Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 2
2 18. september 2006 MÁNUDAGUR SPURNING DAGSINS Pétur, er verið að organísera í Skálholti? „Það er nú frekar verið að af-organ- ísera en organísera.“ Hilmari Erni Agnarssyni, organista í dóm- kirkjunni í Skálholti, var nýlega sagt upp störfum og hefur stjórn Skálholts boðað skipulagsbreytingar. Pétur Pétursson er prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. SÍMHLERANIR Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði og fyrrverandi formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, telur ófært að Kjart- ani Ólafssyni, fyrrverandi þing- manni og formanni Sósíalistafélags Íslands, hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um símhleran- ir. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur fékk aðgang að gögnunum og opinberaði síðar að símhleranir hefðu verið stundaðar að minnsta kosti sex sinnum á árunum 1949 til 1968. Skrifstofur félaga sem Kjart- an var í forsvari fyrir á þessum tíma voru meðal annars hleraðar. Eiríkur segir þagnarskyldu hafa verið aflétt af gögnunum. „Með því að veita Guðna aðgang að gögnun- um, þá er búið að aflétta þagnar- skyldu, sem kann að hafa hvílt á efni þessara skjala. Þá finnst mér, með vísan til jafnréttissjónarmiða, að Kjartan, sem er líklegur þolandi í málinu, eigi að fá sama aðgang að gögnunum og Guðni eða jafnvel meiri,“ sagði Eiríkur og bætti við að lögin um þessi mál væru tiltölu- lega skýr. „Ég geri ráð fyrir, miðað við það sem ég hef heyrt af ákvörð- un Þjóðskjalasafnsins, að hér sé um að ræða gögn sem varða rann- sókn opinbers máls. Ef svo er þá ná upplýsingalögin ekki yfir gögnin, þar sem sérstaklega er tekið fram í lögunum að slík gögn séu undan- skilin gildissviði slíkra laga. Hins vegar hefur mótast sú meginregla að öll gögn, nema þau sem hafa að geyma viðkvæm einkamálefni ein- staklinga, eru aðgengileg öllum eftir að þrjátíu ár eru liðin frá því þau urðu til. Ég hefði talið eðlilegt að beita sömu reglu um gögn sem varða rannsókn í opinberu máli en Alþingi hefur ekki sett lög sem ná til þessara þátta. En aðalatriðið er, að þegar búið er að aflétta þagnar- skyldunni gagnvart einum sagn- fræðingi, þá finnst mér ófært að veita ekki manni sem virðist hafa meira hagsmuni að gæta, aðgang að gögnunum.“ Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala- vörður segir eðlilegt að úrskurðar- nefnd um upplýsingamál fjalli um kærumál sem tengjast þessu máli áður en frekari aðgangur er veittur að gögnunum. „Fyrst er fræðimanni veittur aðgangur að gögnunum þar sem hann þurfti að nota þau í nor- rænni rannsókn. Síðan tók Alþingi málið upp með því að ákveða að skipa nefnd sem fjallar um aðgang að gögnum eins og þessum. Niður- stöður þeirrar vinnu liggja ekki fyrir. Þessi gögn eru venjulega lokuð en Guðni fékk takmarkaðan aðgang að gögnunum með skilyrð- um. Málið er nú hjá nefnd sem úrskurðar um þessi mál og meðan svo er þá teljum við okkur ekki geta veitt aðgang að gögnunum.“ Páll Hreinsson, formaður úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál, sagðist í gær ekki geta svarað hvenær úrskurður vegna kæra sem borist hafa vegna þessa máls lægi fyrir. Fréttablaðið hefur óskað eftir því skriflega að fá að skoða gögnin en ekki borist svar við beiðninni ennþá. magnush@frettabladid.is Segir jafnræðisreglu klárlega vera brotna Eiríkur Tómasson efast ekki um að Kjartan Ólafsson eigi að fá aðgang að gögn- um um símhleranir, líkt og Guðni Th. Jóhannesson. Bíðum þess að úrskurðar- nefnd um upplýsingamál komist að niðurstöðu, segir þjóðskjalavörður. ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS Kjartan Ólafsson hefur kært Þjóðskjalasafn Íslands fyrir að veita sér ekki aðgang að gögnum um símhleranir á árunum 1949 til 1968. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EIRÍKUR TÓMAS- SON Efast ekki um að Kjartan Ólafsson eigi að fá aðgang að gögnum líkt og Guðni Th. Jóhannesson. ÓLAFUR ÁSGEIRSSON Þjóðskjalavörð- ur neitar að veita aðgang að gögnum um símhleranir. TÍMI TIL AÐ SKIPTA „Ef að útgönguspárnar ganga eftir er þetta niður- staðan, en það er ekki rétt að gefa sér eitthvað fyrirfram,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar. „Annars kemur þetta ekki á óvart, ríkisstjórn Jafn- aðarmanna hefur setið í 12 ár og það virðist ein- faldlega vera sýn sænsku þjóðarinnar að það sé kominn tími til að skipta og hleypa nýjum aðilum að. Það er ekki óeðlilegt eftir svona langa valda- setu.“ DAGAR GÖRANS PERSSON TALDIR „Það má gera ráð fyrir að dagar Görans Persson sem formanns Jafnaðarmanna séu taldir,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmála- fræðingur. „Að sama skapi er þetta sigur fyrir borgara- legu öflin. Það er athyglis- vert að þeim skuli takast í bandalagi að fella stjórnina og að það sama hafi gerst í Svíþjóð og Noregi að banda- lag stjórnarandstöðuflokka takist að fella sitjandi stjórn, þó að það hafi verið vinstri armurinn í Noregi. Íslenskir stjórnarandstæðingar hafa horft til norska bandalags- ins.“ ATVINNUMÁLIN MIKILVÆG „Borgaralegu flokkarnir höfðu verið bjartsýnir og mér sýnist það vera að ganga eftir að þeir nái þessu,“ segir Arnbjörg Sveins- dóttir, þingflokksformað- ur Sjálfstæðisflokksins. „Þeir hafa lagt áherslu á atvinnumálin og ég held að fólk horfi dálítið til þess. Báðir armarnir hafa stundað velferðarpólitík, svo það gæti verið að atvinnumálin hafi skipt mestu.“ RÍKISSTJÓRNARSKIPTI Í SVÍÞJÓÐ VESTURBAKKINN, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur frestað viðræðum við Hamas um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Töfin þykir benda til þess að Abbas eigi í erfiðleikum með að fá Hamas til að mýkjast í afstöðu sinni gagnvart Ísrael, en Banda- ríkin hafa sett það sem skilyrði ef þau eigi að samþykkja nýju stjórnina að hún viðurkenni Ísraelsríki. Talsmaður Abbas segir það ekki þjóna neinum tilgangi að mynda stjórn sem ekki viðurkenni Ísrael því það myndi skilja nýju stjórnina eftir í sömu sporum og þá fráfarandi. - þsj Viðræðum í Palestínu frestað: Illa gengur að mynda stjórn ÞÝSKALAND, AP Frank-Walter Stein- meier, utanríkisráðherra Þýska- lands, segist styðja hugmyndir um að koma á fót alþjóðlegu kjarnorkuveri til að auðga úran fyrir þróunarlönd. Hann telur að slíkt ver geti hjálpað til við að verjast frekari útbreiðslu kjarnavopna. Alþjóðakjarnorku- málastofnunin er nú þegar að skoða möguleikann á slíku kjarnorkuveri. Það yrði þá undir stjórn alþjóðlegrar stofnunar, líklega Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar, og myndi vera háð útflutningsreglum hennar. -þsj Utanríkisráðherra Þýskalands: Vill alþjóðlegt kjarnorkuver FRANK-WALTER STEINMEIER Er hlynntur hugmyndum til að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnavopna. BANDARÍKIN, AP Elizabeth Shoaf, 14 ára stúlku frá Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, var bjargað ómeiddri frá mannræningja í fyrradag eftir að henni hafði tekist að senda