Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 18. september 2006 3 Fugl í egglaga húsi POSTULÍNSFUGLAHÚSIN VEKJA ATHYGLI OG FÓRU Á LISTA YFIR TUTTUGU OG FIMM FLOTTUSTU HÖNNUNARGRIPI ÁRSINS 2004. Á Netinu er að finna frábæra vefverslun sem sérhæfir sig í sölu sérstakra fugla- húsa. Fuglahús þessi eru egglaga, gerð úr postulíni og áli og koma í allskonar litum og litbrigðum. Árið 2004 valdi bandaríska tímaritið Fortune Magazine fuglahúsin á lista yfir tuttugu og fimm bestu hönnunargripina það árið, enda engin furða þar sem þetta eru sérstaklega skemmtilegir og fallegir gripir með göfugt notagildi. Nú þurfa hipp og kúl dýravinir ekki að örvænta lengur yfir því að þurfa að hengja upp lummó tréhús í garðinn eða dreifa fuglafóðri á svalirnar. Málið er leyst með einum músarsmelli á vefsíðunni www.eggbirdfeeders.com. Húsin kosta rúma hundrað dollara en ofan á það bætist einhver sendingarkostnaður. Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. Hvernig á að bregðast við veggjatítlum Fyrst og fremst þarf að lækka loft- rakastig og hitastig í herbergjum og ná rakastigi í viðarklæðningum og húsgögnum niður fyrir 11 pró- sent því þá stöðvast vöxtur lirfanna. Í húsnæði sem kynt er eðlilega allan ársins hring er rakastig viðar 6-10 prósent og engin skilyrði fyrir veggjatítluna. Það þarf að athuga staði sem húshitun nær ekki eða illa til eins og háaloft, kjallara, útveggi og forstofuherbergi. Þetta eru áhættustaðir þar sem veggjatítl- an gæti lifað góðu lífi. Það er grund- vallaratriði að þurrka upp viðinn og í sumum tilfellum þarf að endur- nýja viði til að losna við vandamál- ið. Hægt er að nota eitursvælingu og trúlega dugar hún ef eitrið kemst inn í viðinn og að lirfunum. Ástralir og Englendingar gera mikið að því að þurrka upp við í híbýlum manna og nota til þess raf- magnsofna og ljósahitara sem eru líka flugnabanar. Þeir ná dýrunum sem klekjast út á vori í flugnaban- ana. Það þarf að ná 50-60 stiga hita í rými sem verið er að þurrka. Hægt er að bera viðarolíur á við- inn og blanda kreósóta saman við. Þá má nota parafínolíur og aðrar olíur sem hafa mikið vaxinnihald því ef slík olía kemst í snertingu við veggjatítluna smýgur olían inn í dýrið, vaxið festir vængi og egg svo varp getur misheppnast. Þetta ætti að gera seinni- part í maí, aftur um miðjan júní og enn aftur í byrjun júlí. Gott er að vera líka með flugnabana til að taka við þeim bjöllum sem hugsanlega sleppa eða koma annars staðar frá. Þá er til örþrifaráð sem ekkert dýr þolir en það er að nota blásýrubrælun. Hún brýst betur inn í viðinn en efna- vökvar. Veggjatítlur hafa fengið mikla athygli á undanförnum misserum þar sem heilu húsin hafa verið dæmd ónýt af hennar völdum og innviðir í húsum á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið slæman dóm hjá þeim sér- fræðingum sem kallaðir hafa verið til. Ef þú hefur minnsta grun um að bjalla sem þú finnur heima hjá þér sé veggjatítla láttu greina bjölluna hjá Náttúrufræðistofnun eða Rann- sóknastofnun Háskólans til að vera alveg viss. Leita skal að vatnsleka á baðher- bergjum, vöskum, salernum, með- fram skorsteini og í gluggakörmum. Það er alltaf möguleiki á að um sé að ræða staðbundið vandamál þegar veggjatítla finnst. Langtíma viðvera veggjatítlu getur veikt burðarvirki húsa og valdið alvarlegum skaða og fjár- hagslegu tjóni. Þegar fólk þarf að fá til sín meindýraeyði eða garðúðara þá skal alltaf óska eftir að fá að sjá starfsskírteini útgefið af Umhverfisstofnun og eiturefnaleyfi gefið út af lögreglustjóra/ sýslumanni og það mikilvægasta er að viðkomandi hafi starfs- leyfi frá viðkomandi sveitafélagi. Starfsrétt- indi meindýraeyða og garðúðara hafa ein sér ekkert gildi. Athugaðu hvort öll skírteini séu í gildi. Félag- ar í Félagi Meindýraeyða eru með félagsskírteini á sér. Fáðu alltaf nótu vegna viðskipt- anna. Réttindi meindýraeyða og garð- úðara frá erlendum ríkjum og félaga- samtökum gilda ekki á Íslandi. Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004 Pöddur rit landverndar nr. 9 1989, Stóra skordýrabók Fjölva 1974, Heimasíða www.ni.is Erling Ólaf- son. Veggjatítla – seinni hluti (Anobium punctatum) Wood Borgin Beetles Fuglahúsin fást í öllum regnbogans litum og litbrigðum. Allt frá póstkassarauðu eða barnabláu yfir í dumbrautt, gult eða dökkblátt. Veggjatítla meindýr Þessi litli fugl þarf ekki að þjást vegna andfagurfræðilegs áreitis í garðinum. Hann nýtur matar síns í fuglahúsi sem þykir bera af hvað varðar stíl og smekkvísi. ����������� ������������������������ ���������������������������������������������� Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16 w w w .d es ig n. is © 20 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.