Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 78
 18. september 2006 MÁNUDAGUR38 HRÓSIÐ FÆR … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT 2 umrót 6 tveir eins 8 keyra 9 heiður 11 ógrynni 12 vörubyrgðir 14 froskteg- und 16 utan 17 æðri vera 18 drulla 20 guð 21 skjótur. LÓÐRÉTT 1 tísku 3 samtök 4 vöntun 5 kóf 7 landbúnaðartæki 10 siða 13 mæliein- ing 15 megin 16 upphrópun 19 slá. LAUSN LÁRÉTT: 2 rask, 6 tt, 8 aka, 9 æra, 11 of, 12 lager, 14 karta, 16 út, 17 guð, 18 for, 20 ra, 21 frár. LÓÐRÉTT: 1 stæl, 3 aa, 4 skortur, 5 kaf, 7 traktor, 10 aga, 13 erg, 15 aðal, 16 úff, 19 rá. Umferðin hefur tekið sinn toll það sem af er árinu en nú þegar komið er um miðjan september hafa 20 látist. Jón Atli Helgason, hár- greiðslumaður og forsprakki hljómsveitarinnar Hairdoctor, missti gamlan skólabróður og góðan vin, Birki Hafberg Jónsson, í mótorhjólaslysi fyrr á árinu og hafði sú reynsla mikil áhrif á hann. Birkir lést þegar hann missti stjórn á bifhjóli sínu á Suðurlands- veg við Eystri-Rangá þann 22. júlí en ekki var um hraðakstur að ræða. Á heimasíðu sem haldið er úti til minn- ingar um Birki er að finna lag sem Jón Atli samdi til félaga síns og heitir My Childhood Hero. „Þetta var mjög erfið upplifun og kvöldið sem við fengum fréttina settist ég niður og samdi lagið,“ segir Jón Atli. „Einhvern veginn er það þannig að þegar maður upplifir mikla sorg fer eitthvað mikið sköpunarferli í gang,“ bætir hann við en daginn eftir fór Jón Atli í upptökuver sitt og tók lagið upp. Þessi lífs- reynsla hefur sett mark sitt á Jón Atla og breytt viðhorfi hans til umferðarinnar. „Ég var mikill mótorhjólakarl og langaði að kaupa mér mótorhjól,“ segir hann. „Eftir þetta get ég varla hugsað mér að gera það,“ útskýrir Jón Atli en lætur þess þó getið að hann sé ekki að hvetja fólk til að sniðganga mótorhjól sem slík. Í síðustu viku var þjóðarátak- inu Nú segjum við STOPP hrundið af stað en því er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hegðun sína í umferðinni og segja stopp við banaslysum á vegum Íslands. Jón Atli sagðist hafa fylgst vel með þessu átaki og taldi löngu tímabært að taka hvers kyns glæ- fraakstur og hraðakstur úr umferð. Þegar hafa tæplega 19 þúsund Íslendingar skráð sig á vef átaks- ins og virðist því sem íslenska þjóðin ætli sér að standa saman um þetta mikilvæga málefni. freyrgigja@frettabladid.is JÓN ATLI HELGASON: MISSTI GÓÐAN VIN Í BIFHJÓLASLYSI Samdi lag til minningar um gamlan skólabróður JÓN ATLI Skólabróðir Jóns Atla, Birkir Hafberg Jónsson, var aðeins 26 ára þegar hann lést í bifhjóla- slysi á Suðurlandsvegi. ÞJÓÐARÁTAK GEGN BANASLYSUM Fjölmennir borgarafundir voru haldnir víðs vegar um landið til að hleypa úr vör þjóðarátaki gegn banaslys- um í umferðinni. „Mér gekk svo sem ágætlega,“ játar Eiríkur Jónsson lögmaður með semingi, spurður hvernig honum hafi gengið í framhalds- námi í lögfræði við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum. Þaðan sneri hann aftur heim í sumar eftir ársdvöl, reynslunni ríkari og með ágætiseinkunn í fartesk- inu. „Það er reyndar engin form- leg lokaeinkunn gefin fyrir námið í heild,“ áréttar hann. „En ef ein- kunnir í öllum námskeiðunum eru lagðar saman og deilt í með fjölda þeirra virðist meðalein- kunnin hafa hljóðað upp á A.“ Eiríkur hreykir sér þó ekki hátt og tekur þessum glæsilega árangri við einn virtasta háskóla heims með hógværð. Námið laut einkum að mannréttindum og lokaverkefnið fjallaði um tján- ingarfrelsið en meðal annarra verkefna hans fjallaði eitt um leiðtogafund Ronalds Reagan og Míkhaíls Gorbatsjov í Reykjavík árið 1986 og möguleika Íslands til að verða frekari vettvangur alþjóðlegra samningaviðræðna. Eiríkur lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og starfaði sem lögmaður í þrjú ár, þar til í fyrra þegar hann sótti um – og fékk – styrk sem kenndur er við Frank Boas. „Þessi styrkur var ansi ríflegur og án hans hefði ég sjálfsagt ekki átt kost á náminu við Harvard. Skólagjöldin þarna úti eru jú býsna drjúg,“ segir Eiríkur sem starfar nú hjá lögfræðistofunni Landslög auk þess að kenna lög- fræði við Háskóla Íslands. - bs Með ágætiseinkunn frá Harvard EIRÍKUR JÓNSSON Hreykir sér ekki hátt þrátt fyrir glæsilegan árangur. