. Ályktunin er áhugaverð með hliðsjón af því að 60 prósent bílferða innan borgarmarka spanna þrjá kílómetra eða minna. Eins og Pálmi bendir á er ráðlagður dag- skammtur af hreyfingu um það bil þrjátíu mínútur og því ættu þeir sem starfa í um fimmtán mínútna hjólafjarlægð frá heimilum sínum að hugleiða þennan samgöngukost. - re Hjóladagur haldinn vegna Samgönguviku: Borgarbúar hvattir til að leggja bílnum HJÓLREIÐASNILLINGAR Sýndu listir sínar í Hljómskálagarðinum á laugardaginn var. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN TSJAD, AP Eftir að þjóðgarðsverðir í Zakouma-garðinum í Tsjad gengu fram á tíu tannlausa fílsskrokka á föstudag fóru þeir í eftirlitsferð og fundu níutíu skrokka til viðbótar. Allir fílarnir höfðu verið drepnir vegna fílabeinstanna, en skrokkarnir skildir eftir á víðavangi. Verðirnir óttast að enn fleiri fílar hafi verið drepnir, en síðustu mánuði hafa einungis verið taldir 3.020 fílar í garðinum í stað þeirra 4.000 sem þar eru alla jafna. Öll viðskipti með fílabein hafa verið bönnuð um víða veröld síðan árið 1989. Veiðiþjófarnir eru hins vegar mun fleiri en verðirnir. - kóþ Þjóðgarðsverðir í Tsjad: Fundu hundrað fílsskrokka FÍLL Tannbein þessara skepna hafa lengi verið eftirsótt. NORDICPHOTO/GETTY IMAGES ATVINNURÉTTINDI Stærstur hluti þeirra sem hefja hárgreiðslunám hér á landi klárar aldrei námið. Jónína Snorradóttir, formaður Meist- arafélags í hár- greiðslu, áætlar að af 140 nemum sem hefja hár- greiðslunám ljúki einungis um 30 nemend- ur náminu sem tekur fjögur ár. „Það veldur nokkrum áhyggjum að hluti þeirra sem ekki klára námið starfar við fagið heima hjá sér án réttinda. Fyrir nokkrum árum gerði meistarafélagið gangskör í að reyna að uppræta þessa ólöglegu starfsemi og leitaði til opinberra aðila sér til aðstoðar. Sönnunar- byrðin í þessum málum er hins- vegar mjög erfið og því fór þetta mál aldrei lengra.“ Jónína segir erfitt að fá þær konur sem starfa heima til að fara að vinna á stofum. „Ég hef lent í því að þurfa að finna fólk til starfa á stofu sem ég rek og fékk upplýs- ingar um hárgreiðslukonur sem voru skráðar atvinnulausar hjá vinnumiðlun. Þegar ég hafði sam- band við þær komu þær með ýmsar afsakanir fyrir því að þiggja ekki starfið og mér þykir líklegt að einhverjar þeirra hafi verið með atvinnu- starfsemi heima auk atvinnuleys- isbótanna.“ Þá segir Jónína nokkuð um að konur lengi barn- eignafrí með því að vinna heima. Jónína segir heildsala aðeins selja hárgreiðsluvörur til viður- kenndra hárgreiðslustofa en að það sé auðvelt fyrir þá aðila sem starfa heima að fá einhverja með réttindi til að kaupa fyrir sig efni. „Einnig er hægt að kaupa þessar vörur í gegnum netið.“ Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins, segir svarta atvinnustarfsemi mein sem þurfi að reka áróður gegn. „Samantektir sýna að neðanjarðarhagkerfi á Íslandi veltir milljörðum en þetta eru peningar sem fara framhjá hag- kerfinu. Það er best að hver og einn sé vakandi fyrir þessu og krefjast nótu eftir viðskipti. Hægt er að hvetja fólk til nótuvið- skipta með því að endurgreiða fólki gegn framvísun nótanna. Þetta hefur meðal annars verið gert í byggingariðnaði þar sem húsbygg- endur fá endurgreitt ef þeir sýna fram á nótur frá iðnaðarmönnum.“ Jón Steindór segir að einnig gæti verið skynsamlegt að lækka virðisauksakatt sem sé mjög hár á atvinnustarfsemi hér á landi. hugrun@frettabladid.is Snyrta hár án rétt- inda í heimahúsum Hluti þeirra sem ekki klára hárgreiðslunám starfar við fagið án þess að hafa tilskilin réttindi. Talið er að hluti þessara kvenna sé jafnframt á atvinnuleysis- bótum. Svört atvinnustarfsemi á Íslandi veltir milljörðum. Það veldur nokkrum áhyggjum að hluti þeirra sem ekki klára námið starfar við fagið heima hjá sér án réttinda.“ JÓNÍNA SNORRADÓTTIR FORMAÐUR MEISTARAFÉLAGS Í HÁRGREIÐSLU HÁRGREIÐSLUSTOFA Erfitt getur verið að fá þær konur sem starfa heima til að starfa á hárgreiðslustofum. JÓNÍNA SNORRADÓTTIR SINGAPÚR, AP Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, telur nauðsynlegt að stjórnvöld, fyrirtæki og fjármálastofn- anir sameinist í baráttunni gegn spillingu til að binda endi á fátækt og óstöðugleika. Þetta sagði hann verða megin- markmið þróunarnefndar bankans, sem fundar í dag. Wolfowitz hefur verið gagnrýnd- ur fyrir að refsa íbúum fátækra ríkja vegna spillingar stjórnvalda þeirra. - sgj Forstjóri Alþjóðabankans: Nauðsynlegt að stöðva spillingu PAUL WOLFOWITZ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ „Það er mikilvægt að þeir sem starfa með börnum og unglingum séu meðvitaðir um ábyrgð sína og skyldur og geti lesið í vísbending- ar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra. Á síðasta ári bárust Barnaverndarstofu 5.879 tilkynningar, tæpur helmingur var vegna grunsemda um ofbeldi eða vanrækslu á börnum. Við þessum upplýsingum vill menntamálaráðuneytið bregðast og ætlar að standa fyrir nám- skeiðum, sem nefnast „Verndum þau“, til að reyna að stemma stigu við vandanum. -kdk Menntamálaráðuneytið: Stemmir stigu við ofbeldi Atlantis snýr heim Geimferjan Atlantis hóf í gær för sína frá alþjóðlegu geimstöðinni til jarðar. Geimfararnir sex kvöddu íbúa stöðv- arinnar með virktum eftir að hafa hlaðið birgðum í geimstöðina. GEIMFERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.