Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 20
20 18. september 2006 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Portúgal Tyrkland Bókaðu strax á www.plusferdir.is 39.900kr. Heitt TILBOÐ Portúgal - Gisting á Alagoamar Tyrkland - Gisting á Club Ilaida Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100 Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S PL U 33 82 9 08 /2 00 6 www.plusferdir.is M arkaðsöflin hafa á undanförnum árum stöðugt hreiðrað meira og meira um sig í íslensku þjóðlífi og breytt því á ýmsan hátt. Þau hafa komið ýmsu góðu til leiðar að margra mati, en annað hefur verið mikið umdeilt, eins og ofurlaunasamning- ar sumra æðstu manna í markaðsgeiranum. Það var fyrir löngu orðið tímabært að frjáls markaðsstarfsemi færi að blómstra hér á landi – að við losuðum okkur út úr hálfgerðu sovétskipulagi á mörgum sviðum, en það er alltaf hætta þegar slíkir hlutir eru að gerast hjá okkur að við förum offari, og sjáumst ekki fyrir varðandi þróunina. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá sókn markaðsaflanna inn í framhaldsskóla landsins, og þar virðist sem ákveðin fyrir- tæki í samvinnu við ákafa forystumenn skólafélaga hafi gengi of langt í markaðsvæðingunni. Þetta er að vísu misjafnt eftir skól- um, eftir því sem best er vitað, en lýsing forystumanns Versl- unarskólans er þannig: „Við erum með níu manns í stjórn, sem fengu styrki frá mismunandi fyrirtækjum í kosningabaráttunni [til stjórnar væntanlega]. Síðan buðum við öllum bönkunum það sama varðandi samstarf við nemendafélagið.“ Í framhaldi af þessu áttu svo bankarnir eða fyrirtækin að fá viðskiptin við nemendafélagið, eftir því hver bar sigur af hólmi í kosninga- baráttunni. Þarna er að vísu um Verslunarskólann að ræða, þar sem gera má ráð fyrir að markaðsvæðingin sé mest, eðli málsins samkvæmt, en er hér rétt að málum staðið? Skólameistari Ármúlaskólans vill banna allar auglýsingar við skólann. „Við höfum svo sem rætt það hér, að leyfa engar auglýs- ingar í skólanum, þannig að hér væri friðhelgi fyrir öllu þessu auglýsingafári, sem tröllríður öllu í dag,“ sagði hann í viðtali við Fréttablaðið. Það eru ekki aðeins bankar og símafyrirtæki, sem sækja stíft á nemendur framhaldsskólanna, heldur líka annars konar fyrirtæki, þótt þau fyrrnefndu virðist ganga einna harð- ast fram. Þetta minnir á markaðssóknina varðandi fermingarbörn, sem gengið hefur út í öfgar oft og tíðum, og vakið hefur umræður í þjóðfélaginu. Sjálfsagt má leita hliðstæðra dæma víðar, ef vel er að gáð. Í markaðsþjóðfélagi þurfa fyrirtækin að sjálfsögðu að láta vita af sér, og það getur verið mjög gagnlegt fyrir neytendur að fá upplýsingar um vörur og þjónustu frá fyrirtækjunum. Þannig geta þeir kannski vegið og metið í rólegheitum, hvað sé hagstæð- ast í hverju tilfelli, og þá er það beggja hagur. En þegar markaðs- öflin eru farin að höfða til barnssálarinnar og ungmenna innan veggja skólanna, er of langt gengið. Eru markaðsöflin kannski komin inn í grunnskólana eða leikskólana líka? Ef svo er, er kom- inn tími til að spyrna við fótum. Það sama má segja um auglýsingar í tengslum við barnaefni í fjölmiðlum. Það ætti hreinlega að banna, og hefur reyndar verið rætt um það í fullri alvöru. Það eru nógir aðrir staðir þar sem fyrirtæki og stofnanir geta komið sínu á framfæri, þótt það sé ekki í tengslum við barnaefni, sem saklaus börn hafa áhuga á. Bankar og fyrirtæki sækja að skólanemendum. Markaðsöflin og framhaldsskólar KÁRI JÓNASSON SKRIFAR Umræðan Ábyrgð ríkisins á verðlagi Mikið er nú rætt um að verð á hinu og þessu hérlendis sé það hæsta í heimin- um. Engum blöðum er um það að fletta að þær athuganir eiga sér ríka stoð í raunveru- leikanum. Má þar til dæmis nefna landbún- aðarafurðir, grænmeti og ávexti, bensín og áfengi. Hvernig stendur á því að þessi verð eru svona gríðarlega há hérlendis? Nú hefur verð á flutningsþjónustu, gámaplássi