Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 44
 18. september 2006 MÁNUDAGUR24 „Ég hef alltaf litið á það sem algjör forréttindi að hafa af því atvinnu að móta umhverfi fólks, hvort sem um er að ræða einstakar byggingar eða stærri heildir og lít svo á að vandað, fallegt og vel hugsað umhverfi leiði almennt af sér betri líðan og jákvæðara hugarfar,“ segir Guðrún Jónsdóttir arkitekt sem á og rekur Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur. Þau verk teiknistofunnar sem hún valdi að greina frá í þessu stutta spjalli eru dæmi um byggingar þar sem áhersla hefur verið lögð á samspil og aðlögun að umhverfinu við mótun þeirra. Önnur byggingin, sem er þjónustuhús við Þingeyrakirkju í Austur- Húnavatnssýslu er reist skammt frá kirkjunni en hún er yfir 100 ára gömul, friðuð og er ein merkasta bygging á Íslandi. Hin byggingin er viðbygging við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Hún stendur á bökkum Blöndu rétt við Kvennaskóla Húnvetninga, þá merku stofnun. Kvennaskólabyggingin er teiknuð upp úr aldamótunum 1900 af brautryðjanda í byggingarlist á Íslandi, Einari Erlendssyni. Í þessum nýbyggingum er einnig lögð áhersla á að fanga hughrifin sem þessir ólíku staðir kalla fram og undirstrika sérkenni þeirra. „Sem áhugamanni um verndun byggingararfs okkar Íslendinga hafa þessi tvö verk verið mér hugleikin,“ segir Guðrún. „Þau sýna að eldri byggingar eru ekki hindrun heldur hvati fyrir þann sem fæst við að móta nýbyggingar.“ Arkitektinn: Guðrún Jónsdóttir Falleg steinhleðsla. Horft úr kaffistofu Heimilisiðnaðarsafnsins yfir Blöndu.Þjónustuhús við Þingeyrakirkju, aðalinngangur. Húsið verður vígt í haust. Vill vernda byggingararfinn Þjónustuhúsið er fullbúið að innan en að utan verður steinsteypti hluti þess klæddur steinhleðslu til samræmis við kirkjuna. Viðbygging við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, vígt 1993 – gamla safnið til hægri. Fr um Láttu Viðskiptafræðinga MBA og löggiltan fyrirtækjasala með áratuga reynslu aðstoða þig. EKKI SÆTTA ÞIG VIÐ MINNA. MIKILL FJÖLDI ATVINNUHÚSNÆÐIS OG FYRIRTÆKJA Á SKRÁ LÍTTU Á www.fyrirtaekjasala.is Björgvin Ó. Óskarsson Löggiltur leigumiðlari og eignaskiptalýsandi Óskar Mikaelsson, ráðgjafi Gunnar Jón Yngvason löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali Viðskiptafræðingur MBA Sala: Glæsilegt verslunarhúsnæði í Borgartúni. Nýstandsett verslunarhúsnæði 354,6 m2 á besta stað í Borgartúni. Tvær áberandi gluggahliðar að götu. Allt inni er tipp topp. Húsnæðið er á tveimur hæðum, verslunarhæð og skrifstofur og sýningasalur á 2. hæð. Frábært tækifæri. Mikil uppbygging í hverfinu. Leiga: Innkeyrslubil, Gbæ, 150 m2. Gott innkeyrslurými með einni innkeyrsluhurð. Lofthæð allt að 5 mtr. Skrifstofa, salerni, kaffihorn. Hentar vel undir hverskyns starfsemi. Sala / Leiga: Eyrartröð, Hfj, 500 - 1.170 m2. Vel staðsett samtals 1.170 m2 atvinnuhúsnæði á Hvaleyrarholtinu. 2 mjög háar innkeyrsluhurðir. Lóðin er stór og rúmgóð. Lofthæð rýma er töluverð. Milligólf eru skrifstofur, eldhús, salerni. Hægt að leigja í smærri einingum t.d. ½ húss, en selst í heilu lagi 1.170 m2 Sala / Leiga: Ögurhvarf, Kóp, 3.340 m2. Atvinnuhúsnæði með súlulausu lagerrými, versl- unarrými og skrifstofu- álmu. Húsið er í byggingu og afhendist skv. nánara samkomulagi. Möguleiki að leigja eða kaupa húsið í heild (bygg.st.5 eða lengra komið), eða í minni einingum. Teikningar og skilalýsing á skrifstofu. Sala: Tangarhöfði 400 m2 innkeyrslubil. Iðnaðarrými á neðri hæð, 400,6 m2, með um 3,2 mtr. lofthæð. Allur innkeyrslurampurinn er í séreign þessa rýmis og því góð aðkoma. Leiga: Óseyrarbraut Hfj, 250 - 765 fm Mjög gott samtals 765 fm innkeyrslupláss með 3 innkeyrsluhurðum. Lofthæð um +3 mtr. Lóð er öll malbikuð. Möguleiki að leigja minni einingar. Sanngjörn leiga. LAUST. Leiga: Skrifstofuhúsnæði í hjarta Hafnarfjarðar. Sérlega glæsilega innréttað skrifstofuhúsnæði um 242 m2 á 5.hæð í lyftuhúsi í þessu glæsilega húsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Einstaklega vandað og skemmtilegt húsnæði með óviðjafnanlegu útsýni. Tölvulagnir í hverju herb. Allt að 9 skrifstofuherbergi. LAUST. Leiga: Laugavegur - 330 m2 verslunarhúsn. Á frábærum stað á Laugaveginum vandað verslunarhúsnæði á tveimur hæðum 330 fm. Efri hæðin er tilvalin fyrir afgreiðslu og smærri varning, neðri hæðin er skemmtilega björt og rúmgóð og tilvalin undir hverskyns verslunarrekstur. Laust strax. Gott tækifæri. Síðumúla 35 • 108 Reykjavík • Sími 517 3500 • Fax 517 3536 • gjy@fyrirtaekjasala.is • www.fyrirtaekjasala.is Leiga: Bíldshöfði, verslunar- og skrifstofuhúsn. Á frábærum stað á Höfðan- um, til leigu nýtt og glæsilegt verslunar- og skrifstofuhús- næði sem um þessar mundir er verið að reisa. Hver hæð er um 700 m2. Húsnæðið af- hendist í lok árs, möguleiki að innrétta að óskum leigjenda. Í boði eru stærðir frá 350 m2 til rúmlega 10.000 m2. Nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.