Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 22. september 2006 3
Íslenska byggið er undirstaðan í þessum girnilega rétti.
Til hnífs og skeiðar
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR
Bygg-rísottó með graskeri
Heilsuvöruverslanir hér á landi, með
öllum sínum pökkum og flöskum, finnst
mér oft hafa yfirbragð lyfjaverslana og
skorta það krassandi aðdráttarafl sem
mann dreymir um og margar hollustu-
matvörubúðir erlendis hafa. Þó leynist
ýmislegt gott í mörgum af þeim pokum
og pökkum sem hér fást. Íslenska banka-
byggið, til dæmis, er alveg frábært. Það er
uppistaðan í rétti dagsins.
3 dl bankabygg
9 dl vatn
1 lítið grasker ( eða butternut kúrbítur)
2 rauðir laukar
4 hvítlauksgeirar
2 msk sólblómaolía
salt og pipar
sletta af tabasco
250 ml kókósmjólk
1 stilkur sítrónugras
1 msk soyasósa
hnefafylli af ferskum kóríander
1 rauður chili (ef vill)
1. Sjóðið bankabyggið eftir leiðbeining-
unum í um 40 mínútur og sigtið þá allt
vatn sem eftir er í pottinum vel frá.
2. Á meðan byggið sýður, fræhreinsið
og afhýðið graskerið og skerið það í
um þumlungsstóra bita og skerið
laukinn í fleyga. Setjið grænmetið í
eldfast fat ásamt olíunni og hvít-
lauksgeirunum. Saltið og piprið og
skvettið tabasco-sósu út á eftir
smekk. Bakið í 220 gráðu heitum
ofni í 20-25 mínútur , eða þangað til
bitarnir eru eldaðir í gegn og teknir
að brúnast.
3. Setjið kókósmjólkina og soyasósuna á
pönnu og hitið upp ásamt sítrónugras-
inu, sem hefur verið marið aðeins
með hnífsblaði og svo sett heilt út í.
Látið malla í nokkra stund. Setjið þá
soðið bankabyggið út í, slökkvið á hit-
anum undir pönnunni og látið byggið
drekka mólkina í sig í um 5 mínútur.
Hrærið í nokkrum sinnum á meðan.
4. Berið bygg-rísottóið fram með bökuðu
graskeri og lauk og sáldrið ferskum
kóríander og niðurskornu fræhreins-
uðu chili yfir eftir smekk.
1944 réttirnir eru komnir í
nýjar umbúðir.
Nú hafa umbúð-
ir 1944 réttanna
breytt bæði um
útlit og form.
Eins og neyt-
endur vita
eflaust eru
1944 réttirnir
lystugur heim-
ilismatur á
borð við hangi-
kjöt, kjötbollur, fiskbollur og kál-
böggla. Þeir hafa þegar skapað sér
fastan sess á markaðnum. Hluti
réttanna er nú kominn í stærri og
veglegri þriggja hólfa bakka í stað
eins til tveggja hólfa áður.
Skammtar hafa líka stækkað og
bætt hefur verið við meðlæti.
Breytt útlit
og innihald
Fiskbollurnar eru
ein þeirra tegunda
sem nú fást í þriggja
hólfa bökkum.
Þernur býflugnabúa
fóðra drottninguna
á mjólkurhvítu efni,
það er blómasafa, úr
munnvatnskirtlum
sínum. Blómsaf-
inn veldur því að
drottningin verður
stærri, frjósamari og
langlífari en ófrjóu
þernurnar.
Býflugnabændur
taka blómasafann eða
drottningarhunangið úr býkúpum,
hreinsa og vinna frekar þar til það er
fullunnið.
Náttúrulæknar halda því fram að
drottningarhunang hafi svipuð áhrif
á fólk og á býflugnadrottninguna,
það lengi lífið, auki frjósemi og
líkamsstærð. Sjá www.lyfja.is.
Hvað er?
drottningarhunang
SÓMABAKKAR
Nánari uppl‡singar á somi.is
*Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr.
PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*