og öðru farið lækkandi ár frá ári vegna samkeppni fyrirtækjanna í flutningum. Álagning smásöluverslana hefur lækkað ár frá ári vegna mjög mikillar samkeppni þeirra á meðal. Nýjar verslanir spretta upp í mánuði hverjum og blanda sér í samkeppnina. Tækninýjungar og hag- ræðing í birgðahaldi og tilkoma vöruhótela við hafn- ir hefur lækkað allan kostnað við birgðahald. Í nær öllum hliðum smásölunnar hafa átt sér stað miklar framfarir sem stuðla að lægra vöruverði. Þó er eitt atriði í þessu öllu sem hefur lítið breyst frá því að smásala hófst hérlendis. Það eru afskipti ríkisins. Skattar og tollar á vörur og þjónustu virð- ast ekki eiga sér nokkur takmörk. Það er staðreynd að nefnd á vegum ríkisins held- ur uppi ofurverði með handstýringu á verði landbúnaðarafurða. Það er einnig þekkt að grænmeti og ávextir eru meðal þeirra vara sem bera hvað hæstan toll. Vitað er að þegar allt er talið fá olíufélögin um 30% af hverjum seldum lítra og ríkið tekur 70%. Að lokum er einnig ljóst að áfengi er selt í einokunarverslun ríkisins og verði handstýrt þar með tollum og öðru. Það er ríkisvaldið sem í senn tekur stóran hluta tekna fólks með sköttum og leggur svo stóran stein í götu þeirra sem stunda framleiðslu og innflutning í landinu með margs konar tollum og höftum. Vert er að snúa af þessari braut sem allra fyrst. Það er ekki eðlilegt að lág- launafólk þurfi að vinna í 4 klst. til að geta keypt sér rauðvínsflösku með kvöldmatnum. Það er ekki eðli- legt að ríkið stjórni því hvað neytendur velja. Það er í frelsinu sem bæði neytendum og framleiðendum vegnar sem best. Það er í frelsinu sem Ísland hefur náð árangri – ekki í viðjum hafta og ríkisafskipta. Höfundur er nýkjörinn formaður Frjálshyggjufélagsins. Frelsi í stað ríkisafskipta FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON Enn eru Baugsmál í sviðsljósi og enn er gamla góða varnarliðið kallað út. Gísli Marteinn var fenginn gegnt mér í Kastljósþætti síðastliðinn föstudag. Það var eins og að ræða við sjálfan Birting um veilur í kenningum meistara hans, Dr. Altungu. Hallur Hallsson skrifaði meinlausa grein í Mogga en grein Sigurðar Más Jónssonar í Viðskiptablað- inu er svaraverð. „eins og menn höfðu fyrir sið að skamma Albaníu þegar þeir lögðu ekki í Kína þá virðist Hallgrímur hafa vanið sig á að skamma opinbera embættis- menn þegar hann þorir ekki í Davíð,“ ritar Sigurður Már. Hér er spurning hvort „þor“ sé rétta orðið, gagnvart manni sem er orðinn svo lítill í sér að hann er farinn að gorta sig af vináttu við núverandi Banda- ríkjaforseta. Og er Davíð sjálfsagt eini, núverandi jafnt sem fyrrverandi, þjóðarleiðtogi heimsins sem telur sér vinfengi við Bush til tekna. Sigurður virðist hinsvegar (sem betur fer) eiga aðra vini og er hneykslaður á því að ég skuli vefengja framgöngu setts saksóknara í Baugsmálinu. „hefur Hallgrímur kosið að ráðast á opinbera embættis- menn og suma undir nafni þó hann viti að þeir geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér.“ Það er liðin tíð að mönnum leyfist ekki að gagnrýna opinbera embættismenn á Íslandi. Þorgeir heitinn Þorgeir- son gekk alla leið til Strassborg- ar til að færa okkur leyfið til þess, eins og frægt er orðið. Sigurður Tómas Magnússon var settur nýr saksóknari í Baugsmálinu þegar aðrir játuðu sig sigraða. Honum var ætlað að koma ferskur að málinu og meta það sjálfstæðum huga. Margt bendir hinsvegar til þess að það hafi hann ekki gert, enda rataði málið í sömu ógöngur og áður í höndum hans. Ef til vill var hann of hlýðinn „baksóknurum“ málsins. Ef til vill var reynslu- leysi um að kenna. Eins og Sigurður Már getur um í grein sinni hefur Sigurður Tómas meiri reynslu sem dómari en lögmaður. Efinn um hlutleysi saksókn- arans kviknar þó einkum af þeirri staðreynd að hann starfar of nærri þeim sem fluttu málið í upphafi. Þegar hann tók við málinu setti Sigurður Tómas upp skrifstofu í