Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 40
8
Björgvin Halldórsson ætlar að fylla þrjár Laug-
ardalshallir með Sinfóníuhljómsveit Íslands um
helgina. Þar verður einnig 60 manna kór, ryþ-
masveit, gestasöngvarar og bakraddir. Björgvin
hefur hljóðritað á bilinu 700-800 lög um tíðina
og segist aldrei hafa verið betri. „Mér finnst ég
vita meira hvað ég er að gera núna en í den.“
Björgvin hefur aldrei staðið á sviði með Krumma
syni sínum sem ætlar að syngja með Sinfóní-
unni, pabba og Svölu systur um helgina. Sirkus
spjallaði við Björgvin og fyrsta spurningin var
einföld.
Lengi staðið til?
„Maður stendur náttúrulega á tímamótum þegar
maður er orðinn hálf hundrað ára og þetta hefur
blundað í mér lengi. Nú er þetta bara að skella
á og það verður ekkert aftur snúið. Þetta er
æðislega spennandi og það er mikill hugur í
fólki enda stærsta „live“ verkefni sem ég hef
tekið mér fyrir hendur og hugsanlega fleiri.“
Fyrsta skiptið sem Björgvin vann með Sinfón-
íuhljómsveitinni var árið 1992 þegar hann
stjórnaði upptökum á plötu sem hét í Takt við
tímann.
Hefur Björgvin alltaf verið í takt við tímann?
„Ég ætla rétt að vona það enda fylgist ég mjög
vel með, ég fer nú samt ekki að gera hiphop-
plötu alveg í bráð. Ég reyni að þroskast með því
sem ég er að gera og þær móttökur sem ég hef
fengið um árin sýna að ég hef verið þó nokkuð í
takt við tímann.“
Björgvin hefur samt alltaf passað sig á því að
vera ekki með of mikið af tónleikum til þess að
ofgera ekki fólki. Hann hefur til dæmis ekki
haldið tónleika í mörg ár, en aftur á móti haldið
fjölmargar söngskemmtanir á Broadway. Hann
segist þurfa að finna hjá sér sterka hvöt til þess
að gera plötur og halda tónleika.
En hvaða lög verða tekin?
„Það er hernaðarleyndarmál en ég get sagt frá
því að við verðum með lítinn forleik sem kallast
Skýjasvítan og er byggður á lagabrotum eftir
mig. Það er hann Hrafnkell Orri Egilsson sem
útsetti hann og flytur Sinfónían forleikinn instru-
mental í byrjun.
Það er samt erfitt að koma öllu fyrir. Ég á mikið
af lögum sem eru stór og mikið af ballöðum.
Ætli ég sé ekki búinn að hljóðrita á bilinu 700-
800 lög og ég er svo heppinn að mörg þeirra
eru þekkt og hafa staðist tímans tönn.“
Björgvin kemur fram ásamt Sinfóníuljómsveit-
inni, ryþmasveit, bakröddum, gestasöngvurum
og svo 60 manna karlakór.
„Þegar þetta er orðið svona stórt auðveldar
það náttúrulega valið á lögunum. Með fullri virð-
ingu fyrir Nínu og Geira og fjölskyldu, þá myndi
það tiltekna lag ekki gera sig í þessu dæmi. Þú
velur lögin eftir því hvernig hljóðfæraskipan er
hverju sinni. Stóru ballöðurnar verða samt þarna
og ég get t.d. nefnt Skýið og Vetrarsól, sem eru
lög sem mér þykir afskaplega vænt um. Þetta
eru lög sem ég frumflutti og hafa að mörgu leyti
mótað mig í bransanum“
Þrennir tónleikar verða haldnir um helgina en
það er ekki á færi margra að fylla þrjár Laugar-
dalshallir.
„Fyrsta frumsýningin er á laugardaginn klukkan
17.00 en það er Straumsvík hérna í Hafnarfirði
sem keypti þá tónleika. Ísal er nefnilega fjörutíu
ára og ætlar að bjóða starfsfólki og Hafnfirðing-
um á tónleikana sem er afskaplega gaman fyrir
strák úr Hafnarfirði. Svo eru aðrir um kvöldið og
svo aukatónleikar á sunnudagskvöldið.“
Björgvin Halldórsson er fimmtíu og fimm ára
og hefur verið í bransanum ansi lengi. Hann
hefur verið einn afkastamesti og vinsælasti
tónlistarmaður þjóðarinnar nær allan þann
tíma.
Hvernig hefur þetta verið?