SMS-skilaboð úr farsíma ræningjans til móður sinnar. Ekkert hafði spurst til hennar síðan 6. september. Lögreglan handtók í gær Vinson Filyaw, 37 ára gamlan mann, sem grunaður er um að hafa haldið stúlkunni fanginni í holu. Hann verður kærður fyrir mannrán, vörslu ólöglegrar sprengju og að dulbúast sem lögreglumaður. Að sögn rannsóknarlögreglu þóttist Filyaw vera lögreglumaður þegar hann hitti Shoaf og gekk með hana út í skóg. Hann hélt henni svo fanginni í tæplega fimm metra djúpri holu sem hann huldi með krossviði. Í holunni var hand- grafið klósett, eldunaraðstaða og útskornar hillur. Í prísundinni hótaði Filyaw stúlkunni með heimatilbún- um handsprengjum og byssu sem skýtur neyðarblysum. Lögreglan fékk ábendingu um ferðir mannræningjans frá konu sem sagði hann hafa reynt að ræna bíl sínum fyrir utan pítsustað. Lögreglan hafði áður reynt að handtaka manninn á heimili hans, en hann flúði gegnum göng úr svefn- herbergi sínu út í kofa þar sem hann faldist. Hans hafði áður verið leitað vegna gruns um að hafa áreitt 12 ára stelpu kynferðislega. - sgj Lögregla bjargaði stúlku úr prísund og handtók meintan ræningja hennar: Sendi SMS-skilaboð til móður sinnar ELIZABETH SHOAF PRÍSUND STÚLKUNNAR Elizabeth Shoaf var haldið fang- inni í skítugri holu í rúma viku af ræningja sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLMIÐLAR Róbert Marshall, framkvæmdalegur forstöðumað- ur NFS, skrifar Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, opið bréf í Fréttablaðinu í dag. Þar biður hann Jón um að loka ekki frétta- stofunni, en fréttir um fyrirhugaða lokun hennar hafa heyrst undanfarna daga. „Ekki loka sjoppunni áður en búið er að opna hana til fulls. Í fullri opinni dreifingu er þetta viðskiptahugmynd sem gengur upp,“ er meðal þess sem Róbert skrifar í bréfi sínu sem hefst á orðunum „Kæri Jón“. - sjá síðu 21/sþs Róbert Marshall: Opið bréf til Jóns Ásgeirs FLORIDA, AP Maður sem hefur um árabil haldið því fram að hann sé sjóliði sem kyssir hjúkrunar- konu á heimsfrægri mynd Life tímaritsins af fagnaðarlátum New York búa við lok seinni heimsstyrjaldar, kom nýverið í veg fyrir rán á heimili sínu. Carl Muscarello, sem er orðinn 80 ára gamall, segist hafa komið að tveimur innbrotsþjófum þar sem annar þeirra sveiflaði golfkylfu að stjúpsyni hans. Félagi hans komst undan en Muscarello hafði hinn undir og hélt honum föstum þar til lögreglu bar að garði. - þsj Brotist inn til áttræðs manns: Kyssandi sjóliði gómaði þjóf DANMÖRK Helle Thorning- Schmidt, formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, vill að boðað verði til kosninga í landinu sem fyrst. Segir hún danska velferðarkerfið í hættu vegna skattalækkana ríkisstjórnar- innar. Talsmað- ur ríkisstjórn- arflokksins Venstre segir hugmyndina ekki koma sér á óvart. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnun á fylgi flokka í Danmörku eykst fylgi við Jafnaðarmanna- flokkinn um tæp fjögur prósentu- stig. Minnkandi stuðningur við ríkisstjórnina skrifast á óvin- sældir íhaldsmanna. En þeir fengju aðeins átta prósent atkvæða ef kosið yrði nú. - ks Danski jafnaðarmannaflokkurinn: Boðað verði til þingkosninga HELLE THORNING- SCHMIDT RÓBERT MARSHALL Jakob endurkjörinn Jakob Hrafnsson var í gær endur- kjörinn formaður ungra framsóknar- manna. Jakob var kjörinn til tveggja ára en þetta er annað starfstímabil hans sem formaður SUF. Jakob var einn í framboði. STJÓRNMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.