Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ��������������� ��������������� Nýtt frumvarp dómsmálaráð-herra um endurskoðun á kyn- ferðisbrotakaflanum felur í sér tíma- bærar breytingar. Í núgildandi kynferðisbrotakafla er að finna nokkur úrelt lagaákvæði, m.a. um nauðgun. Nauðgun felur í lagalegri merkingu í sér að gerandi þröngvar þolanda til samræðis, eða annarra kynferðismaka, með ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Ofbeldi er því for- senda þess að hægt sé að tala um nauðgun í lagalegri merkingu. Skil- greiningin gefur til kynna að nauðg- un sé afbrigði af líkamsárás - líkams- árás í kynferðislegum tilgangi. Í almennri umræðu er hugtakið víð- ara og talað um nauðgun þegar maður t.d. hefur samræði við áfeng- isdauða manneskju eða misnotar andlega vanheila manneskju sem ekki hefur forsendur til þess að skilja verknaðinn. Þessi brot flokk- ast hins vegar sem vægari kynferð- isbrot en nauðgun samkvæmt núgild- andi rétti. ÓEÐLILEGT er að kynferðisbrot sem í eðli sínu eru fyllilega sambæri- leg séu flokkuð eftir ólíkum verkn- aðaraðferðum og það er að sama skapi óeðlilegt að mismunandi viður- lög liggi við eðlislíkum brotum. Í frumvarpinu er enda lagt til að breyta því, sem er tvímælalaust breyting til batnaðar. ÞUNGAMIÐJA kynferðisbrota felst nefnilega ekki í líkamlegu ofbeldi, heldur í því að samræði fer fram gegn vilja þolanda og að brotið sé gegn kynfrelsi manneskju. Kyn- frelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort hún vill taka þátt í kynferðislegum athöfnum, það er að segja kynferðislegur sjálfsákvörð- unaréttur. AÐALATRIÐIÐ er að þegar maður hefur samræði við aðra manneskju gegn vilja hennar brýtur hann gegn sjálfsákvörðunarrétti og athafna- frelsi hennar og virðir kynfrelsi hennar að vettugi. ÞVÍ má spyrja þeirrar spurningar hvort ekki hefði verið eðlilegt að ganga skrefinu lengra í frumvarpinu og leggja kynfrelsi alfarið til grund- vallar við skilgreiningu nauðgunar. Sjónarhornið væri þá hvort þolandi var í aðstöðu til að velja og hafna og hvort hann gat skilið hvað samþykki hafði í för með sér. Nauðgun myndi þá ekki lengur snúast eingöngu um það hvernig gerandi upplifði aðstæð- ur, heldur einnig um sjálfstæðan rétt þolanda. Sönnun myndi þá snúast um hvort samþykki þolanda var fyrir hendi eða ekki, hvort hann hafði val í þessum efnum. Þessi leið ætti að falla vel að því að einfalda reglur og auka vernd þolenda. ÞESSI leið er lögfræðilega tæk, og það sem meira er, hún hefur undan- farið orðið fyrir valinu á m.a. í Eng- landi og á Írlandi, en auk þess í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna. Hvað er kynfrelsi? BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.