Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 71
Breska hljómsveitin The Go! Team spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í októ- ber. Freyr Bjarnason ræddi við Ian Barton, stofnanda sveitarinnar, sem er að koma til Íslands í fyrsta sinn. The Go! Team, sex manna hljóm- sveit, hefur aðsetur í Brighton á Englandi og er merkileg fyrir þær sakir að hún er með tvo trommara í sínum röðum, auk þess sem helm- ingur meðlima er kvenkyns. Auk Ian heita meðlimirnir Chi „Ky“ Fukami Taylor, Kaori Tsuchida, Jamie Bell, Ninja og Sam Dook. Skemmtileg blanda Eins og þessi óvenjulega skipan gefur til kynna spilar sveitin blöndu af alls kyns tónlistarstefn- um, þar á meðal gamaldags hip hoppi, fönki og hljóðbútum úr öllum áttum. Fyrsta og eina plata The Go! Team til þessa, Thunder, Lighting, Strike, er skemmtileg samsuða og kemur ekki á óvart að hún skuli hafa verið tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna á síðasta ári, án þess þó að hreppa fyrsta sætið. Í kjölfarið fór sveit- in að vekja aukna athygli og hefur hún m.a. hitað upp bæði fyrir Flaming Lips og átrúnaðargoðin sín í Sonic Youth í Bretlandi og Bandaríkjunum. Forsprakkinn Ian Barton er spenntur fyrir komunni til Íslands. „Þetta verður frábært. Ísland var í fyrsta sæti yfir þá staði sem okkur langaði að heimsækja. Við erum búin að fara á marga skemmtilega staði og Ísland er einn af þeim síðustu sem við áttum eftir að heimsækja,“ segir Ian. Tekin upp í eldhúsi Ian segist ekki hafa átt von á til- nefningunni til Mercury-verðlaun- anna, sérstaklega þar sem platan var bókstaflega tekin upp í eld- húsi. „Við notuðum tölvu, fimm til sex hljóðnema, slatta af plötum og það var eiginlega allt og sumt. Mörgum finnst hljómurinn á plöt- unni undarlegur. Hann er ekki mjög nútímalegur þannig að þessi tilnefning var eiginlega sigur fyrir Lo-Fi stefnuna. Mér finnst gaman að tónlist hljómi eins og hún sé heimagerð í stað þess að vera gerð með miklum glamúr,“ segir hann. Ný plata í vinnslu The Go! Team hefur verið önnum kafin við upptökur á sinni annarri plötu að undanförnu og hefur því tekið því rólega í öllu tónleika- haldi. Ian segir upptökurnar ganga prýðilega. „Ég mæti á hverjum degi í hljóðverið og legg mig allan fram. Við erum komin skammt á veg, bara nokkur lög tilbúin, en það var kominn tími á þetta,“ segir hann og varpar mæðunni. Segir hann að platan verði upp- full af mismunandi stefnum sem fyrr þótt lögin verði ekki eins og áður. „Það eru svo margir mögu- leikar þarna úti. Það er ekkert sem takmarkar mann í raun og veru og maður getur prófað sig áfram endalaust. Þegar maður fer að blanda saman ólíkum stefnum opn- ast fyrir manni nýr heimur með alls konar skemmtilegum hug- myndum,“ segir hann. Færri hljóðbútar Bútar úr öðrum lögum eru notaðir á nýju plötunni en þó ekki í eins miklum mæli og áður enda lenti sveitin í vandræðum vegna þess á fyrri plötunni. Þar voru bútarnir alls 60 til 70 talsins og höfðu Ian og félagar ekki fengið leyfi til að nota þá alla. Var sveitinni hótað lögsókn ef hún tæki þá ekki í burtu og sendi frá sér nýja útgáfu af plötunni. „Ég ætla að reyna að vera skyn- samari núna. Það er alveg hægt að nota búta á skynsaman hátt og ég ætla að gera það núna. Síðast greip ég bara gamlar plötur af handa- hófi og skellti því á plötuna sem hljómaði vel. Reyndar er ég alveg tilbúinn til að gefa frá mér allan höfundarréttinn af laginu ef það hljómar vel,“ segir Ian ákveðinn. Kraftur í Hafnarhúsinu The Go! Team mun spila í Hafnar- húsinu á Iceland Airwaves. Ian lofar kraftmiklum tónleikum. „Sumir fíla okkur betur á tónleik- um en aðrir fíla plöturnar okkar betur. Við reynum bara að hafa kraftinn í fyrirrúmi. Við erum úti um allt svið og skiptum ört um hljóðfæri. Ninja er síðan mið- punkturinn og það er hún sem skipar öllum fyrir,“ segir hann og hlær. Heimagerður hljómur er skemmtilegastur THE GO! TEAM Hressileg sveit frá Englandi sem spilar á Airwaves í næsta mánuði. Hljómsveitin hefur vakið athygli síðustu misseri og þykir einstaklega skemmtileg á tónleikum. Britney Spears, sem eins og kunn- ungt er eignaðist sitt annað barn á dögunum, hefur gefið nýfæddum syni sínum nafn, samkvæmt blað- inu The Sun. Hann mun heita Sutt- on Pierce Federline og ber því sömu upphafsstafi og stóri bróðir hans, sem heitir Sean Preston Federline. Barnsfaðir Britney Spears er dansarinn Kevin Federline. Aðeins munar þremur dögum á fæðingar- dögum bræðranna og eru þeir því í sama stjörnumerki. Þetta virðist því vera allt saman vel skipulagt hjá poppprinsessunni en sam- kvæmt The Sun mun Britney setja myndir