Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 4
4 22. september 2006 FÖSTUDAGUR
STJÓRNMÁL Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra og alþingismennirn-
ir Guðlaugur Þór Þórðarson og
Pétur Blöndal sækjast eftir öðru
sætinu í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Efnt verður
til sameiginlegs prófkjörs fyrir
bæði Reykjavíkurkjördæmin og
mun annað sætið í því veita for-
ystusæti á öðrum listanum. Geir H.
Haarde, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, mun að líkindum sækj-
ast einn eftir fyrsta sæti í próf-
kjörinu og skipa sama sæti á lista
og í síðustu kosningum, það er
fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi
suður.
Björn og Guðlaugur gefa kost á
sér í annað sætið en Pétur í annað
til þriðja sæti.
Björn Bjarnason, sem hefur
setið á þingi síðan 1991, var í öðru
sæti í Reykjavíkurkjördæmi norð-
ur fyrir síðustu kosningar, á eftir
Davíð Oddssyni. Guðlaugur Þór,
sem er að ljúka sínu fyrsta kjör-
tímabili, var í þriðja sæti á sama
lista. Pétur, sem hefur jafnlanga
þingreynslu og Björn, var í öðru
sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
fyrir síðustu kosningar, á eftir Geir
Haarde. - bþs
GENGIÐ 21.9.2006
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
123,1116
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
69,95 70,29
132,74 133,38
89,08 89,58
11,939 12,009
10,75 10,814
9,664 9,72
0,5981 0,6015
103,68 104,3
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
STJÓRNMÁL Þingmennirnir
Björgvin G. Sigurðsson og Lúðvík
Bergvinsson sækjast báðir eftir
fyrsta sætinu í
prófkjöri
Samfylkingar-
innar í Suður-
kjördæmi.
Björgvin var
kjörinn á þing í
síðustu kosning-
um en var
varaþingmaður
kjörtímabilið á
undan. Lúðvík
hefur setið á
þingi síðan 1995,
fyrst fyrir
Alþýðuflokkinn.
Í síðustu
kosningum var
Lúðvík í öðru
sæti á lista
Samfylkingar-
innar í Suður-
kjördæmi og Björgvin í því
þriðja. Jón Gunnarsson, sem þá
skipaði fjórða sætið, sækist
einnig eftir fyrsta sætinu.
Margrét Frímannsdóttir er
oddviti Samfylkingarinnar í
kjördæminu en hún sækist ekki
eftir endurkjöri. - bþs
Samfylkingin í Suðurkjördæmi:
Björgvin og
Lúðvík í 1. sæti
LÚÐVÍK
BERGVINSSON
BJÖRGVIN G.
SIGURÐSSON
PÉTUR
BLÖNDAL
GUÐLAUGUR ÞÓR
ÞÓRÐARSON
BJÖRN
BJARNASON
Björn Bjarnason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Pétur Blöndal stefna á sama sætið:
Berjast um fyrsta sæti á lista
���������������������������������������������������������������������� ������������
�������������
������������
��������������������������
�����������������������������������������������������������������
����
�����
�����
��
VINNUMARKAÐUR Tveir Pólverjar
segja Íslendinga ekki hafa staðið í
skilum með laun og svikið annað
samkomulag við þá. Pólverjarnir
segja Íslendingana skulda sér 400
þúsund krónur. Pólverjarnir voru
látnir búa í skipinu Árnesi í
Reykjavíkurhöfn ásamt kærustu
annars þeirra og tveimur öðrum.
Pólverjarnir komu til Íslands
fyrir fjórum mánuðum og réðu
sig í vinnu til Árna Björgvinsson-
ar veitingamanns og Gunnars
Leifs Stefánssonar vélstjóra við
húsbyggingu á heimili annars
þeirra og innréttingar á veitinga-
stað um borð í skipinu Árnesi í
Reykjavíkurhöfn sem er verið að
stækka og innrétta sem veitinga-
hús.
Mennirnir bjuggu ásamt þrem-
ur öðrum í skipinu í nokkra mán-
uði. Í byrjun var engin eldunarað-
staða önnur en örbylgjuofn en
Pólverjarnir komu upp vaski og
eldunaraðstöðu. Í skipinu eru
skipsklósett en engin sturta,
aðeins handlaug með sturtuhaus.
Mennirnir gistu í skipskáetum og
einn bjó í matsal skipsins.
