Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 14
14 18. september 2006 MÁNUDAGUR
SKÓLAMÁL „Við teljum son okkar
hafa verið beittan svo miklum
órétti í þessu máli að við sjáum
okkur ekki annað fært en að
bregðast við,“ segir Viðar Garð-
arsson, sem nú er að undirbúa
stjórnsýslukæru á hendur Más
Vilhjálmssonar, rektors Mennta-
skólans við Sund.
Ástæðu kærunnar segir Viðar
vera þá að hann telji rektorinn
hafa farið langt út fyrir valdsvið
sitt þegar hann úrskurðaði nokkra
pilta í skemmtanabann við skól-
ann, þar sem hann taldi þá hafa
átt aðild að átökum lögreglu og
ungmenna í Skeifunni snemma í
mánuðinum. Viðar segir son sinn
ekki tengjast þessu máli á annan
hátt en að hann er meðlimur á
bloggsíðu þar sem skrifað var um
atburðina. Þau skrif segir hann þó
hafa verið undirrituð með fullu
nafni höfundar og því telji hann
undarlegt að þau séu látin bitna á
öllum þeim sem tengjast síðunni.
„Það að banna ungmennum að
taka þátt í félagslífi menntaskóla
síns vegna atburða sem þau tengd-
ust ekki neitt og hafa ekkert með
skólann að gera þykir mér ein-
kennilegt. Ég hef farið yfir málið
ásamt lögfræðingi og við fáum
ekki sé að ákvörðun rektors stand-
ist reglur nemendafélags, mennta-
skólans eða menntamálaráðuneyt-
isins,“ segir Viðar. Hann kveðst
hafa spurt rektorinn margoft í
hverju hann teldi brot sonar síns
vera fólgið og á hvaða reglum
hann hefði byggt ákvörðun sína
um skemmtanabann. Það eina
sem hann hafi uppskorið var að
væri hann ósáttur gæti hann kært
málið eftir formlegum leiðum. Því
segist Viðar ekki eiga annars
úrkosta en að senda stjórnsýslu-
kæru.
Fleiri foreldrar sem haft var
samband við vegna málsins töldu
rektor ekki hafa gætt sanngirni
og töldu afskipti hans af því sem
nemendur hafa haft fyrir stafni í
frítíma sínum óþörf.
Már Vilhjálmsson, rektor
Menntaskólans við Sund, segir
ekki rétt að kalla aðgerðirnar
bann. Hann telur eðlilegt að álita-
mál geti komið upp innan opin-
berra stofnana eins og mennta-
skóla og ekkert sé athugavert við
að þau séu afgreidd eftir opinber-
um leiðum. „Það voru sjö einstakl-
ingar við skólann sem ég treysti
mér ekki til að hafa með á dans-
leik í skólanum,“ segir Már sem
telur aðgerðirnar réttlætanlegar
af sinni hálfu til að tryggja að
öryggi annarra. - kdk
Kæra rektor vegna
skemmtanabanns
Foreldrar nemanda við Menntaskólann við Sund eru ósátt við viðbrögð rektors.
Þau segja hann hafa meinað saklausum piltinum aðgang að dansleik í skólan-
um. Rektor segist hafa viljað tryggja öryggi á dansleik skólans.
MENNTASKÓLINN VIÐ SUND Rektor segist ekki hafa treyst sér til að hafa sjö unga
menn á dansleik sem haldinn var við skólann.
VIÐAR GARÐ-
ARSSON Telur
son sinn hafa
verið beittan
órétti að hálfu
rektors Mennta-
skólans við
Sund og undir-
býr stjórnsýslu
kæru.
SPÁNN, AP Neanderdalsmenn lifðu
þúsund árum lengur en áður var
talið, að því er fram kemur í nýrri
rannsókn sem gerð var í Gíbralt-
ar á Suður-Spáni. Fjallað er um
niðurstöðurnar í nýjasta töluhefti
vísindatímaritsins Nature.
Litlir hópar Neanderdals-
manna flökkuðu um Gíbraltar og
gistu reglulega í stórum helli þar
fyrir 28.000 árum, og gætu yngstu
ummerkin um þá verið 24.000 ára
gömul, að sögn Clive Finlayson
frá Gíbraltarsafninu.