af nýfædda drengunum í dreifingu innan skamms. Sonurinn fær nafn NÝBAKAÐIR FORELDRAR Britney Spears og Kevin Federline ásamt Sean Preston, fyrra barni sínu, en nú eiga þau saman tvo syni. Seinni sonurinn hefur fengið sömu upphafsstafi og bróðir hans. Leikarinn Sean Penn segir að bróðir sinn Chris hafi dáið af völd- um offitu en ekki vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar. „Á ákveðnum tímabilum í lífi sínu fór hann mjög illa með sjálf- an sig en það var ekki það sem gerðist undir það síðasta,“ sagði Penn í viðtali við Larry King á CNN. Penn sagði að bróðir sinn, sem lést í janúar, hefði dáið af eðlileg- um orsökum, að hluta til vegna vímuefnanotkunar sinnar en aðal- lega vegna offitu. Meðal þess sem fannst í líkama Chris við krufningu var valíum, morfín og maríjúana. Penn segir þá bræðurna hafa verið mjög nána. „Þetta er hluti af þér en svona er lífið og fólk þarf oft að ganga í gegnum svona lagað,“ sagði hann. Penn hefur að undanförnu verið staddur á kvikmyndahátíð- inni í Toronto til að kynna nýjustu mynd sína All the King´s Men. Vakti hann mikla reiði í borginni eftir að hann sást reykja sígarett- ur á blaðamannafundi á Sutton Place-hótelinu. Á hann yfir höfði sér rúmar fjörutíu þúsund króna sekt fyrir athæfið. Offita olli dauða SEAN PENN Leikarinn Sean Penn heldur á sígarettu á blaðamannafundinum í Toronto. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Tónlistarmaðurinn Robbie Willi- ams hefur frestað tónleikaferða- lagi sínu um Asíu vegna mikillar streitu. Robbie hefur gert víðreist um heiminn á tónleikaferðalagi sínu sem hefur tekið sinn toll og treyst- ir hann sér ekki til að fara til Asíu. Robbie átti að halda tónleika í sex borgum í Asíu dagana 4. til 26. nóvember og var miðasalan þegar hafin. Hættir við Asíuferð ROBBIE WILLIAMS Tónlistarmaðurinn breski hefur frestað för sinni til Asíu. BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON HAGATORGI • S. 530 1919 / KEFLAVÍK / AKUYREYRI / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI BÖRN kl. 5:45 - 8 - 10.15 B.i.12.ára. AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 Leyfð BJÓLFSKVIÐA kl. 8 - 10:15 B.i.16 .ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 10:15 B.i. 12.ára. THE ANT BULLY M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð NACHO LIBRE kl. 4 - 6:10 - 8 - 10:20 B.i. 7.ára. NACHO LIBRE VIP kl. 5:10 - 8 - 10:20 BÖRN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12.ára. STEP UP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára. MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 Leyfð THE ANT BULLY M/- ensku tal. kl. 6:20 Leyfð LADY IN THE WATER kl. 8:10 - 10:20 B.i. 12.ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8:20 B.i. 12.ára. OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð BÍLAR M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð UNITED 93 kl. 10:10 B.i. 12 LADY IN THE WATER kl. 10:10 B.i. 12 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 YOU, ME AND DUPREE kl. 8 B.i. 12 NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10 ANT BULLY m/ísl. tali kl. 6 Leyfð STEP UP kl. 8 Leyfð UNITED 93 kl. 10 B.i.12 THE PROPOSITION - FORSÝNING. kl. 8 B.i.16 The Libertine kl. 5:45 B.i.12 Renaissance kl. 10:15 B.i.12 Down in the Valley kl. 8 B.i. 16 A cock and bull story kl. 5:45 B.i. 16 Öskrandi api, ballett í leynum kl. 10:15 B.i. 12 Þann 11.september 2001 var fjórum flugvélum rænt. Þrjár þeirra flugu á skotmörk sín. Þetta er saga fjórðu vélarinnar. 4 vikur á toppnum á Íslandi ! V.J.V. TOPP5.IS ���� ���� S.U.S. XFM 91,9. ���� TOMMI KVIKMYNDIR.IS Frábær dansmynd hlaðin geggjaðri tónlist en myndin kom heldur betur á óvart í USA fyrir nokkru. Þegar þú færð annað tækifæri þarftu að taka fyrsta sporið. FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. „the ant bully“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. Með hinum eina sanna Jack Black og frá leikstjóra „Napoleon Dynamite“ kemur frumlegasti grínsmellurinn í ár. BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON ICELAND FILM FESTIVAL 2006 Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA 30. ÁGÚST - 21. SEPTEMBER BJÓLFS KVIÐA ���� V.J.V. TOPP5.IS ����� H.J. / MBL The Libertine Down the valleyA cock and bull .. Kvikmyndahátíð Renaissance Deitmynd ársins. Með kyntröllinu Channing Tatum (“She’s the Man”) Jack Black er NACHO LIBRE kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. STEP UP kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. UNITED 93 kl. 8 - 10:20 B.i.14.ára. MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.