Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 18
 22. september 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Skoðanakönnun sem Capac- ent Gallup vann fyrir Landsamband íslenskra út- vegsmanna sýnir að meiri- hluti þjóðarinnar vill hefja hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. Aðeins fjögur prósent tóku eindregna af- stöðu gegn slíkum veiðum. Sjávarútvegsráðherra telur sýnt að þjóðareining hafi myndast um hvalveiðar. Niðurstöður könnunarinnar nú sýna að 73,1 prósent aðspurðra eru fylgjandi hvalveiðum. Andvígir eru 11,5 prósent og 15,4 prósent eru hvorki með eða á móti. Sambærileg könnun frá árinu 1997 sýnir svipað hlutfall þegar kemur að fylgni við hvalveiðar en þá voru 20,8 prósent andvíg veiðunum. Samkvæmt þess- um niðurstöðum hefur andstaða við hvalveiðar Íslendinga í atvinnu- skyni minnkað verulega. Þjóðareining Aðspurður um þessar niðurstöður segir Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra að allar efnislegar ástæður séu til staðar til að hefja veiðar og þjóðréttarlega séu heim- ildir skýrar. „Þessi könnun segir okkur að það er þjóðareining um að hefja atvinnuhvalveiðar. Það er mikill stuðningur við mína skoðun að það sé eðlilegt markmið okkar að hér séu stundaðar hvalveiðar í atvinnuskyni samhliða öðrum atvinnurekstri. Við höfum stundað veiðar í vísindaskyni í þrjú ár og það hefur ekki valdið þeim óróa sem margir óttuðust.“ Aðspurður um hvenær hann telji eðlilegt að hefja veiðarnar svarar Einar. „Við verðum að velja tímapunktinn vel og erum ekki komnir að neinni nið- urstöðu varðandi það ennþá.“ Að selja hvali Meginrök þeirra sem eru andvígir hvalveiðum í atvinnuskyni er að erfitt eða jafnvel útilokað sé að koma hvalaafurðum í verð. Mjög er horft til Japansmarkaðar en Nátt- úruverndarsamtök Íslands telja hann í raun lokaðan og óraunhæft að byggja hvalveiðar í atvinnu- skyni á væntanlegri sölu þar í landi. Samtökin telja að japanski markað- urinn fyrir hvalkjöt sé mettur eftir að hvalveiðar Japana í vísindaskyni voru stórauknar og því líklegt að söluaðilar þar í landi leggist gegn innflutningi frá Íslandi. Ekki síst í ljósi þess að Norðmenn muni ganga á lagið en þeir hafa lengi reynt að koma hrefnukjöti inn á Japans- markað en ætíð snúið bónleiðir til búðar. Þessum fullyrðingum hafna hvalveiðisinnar með öllu. Jón Gunn- arsson, formaður Sjávarnytja, segir þessi rök í raun óhróður. Hann telur að hægt sé að hefja sölu á hvalafurðum á Japansmarkaði strax á þessu ári ef leyfi til hval- veiða fæst á haustmánuðum. Mark- aðurinn sé stór og ekkert í alþjóða- lögum komi í veg fyrir að hefja viðskipti. Jón nefnir að japönsk sendi- nefnd, sem var hérlendis á dögun- um að afla sér viðskiptasambanda, segi að hvalkjöt í Japan hafi lækk- að um tuttugu prósent í verði að undanförnu vegna aukins fram- boðs og salan hafi strax aukist um 50 prósent. Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Félags hrefnu- veiðimanna, segir að ef tvö þúsund krónur fáist fyrir kíló af hrefnu- kjöti á Japansmarkaði verði hrefnuveiðar í atvinnuskyni arð- bærar. Kílóið á fiskmörkuðum í dag er fimm til átta þúsund og í smásölu rúmlega tuttugu þúsund krónur. Afrán hvala á Íslandsmiðum Fjöldi hrefna á landgrunnssvæðinu við Ísland var 43.600 dýr sam- kvæmt síðustu talningum Hafrann- sóknastofnunar sem fram fóru í sumar. Stofninn er talinn vera nálægt sögulegu hámarki. Hvalir við Ísland eru taldir éta um sex milljónir tonna af fæðu árlega og þar er hrefnan atkvæðamest með tvær milljónir tonna af heildar- magni og eina milljón tonna af fiski. Landssamband íslenskra útvegs- manna vill leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni, fyrst og fremst til að grisja stofnanna. Vilhjálmur Jens Árnason, aðstoð- arframkvæmdastjóri LÍÚ, segir að frá sjónarhóli útvegsmanna sé stóra málið varðandi hvalveiðar í atvinnu- skyni afrán hvala á nytjastofnum Íslendinga. „Við erum mikið að hugsa um hvalveiðar út frá grisjun- arsjónarmiðum. Samkvæmt nýj- ustu rannsóknum er hrefnan meiri afræningi en talið var áður og það ýtir enn meira undir þá kröfu að veiða úr stofninum.“ Frumathuganir Hafrannsókna- stofnunar með fjölstofnalíkan benda til að frekari vöxtur hvala- stofna geti haft veruleg áhrif á langtíma afrakstur þorskstofnsins. Þannig er talið að tuttugu prósenta minni afrakstur verði af þorsk- stofninum ef hvalastofninn er sjö- tíu prósent af hámarksstærð. Að mati LÍÚ eru um sextíu þúsund tonn að verðmæti 8,5 milljarðar króna sé miðað við þrjú hundruð þúsund tonna þorskkvóta. Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir hugmyndir vera um að sjálfbær hrefnustofn sé veiði upp á fjögur hundruð dýr á ári. „Þessar tillögur byggja á hugmyndum vísinda- nefndar Norður-Atlantshafs sjáv- arspendýraráðsins sem segir að hún sé ólíkleg til að færa stofninn niður fyrir sjötíu prósent af hámarksstærð.“ Aðspurður um hvað þurfi að veiða mikið af hrefnu þannig að henni fækki nægilega mikið til að hafa áhrif á veiði nytja- stofna til skamms tíma litið, svarar Gísli að hér sé um langtímamark- mið að ræða. „Í þessum útreikning- um vörpuðum við því fram að það tæki tuttugu ár að fækka hrefnunni niður í sjötíu prósent af hámarks- stærð. Ef á að keyra stofninn niður á örfáum árum er augljóst að það þarf miklu meiri veiði.“ Að skoða eða skjóta Sjónarmið ólíkra hagsmunahópa virðast í fljótu bragði ósættanleg. Hvalveiðisinnar telja það rétt þjóð- arinnar og skildu að nýta hvalinn eins og hverja aðra auðlind. Nú, eftir rúmlega tveggja áratuga bar- áttu, sé þjóðin komin í þá aðstöðu að hefja hvalveiðar og það tæki- færi skuli nýtt, skilyrðislaust. Á sama tíma telja verndunarsinnar að meiri hagsmunir tapist fyrir minni og til dæmis muni ferða- mannaiðnaðurinn líða fyrir veið- arnar. Hvalveiðar sé ekki hægt að réttlæta og fyrirsjáanlegt að slíkar veiðar verði Íslendingum fjötur um fót á alþjóðavettvangi. Hvalaskoð- un er vaxandi atvinnuvegur og talið að tæplega hundrað þúsund manns fari í skoðunarferðir á þessu ári. Raddir þeirra sem þessa atvinnu- grein stunda hafa verið áberandi og vilja þeir meina að hún muni líða undir lok ef hvalveiðar hefjist á ný. Á sama tíma er ekki að merkja að vísindaveiðar á hrefnu síðan 2003 hafi haft áhrif á komur ferðamanna til landsins né aðsókn að hvalaskoð- un, þvert á móti. Mergur málsins er að Íslending- ar eru veiðmannasamfélag sem mun aldrei sætta sig við að vera bannað að