Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 72
32 18. september 2006 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í
körfubolta lék um helgina gegn
Austurríkismönnum ytra og
tapaði stórt. Lokatölur urðu 85-64
Austurríki í vil.
Ísland stóð vel í Austurríkis-
mönnum framan af leik og voru
t.d. yfir, 49-47, þegar rúmar tvær
mínútur voru eftir af þriðja
leikhluta. En þá sögðu Austurrík-
ismenn hingað og ekki lengra.
Íslenska liðið lenti í miklum villu
vandræðum í leiknum og missti
alla stóru leikmenn sína af velli
með fimm villur.
Logi Gunnarsson var stiga-
hæstur í liði Íslands með 14 stig,
Magnús Gunnarsson skoraði 11
stig og Brenton Birmingham
skoraði 9 stig, auk þess sem hann
tók 9 fráköst. - dsd
Karlalandsliðið í Körfubolta:
Stórt tap gegn
Austurríki
LOGI GUNNARSSON Var stigahæstur í
liði Íslands gegn Austurríki.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
FÓTBOLTI Sú saga gengur fjöllunum
hærra að Guðjón Þórðarson muni
taka við liði ÍA eftir tímabilið og
hafa sumir gengið svo langt að
segja að búið sé að ganga frá mál-
inu. Guðjón hefur staðfest við
Fréttablaðið að hann hafi áhuga á
starfinu og að menn á Akranesi
hafi áhuga á því að fá hann til
starfa.
Þessi orðrómur fer ekki vel ofan
í núverandi þjálfara liðsins, Arnar
og Bjarka Gunnlaugsson, sem hafa
staðið í ströngu við að bjarga liðinu
frá falli síðustu vikur og sagði
Arnar í viðtali á Sýn eftir leikinn
gegn ÍBV á laugardag að það hefði
ekki hjálpað mikið fyrir undirbún-
ing leiksins að sjá viðtalið sem var
við Guðjón í Fréttablaðinu um
morguninn.
„Þetta er búin að vera asnaleg
umræða síðustu daga og tímasetn-
ingin ekki alveg upp á það besta.
Þetta er líka leiðinlegt fyrir núver-
andi stjórn sem hefur unnið mjög
vanþakklátt starf. Mér finnst þetta
alveg fáránlegt ef ég á að segja
eins og er,“ sagði Arnar við Frétta-
blaðið í gær. „Ég held að menn
hefðu vel getað unnið þetta mál
bak við tjöldin. Það hefði sýnt
ákveðinn klassa en það er lítill
klassi við það hvernig málið hefur
þróast.“
Arnar og Bjarki tóku við liðinu
af Ólafi Þórðarsyni um mitt sumar
þegar staða ÍA var ekki glæsileg.
Baráttan síðustu vikur hefur verið
erfið en ÍA fór langt með að tryggja
sætið er það lagði ÍBV um helgina.
Arnar hefur sagt að þeir bræður
væru til í að halda áfram ef ÍA
haldi sér í deildinni en ef eitthvað
er að marka sögusagnirnar virðist
ekki vera líklegt að tilvonandi
stjórn muni vilja semja við þá
bræður. En fari svo að Guðjón taki
við kemur þá til greina hjá þeim
bræðrum að spila áfram fyrir
liðið?
„Ég hef alltaf sagt að Gaui sé
mjög góður þjálfari og ég hef góða
reynslu af honum en stoltsins vegna
held ég að við gætum ekki verið
áfram. Við myndum gera okkur að
fíflum með því. Það er einfaldlega
asnalegt að vera áfram eftir að hafa
verið hafnað eftir að maður hefur
gert fína hluti. Maður gæti eigin-
lega ekki litið í spegil og verið sátt-
ur við þá ákvörðun,“ sagði Arnar og
tók fram að það hefði ekkert með
Guðjón persónulega að gera og
hann óskaði Guðjóni alls hins besta
með liðið ef hann yrði ráðinn.
Þeir bræður hafa samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins verið að
vinna sem þjálfarar hjá félaginu
launalaust og það er ekki hjá því
komist að spyrja hvort þeir líti á
þessa framkomu sem vanvirðingu í
þeirra garð?