„Kannski voru þetta hinir síð-
ustu,“ sagði Finleyson.
Neanderdalsmenn voru litlir,
vöðvamiklir veiðimenn sem fyrst
komu fram í Evrópu og Vestur-
Asíu fyrir um 200.000 árum. Þeir
dóu út eftir að nútímamaðurinn
flutti sig til Evrópu fyrir um
35.000 til 40.000 árum.
Vísindamenn hafa mikið velt
fyrir sér örlögum Neanderdals-
manna og enn er deilt um ástæðu
þess að þeir urðu útdauðir. Helstu
kenningarnar eru að þeir hafi ekki
staðist samkeppnina við nútíma-
menn, nútímamaðurinn hafi smita
þá af sjúkdómi sem dró þá alla til
dauða eða að loftlagsbreytingar
hafi orðið þeim aldurtila.
Aðrir vísindamenn, sem ekki
tóku þátt í rannsókninni, segjast
efast um áreiðanleika dagsetn-
inga Finlaysons og félaga, en
telja þó ummerkin um Neander-
dalsmennina afar merk. - smk
Ummerki um Neanderdalsmenn finnast á Spáni:
Talin vera 24.000 ára gömul
NEANDERDALSMAÐUR Talið er að
Neanderdalsmenn hafi litið svona út.
SÝNING Ljósmyndasýningin Reykja-
víkurmyndir, sem prýtt hefur mið-
bæinn í sumar, var tekin niður í
gær. Ljósmyndirnar, rúmlega 60
talsins, voru seldar á uppboði á
menningarnótt og hafa eigendurnir
nú fengið þær í hendur.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
stóð fyrir sýningunni í tilefni af 25
ára afmæli safnsins og fékk hún
mjög góð viðbrögð að sögn Maríu
Karenar Sigurðardóttur safnstjóra.
„Við ákváðum að halda útisýningu
á þremur stöðum í miðbænum og
var myndunum valinn staður í Fóg-
etagarðinum, á Lækjartorgi og á
Austurvelli. Hugmyndin var að fólk
gæti séð þær breytingar sem orðið
hafa á Reykjavík með því að bera
saman myndirnar og umhverfið
sem þær voru í.“
Ákveðið var að selja myndirnar
á uppboði að sögn Maríu til að gefa
almenningi kost á að prýða veggi
heima hjá sér fyrir lítinn pening.
„Lægsta boð var fimm þúsund
krónur og dýrustu myndirnar fóru
á 22 þúsund krónur. Næstum allar
myndirnar seldust og þessi mikli
áhugi kom okkur skemmtilega á
óvart.“ - sdg
Ljósmyndirnar sem prýtt hafa miðbæinn í sumar teknar niður í gær:
Horfnar á vit eigenda sinna
REYKJAVÍKURMYND Magnús Steffensen
og Hildur Rut Hannesdóttir, starfsmenn
Ljósmyndasafns Reykjavíkur, taka niður
eina af hinum 60 myndum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SJÁVARÚTVEGUR Danir eru óánægð-
ir með þá ákvörðun fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins að skerða þorskkvótann
í Eystrasalti öllu um 15 prósent á
næsta ári vegna veiða umfram
kvóta á svæðinu undanfarin ár.
Bent hefur verið á að ofveiðin sé
aðeins í austurhluta Eystrasalt og
ástand stofnsins sé ágætt í
vesturhlutanum.
Hans Chr. Schmidt, sjávarút-
vegsráðherra Dana segir í
samtali við Fiskeri Tidende að
það sé hlutverk ESB að taka á
málum þar sem svindlað sé á
kvótum en þær aðgerðir eigi ekki
að bitna á þeim sem ekkert hafi
af sér brotið. - hs
Danir ósáttir við ESB:
Þorskkvóti
skertur um 15%
VEIÐAR Þorskkvótinn í Eystrasalti hefur
verið skertur um 15 prósent.
