Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 18. september 2006 31
HVAÐ ER... VERIÐ AÐ BYGGJA?
Í Lækjahlíð í Mosfellsbæ
er unnið að byggingafram-
kvæmdum á nýrri íþróttamið-
stöð sem áætlað er að verði
tilbúin í vetur.
Lækjahlíð ehf., sem er í eigu Mos-
fellsbæjar og Nýsis, stendur fyrir
byggingaframkvæmdum á nýju
íþróttamiðstöðinni sem verður
með glæsilegra móti.
Byggingin hýsir íþróttasal sem
er skiptanlegur með fellitjaldi og
er 18 x 33 m að stærð, þar sem
lofthæð verður minnst 7 m. Inni-
sundlaug verður í húsinu sem er
10 x 16,67 m að stærð með færan-
legum botni, sem stilla má frá 0,3
niður í 1,6 m.
Búningsaðstaða fyrir 2 x 200
hundrað manns verður í húsinu
auk útiklefa. Saunaklefi og aðstaða
til afslöppunar verður þarna,
ásamt þremur nuddherbergjum
og glæsilegri líkamsræktarað-
stöðu í kjallara.
Útisvæði verður helgað sund-
laugargarði, en unnið er að fram-
kvæmdum á fimm brauta útisund-
laug sem er 12 X 25 m, með
tveimur heitum pottum og
nudddpotti með innbyggðri skraut-
lýsingu. Barnalaug verður á staðn-
um sem í verða rennibraut og leik-
tæki.
Tvær lokaðar spíralrennibraut-
ir í kringum 40 m langar hvor og
12 m löng og þriggja metra breið
opin, bein rennibraut verða úti.
Eimbað er í sjálfstæðri byggingu í
sundlaugargarði.
Ístak er aðalverktaki fram-
kvæmdanna sem fóru af stað í júlí
2005 en uppsláttur og steypa hóf-
ust í byrjun ágúst. Upphaflega var
stefnt að því að ljúka þeim á næsta
ári en ákveðið var að flýta verkinu
sem reiknað er með að verði skil-
að í vetrarbyrjun. Funkis arkitekt-
ar eiga heiðurinn að hönnun
íþróttamiðstöðvarinnar, Línuhönn-
un annast burðarþolshönnun, RTS
raflagnir, Almenna verkfræðistof-
an pípu- og loftræstilagnir og
Forma sá um lóðarhönnun. - rve
Einstök íþróttamiðstöð
Unnið er að byggingu rennibrauta, en í
sundlaugargarðinum verða tvær lokaðar
spíralrennibrautir, bein opin rennibraut
og rennibraut í barnalaug. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hérna sést útisundlaugin sem er 12 x
25 m, með tveimur heitum pottum og
nuddpotti með innbyggðri skrautlýs-
ingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Rennibrautir og uppgönguturn verða nokkuð frábrugðnar því sem fram kemur á
myndinni enda var hún gerð þegar mannvirkið var á hönnunarstigi. Sama gildir
um staðsetningu á busllaug og lendingarlaug.
Eins og hér sést kemur íþróttamiðstöðin til með að verða afar glæsileg þegar framkvæmdum er að fullu lokið.
GVENDARGEISLI 142-144, 152-154, 162-164
TIL SÖLU GLÆSILEG 140 m2 RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ ÁSAMT 28 m2 BÍLSKÚR
KJARNI l BYGGINGAFÉLAG EFH I HÁTÚNI 6A I 105 REYKJAVÍK I S:512 1223 I GSM: 897 2780
� Húsin afhendast fullbúin að utan og fullbúin að innan án gólfefna.
� Anddyri, bað og þvottahúsgólf skilast með flísalögn.
� Lóð verður tyrfð og afhent með hellulögðum stéttum við aðalinngang og framan við bílskúra.
� Vandaðar innréttingar og tæki.
� Teikningar og allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu félagsins.
� Verð 39,8 millj.