„Jú, það er ekki hægt að neita
því og eins og ég segi á svona
umræða ekki rétt á sér fyrr en
mótið er búið. Það hefur greinilega
farið í gang ákveðið baktjaldamakk
fyrir löngu síðan og við lítum eigin-
lega út eins og fífl þar sem við
höfum lýst því yfir að vilja halda
áfram og það hefur greinilega
aldrei staðið til,“ sagði Arnar.
henry@frettabladid.is
Myndum gera okkur að
fíflum ef við værum áfram
Arnar Gunnlaugsson segir að hvorki hann né Bjarki bróðir hans muni spila
áfram með ÍA ef það kemur í ljós að búið að sé að ráða Guðjón Þórðarson sem
þjálfara félagsins og þeir hafi í raun aldrei komið til greina í starfið.
KEPPNI ÞEIRRA AÐ LJÚKA Á SKAGANUM? Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir gætu leikið
sinn síðasta leik fyrir ÍA á ferlinum um næstu helgi. Arnar segist ekki geta leikið
áfram stoltsins vegna ef búið er að ráða Guðjón Þórðarson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu tryggði sér í gær sæti í 8 liða
úrslitum Evrópukeppni meistaraliða þegar Blikastúlkur sigruðu
Vitebsk, frá Hvít-Rússlandi, með einu marki gegn engu. Sigurmarkið
skoraði Greta Mjöll Samúelsdóttir, en hún skoraði einnig sigur-
markið gegn Helsinki á dögunum. Breiðablik endaði í öðru sæti í
sínum riðli og það dugði til að komast áfram. Það er hins vegar erf-
itt verkefni sem bíður Breiðabliks í 8 liða úrslitunum því þá mæta
Blikastúlkur ensku meisturunum í Arsenal. Leikið er heima og að
heiman og fyrri leikurinn er á Íslandi 11. október.
Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks, var að vonum
ánægður með sigurinn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég
er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var hörkuleikur. Við vorum
svona heldur lakari aðilinn í fyrri hálfleik en mér fannst við vera
mun sterkari í síðari hálfleik og skoruðum sigurmarkið þegar tvær
mínútur voru eftir,“ sagði Guðmundur. „Okkur dugði jafntefli í leikn-
um og fórum því varlega inn í leikinn en þetta var hörkubarátta og
stelpurnar sýndu mikinn karakter með því að sigra því þær voru
orðnar mjög þreyttar,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur sagðist ekki vita mikið um Arsenal-liðið. „Ég veit bara
að þær eru enskir meistarar síðustu
fjögur eða fimm ár. Ég veit hins
vegar að skoski leikmaðurinn
sem spilaði nokkra leiki með
Val í sumar spilar núna með
Arsenal og ef þær eru allar
á svipuðum standard og hún
er þetta hörkugott lið,“ sagði
Guðmundur.
„Þessi sigur hefur mikla þýðingu fyrir
okkur og segir okkur að það er ekki
bara Valur sem getur spilað fótbolta
af íslensku liðunum. Þessi árangur
í Evrópukeppninni hefur létt mjög
á okkur. Við vorum mjög fúl með
úrslitin í bikarúrslitunum og þetta
hefur hjálpað okkur mikið,“ sagði
ánægður þjálfari Breiðabliks í gær.
BLIKASTÚLKUR GERA ÞAÐ GOTT: KOMNAR Í ÁTTA LIÐA ÚRSLIT Í EVRÓPUKEPPNINNI
Breiðablik spilar á móti Arsenal
FÓTBOLTI Elías Fannar Stefnisson,
15 ára gamall markvörður úr
Eyjum, stóð á milli stanganna
þegar ÍBV heimsótti ÍA á laugar-
daginn. Elías Fannar er fæddur
17. október árið 1990 og var því 15
ára og 334 daga gamall þegar hann
lék sinn fyrsta leik fyrir ÍBV. Þrátt
fyrir ungan aldur er Elías Fannar
þó ekki yngsti leikmaður sem leik-
ið hefur í efstu deild í meistara-
flokki karla í knattspyrnu. Árni
Ingi Pjetursson á það met en hann
var 15 ára og 149 daga gamall
þegar hann lék sinn fyrsta deild-
arleik með KR í efstu deild.
„Þetta var bara frábær tilfinn-
ing og mér leið bara mjög vel. Ég
var alls ekkert stressaður. Bara
rólegur og fínn,“ sagði Elías Fan-
nar í gær en hann fékk ekki að vita
fyrr en í upphituninni fyrir leik-
inn að hann ætti að byrja inn á.