Gregor Ceynowa og Bogdan
Sawicki, félagi hans, eru óhressir
með viðskipti sín við Íslendingana
og telja þá svíkja sig um laun. Þeir
hafi jafnvel verið rukkaðir um
húsaleigu fyrir gistingu sína um
borð í bátnum. Pólverjarnir segja
að Árni hafi lofað þeim launum,
húsnæði og flugmiðum og að sjá
um alla pappírsvinnu gagnvart
stjórnvöldum. Þegar þeir hafi
krafist þess eftir þriggja vikna
vinnu að hann fyndi þeim húsnæði
hafi hann útvegað þetta.
Árni sagði að Pólverjarnir
hefðu ekki unnið fyrir sig. „Ég
skulda engum neitt,“ sagði hann
og bætti við að Pólverjarnir hefðu
sofið í bíl í tvær vikur og ekki átt
pening fyrir mat. „Ég reddaði því
að þeir gætu sofið um borð í bátn-
um og myndu hjálpa Gunna fyrir
gistinguna,“ sagði hann og kvaðst
hafa rétt þeim 15 þúsund kall.
„Mér fannst ekkert óeðlilegt að
þeir myndu hjálpa Gunna tvo
daga fyrir hvern mánuð, sem sagt
sex daga hver. Þeir urðu brjálaðir.
Svo sættist Gunni á að þeir myndu
borga smávegis leigu og hann
myndi borga þeim restina,“ sagði
Árni og kvaðst hafa lýst því yfir
við mennina að hann myndi
ábyrgjast greiðsluna á þeim 150
þúsundum sem Gunni skuldaði.
Gunnar sagði í gær að hann
hefði verið beðinn um að leyfa
mönnunum að gista í bátnum. Það
væri rangt að aðstaðan væri léleg.
Þeir hefðu ekki unnið fyrir sig og
hann hefði ekki krafið þá um
leigu. „Ég leyfði þeim í góðsemi
að vera um borð,“ sagði hann.
ghs@frettabladid.is
VIÐ ÁRNES Pólverjarnir bjuggu um borð
í þessu skipi í nokkra mánuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Pólverjar fengu ekki laun
og bjuggu í lélegum bát
Tveir Pólverjar segja vinnuveitendur sína ekki hafa staðið í skilum með laun og hafa svikið annað
samkomulag. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Þeir voru látnir búa í hálf-
fokheldum bát í Reykjavíkurhöfn. Vinnuveitendurnir segjast ekki skulda Pólverjunum neitt.
VIÐ ELDUNARAÐSTÖÐUNA Gregor Ceynowa og Bodgan Sawicki segja að vinnuveitendur sínir hafi ekki staðið við samkomulag
um laun og húsnæði. Þeir bjuggu um borð í skipi í nokkra mánuði. Eldunarstöðunni komu Pólverjarnir upp en þeir sögðust ekki
hafa haft sturtu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti
íslenskra skipa jókst um tæpa
þrjá milljarða króna á fyrri
helmingi ársins 2006 miðað sama
tíma í fyrra. Þetta kemur fram í
nýjum tölum Hagstofu Íslands.
Aflaverðmætið nam fjörutíu
milljörðum króna á fyrri helm-
ingi ársins en var 37,3 milljarðar
á sama tímabili 2005. Aflaverð-
mæti botnfisks var í lok júní
orðið 30,1 milljarðar króna miðað
við 25,5 á sama tíma árið 2005 og
er því um átján prósenta mun að
ræða. Þegar horft er til einstakra
fisktegunda jókst aflaverðmæti
ufsa um tæp 64 prósent og ýsu
um tuttugu prósent. - shá
Fiskveiðar 2006:
Aflaverðmæti
eykst stórum
FRÍSTUNDAHEIMILI
Mörg börn bíða
437 börn bíða eftir að komast að á
frístundaheimilum í Reykjavík. Enn
vantar 55 starfsmenn til starfa á frí-
stundaheimilin, þar af flesta í Grafar-
vogi og Árbæ.
PÓLLAND
Týndir farandverkamenn
Dómsmálaráðherra Póllands fer til
Rómar í næstu viku til viðræðna við
ítalskan starfsbróður vegna 70 pólskra
verkamanna sem hafa týnst við störf
þar. Um 100 Pólverjar voru frelsaðir
úr þrælkunarbúðum á Ítalíu í sumar.