AFGÖNSK TELPA Þó að ástandið sé
hörmulegt víða í Afganistan nú um
stundir heldur daglegt líf þó áfram og
vatn þarf að sækja daglega. Þessi telpa
var á ferð í höfuðborginni Kabúl með
vatnsskammt fjölskyldu sinnar þegar
ljósmyndari rakst á hana í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SUDURLAND Heilbrigðisstofun
Suðurlands fékk fyrir skömmu
torfæruhjólastól. Stóllinn hentar
vel á svæðum sem hefðbundnir
hjólastólar komast illa yfir. Hægt
er að setja skíði undir framhjólin
sem gerir hreyfihömluðum kleift
að komast leiðar sinna í snjó. Á
fréttavefnum sudurland.is segir
að gripurinn sé ætlaður hreyfi-
hömluðum á öllu Suðurlandi, en
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra
á Suðurlandi hefur umsjón með
útlánum á stólnum. - kdk
Greiðfært á Suðurlandi:
Torfæruhjóla-
stóll í notkun
HJÚKRUN Félagsmálaráð Akureyr-
ar hefur ákveðið að styrkja
hjúkrunarfræðinema við
Háskólann á Akureyri sem áhuga
hafa á að sérhæfa sig í hjúkrun
aldraðra.
Styrkupphæðin er 70 þúsund
krónur á mánuði frá 1. september
til 31. maí eða samtals 540 þúsund
krónur fyrir veturinn.
Styrkþegar verða skuldbundn-
ir til að starfa við öldrunarheimili
Akureyrar að loknu námi, í þrjú
ár miðað við tveggja ára styrk en
eitt og hálft ár miðað við eins árs
styrk. - hs
Nemar í hjúkrun aldraðra:
Geta fengið yfir
milljón í styrk
TÓBAKSVARNIR Dregið hefur
verulega úr reykingum í návist
barna og foreldrar virða rétt
barna sinna á reyklausu
umhverfi. Þetta er niðurstaða
rannsóknar Jakobínu Árnadóttur,
verkefnisstjóra tóbaksvarna á
Lýðheilsustöð. Jakobína rannsak-
aði reykingar smábarnaforeldra á
árunum 1995-2006 og kynnti
niðurstöðuna á nýafstaðinni
tóbaksvarnarráðstefnu, LOFT,
sem haldin var í Reykjanesbæ.
Jakobína segir að fyrir ellefu
árum hafi 45 prósent þriggja ára
barna orðið fyrir óbeinum
reykingum einu sinni í viku eða
oftar en nú sé þetta hlutfall komið
niður í tíu prósent. „Á þessu
tímabili hefur dregið úr reyking-
um en aukin tillitssemi á líka sinn
þátt í að færri börn verða nú fyrir
áhrifum óbeinna reykinga.“ - hs
Foreldrar taka tillit:
Færri reykja í
návist barna
JAKOBÍNA ÁRNADÓTTIR Fleiri foreldr-
ar virða rétt barna sinna á reyklausu
umhverfi.
BORGARRÁÐ Fulltrúar Samfylking-
arinnar í borgarráði hafa sent frá
sér yfirlýsingu þess efnis að
engar raunhæfar áætlanir séu
fyrirliggjandi til að bregðast við
manneklu á leikskólum og
frístundaheimilum í Reykjavík.
Þá gagnrýnir Samfylkingin
meirihlutann fyrir að nota kraft
sinn í að kljúfa menntaráð og
menntasvið í stað þess að takast á
við mannekluna.
Vegna manneklu eru nú 453
börn á biðlista eftir frístunda-
heimilum og 73 börn hafa ekki
fengið inngöngu í leikskóla. - hs
Engar raunhæfar áætlanir:
Bregðast þarf
við manneklu
MANNEKLA Yfir 500 börn bíða vistunar
á frístundaheimilum og leikskólum.
Eldur í biðskýli
Eldur kom upp í biðskýli í Eddufelli
í Reykjavík aðfaranótt sunnudags.
Slökkvilið var kallað út en skemmdir
ekki teljanlegar. Lögregla telur að um
íkveikju hafi verið að ræða.
LÖGREGLUFRÉTT
Bílvelta við Stykkishólm
Bíll valt við Hofstaði sunnan við
Stykkishólm um eitt leytið í gær. Þrír
voru í bílnum og sluppu tiltölulega
ómeiddir. Samkvæmt lögreglu missti
ökumaður stjórn á bílnum þegar
lausamöl tók við af bundnu slitlagi.