Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 4
4 18. september 2006 MÁNUDAGUR
���������������������������������������������������������������������� ������������
�������������
������������
���� �
�����������������������������������������������������������������
����
�����
�����
��
HÁTÍÐ „Ég á eiginlega bara ekki til orð yfir
þessu öllu saman. Ég varð klökkur þegar ég sá
allan mannfjöldann sem var komin til að fagna
mér,“ segir Magni Ásgeirsson nýlentur eftir
þriggja mánaða dvöl í Los Angeles þar sem
hann tók þátt í raunveruleikaþættinum Rock-
star Supernova og lenti í fjórða sæti eins og
kunnugt er.
Miklu var tjaldað til í Vetrargarðinum þar
sem Skjár einn og NFS voru með beinar útsend-
ingar frá viðburðinum sem hófst klukkan 16
með söngatriðum frá landsþekktum tónlistar-
mönnum. Um hálf fimm renndi Magni í hlað
beint frá Leifsstöð með miklu fylgdarliði en
bifhjólasamtökin Sniglarnir tóku að sér að
fylgja Magna alla leið frá Keflavík að Smára-
lind eins og sannri rokkstjörnu sæmir.
Þegar Magni steig inn í Smáralindina ætlaði
þakið að rifna af húsinu með lófaklappi og öskr-
um frá aðdáendum rokkstjörnunnar. Magnús
Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, Val-
gerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og full-
trúi frá Flugleiðum buðu Magna velkominn
heim. Valgerður Sverrisdóttir færði Magna
bók um myndlistarmanninn Kjarval frá
íslensku ríkisstjórninni sem þakklætisvott
fyrir að hafa verið landi og þjóð til sóma með
glæsilegri frammistöðu og framkomu í þáttun-
um. Flugleiðir gáfu einnig Eyrúnu, eiginkonu
Magna, ferð fyrir tvo til Evrópu sem mun
eflaust nýtast fjölskyldunni vel.
Magni steig svo á stokk ásamt hljómsveit
sinni Á móti sól og hafði hann orð á því hversu
langt væri síðan hann hefði talað íslensku á
sviði og bað fólk afsökunar á því hversu þreytt-
ur hann væri eftir langt flug. Þrátt fyrir að
vera ósofinn tókst Magna að ná rífandi stemn-
ingu í Vetrargarðinum í Smáralind enda orðinn
þaulvanur eftir dvöl sína meðal stjarnanna í
Los Angeles. Áhorfendur horfðu hugfangnir á
rokkstjörnu Íslands taka lagið og svo virtist
sem öll Smáralindin tæki undir þegar Magni
tók lagið „Hvar sem ég fer“ með hljómsveit-
inni.
„Ég er eiginlega ekki búinn að ákveða hvað
tekur við núna en það eina sem veit er að ég er
að fara heim til mín og leika við son minn, Mar-
ínó og slökkva á símanum í að minnsta kosti
viku,“ segir Magni Ásgeirsson að lokum.
alfrun@frettabladid.is
SUNGIÐ MEÐ MAGNA Mikil stemning var á tónleikunum og áhorfendur tóku vel undir með Magna.
Magna fagnað í Smáralind
Aðsóknarmet var slegið í Smáralind í gær þegar átta þúsund manns komu þar saman til að bjóða Magna
Ásgeirsson velkominn heim frá Los Angeles þar sem hann var landi og þjóð til sóma í raunveruleikaþættin-
um Rockstar Supernova. Magni klökknaði þegar hann sá mannfjöldann sem saman var kominn.
ROKKSTJARNA ÍSLANDS Þakið ætlaði að rifna af Smáralindinni þegar
Magni steig á stokk og tók nokkur vel valin lög ásamt hljómsveit sinni
Á móti sól. Hann bað þó áhorfendur afsökunar á rödd sinni sem
hann sagði að væri ekki upp á sitt besta eftir langa flugferð.
FÖNDRAÐ FYRIR MAGNA Sumir voru
búnir að útbúa skemmtilegt spjöld
fyrir Magna þar sem hann var boðinn
velkomin heim.
VIÐSKIPTI Magnús Kristinsson, sem
átt hefur í deilum við Björgólf
Thor Björnsson í stjórn Straums-
Burðaráss, gerir upp við Björgólf
í blaðagrein í Morgunblaðinu í
gær. Þar segir hann meðal annars
að grunnurinn að illdeilum þeirra
hafi verið þegar Björgólfur vildi
nota Straum-Burðarás til að leggja
tugi milljarða í eigin fjárfesting-
arverkefni.
Hann þvertekur fyrir fullyrð-
ingar Björgólfs um að Magnús,
Kristinn Björnsson og Þórður Már
Jóhannesson, fyrrverandi for-
stjóri, hafi tekið skammtímahags-
muni fram yfir langtímahag bank-
ans.
Í greininni, sem ber yfirskrift-
ina „Um grjótflug úr glerhúsi“,
lýsir Magnús einnig hvernig Björg-
ólfur hafi grætt milljarð á einum
sólarhring þegar eignarhaldsfélag
hans, Samson, hafi selt hlut í KEA
til Burðaráss daginn eftir að félag-
ið hafði keypt sama hlut af Kald-
baki.
Þegar Fréttablaðið hafði sam-
band við Magnús sagðist hann
ekki ætla að tjá sig meira um þetta
mál á opinberum vettvangi. Svip-
að var uppi á teningnum hjá Björ-
gólfi, en samkvæmt talsmanni
hans sér hann ekki ástæðu til að
svara því sem fram kemur í grein
Magnúsar. - sþs
Magnús Kristinsson gerir upp við Björgólf Thor Björnsson vegna Straums-Burðaráss:
Lagði milljarða í eigin fjárfestingar
Á GÓÐRI STUND Björgólfur Thor, Þórður Már Jóhannesson og Magnús Kristinsson á
fundi Straums-Burðaráss. Magnús fer hörðum orðum um Björgólf og viðskiptahætti
hans í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið á sunnudag.
VENESÚELA, AP Forseti Írans,
Mahmoud Ahmadinejad, heim-
sótti Venesúela í fyrsta skipti í
gær til að styrkja samband sitt
við Hugo Chávez, forseta
landsins. Leiðtogarnir hafa
sameinast í andstöðu við banda-
rísk stjórnvöld.
Chávez sagði að stjórnvöld
hjálpuðu til við innlenda skot-
færa-, bíla- og plastframleiðslu og
kallaði ríkin tvö „djarfar þjóðir
sem hjálpast að“.
Ahmadinejad kallaði Chávez
bróður sinn í hnattrænni baráttu,
en Chávez hyggst styðja kjarn-
orkuframleiðslu Íransstjórnar,
komist Venesúela í Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna. - sgj
Ahmadinejad og Chavez:
Bræður í hnatt-
rænni baráttu
FORSETARNIR TVEIR Ahmadinejad og
Chávez eru umdeildir, en segjast hjálp-
ast að í baráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GENGIÐ 15.9.2006
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
23,0054
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
70,15 70,49
132,02 132,66
88,97 89,47
11,923 11,993
10,742 10,806
9,633 9,689
0,5966 0,6000
103,67 104,29
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
B
R
IN
K
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
B
R
IN
K
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/D
A
N
IEL
Skuldir felldar niður
Rússnesk stjórnvöld munu á næst-
unni fella niður stórfelldar skuldir
Íraks, að sögn fjármálaráðherra
Rússlands. Vladimirs Pútín, forsætis-
ráðherra landsins, reynir með þessu
að auka áhrif Rússlands á heimsvísu.
RÚSSLAND