nýta auðlindir sínar. Þetta á við um hval eins og allt annað. Hvalveiðar eru prinsippmál og það verður að finna leið til að sætta sjónarmið ólíkra hópa. Svona erum við FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is > Kjarnafjölskyldur á Íslandi 70 .5 94 73 .6 65 66 .6 50 1997 2001 2005 Heimild: Hagstofa Íslands Hvalveiðar skýlaus þjóðarvilji BITBEIN Tólf tegundir hvala lifa hér við land. Helstu stofnar eru hrefna, langreyður, sandreyður og hnúfubakur. Veiðar eru áætlað- ar úr þremur fyrst töldu stofnunum. Stofnar hrefnu og langreyðar eru taldir í sögulegu hámarki. Heildarlausn fyrir snyrtinguna Lotus Professional R V 62 15 A Blár sápuskammtari Foam Blátt WC Compact statíf fyrir tvær rúllur Á tilboði í september Arngrímur Þorgrímsson Sölustjóri hjá RV 3.982 kr. 1.865 kr. 1.865 kr. Blár enMotion snertifrír skammtari Já* 26,6% Nei 73,4% *72,7% þeirra sem hafa farið í hvala- skoðunarferð eru fylgjandi hvalveiðum í atvinnuskyni. HEFUR ÞÚ FARIÐ Í HVALASKOÐUN? Heimild: Capacent Gallup Já* 73,1% Nei 11,5% HEFUR ÞÚ BORÐAÐ HVALKJÖT? *28,3% borðuðu hvalkjöt á síðastliðnu ári. ERTU FYLGJANDI EÐA ANDVÍGUR ÞVÍ AÐ ÍSLENDINGAR STUNDI HVALVEIÐAR Í ATVINNUSKYNI? Fylgjandi 73,1% Andvíg(ur) 11,5% Hvorki né; 15,4% Þessi könnun segir okkur að það er þjóðareining um að hefja atvinnuhvalveiðar ... EINAR K. GUÐFINNSSON SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Fólk kveikir vart á útvarpi, les blöð eða horfir á sjónvarp án þess að minnst sé á Úrvals- vísitölu Kauphallar Íslands. Sú vísitala hækk- ar eða lækkar daglega en hvað stendur þessi vísitala fyrir og hverju er henni ætlað að áorka? Hvað er Úrvalsvísitalan? Afar gróflega má segja að Úrvalsvísitalan íslenska eigi við um þau íslensku fyrirtæki sem auðveldast og ódýrast er að eiga viðskipti með hverju sinni. Þó eru aðeins fimmtán fyr- irtæki í hverju úrtaki fyrir Úrvalsvísitöluna og er það endurskoðað á sex mánaða fresti og með tilliti til markaðarins hvort breyta eigi þeim fyrirtækjum sem þar eru hverju sinni. Hvers vegna hækkar hún og lækkar? Úrvalsvísitalan hækkar og lækkar hverju sinni í takt við gengi þeirra fimmtán fyrir- tækja sem vísitalan er byggð á. Þar er þó ekki litið til heildarmarkaðsvirðis heldur það sem fagmenn kalla flotgengi sem eru þau bréf í viðkomandi fyrirtækjum sem aðgengileg eru fjárfestum til kaups og sölu. Fjölmargar aðrar reglur og takmörk sem ekki verða tíunduð hér hafa einnig áhrif á mæl- ingu hvers og eins fyrirtækis og áhrif þeirra á Úrvals- vísitöluna. Sem dæmi þurfa ekki að vera mikil við- skipti hjá íslensku bönkunum til þess að þau hafi áhrif á vísitöluna þar sem bankarnir allir eru mjög stórir aðilar á markaðnum. Hver er tilgangurinn? Úrvalsvísitalan gefur leikmönnum sem áhuga- fólki grófa stöðu hvern dag fyrir flest stærstu fyrirtæki landsins. Fagfjárfestar nota bæði Úrvalsvísitöluna og aðrar vísitölur eins og Hlutabréfavísitöluna til að fá yfirsýn yfir mark- aðinn á stuttum tíma. Úrvalsvísitalan gefur þannig upplýsing- ar um verðþróun en er einnig hvati því þangað komast aðeins útvalin fyrir- tæki. FBL GREINING: ÚRVALSVÍSITALAN Einfölduð mynd af gengi fyrirtækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.