húsnæði ríkissátta- semjara að Borgartúni 21 og notaði það heimilisfang í bréfhausum sínum. Hér kvikn- aði von um að þetta leiðindamál væri nú loks komið í sjálfstæðar hendur. Sjálfstæðið varði hinsvegar ekki lengi. Fyrr en varði var saksóknarinn ferski sestur inn til Ríkislögreglu- stjóra og situr þar enn eins og ég sannreyndi á dögunum þegar ég hringdi í embættið og bað um Sigurð Tómas Magnússon. „Hann er því miður ekki við í augnablikinu,“ var svar símadömu. Hvernig á nýr saksóknari að geta starfað sjálfstætt og geta horft á málið ferskum augum, sitjandi í næsta herbergi við þá sem hófu bæði rannsókn og málsókn og klúðruðu hvoru tveggja með eftirminnilegum hætti? Það er aldrei auðvelt að byggja upp traust og þetta er að minnsta kosti ekki leiðin til þess. Baugsmál í einfaldri hnot- skurn: Í lok ágúst 2002 lét lögregla til skarar skríða og gerði innrás í Baug vegna vísbendingar frá Jóni Geraldi Sullenberger um að 60 milljón krónur hefðu farið með grunsamlegum hætti út úr fyrirtækinu inn á reikning í Florída. Við innrásina fannst reikningurinn. Hann sýndi hinsvegar öfuga stefnu fjár- streymis: Jón Gerald skuldaði Baugi 60 milljónir. Í siðmennt- uðum löndum hefði hér verið látið staðar numið, Jón Gerald verið talinn ótrúverðugur og fyrirtækið beðið afsökunar. En ekki á Íslandi Davíðs Oddssonar. Þar var hafin þriggja ára löng rannsókn á fjárreiðum fyrirtæk- isins, Jón Gerald gerður að hetju í fjölmiðlum og lögmaður hans að hæstaréttardómara. Eigum við svo bara að taka ofan fyrir þessari atburðarás eins og Birtingur & co biðja okkur um? Eigum við bara að segja halelúja og fara með bæn Sigurðar Más í Viðskiptablaðinu: „Er ekki bara betra að halda sig við einfaldari mál eins og Davíð Oddsson spurði svo eftirminnilega í Kastljósþætti síðasta sunnudag.“ Tímaritið „Bleikt og blátt“ hefur nú lokið göngu sinni. Bleika blaðið á fjölmiðlamarkaðnum er hinsvegar vel blátt. Bleikt og blátt Baugsmálið HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Efinn um hlutleysi saksókn- arans kviknar þó einkum af þeirri staðreynd að hann starf- ar of nærri þeim sem fluttu málið í upphafi. Þrjú í bið Rannveig Guðmundsdóttir, Jóhann Ársælsson og Margrét Frímannsdóttir hafa tilkynnt að þau hyggist ekki sækj- ast eftir þingsæti í komandi alþing- iskosningum. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hvöttu Margréti til að sitja áfram með sérstakri ályktun en þögðu um hina tvo þingmennina. Með Jóhanni hverfa síðustu leifarnar af gömlu sjávarútvegsstefnu Sam- fylkingarinnar um fyrn- ingarleiðina svokölluðu. En áfram er beðið eftir tilkynningum. Hjálmar Árnason, Framsóknar- flokki, er talinn vera tvístígandi um framboð eins og Sól- veig Pétursdóttir og Guðmundur Hall- varðsson, Sjálfstæðisflokki. Það skýr- ist væntanlega á næstu dögum. Nýr þingflokksformaður Hætt er við að hvatning Ungra jafn- aðarmanna dugi skammt og herma heimildir Fréttablaðsins að Margrét muni segja af sér sem þingflokks- formaður í dag eða á morgun og mun sú afsögn taka gildi samstund- is. Samfylkingin þarf því að finna sér nýjan þingflokksformann í snarhasti. Líklegastur til að taka við af Margréti er Össur Skarp- héðinsson, en Samfylkingin leggur kapp á að virkja flokks- formanninn fyrrverandi í aðdraganda kosning- anna. Tólf árum léttari Sú saga flaug hátt um helgina að Guð- laugur Þór Þórðarson alþingismaður ætlaði að sækjast eftir öðru sætinu í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Guðlaugur hefur ekki staðfest neitt en sé sagan sönn verð- ur róðurinn þungur. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og þingmaður til fimmtán ára, hefur nefnilega lýst yfir að hann girnist sama sæti. Kepp- endurnir eru ekki í sama þyngd- arflokki hvað þingreynslu varð- ar, en Guðlaugur, sem setið hefur á þingi síðan 2003, er tólf árum léttari. bjorgvin@frettabladid.is steindor@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.