Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 78
22. september 2006 FÖSTUDAGUR46
„Ég var í endurhæfingu á þeim
stórkostlega stað Reykjalundi, svo
það er búið að gefa manni start,“
segir Þorvaldur Þorsteinsson,
rithöfundur og myndlistarmaður.
Hann er nú óðum að braggast eftir
erfið veikindi og með ýmis járn í
eldinum; bæði er hann með leikrit í
bígerð auk þess sem til stendur að
kvikmynda bók eftir hann.
Þorvaldur var lagður inn á spít-
ala í vor eftir að hafa fengið vægt
heilablóðfall. „Þegar betur var að
gáð kom í ljós að það var líka eitt-
hvað að hjartanu í mér svo ég þurfti
að gangast undir hnífinn.“
Við tók ströng endurhæfing og
þurfti Þorvaldur að draga sig í hlé
frá störfum, bæði sem listamaður
og sem formaður Bandalags
íslenskra listamanna. Hann er nú
allur að koma saman og vill byrja
að vinna aftur sem fyrst. „Mér er
sagt að ég megi byrja aftur í nóv-
ember. Núna er ég að setja mig inn
í þetta aftur en um leið gæta þess
að halda mig á mottunni,“ segir
hann.
Þorvaldur er með í smíðum
handrit að leikriti fyrir Leikfélag
Akureyrar og Nemendaleikhúsið,
sem heitir Lífið - notkunarreglur og
verður frumsýnt í vor. „Þetta verk
er gamall draumur, eins konar
framhald af And Björk of course;
að minnsta hin hliðin á þeim pen-
ingi. Þá var hugsunin sú að strjúka
köttinn andhæris, ef svo má að orði
komast, en núna hef ég hugsað mér
að strjúka honum í rétta átt. Ég
vona að hann eigi eftir að mala,“
segir Þorvaldur og hlær.
Þá vinnur kvikmyndagerðar-
maðurinn Ólafur Jóhannesson að
kvikmyndahandriti upp úr bókinni
Við fótskör meistarans eftir Þor-
vald. „Ég þykist vera að hjálpa
honum með þetta en hann er búinn
að móta handritið eftir sínu höfði og
mér líst vel á það. Mér er ekki vel
við að hver sem er vinni eitthvað úr
verkum mínum, en ég hef unnið
með Ólafi áður, átt við hann gott
samstarf og treysti honum vel.“
Rétt eins og skriftirnar þurfti
myndlistin að sitja á hakanum á
meðan á endurhæfingu stóð en Þor-
valdur vonar að það standi til bóta.
„Ég er að minnsta kosti búinn að
leigja vinnustofu hjá SÍM og get því
vonandi farið að taka upp úr þeim
kössum innan tíðar.“
bergsteinn@frettabladid.is
ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON: NÆR SÉR Á STRIK EFTIR ERFIÐ VEIKINDI
Leikrit og mynd í smíðum
ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Er allur að koma saman eftir að hafa fengið heilablóðfall og gengist undir skurðaðgerð á hjarta í vor.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HRÓSIÐ …
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
FRÉTTIR AF FÓLKI
...fá Hrönn Marinósdóttir og
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í
Reykjavík fyrir að bjóða
Íslendingum upp á kvikmyndir
sem að öllu jöfnu myndu ekki
rata í kvikmyndahús borgar-
innar.
LÁRÉTT
2 plat 6 hljóm 8 skordýr 9 kann 11
verkfæri 12 ás 14 flækja 16 tímaeining
17 æðri vera 18 flan 20 tveir eins 21
lítill.
LÓÐRÉTT
1 vörumerki 3 frá 4 félaus 5 bæli 7
jafnframt 10 að 13 nægilega 15 sjá
eftir 16 tímabils 19 dreifa.
LAUSN
„Ég þurfti að berjast við skrifræð-
ið í heilt ár áður en ég fékk þetta
samþykkt,“ segir hinn 21 árs
gamli Benjamín Náttmörður
Árnason, sem fékk hinu sérstaka
millinafni bætt við nafn sitt í
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
í gær.