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Skráningar fyrir X-Factor þátt Stöðvar 2 eru hafnar og hafa þegar tugir áhugasamra skráð sig til leiks. Áheyrnarprufur hefjast 3. október á KEA-hótelinu en síðan verður haldið til höfuðborgarinnar þar sem prufur fara fram dagana 14. og 15. október á Nordica hót- eli. Að sögn Þórs Freyssonar, fram- leiðanda þáttanna, eru aðstand- endur X-Factor mjög spenntir að sjá hvernig tónlistarmenn landsins bregðast við þættinum í ljósi þess að takmarkanir á þátttöku eru nánast engar, þátttakendur þurfa eingöngu að hafa náð sextán ára aldri. „Þetta geta verið söngvarar, sönghópar eða hljóm- sveitir,“ segir Þór. „Allt snýst þetta um leitina að hinum óþekkta eiginleika,“ bætir hann við. X-Factor er einnig frábrugð- inn hinum vinsæla Idol-þætti að því leyti að dómar- arnir hafa mjög mikilvægu hlut- verki að gegna en sem kunnugt er er dómnefndin skipuð þeim Einari Bárðarsyni, Ellý í Q4U og Páli Ósk- ari. „Eftir að áheyrnarprufunum lýkur verða þau hálfgerðir læri- meistarar,“ segir Þór en eftir ára- mót er reiknað með að tólf atriði standi eftir, fjögur frá hverjum dómara. „Í úrslitaþættinum verða síðan þrjú atriði sem berjast um þennan titil,“ segir Þór. „Þetta er nefnilega ekki síður keppni á milli þeirra heldur en keppendanna,“ bætir Þór við. - fgg Lærimeistarar í stað dómara DÓMNEFNDIN Hefur mun mikilvægara hlutverk í X-Factor en þátturinn er ekki síður barátta þeirra á milli. ÞÓR FREYSSON Segir X-Factor bæði snúast um baráttu milli þátttakendanna og baráttu milli dómaranna þriggja. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Jóhann Ársælsson 2. Kjötborg 3. FH Hjólin eru heldur betur farin að snúast hjá vöðvabúntinu Agli Gillzenegger Einarssyni þessa dagana. Ekki nóg með að hann sé að íhuga framboð til Alþing- is heldur mun hann opna nýja vefsíðu á næstunni. Gillz finnst allt of mikið af fólki vera „að skíta upp á bak“ úti í samfélaginu og það sé skylda hans og félaga hans að láta þetta fólk heyra það. Hann ætlar því að vippa sér aftur í netheimana til að minna fólk á það sem betur má fara. Það verður stjörnum prýtt lið sem mun skrifa á væntanlega vefsíðu og má þar nefna Ásgeir Kol- beins, Arnar Grant, Þorvald Davíð og Dóra DNA. Gillz heimilar eingöngu frægum að skrifa pistla á síðuna. Tónlistarkonan Björk Guðmunds- dóttir er þessa dagana að leita að nýrri barnfóstru fyrir dótturina Ísadóru. Björk vill íslenska fóstru svo dóttirin haldi við íslenskunni, en hún talar bæði íslensku og ensku við foreldra sína. Á laug- ardaginn tók Björk nokkrar álitlegar fóstrur í viðtal vegna starfsins en ekki fylgir sögunni hvort hún sé búin að finna ákjósanleg- an kandítat. Aðdáendur breska leikarans Ray Winstone urðu fyrir nokkrum vonbrigðum með sinn mann á föstudagskvöldið. Þá var frum- sýningu kvikmyndarinnar The Proposition fagnað með partíi á Rex og flestir höfðu búist við því að Winstone léti sjá sig, enda kom hann hingað til lands sérstaklega til að vera við frumsýninguna. Hvorki sást tangur né tetur af leikaranum og er því hvíslað að hann hafi farið snemma í bólið til að komast á hundaveðreiðar í Bretlandi. - sig/hdm ...knattspyrnudeild Fimleikafé- lags Hafnafjarðar sem fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistara- titli á jafnmörgum árum á laugardaginn. �������� ��� ��� ��� ��� ��� ��� �� ��� ��� ������ ���������� �� �� �� �� � �� �� �� �� � ��������� ���������� ������������������� ���������� �������������������������� �� ��������� ���������� ������������� ���������������� ��������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.