„Þetta er bara búið að vera eins og þeir segja í
Bandaríkjunum, a fantastic ride. Það hefur auð-
vitað ýmislegt komið upp á, en það hverfur eins
og hjá öllu fólki sem lítur yfir farinn veg og góðu
tímarnir standa upp úr. Ég er bara feginn því að
standa enn í lappirnar og vera að búa til tónlist.
Mér finnst ég loksins vera farinn að kunna þetta
núna.“
Aldrei verið betri?
„Mér finnst ég að minnsta kosti vita meira hvað
ég er að gera núna. Ætli það sé ekki bara gamla
reynslan sem er að koma sterk inn.“
Alltaf verið atvinnutónlistarmaður?
„Fyrst gerði ég ekkert annað alveg í mörg, mörg
ár. Síðan fann ég hjá mér hvöt til þess að gera
eitthvað annað vegna þess að ég þykist nú hafa
vit á svo mörgu öðru. Ég stjórnaði útvarpsstöð,
kvikmyndarásum, vann á auglýsingastofum,
umboðsskrifstofu og fékkst við ráðgjöf. Ég er
eiginlega búinn að vera ofan á borðinu, undir
borðinu og við borðið í þessum miðlunarbransa.
Það hefur líka gefið mér mikla ánægju og
reynslu að sjá allar hliðarnar á þessum bransa.
Það kemur mér eiginlega á óvart hve ég hef
fengist við mörg störf um tíðina.“
Alltaf verið svona mikill töffari?
„Ég er enginn töffari. Þetta er allt bara einhver
brynja og leikur. Maður markast auðvitað af
samferðamönnum sínum og í þessum bransa,
rokkinu og músíkinni, skemmir ekki fyrir að vera
með smá attitjút.“
Er þetta þá allt meðvitað?
„Nei, ég held að þetta hafi byrjað hjá mér í
barnaskóla. Þá var ég mjög lítill að vexti og var
stundum tekinn af stóru strákunum í bakaríið,
þetta er kallað einelti í dag. Ég varð að bregð-
ast við þessu og fór þá bara að nota munninn.“
Þú ert húmoristi?
„Já, það er alveg á hreinu. Húmorinn verður að
vera til staðar og ég tek lífið ekki of hátíðlega.
Það er enginn tími til þess að taka þetta alvar-
lega.“
Það verður ekki hjá því komist að spyrja Björg-
vin út í frasana sem hafa verið hans aðalmerki
í mörg ár.
Hvernig er það, vellur þetta bara upp úr þér?
„Nei, ég pæli nú ekkert í þessu. Það er hellingur
af samferðarmönnum mínum sem eru svona
líka. Ég kalla þetta einlínunga eða „one-liners“.
Þú finnur bara einhverja setningu sem lýsir
ákveðnum hlut án þess að gera þetta of langt
og flókið. Maður temur sér þetta bara og hefur
gaman af. Ég fæ líka oft marga góða á mig sjálf-
an; ef þeir eru nógu góðir þá nota ég þá bara
sjálfur. Það er ekkert nýtt undir sólinni maður,
en það er rétt, þetta hefur svolítið fest við
mann.“
Af hverju?
„Það er bara þannig að sumar sögur festast við
mann. Þetta er bara eins og með norsku brand-
arana sem urðu að Hafnarfjarðabröndurum.
Eitthvað af þessum sögum um mig eru sannar
en aðrar ekki, þetta lífgar bara upp á stemning-
una í hópnum.“
Einhver frægasti einlínungur Björgvins er hinn
svokallaði „Bolur“ en annan á hann líka sem er
„Hilmar á lyftaranum“.
Hver er það?
„Hann er sko forveri bolsins. Bolurinn er bara
eitt orð yfir alþýðumanninn, almúgann eða límið
sem heldur þjóðfélaginu saman. Þetta er bara
eins og „Ordinary-Joe“ eða Siggi í næsta húsi.
En allt saman vel meint enda erum við allir bolir
inn við beinið, bara misjafnar gerðir af bolum.
Þú getur verið í bol frá Sólningu og svo geturðu
verið bolur frá Armani.“
viðtalið
BOLURINN BJÖRGVIN HALLDÓRSSON TEKUR LÍFIÐ EKKI OF ALVARLEGA
Ég er enginn töffari
„Ég er bara feginn því
að standa enn í lapp-
irnar og vera að búa
til tónlist. Mér finnst
ég loksins vera farinn
að kunna þetta núna.“