Náttmörður er í hljómsveitinni
Man Behind the Wheel og segir
mikilvægt að hafa grípandi nafn í
rokkbransanum. Tilurð nafnsins
má einmitt rekja til tónleikaferða-
lags hljómsveitarinnar í Banda-
ríkjunum í fyrra. „Við vorum að
túra þar og eins og gerist þegar
maður dvelur fjarri heimahögun-
um er auðvelt að ruglast í ríminu.
Einu sinni vaknaði ég af slæmum
svefni og ruglaði saman orðinu
martröð og enska orðinu
nightmare og sagði stundarhátt:
Strákar, ég fékk hrikalegan nátt-
mörð.“
Eftir það var Benjamín ekki
kallaður annað en Náttmörður.
„Þetta er líka flott nafn og fellur
vel að íslenskunni, þannig að ég
dreif mig upp í ráðuneyti og sótti
um að fá því bætt við nafnið
mitt.“
Þá tók við það sem Náttmörður
kallar „búrókratískt stríð“ við
dómsmálaráðuneytið, sem lauk á
miðvikudag þegar hann fékk bréf
frá ráðuneytinu þess efnis að nafn-
ið hefði verið samþykkt. Nátt-
mörður mætti í dómsmálaráðu-
neytið í gær, ásamt fríðu föruneyti,
og skrifaði undir gjörninginn. Eftir
á var skálað í kampavíni enda
heimsfrægð í seilingarfjarlægð.
„Með svona flott nafn verður ekk-
ert mál að sigra heiminn.“ - bs
Tók upp millinafnið Náttmörður
BENJAMÍN NÁTTVÖRÐUR ÁRNASON Skálaði í kampavíni ásamt vinum sínum eftir
nafnabreytinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Auðmýkt háðfuglsins fyrrverandi,
Jóns Gnarr, virðist jafn mikil og
sérhlífni hans er lítil. Í Bakþönkum
sínum í Fréttablaðinu í gær fjallar
Jón um íslenskar kvikmyndir, sem
honum þykir ekki mikið til koma
á heildina litið. Hann hrósar þó
myndinni Börn í bak og fyrir og
telur hana marka spor í íslenskri
kvikmyndagerð. „Þetta er í fyrsta
skipti sem ég fæ engan bjánahroll
á íslenskri bíómynd,“ segir Jón
meðal annars í grein sinni. Þessi
fullyrðing er athyglisverð í ljósi þess
að sjálfur hefur Jón leikið í
að minnsta kosti tveimur
íslenskum myndum,
Íslenska drauminum
og Manni eins og mér,
en almennt var
gerður góður
rómur að þeim
báðum á
sínum tíma.
Björgvin Halldórsson hefur
mikinn húmor fyrir sjálfum sér eins
og sjá má á forsíðu Sirkus sem
fylgdi Fréttablaðinu í morgun. Þar
stendur Björgvin með skilti sem
á stendur „go“ en söngvarinn er
þekktur fyrir frasann. „Það er ekkert
gó fyrr en bó segir gó“. Reyndar
var hugmyndin sú að Björgvin yrði
jafnframt í bol á forsíðunni sem
ritstjóri blaðsins, Breki
Logason, hafði útbúið
og á stóð „Ég er bolur“.