Guðjón Magnússon meiddist á
æfingu á föstudaginn en ætlaði þó
að reyna að spila leikinn á laugar-
daginn. Það gat hann ekki þegar
upp var staðið.
„Ég bjóst nú við að þetta yrði
erfiðara og meira stressandi en
þetta er bara ekkert mikið erfið-
ara en að spila með öðrum eða
þriðja flokki,“ sagði Elías Fannar
sem er ekki viss um hvort hann
ætli að spila með ÍBV í framtíð-
inni. - dsd
15 ára gamall leikmaður, Elías Fannar Stefnisson, stóð í markinu hjá Eyjamönnum gegn ÍA á laugardaginn:
Fékk að vita það í upphitun að hann ætti að spila
ÁKVEÐINN Hinn 15 ára gamli Elías Fannar Stefnisson stóð sig eins og hetja gegn ÍA
og verður ekki sakaður um mörkin fjögur. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR
GOLF Skagamaðurinn Birgir
Leifur Hafþórsson lauk keppni á
þrem höggum yfir pari á móti
sem fram fór í Frakklandi en það
er liður í áskorendamótaröðinni
sem Birgir tekur þátt í þessa
dagana.
Birgir hafnaði í 41. sæti ásamt
öðrum en mótið skolaðist mikið til
vegna veðurs.
- hbg
Birgir Leifur Hafþórsson:
Ekki á meðal
efstu manna
BIRGIR LEIFUR Keppir mikið þessa
dagana.
FÓTBOLTI Viking Stavanger sigraði
Stabæk 3-1 í norska boltanum í
gær þar sem Birkir Bjarnason
skoraði eitt marka Viking. Birkir
byrjaði leikinn á bekknum en
kom inn á í stöðunni 0-1, Stabæk í
vil, en hann skoraði síðasta mark
leiksins á 88. mínútu. Veigar Páll
var ekki í leikmannahópi Stabæk.
Stefán Gíslason var einnig á
skotskónum fyrir Lyn en hann
skoraði eina mark liðsins í 1-1
jafnteflisleik við Odd Grenland.
Indriði Sigurðsson var einnig í
liði Lyn.
Kristján Örn Sigurðsson og
Ólafur Örn Bjarnason voru báðir
í liði Brann í gær sem sigraði
Sandefjord á heimavelli.
Marel Baldvinsson var ekki í
liði Molde sem gerði 1-1 jafntefli
við Fredrikstadt og Jóhannes
Harðarson var heldur ekki í liði
Start sem sigraði Ham Kam 2-0.
- dsd
Norski fótboltinn:
Birkir og Stefán
skoruðu báðir
BIRKIR BJARNASON Þessi efnilegi strák-
ur skoraði þriðja og síðasta mark Viking
Stavanger í gær.
> Magnús og Ingvar héldu hárinu
Fyrir leik FH og Víkings lögðu Magnús Gylfason, þjálfari
Víkings, Ingvar Kale, markvörður liðsins, og fleiri leikmenn
hárið sitt undir. Ef Víkingur myndi vinna leikinn þá fengi
hárið að fjúka. Það hefði væntanlega
verið verkefni fyrir fagmann að ná
hárinu af Magnúsi en greiðslan ku
ekki hafa haggast á þjálfaranum í um
12 ár. Hún hélt meira að segja í rok-
inu í Eyjum og gárungarnir telja líklegt
að það þurfi stórtækar vinnuvélar til
að ná hárinu af. Það er skemmst frá
því að segja að Víkingur gat ekki neitt
í leiknum og tapaði 4-0. Ástæðan
fyrir því að þeir voru svona lélegir er
kannski það að þeir hafi ekki viljað
fórna hárinu eftir allt saman.
FÓTBOLTI Portúgalinn Luis Boa
Morte, fyrirliði Fulham í ensku
úrvalsdeildinni, verður líklega
frá keppni í sex vikur eftir að
hafa lent í samstuði við félaga
sinn Heiðar Helguson í leiknum
gegn Tottenham í dag, en
fyrirliðinn er sagður með brákað
kinnbein. - sb
Heiðar Helguson:
Brákaði fyrirlið-
ann sinn