Þegar að myndatök-
unni kom sagði Björg-
vin hins vegar nei en
hirti bolinn úr höndum
ljósmyndarans. „Ég er
hins vegar að fara í
sjónvarpið og ætla að
vera í honum þá.“
Matarsérfræðingurinn Nanna
Rögnvaldardóttir hefur kvatt
Gestgjafann eftir farsælt starf um
árabil. Ekki er vitað með vissu
hvað Nanna ætlar að taka sér fyrir
hendur nú þegar þessu
Fróða-samstarfi er
lokið en á heimasíðu
sinni greinir matar-
gúrúið frá því að hún
ætli að bregða sér í
sumarfrí til Andalúsíu-
héraðs. „Til að safna
kröftum fyrir þýðing-
ar og fleira.“
- bs/fgg
Endurkoma Sykurmolanna hefur
vakið mikla athygli en eins og
Fréttablaði greindi frá í gær hefur
fjöldi erlendra fjölmiðla verið með
fréttir af tónleikunum á vefsíðum
sínum. Einar Örn Benediktsson,
söngvari sveitarinnar, var upp með
sér yfir þessum mikla áhuga en við-
urkenndi að þetta kæmi sér spánskt
fyrir sjónir. „Við erum að gera þetta
hérna á Íslandi vegna þess að við
erum íslensk,“ segir hann en benti
hins vegar á að Flugleiðir væru að
bjóða ferðir á atburðinn og því hefði
verið viðbúið að eitthvað af útlend-
ingum myndi koma hingað til að sjá
hljómsveitina á sviði. „Síðast þegar
Björk spilaði hérna heima kom lítill
hópur frá Japan.“
Einar verður hins vegar hálf
undrandi þegar blaðamaður upplýs-
ir að veftímarit í Norður-Kóreu hafi
fjallað um endurkomuna. „Ef þeir í
Norður-Kóreu hafa áhuga á sam-
starfi verðum við auðvitað að skoða
allar hliðar málsins,“ segir Einar
Örn og bætir við að ekki hafi
verið tekin nein ákvörðun um
hvað Sykurmolarnir ætli sér
að gera fyrir erlenda fjöl-
miðla. „Hið undarlega í mál-
inu er að við erum bara með
þessa einu tónleika og erum
ekkert að kynna eitthvað
verkefni eins og svo oft þegar
fólk er að gera svona.“
Athygli hefur vakið að allur
ágóði af tónleikunum rennur til
útgáfufyrirtækisins Smekkleysu og
hefur því verið fleygt fram að fyrir-
tækið sé á vonarvöl. Einar Örn vísar
því algjörlega á bug en segir að það
glími við lítinn markað rétt eins
og önnur útgáfufyrirtæki.
„Friðrik Erlingsson teiknaði
póstkort vegna leiðtoga-
fundar Reagans og Gor-
batsjovs og var ágóðinn
af því notaður til að
gefa út Birthday.
Þegar Sykurmolarn-
ir og smáskífan
fóru að selja voru
þeir peningar not-
aðir til að gefa út
aðrar hljómsveitir á borð við Risa-
eðluna og Ham,“ útskýr-
ir Einar og segir að hluti
af gróða tón- leikanna
verði notað- ur til að hnýta
nokkra lausa enda en síðan
verði fjár- magnið notað
til að skapa
hresst
umhverfi fyrir
útgáfu. - fgg
Sykurmolar undrandi á erlendum áhuga
EINAR ÖRN BENEDIKTSSON Undr-
andi á áhuga erlendra fjölmiðla
og ekki síst á áhuga fjölmiðla frá
Norður-Kóreu.
BJÖRK Það er ekki
síst nærvera Bjarkar
sem hefur vakið áhuga
erlendra fjölmiðla
en Sykurmolarnir
lögðu grunninn að
velgengni sólóferils
hennar.
LÁRÉTT: 2 gabb, 6 óm, 8 fló, 9 get, 11
al, 12 óðinn, 14 flóki, 16 ár, 17 guð, 18
ras, 20 rr, 21 smár.
LÓÐRÉTT: 1 lógó, 3 af, 4 blankur, 5
ból, 7 meðfram, 10 til, 13 nóg, 15 iðra,
16 árs, 19 sá.
����
�����������
���������
������� �����
�������������� �����
����������������� ����
���������� �������
������������� ���
���������� ���
���������
����
�����������
���������
������ � ���
�������������� �����
���� ��� ��� � � ��
���������� �������
������������� ���
���������� ���
���������
����
�����������
���������
������� �����
� � ����� �����
��� ���� ��� � ��
���������� �������
���� ���� � ���
�� � ��� � ���
� �� ����
� �� � ��
���
�� � �
� � ��� ��
����������������� ����
� � � � ���
� � � �� ��
� � ���
���������
�� �� � �
���������
������� �����
�������������� �����
����������������� ����
���������� �������
������������� ���
���������� ���
���������